Morgunblaðið - 20.04.2016, Page 28

Morgunblaðið - 20.04.2016, Page 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 2016 ✝ Svandís AnnaJónsdóttir fæddist í Borgar- nesi 7. júlí 1942. Hún lést á Landspít- alanum við Hring- braut 11. apríl 2016. Foreldrar henn- ar voru Jón Bjarni Björnsson frá Brautarholti í Döl- um, f. 19. nóvember 1913, d. 19. október 1984, og Ásta Margrét Sigurð- ardóttir, frá Geirseyri við Pat- reksfjörð, f. 14. júlí 1921, d. 11. mars 2009. Bræður Svandísar eru: Björn Rúnar, f. 30. maí 1946, maki Anna Ólafsdóttir, og Árni Rafn, f. 20. ágúst 1960, maki Jón- ína Steinunn Jónsdóttir. Svandís giftist 4. september 1965 Birgi Vigfússyni sjómanni frá Vestmannaeyjum. Foreldrar hans voru Vigfús Guðmundsson frá Seyðisfirði, f. 21. október 1908, d. 22. september 1946 og Sigurbjörg Gunnlaugsdóttir frá Vestmannaeyjum, f. 27. sept- ember 1914, d. 25. ágúst 1998. Jón Vídalín Halldórsson sjúkra- þjálfari og eiga þau þrjá syni: a) Róbert Darri, f. 2001, b) Halldór Orri, f. 2004, c) Vigfús Þorri, f. 2016. Svandís lauk grunnskóla í Borgarnesi en fór síðan í Kvennaskólann í Reykjavík og lauk þaðan gagnfræðaprófi. Því næst lá leið hennar í Hjúkrunar- skóla Íslands þaðan sem hún lauk prófi 1965. Hún starfaði við hjúkrun á Kleppsspítala og Heilsuverndarstöð Reykjavíkur um tíma en lengst af starfaði hún sem hjúkrunarfræðingur og yfir- hjúkrunarfræðingur við rann- sóknarstöð Hjartaverndar eða frá því að rannsóknarstöðin hóf starfsemi sína árið 1967 og til ársins 2007. Eftir það starfaði hún hjá dóttur sinni og tengda- syni í Proact meðan hún hafði heilsu til. Svandís og Birgir hófu búskap giftingarárið að Hrísateig 29 í Reykjavík en fluttu í sína fyrstu íbúð að Reynimel 82 í Reykjavík snemma árs 1967. 1972 fluttu þau á Melabraut 54 sem þá var á Seltjarnarnesi en árið 1981 byggðu þau hús í Hofgörðum 19 á Seltjarnarnesi, þar sem þau hafa búið síðan. Útför Svandísar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag, 20. apr- íl 2016, og hefst athöfnin kl. 15. Börn Svandísar og Birgis eru: 1) Ásta Margrét upp- eldisfræðingur, f. 26. desember 1963, maki Örn Viðar Skúlason verkfræð- ingur og eiga þau þrjá syni: a) Arnór Skúli, f. 1987, maki Ólöf Helga Gunnarsdóttir og eiga þau tvö börn, Emilíu Ósk og Pétur Viðar. b) Andri Geir, f. 1995, unnusta Þór- unn Salka Pétursdóttir. c) Birgir Örn, f. 2004. 2) Vigfús ljósmynd- ari, f. 21. febrúar 1967, maki María Theodóra Ólafsdóttir hönnuður og eiga þau fjögur börn: Vaka, f. 1995, Anna Cam- illa, f. 2004, Thor Ólafur og Ísak Eldar, f. 2008. 3) Birgir Jón hljóðmaður, f. 11. janúar 1973, maki Gréta María Bergsdóttir viðburðastjóri og eiga þau þrjár dætur: a) Birta, f. 1998, b) Berg- dís Katla, f. 2004, c) Svandís, f. 2009. 