Morgunblaðið - 30.03.2016, Page 28

Morgunblaðið - 30.03.2016, Page 28
28 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 2016 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú munt eiga í byrjunarörðugleikum þegar þú hefst handa við stórt verkefni sem þér verður falið. Bættu nú úr því annars áttu á hættu að góð sambönd lognist út af. 20. apríl - 20. maí  Naut Dagurinn í dag er svo sannarlega spennandi. Í hvaða bardaga sem háður er endist þú lengst. Síðan fer að færast meiri hraði í líf þitt. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Ef þú heldur rétt á spöðunum ætti flest að ganga þér í haginn. Gerðu áætlanir tengdar listsköpun og fríi. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Eðlisávísun þín er góðra gjalda verð en taktu fleira með í reikninginn en það sem þú sérð í dag því ýmsar staðreyndir mála eru þér enn ókunnar. Þér lætur ekki vel að þykj- ast í dag. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú þarft að standa í félagslegum leið- indum eins og afsökunum og öðrum átökum. Láttu ekkert verða til að skyggja á gleði þína. En það finnst jafnvægi þarna á milli. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þér virðist ætíð takast að vekja hrifn- ingu annarra. Innilegt kort eða bréf er eftir- minnilegasta og dýrmætasta gjöfin og alltaf í lit og stærð sem passar. 23. sept. - 22. okt.  Vog Miklar framkvæmdir byrja með stórhuga áætlunum. Best er að slaka aðeins á og leggja allar kröfur til hliðar, nema þær sem maður gerir til sjálfs sín. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þeir eru margir sem gætu hagn- ast á framtaki þínu. Farðu á þínar uppáhalds- slóðir og finndu þann frið og þá ró sem end- urnýjar þig til frekari athafna. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Hamingjan felst í því að gera greinarmun á því sem maður vill og því sem maður þarfnast. Einbeittu þér að aðalatrið- unum. Gættu þess bara að skaða ekki aðra í leiðinni. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú færð tækifæri til að leiða aðra áfram eða hafa áhrif á hópa þannig að það leiðir til breytinga á umhverfi þínu. Lífs- reynsla þín mun aukast til muna. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Veittu beina aðstoð við verkefni heima fyrir. Mundu að það þarf tvo til að deila og haldir þú aftur af þér verður friður áfram. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú hefur tilhneigingu til að halda í hlutina af því að þú færð ekki af þér að losa þig við þá. Skrifaðu langt bréf um hvernig þú eitt sinn varst særður – hentu því svo. Mikið var um páskakveðjur áLeirnum og auðvitað ort um hretið, – meir en hægt er að gera skil í einu Vísnahorni og verður að skeika að sköpuðu hvernig til tekst. Fyrstur varð fyrir mér Ingólfur Ómar, sem sagðist láta fara vel um sig á föstudaginn langa þótt vind- stroka væri hér syðra, – „en svo er bara að vona að það komi ekkert páskahret“. Vindur úti vælir hátt vill mig plaga leti. Vísast getum við þó átt von á páskahreti. „En svo hristir maður af sér slen- ið,“ bætir hann við: Lengi megi lífsins hnoss lífga fjör og gáska. Guð og lukkan gefi oss gleðilega páska. Fía á Sandi sagði, að ekkert ætl- aði að verða úr þessu páskahreti. Þó væru ekki veður blíð varla dró í skafla. Fáum perlum fleygir hríð fáir óðu í nafla – nema kannske hagamýs! Og sendi síðan páskakveðjur á Leirnum: Ekki er hríðin úti ljót engum veldur