Morgunblaðið - 20.04.2016, Side 8

Morgunblaðið - 20.04.2016, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 2016 Vefþjóðviljinn segir ekkert nýttað fréttamenn taki hægri- menn öðrum tökum en vinstri- menn og tekur tvö dæmi.    Annað er um fréttir Morgun-blaðsins „af undarlegu eignarhaldi þess húsnæðis þar sem Samfylkingin hefur aðsetur sitt. Eigendur, eða eigendur eig- endanna, hússins virðast vera óskráð félög sem ekki er vitað hverjir stjórna og litlar upplýs- ingar eru veittar um málin.“    Og Vefþjóðviljinn segir að„menn ættu að velta fyrir sér hvernig Ríkisútvarpið léti ef ein- hver annar flokkur ætti í hlut. Ef huldufélög ættu Valhöll eða ættu félög sem segðust eiga félög sem sögð væru eiga húsnæði Fram- sóknarflokksins, hversu margar mínútur liðu þar til fréttastofan í Efstaleiti fengi flog?“    Hitt dæmið er af því hvernigÁrni Páll Árnason komst upp með að halda því fram að ríkisstjórnin „hefði hefnt sín á nú- verandi umboðsmanni vegna góðr- ar frammistöðu hans í „lekamál- inu“. Þess vegna hefðu fjár- veitingar til hans verið skornar niður.    Enginn fréttamaður spurði for-mann Samfylkingarinnar hvernig þessi kenning hans um refsingar og hefnd kæmi heim og saman við þá staðreynd að Tryggvi Gunnarsson var endur- kjörinn umboðsmaður Alþingis til fjögurra ára í desember síðast- liðnum.“    Þetta eru óneitanlega umhugs-unarverðar ábendingar. Ólíkt tekið á hægri og vinstri STAKSTEINAR Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Alls verða grásleppuútgerðum um allt land endurgreiddar tæplega 80 milljónir króna vegna veiðigjalda frá október 2012 til október 2015 í sam- ræmi við dóm Hæstaréttar 28. jan- úar sl. Við þessa upphæð bætast vextir, en alls eiga 384 aðilar rétt á endurgreiðslunni og er meðal- fjárhæð á hvern þeirra tæplega 207 þúsund krónur. Fiskistofa hefur lokið við bak- færslu á þessum gjöldum og eru þau tilbúin til endurgreiðslu hjá inn- heimtumönnum ríkissjóðs auk vaxta. Ef sá sem á rétt á endur- greiðslu á útistandandi gjöld hjá inn- heimtumönnum ríkissjóðs verða þau skuldajöfnuð áður en til endur- greiðslu kemur. Er tékki á leiðinni? Það var Halldór fiskvinnsla á Bakkafirði sem stefndi ríkinu og var fjallað um dóminn á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda í byrjun febrúar undir ofangreindri millifyrirsögn. Málið snerist um að eigendur fiskvinnslunnar, Áki H. Guðmundsson og Hilma Hrönn Njálsdóttir, voru ósátt við að þurfa að greiða veiðigjald af afla sem feng- inn var við grásleppuveiðar. Óánægja þeirra laut að misræmi milli krókaaflamarks- og aflamarks- báta. Bátum sem höfðu veiðileyfi í aflamarki var gert að greiða veiði- gjald en útgerðum krókaaflamarks- báta ekki. Hæstiréttur féllst á þau rök fisk- vinnslunnar að álagning veiðigjalda á aflamarksbáta bryti í bága við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Var því dómi Héraðsdóms snúið við. Ríkinu var gert að greiða Halldóri fiskvinnslu ehf. 871.718 krónur auk tveggja milljóna króna í máls- kostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Grásleppuút- gerðir fá tæp- ar 80 milljónir  Álagning veiðigjalda á aflamarks- báta braut í bága við jafnræðisreglu Veður víða um heim 19.4., kl. 18.00 Reykjavík 4 rigning Bolungarvík 1 léttskýjað Akureyri 5 skýjað Nuuk 7 skýjað Þórshöfn 5 alskýjað Ósló 10 skýjað Kaupmannahöfn 11 heiðskírt Stokkhólmur 10 heiðskírt Helsinki 7 heiðskírt Lúxemborg 15 skúrir Brussel 16 heiðskírt Dublin 7 skúrir Glasgow 8 skýjað London 12 léttskýjað París 12 léttskýjað Amsterdam 17 heiðskírt Hamborg 12 heiðskírt Berlín 12 skýjað Vín 12 skýjað Moskva 7 heiðskírt Algarve 16 léttskýjað Madríd 10 skúrir Barcelona 16 léttskýjað Mallorca 17 heiðskírt Róm 17 heiðskírt Aþena 17 léttskýjað Winnipeg -5 léttskýjað Montreal 3 skúrir New York 16 alskýjað Chicago 9 alskýjað Orlando 27 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 20. apríl Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 5:36 21:18 ÍSAFJÖRÐUR 5:30 21:34 SIGLUFJÖRÐUR 5:12 21:17 DJÚPIVOGUR 5:03 20:50 Samningur á milli sjávarútvegs- fyrirtækja á Austurlandi og Há- skólans á Akureyri um að Háskól- inn taki að sér umsjón með starfi Sjávarútvegsskólans var undir- ritaður nýlega. Skólinn er ætlaður nemendum sem nýlokið hafa 9. bekk grunnskóla og er markmið hans að miðla þekkingu í sjávar- útvegi til nemenda í sjávarbyggð- um og á nærliggjandi svæðum. Á þessu ári verður kennt á sex stöðum á Austurlandi en stefnt er að því að kenna víðar á komandi árum. Kennslustaðir á sumri kom- andi verða Neskaupstaður, Seyðis- fjörður, Fáskrúðsfjörður, Eski- fjörður, Vopnafjörður og Höfn. HA tekur við umsjón sjávarútvegsskólans Hvorki utanríkisráðuneytið né ríkislögreglustjóri hafa fengið upp- lýsingar um Íslending sem á að hafa gengið til liðs við samtökin sem kennd eru við Ríki íslams, ef marka má skjöl frá samtökunum sem lekið var til vestrænna fjölmiðla. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Íslendingur er sagður tilheyra samtökunum. Bandaríska fréttastöðin NBC og fleiri fjölmiðlar birtu fréttir upp úr skjölunum sem liðhlaupi úr Ríki ísl- ams stal og lak til þeirra um helgina. Þar kemur meðal annars fram að Íslendingur hafi skráð sig í samtökin á árunum 2013 til 2014. Urður Gunnarsdóttir, upplýs- ingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, sagði mbl.is í gær að ráðuneytinu hefðu engar upplýsingar borist um Íslending sem tilheyrði hryðju- verkasamtökunum. Sömu upplýs- ingar fengust frá embætti ríkislög- reglustjóra. Ekki vitað um ISIS-liða HVAÐ HENTAR ÞÍNU STARFSFÓLKI? Hjá okkur færðu ljúffengan mat úr fyrsta flokks hráefni. • Fjölbreytta rétti úr fiski, kjöti og grænmeti. • llmandi og nýbökuð brauð, rík af korni og fræjum. • Gómsætar súpur, lagaðar með hollustu að leiðarljósi. • Brakandi fersk salöt og ávexti. • Við komum til móts við ykkar óskir Hringdu og leitaðu tilboða Sími 515 0702 og 515 0701 kryddogkaviar@kryddogkaviar.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.