4) Linda Björg leikskóla- kennari, f. 2. mars 1975, maki Mamma er farin og er komin á betri stað. Eitt það síðasta sem hún sagði mér var að hún yrði aldrei langt undan og mundi vaka yfir öllum þeim sem henni þótti svo vænt um. Þær eru af ýmsum toga, tilfinn- ingarnar sem hafa bærst innra með mér undanfarnar vikur og mánuði þegar sú staðreynd gerð- ist æ ljósari að komið væri að leið- arlokum hjá mömmu. En sú sem stendur ef til vill upp úr, nú þegar sorgin og treginn taka að breytast í söknuð, er fyrst og fremst þakk- læti. Þakklæti fyrir allan þann tíma sem við áttum með mömmu þrátt fyrir erfið og langvinn veik- indi, fjölmargar ómetanlegar samverustundir sem munu lifa með okkur um alla ævi. Þakklæti fyrir minningar sem allar eru upp- fullar af birtu og hlýju. Og þakk- læti fyrir konu sem kenndi mér svo ótrúlega margt, kenndi mér að æðruleysi, kjarkur og von, ást og væntumþykja geta unnið bug á hinum verstu meinum. Hún var opin og skemmtileg, hlý og glaðlynd. Hún hafði ein- stakt lag á að kynnast fólki og leið best með sem flesta í kringum sig. Hún var hjúkrunarkona fram í fingurgóma, mátti ekkert illt sjá, tók öllum með opinn faðminn og brosi sem gæti brætt steinhjörtu. Hún var einstaklega virk og lif- andi og ræktaði vinskap og tengsl við stóran vinahóp af miklum myndarskap. Fjölskyldan var henni afar kær og lagði hún upp óteljandi samverustundir, margar hverjar í Hofgörðunum þar sem allir voru alltaf velkomnir. Nú eru þessar stundir ómetanlegar og það er gott að geta lokað augunum og heyrt fyrir sér gleðina og hlýjuna þegar hún tók á móti barnabörnum sínum og bauð okk- ur inn í eldhús upp á nýbakaða köku eða vöfflur. Barnabörnin voru augasteinarnir hennar og í henni fundu þau ekki bara ynd- islega ömmu heldur vin sem hafði það að leiðarljósi að leyfa þeim að taka þátt í hverju því sem fyrir lá. Veikindi mömmu voru löng og oft erfið og í þeirri baráttu mátti sjá einstaka konu heyja hverja orrustuna á fætur annarri með já- kvæðni og bjartsýni að vopni. Þetta viðhorf hennar mátti greina allt fram á síðustu dagana í henn- ar lífi og þegar ljóst var að meinið mundi sigra tóku jákvæðnin og bjartsýnin á sig mynd æðruleysis og hugrekkis. Allt þetta helgaðist af skilyrðislausri ást og væntum- þykju í garð þeirra sem næst henni stóðu, fjölskyldu og vina sem nú eiga um svo sárt að binda. Það felst þó mikil huggun í þeirri vissu að þetta viðhorf hennar í gegnum veikindin bætti mörgum árum við veru hennar hér og mun verða okkur öllum sem stóðum henni nærri ómetanlegt vega- nesti. Við erum mörg sem eigum um sárt að binda vegna fráfalls þess- arar einstöku konu og skarðið sem hún skilur eftir verður seint fyllt. En við getum leitað huggunar í því að orrusturnar við þennan vá- gest verða ekki fleiri. Nú tekur hvíldin við og við sem eftir lifum getum yljað okkur við fallegar minningar um konu sem gaf enda- laust af sér, vin sem alltaf var hægt að leita til, mömmu og ekki síst ömmu sem umvafði allt ást og hlýju. Hvíl í friði, elsku mamma, takk fyrir allt og Guð geymi þig. Birgir Jón. Þó svo að sorg og söknuður komi upp í hugann þegar ég hugsa til hennar Svandísar tengdamóð- ur minnar, þá þarf maður ekki að hugsa lengi til hennar til að fyllast þakklæti og gleði. Hún var einstök kona, hress, gefandi, góður hlust- andi og góður vinur. Það var fyrir 33 árum að ég var svo gæfusamur að kynnast henni