Morgunblaðið - 30.03.2016, Síða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 2016
✝ Ingi Hans Sig-urðsson, lög-
maður, var fæddur
31. maí 1953 á Ísa-
firði. Hann lést á
hjartadeild Land-
spítalans 19. mars
2016.
Faðir hans var
Sigurður Ólafsson,
kennari á Ísafirði
og síðar skólastjóri
og hreppstjóri í
Sandgerði, fæddur 6. sept-
ember 1918, dáinn 13. mars
1985. Foreldrar hans voru Ólaf-
ur G. Sigurðsson, kennari og
hreppstjóri á Flateyri, og kona
hans Valgerður Guðmunds-
dóttir, húsfreyja. Móðir Inga
var Guðrún Jörgensdóttir Han-
sen, húsfreyja á Ísafirði og
kennari í Sandgerði, fædd 27.
maí 1921, dáin 28. ágúst 2001.
Foreldrar hennar voru Jörgen
Hansen, skrifstofustjóri í
Reykjavík, og kona hans Inga
Skúladóttir Hansen, húsfreyja.
Systkini Inga eru Ólafur G. Sig-
urðsson, endurskoðandi, fædd-
ur 30. september 1942, Skúli
Axel Sigurðsson, lögg. fast-
eignasali, fæddur 2. desember
1947, og Ragnheiður Sigurð-
ardóttir, hjúkrunarfræðingur,
fædd 18. desember 1948. Ingi
var stúdent frá M.A. 1973 og
Cand. Juris frá Háskóla Íslands
30. júní 1979. Að loknu embætt-
isprófi starfaði Ingi við Bæj-
arfógetaembættið í Keflavík til
ársins 1983. Frá
árinu 1984 og þar
til að hann þurfti
að láta af störfum
vegna heilsubrests,
rak hann eigin lög-
mannsstofu og í
samstarfi með öðr-
um. Sambýliskona
Inga var Halla
Hreggviðsdóttir,
viðskiptafræðing-
ur, fædd 21. maí
1953. Þau slitu sambúð. For-
eldrar hennar voru Hreggviður
Magnússon, kaupmaður í
Reykjavík, fæddur 16. ágúst
1922, dáinn 22. júní 1954, og
kona hans Sesselja Jóna Magn-
úsdóttir, húsfreyja, fædd 27.
júní 1921, dáin 8. mars 1993.
Sonur Inga og Höllu er Hregg-
viður Ingason, fjármála-
stærðfræðingur, fæddur 29.
maí 1978. Sambýliskona Hregg-
viðs er Linda Garðarsdóttir,
hagfræðingur, fædd 29. apríl
1982. Foreldrar hennar eru
Garðar Hilmarsson, formaður
Starfsmannafélags Reykjavík-
urborgar, fæddur 13. ágúst
1951, og Sigríður G. Benedikts-
dóttir, skrifstofustjóri, fædd 23.
febrúar 1952. Börn Hreggviðs
og Lindu eru: Ingi, fæddur 18.
júní 2009, Hildur Sigríður, fædd
11. ágúst 2013 og óskírður son-
ur fæddur 14. mars 2016.
Ingi verður jarðsunginn frá
Dómkirkjunni í Reykjavík í
dag, 30. mars 2016, klukkan 13.
Það er með miklum trega og
söknuði sem ég kveð elskulegan
tengdaföður minn í dag. Ingi
var einstakur maður, með góða
nærveru og góðmennskan upp-
máluð. Þrátt fyrir erfið veikindi
í sex ár þá heyrði ég hann aldr-
ei kvarta, hann fór heldur þá
leið að reyna að kynna sér veik-
indin sín og lyfin sem honum
var ráðlagt að taka í þaula til
þess að skilja ferlið til hlítar.
Við fjölskyldan héldum alltaf í
vonina að Inga myndi batna og
helst að hann fengi nýtt hjarta,
sem virtist það eina sem myndi
duga. Undir lokin var hann þó
orðinn of veikur til að fara í að-
gerð og lítið hægt að gera.
Það getur verið stutt milli
gleði og sorgar eins og við fjöl-
skyldan höfum upplifað síðustu
daga en við Hreggviður eign-
uðumst okkar þriðja barn að-
eins fimm dögum áður en Ingi
kvaddi þennan heim. Hann
spurði mig alltaf mikið út í líð-
an mína og taldi niður dagana
þar til litli drengurinn okkar
átti að koma í heiminn. Við er-
um mjög þakklát fyrir að þeir
náðu að hittast og það var mjög
góð stund að sjá gleðina skína
úr augum Inga þrátt fyrir mikil
veikindi. Við trúum því að hann
hafi verið að bíða eftir þriðja
barnabarninu sínu áður en
hann gæti leyft sér að fara.
