Morgunblaðið - 30.03.2016, Síða 18

Morgunblaðið - 30.03.2016, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 2016 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Tyrkir hafaávalltskorið sig úr í Atlantshafs- bandalaginu. Um leið hafa þeir ver- ið mikilvægur bandamaður í varnarbanda- lagi lýðræðisríkja. Um þess- ar mundir fara hins vegar vaxandi efasemdir um að Tyrkir eigi heima í NATO. Í þeim efnum er bent á ólýðræðislega stjórnarhætti Receps Tayyps Erdogans, forseta landsins, sem þolir ekki gagnrýni. Hafa rúmlega tvö þúsund manns verið sótt til saka fyrir að „móðga“ for- setann síðan hann tók við embætti í ágúst 2014. Ekki skiptir síður máli að Erdogan þykir hafa unnið gegn hagsmunum annarra ríkja NATO í átökunum í Sýrlandi. Bandaríkjamenn hafa stutt við bakið á sveit- um Kúrda gegn Ríki íslams. Tyrknesk stjórnvöld hafa hins vegar meiri áhyggjur af uppgangi Kúrda vegna hins fjölmenna minnihluta þeirra í Tyrklandi. Í Sýrlandi hafa Banda- ríkjamenn stutt hreyfingu, sem kallast Lýðræðislegi einingarflokkurinn. Tyrkir segja að sá flokkur sé bein- tengdur Verkamannaflokki Kúrdistans (PKK), sem ára- tugum saman hefur verið í uppreisn gegn tyrkneska ríkinu. Í þokkabót hefur því verið haldið fram að á landamær- um Tyrklands og Sýrland hafi myndast umfangsmikill svartur markaður og þar hafi Tyrkir veitt hópum, sem kenna sig við heilagt stríð, stuðning og jafnvel hergögn. Hefur Ríki íslams verið nefnt í því sambandi. Bandaríkjamenn og Tyrkir hafa því stigið hvorir á ann- ars tær í Sýrlandi og andar köldu á milli ríkjanna. Erdogan er væntanlegur til Bandaríkjanna í vikunni til að sitja leiðtogafund um kjarnorkuöryggi. Samkvæmt frétt í blaðinu Wall Street Journal var beiðni Erdogans um að hitta Barack Obama Bandaríkjaforseta hafnað. Ritskoðunartilburðir Er- dogans hafa ekki einskorðast við Tyrkland. Í gær var sagt frá því að Tyrkir hefðu kall- að þýska sendiherrann í Ankara á teppið til að mót- mæla því að myndband með tveggja mínútna lagi þar sem gert er grín að Erdogan hafi verið sent út í þýska rík- issjónvarpinu. Var þess krafist að myndbandið yrði ekki sýnt oftar og það yrði þurrkað út. Í texta lagsins sagði eitthvað á þá leið að blaðamaður sem ylli Erdogan ergelsi sæti á morgun í fangelsi. Þýski sendiherrann hefur áður verið kallaður fyrir og hann er ekki eini sendiherr- ann, sem undanfarið hefur fengið að finna fyrir reiði Erdogans. Á föstudag voru vestrænir sendierindrekar viðstaddir upphaf réttar- halda gegn Can Dündar, rit- stjóra blaðsins Cumhuryet, og Erdem Gül, fréttastjóra blaðsins í Ankara. Þeir eru bornir þungum sökum, sagð- ir hafa stundað njósnir, ljóstrað upp um ríkisleynd- armál, undirbúið valdrán og aðstoðað við að byggja upp hryðjuverkasamtök. Í blaðinu var sagt frá vopna- sendingum tyrknesku leyni- þjónustunnar á laun til ísl- amskra öfgamanna í Sýrlandi. Erlendu erindrekarnir birtu athugasemdir um rétt- arhöldin og myndir á fé- lagsmiðlum og sendu tyrk- nesk stjórnvöld sendiráðum þeirra og ræðismanns- skrifstofum áminningu. Frakkar svöruðu í gær og sögðu að erindrekar þeirra ættu rétt á að fylgjast með réttarhöldum yfir blaða- mönnum, sem ákærðir væru fyrir njósnir. „Frelsi til tján- ingar og fjölmiðlunar, rétt- urinn til að upplýsa og mögu- leikinn á að setja fram gagnrýnar skoðanir eru grundvallarþættir lýðræðis- legrar umræðu, sérstaklega í aðildarríki að Evrópuráðinu og umsækjanda um aðild að Evrópusambandinu,“ sagði í yfirlýsingu franska utanríkisráðuneytsins. Margt hefur breyst frá því að Erdogan komst fyrst til valda og vangaveltur voru um það hvort Tyrkland yrði fyrirmyndin að því hvernig íslam, frelsi í viðskiptum og lýðræðislegir stjórnarhættir gætu þrifist hlið við hlið. Síð- an hefur sigið á ógæfuhliðina og Tyrkland einangrast frá bandamönnum sínum. Enn hefur aðildarríki ekki verið rekið úr NATO og það sýnir alvarleika málsins þegar slíkar raddir heyrast að Tyrkland eigi ekki heima í bandalaginu. Hvað er til bragðs þegar hagsmunir Tyrklands og NATO fara ekki saman?