Ástu minni og allri hennar líflegu fjölskyldu. Strax í byrjun var mér vel tekið og fljótlega myndaðist einstakt samband á milli okkar Svandísar. Trúnaður, traust og sýndur áhugi á því sem ég var að fást við varð þess valdandi að með okkur myndaðist góður vinskap- ur. Það er örugglega sjaldgæft að tengdasonur og tengdamóðir myndi með sér trúnaðarsamband, en fyrir okkur sem þekkjum Svandísi var það einmitt það sem gerði hana að einstakri persónu. Þó svo að það hafi að vissu leyti verið mjög erfitt, þá var það líka ákveðin gjöf fyrir hana og alla fjöl- skylduna að vita hvert stefndi og geta átt með henni fallegar kveðjustundir. Það var líka á þess- um stundum sem hún sýndi ótrú- legan styrk og umhyggjusemi fyr- ir sínu fólki með þægilegu opnu tali um dauðann og jafnvel á þess- um stundum var húmorinn stutt undan. Ég þakka þér fyrir samfylgd- ina á þessum stað. Þinn tengdasonur, Örn Viðar Skúlason. Mín fyrstu kynni af Svandísi voru fyrir um 20 árum, þau kynni gáfu fyrirheit um hvað koma skyldi næstu árin. Hún tók mér opnum örmum og mér varð það strax ljóst að þarna var á ferðinni einstaklega viðkunnanleg, hlý og notaleg manneskja sem forrétt- indi voru að fá að kynnast. Svandís rak stórt og fallegt heimili að Hofgörðum, sem var alltaf yndislegt að heimsækja og þiggja kaffibolla yfir góðu spjalli. Ávallt var stutt í gleðina og hlát- urinn hjá Svandísi og alltaf sá hún björtu og jákvæðu hliðarnar á öllu. Hún hafði einstakt lag á því að sjá spaugilegu hliðar málsins og gat gert óspart grín að sjálfri sér, sem gerði það að verkum að svo gott var að vera í kringum hana. Svandís var einstök mann- eskja, móðir, tengdamóðir, amma og langamma og vinur. Fjölskyld- an og góð tengsl við sína nánustu voru henni svo kær. Innan fjöl- skyldunnar var hún stoð og stytta allra og mikið akkeri fyrir þá sem til hennar leituðu. Þrátt fyrir erfið veikindi lét hún aldrei á neinu bera og tókst á við þau af hug- rekki, reisn og æðruleysi. Mér eru sérstaklega minnis- stæðar þær fjölmörgu ferðir sem ég fór með tengdaforeldrum mín- um og fjölskyldu út á land og til útlanda, þar sem við áttum ynd- islegar stundir saman og ég á sem ljúfa minningu í dag. Í þessum ferðum kynntumst við öll svo miklu betur, gagnkvæm virðing og vinátta jókst og fyrir það er ég ævinlega þakklátur. Svandís hefur verið mér frábær fyrirmynd, stoð og stytta og það að hafa þekkt hana í öll þessi ár hefur mótað mig á jákvæðan hátt sem einstakling. Hún hefur einnig verið stór partur af lífi drengjanna minna og ég er sérstaklega þakk- látur fyrir hvað hún var þeim mik- il og góð fyrirmynd og amma. Það er erfitt að kveðja hana því söknuðurinn er mikill en minning- in um yndislega og hlýja konu lifir í hjörtum okkar allra sem hana þekktum. Elsku tengdapabbi, börn, tengdabörn og barnabörn, ég votta ykkur alla mína samúð og bið Guð að gefa okkur styrk á þessum erfiða tíma. Jón Vídalín Halldórsson. Elsku Sandý mín. Mikill söknuður og tómleiki fyllir hug minn og ég veit að ekk- ert nema tíminn mun milda þá til- finningu. Þín er svo sárt saknað