Ingi var mjög góður afi og sá
ekki sólina fyrir barnabörnun-
um sínum. Hann laumaði iðu-
lega einhverju að þeim þegar
hann kom í heimsókn og ef við
vorum ekki heima þegar hann
kom þá beið oft eitthvað á
hurðarhúninum til þeirra. Þá
vissum við alltaf að þetta væri
frá Inga afa.
Ingi hafði mikið dálæti á því
að fara vestur í Dali og undi sér
þar mjög vel. Mér fannst alltaf
eins og hann væri þaðan sjálfur
enda hafði hann farið þangað
reglulega í tæp 30 ár. Honum
þótti mikið til koma að ég væri
ættuð þaðan og gátum við rætt
mikið saman um það og höfðum
gaman af.
Ferðir okkar fjölskyldunnar
með Inga voru alltaf mjög
skemmtilegar, hvort sem um
var að ræða á Víghólsstaði eða í
laxveiðiferðir. Eitt helsta
áhugamál Inga var veiði og eig-
um við fjölskyldan ófáa hluti
tengda því sporti sem hann hef-
ur gefið okkur í gegnum tíðina.
Hann hafði líka mjög gaman af
því að fylgjast með barnabörn-
unum athafna sig á bakkanum
og segja þeim til. Í einni af okk-
ar fyrstu veiðiferðum, eftir að
við Hreggviður eignuðumst
Inga okkar, þá var Ingi afi bú-
inn að láta útbúa verðlaunapen-
ing til að gefa nafna sínum þeg-
Ingi Hans
Sigurðsson
ar það kæmi fiskur. Þetta er
mjög lýsandi fyrir Inga. Hann
var mjög hugmyndaríkur og
lagði mikið upp úr því að finna
eitthvað sniðugt til að gefa.
Á þessum erfiðu tímamótum
er gott að minnast allra góðu
stundanna sem við áttum sam-
an. Börnin okkar voru mjög
hrifin af afa sínum og munum
við fjölskyldan passa upp á að
halda minningu Inga afa á lofti
um ókomna tíð.
Linda Garðarsdóttir.
Farinn er góður maður. Ingi
var einstaklega yfirvegaður,
staðfastur og ráðagóður maður.
Á sama tíma var hann afar
glettinn og meinfyndinn. Í
augnaráði hans var ávallt hægt
að finna samkennd, kærleika og
skilning. Ég tengdist Inga mjög
náið strax frá fyrstu kynnum
og áttum við bæði margar góð-
ar samræður og þagnir. Hann
hafði einstaklega þægilega
nærveru og það geislaði frá
honum lífsgleðin. Þessir eigin-
leikar eru reyndar ríkjandi í
fjölskyldu hans auk ótakmark-
aðrar hógværðar.
Frá því ég kynntist Inga bjó
hann alltaf einn. Hann var samt
aldrei einmana. Hann var einn
af þeim, svo ríkur innra með
sér og fullur kærleika að hann
var sjálfum sér fullkomlega
nægur. Einkasonur Inga,
Hreggviður, var hans gullegg
og miðja hans alheims og deildu
þeir öllum sömu áhugamálum
enda afar nánir. Okkur þykir
einstaklega vænt um Hreggvið
enda hefur hann í gegnum árin
verið eins og þriðji bróðir
Björns og Sigurðar.
Veiðimennska var ein af
ástríðum Inga og fórum við
saman í ófáar laxveiðiferðir
fjölskyldunnar. Þeir setja
manni ný viðmið í veiði-
mennsku, í þeirra veröld er
þetta lífsstíll en ekki sport,
hvað þá keppni. Við heimsótt-
um Inga líka reglulega á sveita-
setrinu hans, Víghól á Fells-
ströndinni, í rjúpnaleit, en þar
er mér afar minnisstætt þegar
hann bauð upp á saltkjöt frá
næsta býli. Saltkjöt er eitt af
mínu uppáhaldi og það gladdi
hann mjög hvað ég gat sett of-
an í mig úr tunnunni og fyllti
hann stöðugt á diskinn minn.
Hann átti það nefnilega til að
borða og drekka í gegnum fólk.
Þar sem hann þurfti að tak-
marka bæði vín- og saltkjöts-
neyslu samkvæmt læknisráði
hafði hann einstaklega gaman
af að neyta þess í gegnum okk-
ur hin, gestrisinn sem hann var.
Ég kveð Inga með söknuði.
Meiri ljúfling er varla hægt að
finna. Það er synd að dætur
okkar fái ekki að kynnast hon-
um frekar, en við þökkum fyrir
allar góðar samverustundir og
sendum okkar dýpstu samúð og
kærleik á Hreggvið og hans
fjölskyldu sem og allt fólkið
hans Inga. Hvíl í friði, kæri vin-
ur.