} Móðgunargjarn forseti E f byggingarkranar eru mæli- kvarði á að eyjan sé að rísa, þá er höfuðborgarsvæðið í það minnsta komið töluvert upp fyrir sjávarmál. Skeleggur kollegi minn, og nágranni hér innanhúss, hefur reglu- lega birt skúbbfréttir að undanförnu sem tengjast byggingarframkvæmdum hérlendis. Sjálfur fer ég ekki varhluta af framkvæmdum í næsta nágrenni við dúfnakofann minn. Á næstu lóð hefur verið mikið brambolt síð- ustu árin. Langt er raunar síðan byggingarnar sem þar stóðu voru rifnar. Faðir minn heitinn, sem var byggingameistari, veitti því þá athygli að byrjað var að rífa húsnæðið neðan frá. Hafði hann aldrei orðið vitni að slíku á löngum ferli en óvíst er hvort aðvörunarorð hans hafi náð í gegn á þeim tímapunkti því hann kaus í ein- hverju hugsunarleysi að ræða við mennina á íslensku. Á reit þessum eiga að standa nokkrar byggingar. Af teikningunum að dæma gæti orðið mjög mikilvægt að velja lyftutónlistina af kostgæfni fyrir í það minnsta eina þeirra. Þórunn gæti þurft að sveigja framhjá þeirri byggingu í að- fluginu á nýju Bombardier-vélunum. Þessar framkvæmdir vöktu talsverða athygli fjölmiðla fyrir tveimur árum. Þá ríkti sannkallað Bagdad-ástand á Grandanum þegar sprengingar dundu á nágrönnum í þrjá mánuði eða svo. Hamagangurinn var slíkur að ég var orð- inn dauðhræddur um að myndin af Davíð myndi hrynja af veggnum í stofunni. Um þetta leyti var haft eftir ein- hverjum SAS-manninum* að verktakarnir beittu þó einungis fyrir sig 20% af þeim sprengikrafti sem heimilaður væri við fram- kvæmdir sem þessar. Ég leyfi mér að fullyrða að með fullnýttri heimild hefði ég orðið fyrsti Íslendingurinn til að fá ókeypis ferð til tungls- ins. Hefði ég þá væntanlega ratað í annað skiptið á ævinni í dálkinn eftirsóknarverða: Hverjir voru hvar? Hagnast má á fasteignaviðskiptum ef þann- ig árar. Því kynntist félagi minn þegar hann keypti óvenjulegt húsnæði í sveitarfélagi ekki ýkja langt frá Reykjavík. Er hann smiður sem og annar félagi minn sem fór að skoða húsa- kynnin eftir að blekið var komið á pappíra. Kaupandinn var hinn ánægðasti og lét þau um- mæli falla að þetta hús myndi gera hann ríkan. Var það fremur illa farið og minnti þar að auki á skókassa í laginu. Sá sem ætlaði að rétta honum hjálp- arhönd var því mjög efins um fjárfestinguna þegar hann barði dýrðina augum. Því næst héldu þeir í bygginga- vöruverslun í plássinu og gerðu stórinnkaup. Starfsmað- urinn forvitnaðist um hvar þeir ætluðu að taka til hendinni og kaupandinn nefndi heimilisfangið stoltur. Ekki hringdi það neinum bjöllum hjá heimamanninum. Þegar kaupand- inn stolti lýsti húsinu þá spurði starfsmaðurinn undrandi: „Keyptirðu hjallinn?“ Eftir ófyrirséða atburðarás hagn- aðist félagi minn reyndar vel þegar sveitarfélagið keypti af honum hjallinn vegna skipulagsmála. kris@mbl.is * SAS-maður = Sérfræðingur að sunnan. Kristján Jónsson Pistill „Keyptirðu hjallinn?“ STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Æsispennandi áskor-endamóti í skák lauk íMoskvu á mánudag-inn, þegar fjórtánda og síðasta umferð mótsins var tefld. Svo heppilega vildi til að tveir efstu menn mótsins, Rússinn Sergei Kar- jakín og Bandaríkjamaðurinn Fabi- ano Caruana mættust þar í nokkurs konar úrslitaskák. Ljóst var fyrir skákina að Caruana, sem hafði svart, þurfti helst að vinna hana til þess að ná sigri á mótinu, en Karjakín, sem er einungis 26 ára gamall, hafði að lokum betur. Hann mun því tefla um heimsmeistaratitilinn við Norð- manninn Magnus Carlsen, ríkjandi heimsmeistara, í haust. Helgi Ólafsson stórmeistari segir að niðurstaða mótsins hafi ekki komið sér á óvart. „Mér fannst Kar- jakín vera mjög líklegur áður en mótið byrjaði,“ segir Helgi og bætir við að í gegnum tíðina hafi verið erf- itt fyrir „útlendinga“ að sækja gull í greipar Rússa þegar þeir tefla á heimavelli. Helgi segir að niðurstaða móts- ins sé ef til vill mest svekkjandi fyrir Bandaríkjamenn, sem hafi átt tvo kandídata að þessu sinni, Caruana og Nakamura, en úrslitaeinvígið verður haldið í New York. „Það hefði verið skemmtilegra fyrir þá að fá heimamann í einvígið, en þeir hafa ekki átt fulltrúa í heimsmeist- araeinvígi, þegar titillinn hefur verið óskiptur, frá árinu 1972.“ Glæsileg hróksfórn til sigurs Úrslitaskákin þótti lipurlega tefld á báða bóga, en Karjakín fórn- aði hrók í skiptum fyrir mátssókn. „Þetta var lipurlega gert hjá honum, en staðan eftir byrjunina var í járn- um,“ segir Helgi. Staðan hafi ekki síst verið athyglisverð í ljósi þess að Caruana varð helst að vinna skákina með svörtu, eða ná jafntefli og treysta á að Viswanathan Anand, fyrrverandi heimsmeistari, næði að vinna Svidler með svörtu. „Þetta var sálfræðilega séð erfið staða fyrir Ca- ruana, og spurning hvort hann hefði teflt öðruvísi, farið rólegar, ef hon- um hefði nægt jafntefli,“ segir Helgi. Þess í stað hafi Caruana farið í frek- ar hvasst afbrigði af Sikileyjarvörn, sem hafi skilað honum ágætri stöðu. Karjakín hafi hins vegar sjálfur ákveðið að láta til skarar skríða og þannig komið Caruana í opna skjöldu. Óvenjumikið af jafnteflum Spurður um muninn á þeim Carlsen og Karjakín segir Helgi að afrekaskrá Carlsens sé öllu glæstari en Karjakíns. „Hann vinnur eig- inlega öll mót sem hann tekur þátt í, þetta hefur verið ótrúleg sigurganga hjá Carlsen,“ segir Helgi. Carlsen sé jafnframt óútreikn- anlegri en væntanlegur andstæð- ingur hans, sem sagt óragur við að kanna óhefðbundnar leiðir í tafl- mennsku sinni. „Karjakín er kannski öllu hefðbundnari skákmað- ur, hann er til dæmis mjög sterkur í kóngspeðsbyrjunum,“ segir Helgi. Carlsen hefur almennt séð haft yfirhöndina í innbyrðisviðureignum þeirra, en þeir hafa mæst í 19 skák- um áður. Carlsen hefur unnið þrjár, Karjakín eina en 15 hafa endað með jafntefli. Einvígið hefur því alla burði til þess að verða mjög spennandi og með glæsilegri umgjörð. „Það er vart hægt að hugsa sér skemmti- legri stað til að heyja heimsmeist- araeinvígi en New York,“ segir Helgi og segir að eflaust muni margir skák- áhugamenn gera sér ferð þangað í haust. Stefnir í spennandi heimsmeistaraeinvígi AFP Undrabörn Þeir Sergei Karjakín og Magnús Carlsen munu mætast í New York í haust og keppa þar um heimsmeistaratitilinn í skák. Sergey Karjakín fæddist í Úkra- ínu 12. janúar 1990, en tók upp rússneskt ríkisfang árið 2009. Karjakín þótti vera undrabarn í skák og hann varð yngsti stór- meistari allra tíma árið 2002, þá tólf ára og sjö mánaða gamall upp á dag. Stendur það met enn. Karjakín er jafnaldri Magnúsar Carlsen, ríkjandi heimsmeistara, og heyrðust snemma spádómar um að þeir ættu eftir að mætast í einvígi um heimsmeistaratit- ilinn. Einvígið verður háð dagana 11. til 30. nóvember næst- komandi í New York- borg, og munu Karjakín og Carlsen tefla 12 skákir. Verði enn jafnt að þeim loknum verða tefldar bráðabanaskákir með styttri tíma- mörkum þar til annar verður hlutskarp- ari. Yngsti stór- meistarinn SERGEI KARJAKÍN Helgi Ólafsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.