af okkur öllum. Það var alltaf ljúft að keyra út á Nesið og fá „einn virkilega góðan kaffi“ hjá þér, sitja svo og spjalla um bara hvað sem var, því þú varst alltaf til í að hlusta og ráð- leggja. Lífsglaðari manneskju er erfitt að finna og krafturinn og kátínan alltaf ofarlega í þínum huga. Þú varst sannkallaður prakkari og sást alltaf spaugilegu hliðina á málunum og alltaf var frásagnar- gleðin og hláturinn það sem ein- kenndi fjölskylduboðin, svo ekki sé talað um svignandi hlaðborð kræsinga því matgæðingur varst þú mikill og reyndar öll fjölskyld- an. Þið Biggi hafið alltaf verið ein- staklega dugleg að sinna börnun- um ykkar og barnabörnum, og því máttu trúa að við munum halda áfram og „þétta raðirnar“, um- vefja Bigga þinn hlýju og gleði og eitt er víst að hann mun vera mjög upptekinn í mat hjá okkur öllum og við öll hjá honum á Hofgörð- unum þar sem þú verður með í okkar huga og hjarta á öllum stundum. Börnin okkar sakna þín óskaplega, amma sem alltaf var ljúf og góð, bakaði kökur, sem hló og gantaðist og þerraði tárin ef svo bar við er farin frá okkur. Í gegnum erfið veikindi sýndir þú fordæmalaust hugrekki, æðru- leysi og óbilandi kjark sem gaf okkur styrk og breytti viðhorfi okkar allra til lífsins. Þakka þér samfylgdina í 21 ár og takk fyrir að hafa gefið mér hann Vigfús sem er kletturinn í mínu lífi alveg eins og þú varst kletturinn í lífi okkar allra. Þín tengdadóttir, María. Breitt bros og opinn faðmur, hlýja, gleði, fórnfýsi og hlátur er það helsta sem kemur upp í hug- ann þegar ég minnist Svandísar, tengdamóður minnar. Heimsókn- irnar til þeirra Birgis í Hofgarða voru alltaf notalegar, kaffibolli við kringlótta eldhúsborðið, skemmti- legar sögur af henni og samferða- fólki og oftar en ekki af prakk- arastrikunum úr Borgarnesi sem fengu barnabörnin til að sperra eyrun. Þar var líka hægt að leita ráða, fá huggun og hvatningu, og auðvitað var alltaf eitthvað með kaffinu. Svandís tengdamamma var einstök kona sem kenndi mér margt þau 22 ár sem við vorum samferða. Hún var hjartað og kletturinn í fjölskyldunni, um leið vinmörg og hvers manns hugljúfi sem var alltaf til í gott partí. Í kringum Svandísi var líf og fjör, enda heimilið stundum eins og umferðarmiðstöð þar sem gjarn- an var svarað í símann: „Hjá Svandísi“. Svandís mátti ekkert aumt sjá og reis alla tíð upp til varnar lít- ilmagnanum. Barnabörnin varði hún með kjafti og klóm hvort sem við hin skömmuðum þau fyrir matvendni eða læti og áttu þau alltaf skjól hjá ömmu. Hún tók marga undir sinn verndarvæng í gegnum tíðina og heimilið stóð öll- um opið, jafnt mönnum sem hund- um, og smáfuglar og krummi gátu gengið að matarafgöngum vísum í bakgarðinum. Svo gerði hún auð- vitað flottustu páskaeggin og bak- aði bestu mömmukökurnar, sem hér eftir verða kallaðar ömmu- kökur. Svandís passaði ekki inn í nein- ar læknakúrfur eða líkindareikn- inga og hefur ábyggilega lengt líf sitt um nokkur ár með bjartsýni, lífsgleði og baráttuhug, það er ég viss um. Svandís háði margar orr- ustur með Birgi sinn styrkan sér við