Morgunblaðið - 30.03.2016, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 30.03.2016, Qupperneq 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 2016 Ingibjörg Áskelsdóttir, forvörður og safnfræðingur, fjallar um for- vörslu og varðveislu listaverka á fimmta stefnumótinu við safneign Gerðarsafns í dag kl. 17. Ingibjörg mun leiða gesti um listaverka- geymslu Gerðarsafns og ræða varð- veislu og forvörslu á mismunandi gerðum verka og muna. Ingibjörg er verkefnastjóri rannsókna og for- vörslu á Borgarsögusafni Reykja- víkur og sérhæfir sig í fyrirbyggj- andi forvörslu auk forvörslu pappírs og bóka. Hún starfaði áður í Gerðarsafni og vann þar að umönnun og frágangi verka í lista- verkageymslu safnsins. Á efri hæð safnsins stendur yfir sýningin Blint stefnumót, þar sem má sjá óvænt kynni verka úr safneign. Fimmta stefnumót Kvikmyndin Þrestir eftir Rúnar Rúnarsson hlaut í síðustu viku aðal- verðlaun alþjóðlegu kvikmyndahá- tíðarinnar í Prag í Tékklandi og hafði tvær helgar þar á undan hlot- ið aðalverðlaun á alþjóðlegum kvik- myndahátíðum, dómefndar- verðlaunin í Mamers í Frakklandi og aðalverðlaun Spirit of Fire í borginni Khanty-Mansiysk í Síb- eríu. Verðlaunin sem hún hlaut í Prag eru þau sjöttu sem myndin hlýtur á erlendum kvikmyndahátíð- um á árinu og hefur myndin í heild hlotið 16 alþjóðleg verðlaun frá því hún var frumsýnd í september í fyrra. „Þetta er lyginni líkast, maður veit eiginlega ekki hvað maður á að segja lengur. Ég hef upp til hópa verið ótrúlega heppinn með sam- starfsfólk í gegnum tíðina og fólkið á bak við Þresti er engin undan- tekning. Listamenn og fagfólk með hæfileika og bjartsýni að vopni. Fólk sem getur skapað og flutt fjöll. Íslensk kvikmyndagerð hefur náð ótrúlegum árangri á undanförnum árum og það er gaman að hafa möguleika á að taka þátt í þessu ævintýri,“ er haft eftir Rúnari í til- kynningu. Þrestir er önnur kvikmynd Rún- ars í fullri lengd og fjallar um 16 ára pilt sem sendur er á æskustöðv- arnar vestur á firði til að búa með föður sínum sem hann hefur ekki séð í ein sex ár. Verðlaunamynd Úr Þröstum, kvikmynd Rúnars Rúnarssonar. Þrestir hlutu aðalverðlaunin í Prag AF ROKKI Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Það lá vel á honum, þegarhann loksins lét sjá sig, hálf-tíma á eftir áætlun. Það er svo sem gömul saga og ný að stór- stjörnur á borð við Chris Cornell láti bíða aðeins eftir sér en heldur var þetta þó löng bið fyrir sal eins og Eldborg í Hörpu. Það verður að segjast eins og er. En jæja. Cornell var heimilislegur til fara, í svartri peysu, gallabuxum og skóm sem virkuðu tveimur og hálfu númeri of stórir á hann. Kappinn byrjaði á því að heilsa allri fremstu röðinni með handa- bandi, nema einum sem greip vandræðalega í tómt. Ég hélt eitt augnablik að hann ætlaði hrein- lega að taka í spaðann á hverjum einasta manni í salnum en það gerðist sem betur fer ekki. Sal- urinn var nefnilega orðinn býsna óþreyjufullur enda menn komnir til að hlusta en ekki heilsa. Þess ut- an eru flestir aðdáendur Chris Cornells líklega vaxnir upp úr því að þurfa að snerta goðið. Best að geyma þannig viðhafnarsiði fyrir Kórinn í september. Þetta voru fyrstu tónleikarnir í Evróputúr Cornells vegna nýjustu sólóplötu hans, Higher Truth, sem kom út síðastliðið haust. Í túrnum hyggst hann svala þorsta aðdáenda sinna með kassagítarinn einan að vopni – og auðvitað röddina. Að vísu var maður að nafni Bryan Gib- son Cornell til fulltingis í nokkrum lögum og tók hin ýmsu hljóðfæri til kostanna, einkum þó knéfiðluna. Cornell tók snemma tvö lög af Higher Truth, Before I Disappear og Nearly Forgot My Broken Heart, en síðan var merkilegt nokk ekki meira af þeirri ágætu plötu