Morgunblaðið - 30.03.2016, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 30.03.2016, Qupperneq 15
NESBÆR REYKJAVÍK REYKJA ÁSBRÚ Fasteignir til sölu á Ásbrú Spennandi fjárfestingartækifæri Á innan við áratug hefur byggst upp á Ásbrú, fyrrum varnarsvæðinu við Keflavíkurflugvöll, þróttmikið og litríkt samfélag með öfluga menntastofnun, fjölda spennandi fyrirtækja, gróskumikla nýsköpun og blómstrandi mannlíf. Hröð uppbygging í gagnaveraiðnaði og örþörugnarækt, ásamt nálægð við Keflavíkurflugvöll gera Ásbrú að sönnu vaxtarsvæði til framtíðar. Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar | Sími 425 2100 | www.kadeco.is Íslenska ríkið er eigandi fjölda fasteigna af öllum stærðum og gerðum á Ásbrú, Reykjanesbæ. Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, Kadeco, sem fer með umsjón og þróun svæðisins, óskar eftir tilboðum í allar fasteignir ríkisins eða stóran hluta þeirra. Margar fasteignanna eru nú þegar í útleigu en allar eru þær til sölu. Eignirnar eru í aðskildum félögum og því er einnig mögulegt að kaupa einstök félög. Tilboðum í allar fasteignirnar, eða hluta þeirra, þarf að fylgja lýsing á því hvernig tilboðsgjafar hyggjast nýta þær og þróa svæðið í þágu atvinnulífs og samfélags. Farið verður yfir öll tilboð mánudaginn 11. apríl nk. Allar fasteignir ríkisins í umsýslu Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar eru til sölu, þær eru eftirfarandi: Aðaltröð • 2 • 4 Bogatröð • 1 • 10 • 10a • 17 • 31 • 33 Borgarbraut • 953 • 960-963 • 962 Breiðbraut • 643-647 • 643R • 668-669 • 668R • 670 • 671-679 • 671R • 672 • 674 • 675 Ferjutröð • 9 Flugvallarbraut • 710 • 732 • 749 • 740 • 752 • 770 • 771 • 773 • 778 • 790 • 937 • 941 Grænásbraut • 501 • 506 • 614 • 602R • 603-607 • 619 • 700 • 920 • 999 Heiðartröð • 517 Keilisbraut • 745 • 747-748 • 747R • 749 • 762 • 770-778 • 770R • 771 • 773 Lindarbraut • 636 • 639 Skógarbraut • 914 • 915 • 916R • 916-918 • 917 • 919 • 921 • 922 • 923 • 924 • 925 • 932 • 946 Suðurbraut • 758 Valhallarbraut • 738 • 743 • 744 • 763-764 • 763R PI PA R \ TB W A • SÍ A • 16 00 01 Við mat á tilboðum verður einkum horft til kaupverðs. Þó er áskilinn réttur til að meta hugmyndir bjóðenda um nýtingu og ráðstöfun eignanna, s.s. áhrif á eftirspurn eftir öðrum eignum á svæðinu og almennt á nærsamfélagið. Ekki er um útboð á eignunum að ræða heldur sölu. Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar áskilur sér rétt til að taka því tilboði sem það telur hagstæðast, m.a. út frá ofangreindum þáttum, eða hafna þeim öllum. Þú getur skoðað eignirnar nánar á kadeco.is. FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 2016 Laufey Rún Ketilsdóttir laufey@mbl.is Stjórn Skógarmanna KFUM þykir það tímaskekkja að helmingur fé- lagsmanna KFUM og KFUK hafi ekki möguleika til þess að bjóða sig fram í trúnaðarstöður innan flokksins, þ.e. stjórn Skógar- manna. Þetta segir í greinargerð með lagabreytingatillögu sem lögð verður fram á aðalfundi Skógar- manna á morgun en félagið stend- ur að sumarbúðum KFUM og KFUK í Vatnaskógi. Breytingarnar miða að því að konum verði heimilt að lögum að sitja í stjórn Skógarmanna sem hingað til hefur eingöngu verið skipuð karlmönnum. Núverandi stjórn Skógarmanna stendur heils- hugar að baki tillögunni og búist er við því að hún verði samþykkt á aðalfundi. Þetta segir Davíð Örn Sveinbjörnsson, stjórnarmaður í Skógarmönnum. „Starfsemi Vatnaskógar er fjöl- breyttari í dag en fyrr á tímum. Við erum með starf allt árið sem bæði stúlkur og strákar sækja ásamt því að hjá okkur starfa bæði konur og karlar,“ segir hann. Þótt sumarbúðirnar séu enn miðaðar að strákum þá sé jafnræði á milli kynjanna í allri starfsemi og eðlilegt að þeim konum sem vilja bjóða fram krafta sína í stjórn Skógarmanna sé gert það kleift. Aðalfundir félagsins séu yfirleitt vel sóttir en bæði konur og karlar sem eru fullgildir meðlimir í KFUM og KFUK á Íslandi geta kosið. Óbreytt ástand í Vindáshlíð Í stjórn Vindáshlíðar, sem stend- ur að sumarbúðum KFUM og KFUK fyrir stúlkur, hafa eingöngu konur rétt til stjórnarsetu sam- kvæmt lögum félagsins. Engar breytingar á því fyrirkomulagi hafa verið lagðar til á aðalfundum fé- lagsins til þessa. Jessica Leigh Andrésdóttir, stjórnarmaður í Vindáshlíð, segir þó kominn tíma til breytinga. Það sé þó andstaða við aðkomu karla að starfi sumarbúðanna á meðal foreldra sem hafi til að mynda valdið því að körlum sé ekki heim- ilt að vinna í sumarbúðunum sem eingöngu stúlkur sækja. Konur fái að sitja í stjórn Skógarmanna KFUM  Lagabreytingar koma til atkvæða á aðalfundi félagsins Morgunblaðið/hag Vatnaskógur Skógarmenn vilja nú heimila konum að sitja í stjórn félagsins sem stendur að sumarbúðunum. Greidd verða atkvæði um tillöguna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.