hlið. Eftir hverja þeirra sann- færði hún sjálfa sig, og um leið okkur hin, um að nú væri hún laus undan okinu. Hún vildi aldrei íþyngja öðrum og leit ekki á sig sem sjúkling. Henni var í lófa lag- ið að líta á björtu hliðarnar, sópa burtu leiðindum og sorgum og njóta lífsins. Það gerði hún meðal annars með því að hóa fjölskyld- unni saman og slá upp veislu eða skella sér á tónleika eða kaffihús, jafnvel þegar hún hafði ekki heilsu til. Þær eru ófáar samverustund- irnar úr Hofgörðum, Borgarnesi eða frá ferðalögum, ómetanlegar og ljúfar minningar sem við varð- veitum í hjörtum okkar. Og Svan- dís verður sannarlega áfram með okkur í anda, svo mikið er víst. Ég minnist Svandísar, minnar ástkæru tengdamóður og vin- konu, með mikilli gleði, hlýju og þakklæti fyrir allt og allt, á meðan ég helli upp á reglulega sterkt og gott kaffi sem ég drekk henni til samlætis. Gréta María Bergsdóttir. Elsku amma. Það verður erfitt að venjast því að geta ekki faðmað þig og fengið frá þér ráð þegar ég þarf á því að halda. Frá því ég man eftir mér hefur þú leikið stórt hlutverk í mínu lífi og hverskonar maður ég hef orðið. Ég tel mig óendanlega heppinn að hafa fengið að búa hjá ykkur afa þegar mamma og pabbi voru að klára nám sitt í Berlín og síðan þá hef ég litið á ykkur sem aðra foreldra mína jafnt sem bestu afa og ömmu sem nokkur drengur getur hugsað sér. Ferðalag okkar saman um allt land í leit að stein- um er mér sérstaklega minnis- stætt. Hlýja þín og umhyggja geislaði allt um kring og allir sem eitthvað þekktu til þín vita hvað ég er að tala um þegar ég segi að þú varst svo sannarlega kærleiksrík kona. Þú varst alltaf svo lífsglöð og stutt í brosið og húmorinn. Þú og afi er- uð mér stórar fyrirmyndir sem ég vona að ég muni ná að jafna. Þú varst mér mamma, amma og einn- ig vinur – eitthvað sem ekki allar ömmur hafa kost á að uppfylla. Þú stóðst með mér þegar á móti blés, hvattir mig áfram þegar ég þurfti kraft og klappaðir mér á bakið þegar ég stóð mig vel. Þú gafst mér ást, umhyggju og umfram allt fordæmi um hverskonar persóna ég vil vera. Þú hafðir þann eiginleika að gleðja alla í kringum þig og sjá fólk í þess besta ljósi. Þitt barnabarn, Arnór Skúli. Elsku, amma Sandý. Elskulega amma, njóttu eilíflega Guði hjá, umbunar þess, er við hlutum ávallt þinni hendi frá; þú varst okkur ungu hjörtum, eins og þegar sólin hlý, vorblómin með vorsins geislum vefur sumarfegurð í. Hjartkær amma, far í friði, föðurlandið himneskt á, þúsundfaldar þakkir hljóttu þínum litlu vinum frá. Vertu sæl um allar aldir, alvaldshendi falin ver, inn á landið unaðsbjarta, englar Drottins fylgi þér. Þínir gimsteinar, Birgir Örn, Emilía Ósk og Pétur Viðar. Elsku besta amma Sandý, fyr- irmynd mín í einu og öllu. Það eru svo ótal margir hlutir sem þú hef- ur kennt mér í gegnum árin og eru þetta allt gildi sem ég mun taka með mér áfram í lífið. Hlæja meira, knúsa fastar og gera sitt allra besta. Sterkari manneskju er ekki hægt að finna og ég er viss um að ef það væru fleiri eins og þú þá væri heimurinn margfalt betri