Helga Thors.
Ingi Hans Sigurðsson, föð-
urbróðir okkar, verður jarð-
sunginn í dag. Mikill maður
hefur kvatt langt fyrir aldur
fram eftir harða rimmu við of-
urefli. Ingi frændi bar höfuð og
herðar yfir flesta samferða-
menn sína í bókstaflegum skiln-
ingi. Þetta skilaði honum lík-
lega öðru sjónarhorni á flesta
hluti en þorri fólks hefur. Hon-
um var altjént einstaklega tamt
að skipta hlutum upp í aðal-
atriði og aukaatriði, Það smáa
og það stóra. Náttúruleg víð-
sýni gerði hann að einstaklega
úrræðagóðum einstaklingi sem
ávallt gat bent manni á fleti í
hverju máli handan þess aug-
ljósa. Þessi einstaki maður
hafði leiftrandi frásagnargáfu
sem með listilegum hætti hann
óf inn í kolsvörtum húmor og
tilvitnunum í heimsbókmenntir,
skáld götunnar og samferðar-
menn því það er sama hvaðan
gott kemur.
Langlundargeði frænda okk-
ar var við brugðið og hvorugur
okkar man eftir því að hafa séð
hann reiðast nokkurri mann-
eskju við nokkurt tilefni. Hann
var vinsæll og vinamargur og
gat verið hrókur alls fagnaðar
þegar tilefni var til. Það lifnaði
yfir okkur sem krökkum þegar
von var á Inga frænda í kvöld-
mat. Eftirminnilegast var þó að
fara með honum í veiði því óháð
gæftum þá blómstraði flest í
kringum hann á árbökkum. Í
veiði er hringrás lífsins yrk-
isefnið. Allt á sér upphaf og
endi og þessi hringrás minnti
áþreifanlega á sig þegar örfáum
dögum fyrir andlát frænda okk-
ar fæddist honum þriðja barna-
barnið er lítill afadrengur leit
dagsins ljós. Myrkrið er mest
rétt fyrir sólarupprás. Veiði-
ferðir okkar feðga og frænda
voru alveg sér kapítuli því þar
pöruðust saman einhverjar
heimspekilegar grunnstærðir í
þessu lífi í bland við hæfileika
og heppni, þrautseigju og þor,
styrk, sveigjanleika og kannski
einn og einn öl. Þessar ferðir
voru frábær vettvangur sam-
tala um líðan hvers og eins sem
og heilabrota um lífið og til-
veruna. Þar kristallaðist hversu
vandaður einstaklingur Ingi var
því hann hlustaði grannt og
forðaðist segja manni hvernig
hlutirnir væru eða ættu að
vera, heldur hjálpaði manni
frekar að nálgast eigin niður-
stöðu. Þó að erfið veikindi hafi
hrjáð hann síðustu ár ævi sinn-
ar sem takmörkuðu möguleika
hans til að sinna starfi sínu,
reyndi hann að láta það ekki
trufla sig til að sinna fjölskyldu
sinni og vinum. Þetta mátti þó
sjá síðasta sumar er við vorum
við stangveiðar að veikindin
voru freklega farin að setja
mark sitt á hann, en þrátt fyrir
það talaði hann aldrei um þau
eða kvartaði undan sínu hlut-
skipti. Æðruleysi hans í gegn-
um þessi veikindi var algjört og
aðdáunarvert hverjum sem til
þekktu.
Á þessari stundu er erfitt
þeim er þetta skrifa að tileinka
sér þetta æðruleysi enda harm-
ur fjölskyldu, aðstandenda og
vina mikill og vottum við öllum
okkar dýpstu samúð. Tak-
markalaust þakklæti er okkur
þó efst í huga fyrir tækifærið
að kynnast þessari einstöku
manneskju sem Ingi Hans hafði
að geyma. Falleg minning um
vandaðan og gegnheilan ein-
stakling, farsælan lífskúnstner
sem auðgaði svo ríkulega líf
okkar og tilveru mun lifa fram
á efsta dag.
Sigurður og
Björn Ólafssynir.
Við kynntumst hjá bæjarfóg-
etanum í Keflavík þar sem við
unnum báðir um sinn. Það var
upp úr 1980, fyrir tíma tölva og
faxtækja en þetta gekk ein-
hvern veginn því hver tími hef-
ur sitt verklag. Það þurfti ekki
að svara bréfum samstundis og
tíminn leið hægar. Á þeim tíma
töluðu sumir með óttablöndnu
virðingarleysi um hið keflvíska
réttarfar. Ef það var á annað
borð til sýnist mér eftir á að
það hafi reynst vel. Ég ætla
ekki að reyna að skilgreina
þetta hugtak en því er eins far-
ið og með önnur hugtök að ef
þau eru skilgreind þá tapa þau
merkingu sinni. Ég er á því að
við höfum verið nokkuð sjóaðir
í þessum fræðum og þau bara
reynst okkur nokkuð vel.