að frétta fyrr en í uppklappi. Fyrst tók hann Josephine og tónleik- unum lauk svo með innblásnum flutningi á titillaginu. Allt eru þetta fín rokklög, lág- stemmd en haganlega smíðuð, eins og höfundar er von og vísa. Mun- urinn á þeim og eldra efninu sem Cornell lék í Eldborg er hins vegar sá að nýju lögin eru samin af Cornelldi ’etta! Ljósmynd/Mummi Lú Vanur maður Chris Cornell var í fínu formi í Eldborg og tengdi af fagmennsku, kímni og hlýju við tónleikagesti. manni sem kominn er á þægilegan stað í lífinu og hefur enga brenn- andi þörf fyrir að leita lengur. Sem er auðvitað bara fínt þegar menn eru komnir á sextugsaldurinn, þannig lagað. En á móti kemur að það vantar broddinn. Erindið.    Frá fyrri tíð fór mest fyrirSoundgarden-lögum og lík- lega skók salurinn sér mest eftir tilþrifamikinn flutning Cornells á Black Hole Sun og Rusty Cage, sem hann lék reyndar í útsetningu átrúnaðargoðs síns Johnnys Cash. Hnýtti því svo við að hann hefði á dögunum músíserað með syni goð- sagnarinnar, John Carter Cash. Og fannst það greinilega ekki leiðin- legt. Audioslave-lögin, Doesn’t Remind Me og Like a Stone, runnu vel niður og eldast bara ljómandi vel. Temple of the Dog-efnið þekki ég ekki eins vel en einnig var vísað í það tímabil á ferli Cornells. Söngvarinn upplýsti salinn um að hann ynni sér til gamans að ábreiðuplötu um þessar mundir en ábreiður voru furðu fyrirferðar- miklar á dagskránni, The Times They Are A-Changing eftir Bob Dylan, Thank You með Led Zep- pelin, Nothing Comperes 2 U eftir Prince og lokalagið fyrir uppklapp var sjálft Imagine með John Lenn- on enda voðaverkin í Brussel rétt afstaðin. Cornell kom afar vel fyrir á þessum tónleikum. Gaf sér góðan tíma til að spjalla milli laga og léði þannig dagskránni fyllingu. Gam- an var að heyra hann lýsa tilurð laga á borð við Bond-slagarann You Know My Name og fyrrnefnt Doesn’t Remind Me. Mest var þó fagnað þegar hann tók sig til og líkti Reykjavík við fæðingarborg sína og vöggu „gruggsins“, Seattle. Hann hefði áttað sig á þessu þegar hann stóð við höfnina fyrr um daginn. Eini munurinn væri sá að það væri aðeins hlýrra í Seattle. Cornell sló líka á léttari strengi og talaði til dæmis um að siður væri að læra tvö til þrjú orð í tungumáli þeirrar þjóðar sem leik- ið væri fyrir hverju sinni. „En ég verð að viðurkenna að ég lærði ekki eitt einasta orð í íslensku!“ Dátt var hlegið. Þegar allt er saman tekið voru þetta prýðilegir tónleikar og enda þótt gaman hefði verið að hafa fleiri hljóðfæri á sviðinu hæfir kassagítarinn hinni geggjuðu rödd Chris Cornells ótrúlega vel. Allur skalinn var undir, tónfræðilega og tilfinningalega. Eigum við ekki bara að segja að hann hafi neglt ’etta. Cornellt ’etta. »Mest var þó fagnaðþegar hann tók sig til og líkti Reykjavík við fæðingarborg sína og vöggu „gruggsins“, Seattle. Heyrðu umskiptin Fáðu heyrnartæki til reynslu Það er næstum því sama hvernig heyrnarskerðingu þú ert með og hvernig lifi þú lifir, því ReSound heyrnartækin eru vel til þess fallin að hjálpa þér við að skilja talmál, hafa framúrskarandi hljómgæði og snjalla þráðlausa tengingu. Apple, Apple merkið, iPhone, iPad og iPod touch eru vörumerki Apple Inc, skráð í BNA og öðrum löndum. App Store er þjónustumerki Apple Inc. Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími 534 9600 · heyrn.is Heyrnartæki eruniðurgreidd afSjúkratryggingum Íslands BATMAN V SUPERMAN 3D 6, 9(POWER) MY BIG FAT GREEK WEDDING 2 5:50, 8, 10:10 KUNG FU PANDA 3 5:50 ÍSL.TAL BROTHERS GRIMSBY 10 FYRIR FRAMAN ANNAÐ FÓLK 8 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Miðasala og nánari upplýsingar POWERSÝNING KL. 21:00

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.