staður. Þú lítur alltaf á björtu hlið- arnar og sérð allt það góða í fólki, bara það tvennt eru eiginleikar sem allir ættu að taka sér til fyrir- myndar. Þú átt sérstakan stað í hjartanu mínu sem enginn annar getur fyllt. Sambandið okkar er mér svo ótrúlega kært, við vorum bestu vinkonur sem gátum sagt hvor annarri allt og verið hrein- skilnar hvor við aðra. Ég veit að allir sem hafa kynnst þér geta samsinnt mér í því. Í þér fann ég ómetanlegan trúnaðarvin og stuðningsmann og þú varst alltaf fyrst að stökkva til og hjálpa. Það sem ég fann þó fyrst og fremst í þér var ótrúleg hlýja, ást og kær- leikur sem einkennir allar okkar dýrmætu minningar saman. Það eru ófáar sögurnar af þér sem ég mun segja börnunum mínum og ég er viss um að þær stundir verða fullar af hlátursköstum því ef það var eitthvað sem ég veit fyrir víst að ég hef beint frá þér, þá er það húmorinn og stríðnin. Takk fyrir allar stundirnar og minningarnar okkar, elsku amma, þú varst kletturinn okkar allra og ég er svo ótrúlega stolt að vera barnabarnið þitt. Ég lofa þér að það verður farið í berjamó hvert einasta haust, fjólukakan verður líka á sínum stað og litlu fuglarnir þínir saddir og sælir. Ég elska þig út af lífinu og sakna þín óskaplega mikið. Þín elsta ömmustelpa, Vaka Vigfúsdóttir. Elsku amma Sandý. Það er erf- itt að kveðja slíkan klett og vin sem þú varst mér. Grallaraglottið sem og kærleiksbrosið sem lýsti ævinlega alla okkar daga verður mér ávallt ljós í gegnum erfiða tíma. Þú varst mér mikill trúnað- arvinur og mér eins og svo mörg- um leið ávallt eins og heimsins dýrmætasta gimsteini þegar ég var hjá þér, á meðan þú slípaðir okkur til með óendanlegri um- hyggju þinni. Þrátt fyrir ómetanlegt tæki- færi til þess að koma heim til þess að kveðja þig eru engin orð né ferðalög sem þakka þér nógu mik- ið fyrir allt það sem þú kenndir mér og varst tilbúin að gera fyrir mig, þú varst svo sannarlega dýr- mætasti gimsteinninn í mínu lífi. Elsku amma, ég vona að rifs- berjahlaupið uppi í himnaríki sleppi fyrir horn en ég lofa að fá mér alltaf aukaskeið fyrir þig. Takk fyrir allt saman. Þangað til næst, Andri Geir Arnarson. Við kveðjum okkar stórbrotnu, einstöku kæru vinkonu með þessu vísubroti: Hversu þreytt sem þú varst, hvað sem þrautin var sár. þá var hugur þinn samt eins og himinninn blár: eins og birta og dögg voru bros þín og tár. Og nú ljómar þín sól bak við lokaðar brár. (Jóhannes úr Kötlum) Kæri Birgir, þér og ykkar stóra afkomendahópi sendum við og makar okkar, innilegar samúðar- kveðjur. Bergdís Helga Kristjánsdóttir, Guðrún Eygló Guðmundsdóttir. Söknuður sál mína kvelur minn kæri vinur þú ei lengur hér á jörðu dvelur þinni lífsgöngu Svandís Anna Jónsdóttir Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, JÓNÍNA MAGNA SNORRADÓTTIR, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 19. apríl. Útförin verður auglýst síðar. . Þorsteinn Sv. Stefánsson, Davíð Einarsson, Kolbrún Edda Aradóttir, Egill Einarsson, Helga Ívarsdóttir, Sara Davíðsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.