háska þó geri él og gráni í rót. Gleðilega páska. Og Ólafur Stefánsson tók undir: Fyrir norðan svartan sand, sæl í lífsins gáska, heimi býður handaband, og heillaósk um páska. Þessi vísa Ólafs er skemmtileg: Ég ber í bresti mína, er birtist páskasól. Um eilífð skal hún skína á Skálholtskirkju fína og prest í pífukjól. Fía er mikið náttúrubarn eins og hún á kyn til, – og orti í bylnum á páskadag: Forma hvíta fannamynd frost og bylur eru að gera abstraktmynd sem enginn skilur. Það getur orðið kuldalegt á sjáv- arkambinum norður undan Sandi. – Fía yrkir: Aldan kalda upp við land ein um langan vetur hleður iðin sandi á sand og sofnað aldrei getur. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Páskahret sem ekki varð og páskakveðjur Í klípu „FJÁRFESTU Í LANDI ÞEGAR ÞÚ VERÐUR ELDRI - HELST EKKI MJÖG MENGUÐU.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „EF ÞÚ ÆTLAR AÐ VERA SVONA ALLA HELGINA GETURÐU EINS BYRJAÐ AFTUR AÐ REYKJA.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ...þegar hann tekur eftir nýja varalitnum. RÆÐUM TILFINNINGAR OKKAR REYNDU AFTUR REYNDU AFTUR VELDU, KONA, ÉG HEF BARA TVÆR TILFINNINGAR ÉG ER SVANGUR ÉG ER SYFJAÐUR ÞESSI REISULEGA EIGN VAR AÐ KOMA Á MARKAÐINN! ÞAÐ ÞARF BARA AÐ LEYSA ÖRLÍTIÐ HÚSTÖKUVANDAMÁL! Til Sölu Írland minnir um margt á Ísland.Landslag er um margt svipað og sama má segja um hið tempraða veðurfar. Víkverji heimsótti Dyflinni um páskana. Þar var ekki minna páskatilstand en á Íslandi og páska- egg ekkert síður vinsæl þar en hér. Mest fór þó orka heimamanna um páskana í að minnast þess að hundr- að ár eru liðin frá páskauppreisn- inni. Annan í páskum 1916 réðst hópur manna inn í lykilbyggingar í Dyflinni og lagði undir sig. Bretar hrundu brátt árásinni og handtóku forsprakkana, sem teknir voru af lífi. x x x Stuðningur við uppreisnarmenn-ina var takmarkaður þegar þeir létu til skarar skríða, en ill meðferð Breta á þeim og aftökurnar sneru al- menningsálitinu á sveif þeirra. Enn er deilt um uppreisnina og verður fólki sérstaklega tíðrætt um ofbeld- ið. Í ræðum stjórnmálamanna, sem fluttu hátíðarræður, var áherslan á hugsjónir uppreisnarmanna og ójöfnuðinn á Írlandi fyrir 100 árum. Í fjölmiðlum mátti hins vegar lesa vangaveltur um það hvort með of- beldinu í uppreisninni hefði verið lagður grunnur að blóðugum átök- um 20. aldar á Írlandi. x x x Sú saga blasti við í ferð í gegnumBelfast á Norður-Írlandi. Enn standa múrar milli bæjarhluta í Bel- fast þar sem katólikkar búa öðrum megin og mótmælendur hinum meg- in. Á múrnum er að finna málaðar myndir, sem bera átökunum vitni. Á einni standa glaðbeittir vígamenn úr röðum mótmælenda með kalasni- koffriffla í hendi og bros á vör. „Að- eins á Írlandi,“ sagði leiðsögumað- urinn þegar ekið var fram hjá. Hann var þó bjartsýnn um að arfleifð „vandræðanna“ eins og Írar kalla átökin myndi að lyktum heyra sögu- bókunum til og katólikkar og mót- mælendur búa í samlyndi. Innan nokkurra ára yrðu múrarnir í Bel- fast vonandi horfnir. Víkverji kvaðst líka vona það, en um leið og hann hugsaði um ofbeldið á Írlandi rifj- uðust upp fyrir honum orðin, sem írska skáldið Oscar Wilde lét ein- hvern tímann falla um að þegar guð skapaði manninn hefði hann ofmetið hæfileika sína. víkverji@mbl.is Víkverji Syngið Drottni lof, þér hans trúuðu, vegsamið hans heilaga nafn. Sálm. 30:5

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.