Á embættinu í Keflavík var
oft glatt á hjalla og margir
snillingar innandyra. Upp í
hugann kemur yfirtollvörðurinn
Zakarías sem í þann tíð hafði
aðsetur við hliðina á þinglýs-
ingaherberginu. Hann lét sig
ekki muna um að þinglýsa
milljónabréfum í gegnum síma
GUÐNÝ Ó. HALLDÓRSDÓTTIR,
Háteigi,
lést á Landakoti hinn 28. mars síðastliðinn.
Fyrir hönd aðstandenda,
.
Halldór Teitsson, Guðrún H. Teitsdóttir,
Ágúst Már Gröndal, Anna Guðný Gröndal.
Elskulegi fallegi sonur okkar, bróðir, mágur
og barnabarn,
GESTUR BREIÐFJÖRÐ RAGNARSSON,
Laut 16,
Grindavík,
lést sunnudaginn 21. mars.
Útförin fer fram frá Grindavíkurkirkju fimmtudaginn 31. mars
klukkan 14.
.
Ragnar Breiðfjörð Gestsson, Margrét Helgadóttir,
Ásta Birna Björnsdóttir, Roberto Carlos,
Arnór Benedikt Ragnarsson,
Ásthildur Gunnarsdóttir, Jóhanna Garðarsdóttir.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
CHRISTINA KJARTANSSON
GRASHOFF
hjúkrunarfræðingur,
Fróðengi 10, Reykjavík,
lést í faðmi fjölskyldunnar á
Landspítalanum við Hringbraut laugardaginn 26. mars.
Jarðarförin fer fram í Grafarvogskirkju, fimmtudaginn 31. mars
klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarfélög.
.
Kjartan H. Valdimarsson, Leola Valdimarsson,
Guðrún Valdimarsdóttir,
Jóhann F. Valdimarsson, Jónína G. Kristinsdóttir,
Arnór Valdimarsson, Elísabet Gísladóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
HALLVEIG FRIÐRIKKA
GUÐJÓNSDÓTTIR
frá Heiðarseli í Jökuldalsheiði,
lést á hjúkrunarheimilinu Dyngju á
páskadag. Útförin fer fram frá
Egilsstaðakirkju laugardaginn 2. apríl klukkan 14.
.
Jón Rúnar Sveinsson, Valgerður Árnadóttir,
Sigmundur Kr. Stefánsson, Sigríður Á. Jónsdóttir,
Guðrún S. Stefánsdóttir,
G. Hjalti Stefánsson, Heiður Ósk Helgadóttir,
Sólveig H. Stefánsdóttir, Páll Jóhann Kristinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elsku hjartans drengurinn okkar,
BERGUR SNÆR SIGURÞÓRUSON,
sem lést föstudaginn 18. mars, verður
jarðsettur frá Neskirkju fimmtudaginn 31.
mars klukkan 13.
Þeim sem vildu minnast hans er bent á
nýstofnaðan styrktarsjóð sem hefur að markmiði að efla
stuðning fyrir ungt fólk sem lent hefur í áföllum 210372-5399,
301-13-112673.
.
Fjölskylda og ástvinir.
Elskulegur faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
ORMUR HREINSSON,
Sólvöllum, Eyrarbakka,
áður Birkivöllum 27, Selfossi,
lést laugardaginn 12. mars. Útförin fer fram
frá Selfosskirkju þriðjudaginn 5. apríl
klukkan 13.30.
.
Guðrún Ormsdóttir, Þorsteinn Bjarnason,
Olga Björg Jónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Kær sonur, faðir, bróðir og frændi,
HINRIK GUNNAR HILMARSSON,
Skyggnisbraut 20, Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
24. mars 2016.
Minningarathöfn verður haldin í
Langholtskirkju 31. mars 2016 klukkan 13. Blóm og kransar eru
vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er
bent á líknardeild Landspítalans í Kópavogi.
.
Bergljót Gunnarsdóttir,
Hilmar Eyjólfsson, Erna Halldórsdóttir,
Sunna Dís Ingibjargardóttir,
Hrönn Hilmarsdóttir, Heimir Haraldsson,
Hörður Eyjólfur Hilmarsson, Milena Nadoeva,
Hugrún B. Haraldsdóttir, Ottó G. Eiríksson,
Hrafnhildur B. Haraldsdóttir, Hannes J. Hafstein
og frændsystkini.