Morgunblaðið - 10.05.2016, Side 13

Morgunblaðið - 10.05.2016, Side 13
Fögnuður Sigríður Ýr og Mike kampakát með lyklana að mótorfáknum sem ber þau þvert yfir Bandaríkin. dag, stoppa á áhugaverðum stöðum, til dæmis í þjóðgörðum og skemmta okkur í fallhlífa- og teygju- og trjá- stökki og takast á við áskoranir af ýmsu tagi.“ Og nei, Sigríður Ýr hefur aldrei á ævinni tekið slík stökk, eða stýrt mótorhjóli svo nokkru nemi. Þau verða á einu hjóli, Mike stýrir og Sig- ríður Ýr verður í aftursætinu. „Ég þarf að hanga í honum að minnsta kosti sex tíma á dag og því hef ég lagt sérstaka áherslu á armbeygjur í ræktinni auk þess sem ég hef hjólað á hverjum degi til að vera sem best lík- amlega á mig komin. Mike hugsar um ferðina sem ævintýraferðamennsku, en ég frekar sem skemmtun og áskorun að öllu leyti, líka í tengslum við mat og næringu. Við tökum hvorki með okkur aukafatnað né mat eða eldunartæki. Þar sem við ætlum ekki að borða á veitingastöðum, sem eru ábyggilega ekki á hverju strái á stórum svæðum, verður spennandi að vita hvernig okkur tekst til. Sér- staklega í ljósi þess að ég borða ekki dýraafurðir og Mike er grænmet- isæta og Bandaríkin eru höfuðvígi kjötneyslu í heiminum,“ segir Sigríð- ur Ýr, sem ætlar að láta sig hafa það að vera í sömu fötunum alla ferðina. „Ekki þekkileg tilhugsun, en áskorun í sjálfu sér,“ bætir hún við. Stefna á heimsmet Hugmyndir þeirra um mótor- hjólaferðalagið, sem upphaflega átti að vera vikulangt skemmtiferðalag til að fagna útskrift Sigríðar Ýrar, fóru smám saman á flug. Vika dugði eng- an veginn fyrir allt sem þau langaði til að gera auk þess sem ævintýra- legar frásagnir Mike af sínum fyrri ferðum leystu ævintýraþrá Sigríðar Ýrar úr læðingi. „Mike eltir drauma sína og hefur náð miklum árangri sem „expedition athlete“, eins og þeir kallast á ensku, sem safna styrkjum – oftast fyrir einhvern málstað – og leggja á sig ýmsar mannraunir á ferðalögum. Mér finnst þetta heillandi lífsstíll og langaði einfald- lega til að fara með honum í svona ferðalag – og vonandi fleiri í framtíð- inni.“ Í spjalli okkar kemur fram að þau eru með fleiri ferðalög á teikni- borðinu og stefna að heimsmeti, hvorki meira né minna. Þau hafa þeg- ar ráðfært sig við heimsmetabók Gu- inness um útfærsluna, en markmiðið er að hjóla tiltekna vegalengd á vasa- hjóli. Hvar og hvenær liggur þó ekki ljóst fyrir ennþá. Sigríður Ýr segir að þau Mike eigi mörg áhugamál sameiginleg, þeim finnist gaman að syngja saman, bæði spili á ukulele og geri jógaæf- ingar saman svo fátt eitt sé talið. Bú- seta hvors þeirra í sinni heimsálfunni setji vitaskuld strik í reikninginn, en þau eigi eftir að huga betur að þeim málum. Stefnan núna sé að fara í sem flest ferðalög saman. Mótorhjólaferð- in er í þágu mannúðar en er líka, eins og hún áður sagði, prófraun á sam- bandið og áskorun á öllum sviðum, ekki síst þolinmæðina. „Við getum lent í vondu veðri og alls konar óvæntum hrakningum; orðið alltof heitt eða kalt, blaut og svöng,“ segir Sigríður Ýr, sem hræðist ekki neitt. Mótorfákurinn Nánari upplýsingar: Sigríður Ýr og Mike safna áheit- um fyrir samtökin Seeds of Peace í fjáröflunarátakinu Miles for Peace: crowdrise.com/miles-for- peace/fundraiser/globalmikereid DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 2016 Hringbraut-miðlun ehf. | Sundagarðar 2 | 104 Reykjavík | www.hringbraut.is | Sími +354 561 3100 Missið ekki af áhugaverðum þætti um starfsemi fyrirtækja innan Haga hf. og viðtali við forsvarsmenn þeirra Hringbraut næst á rásum 7 (Síminn) og 25 (Vodafone) ATVINNULÍFIÐ Heimsókn til Haga – þriðji og síðasti hluti í þættinum Atvinnulífið sem er á dagskrá Hringbrautar kl. 20.30 í kvöld. • Debenhams er fyrsta og eina ”Department Store” á Íslandi • Aðföng dreifa gríðarlegumagni af matvöru til allra verslana Hagkaupa og Bónus 7 daga í viku • Bananar efh er stærsti innflytjandi og dreifandi á ávöxtum og grænmeti á Íslandi • TopShop – tískuverslun sem þjónar nýjum straumum í tísku hverju sinni Á dagskrá Hringbrautar í kvöld kl. 20.30 Á heimasíðu Mike Reids kemur fram að sumarið 2014 hafi hann ásamt japönskum félaga sínum róið á kajak frá Suður-Kóreu til Japans. Eftir það hafi ekki orðið aft- ur snúið. Hann ákvað að stíga út fyrir þægindaram- mann, segja upp stöðu sinni sem enskukennari í Yama- guchi í Japan og gera ferðalög að lífsstíl sínum og lifibrauði. „Ég komst fljótlega að raun um að það var ekki bara hafið sem heillaði mig, heldur líka allir krókar og kimar fjarlægra borga og menning- arheima,“ segir hann. Að sögn Sigríðar Ýrar gengur Mike vel að fá styrkt- araðila, en milli leiðangra vinni hann líka brjálæðislega mikið og taki að sér alls kyns störf, t.d. sé hann núna hjólasendill fyrir veitingahús og hjóli með matarsendingar til borgarbúa víðsvegar í Fíladelfíu. „Um 80 kíló- metra á dag, sem er góður undirbúningur fyrir ferðina okkar,“ segir hún. www.globalmikereid.com Lífsstíll og lifibrauð FERÐAGARPURINN MIKE REID

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.