Morgunblaðið - 10.05.2016, Page 16

Morgunblaðið - 10.05.2016, Page 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 2016 Fáðu garðsláttinn í áskrift og slakaðu á í sumar Sími 571 2000 | hreinirgardar.is Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Baldur Arnarson baldura@mbl.is Framkvæmdir eru langt komnar við Canopy Reykjavík – city center og er stefnt að opnun hótelsins um miðjan júní. Þar verða 112 herbergi. Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmda- stjóri Icelandair Hotels, segir um 130 manns vinna að framkvæmdinni á þessu stigi. „Við áformum að opna hótelið um miðjan júní. Eins og gengur í svona framkvæmd er mikið eftir. Hver dagur á þessu stigi er drjúgur. Það eru marg- ir að vinna við að láta þetta allt ganga saman. Það er verið að vinna á ólíkum stöðum í byggingunni. Við erum lengst komin með Smiðjustíginn og svo fylgja hin húsin á eftir.“ Margir vildu starfa á hótelinu Magnea Þórey segir eftirspurn eftir störfum á hótelinu hafa verið meiri en framboðið. Ekki hafi þurft að leita út fyrir landsteinana að fólki. „Það hefur gengið mjög vel að ráða fólk. Við erum búin að ráða í öll störf. Það munu um 60 manns starfa á hótelinu. Það var mikill áhugi á með- al Íslendinga og við gátum valið úr umsóknum.“ Spurð hvaða störf séu í boði segir Magnea Þórey að annars vegar sé um að ræða hótelstörf. Þá störf í bókun, gestamóttöku og þrifum. Hins vegar verði stór veitingastaður á hótelinu. Þangað hafi verið ráðnir þjónar, kokkar og vaktstjórar. Nafnið á staðnum hefur ekki verið opinberað. Innangengt verður frá veitingastaðnum á Hverfis- götu og verður þaðan hægt að ganga inn á torg á Hljómalindarreitnum. Hann afmarkast af Hverfis- götu í norðri, Klapparstíg í austri, Laugavegi í norðri og Smiðjustíg í vestri. Magnea segir upp- bygginguna á svæðinu mjög spennandi. „Markmið- ið er að gæða þetta svæði lífi og borgaryfirvöld hafa mikinn metnað til að vinna með rekstraraðilum til að skapa iðandi mannlíf við torgið.“ Hverfisgatan mun taka lengri tíma Magnea Þórey segir framkvæmdir við endur- bætur á lögnum á Smiðjustíg hafa orðið til tafar. „Það hefur aðeins tafið fyrir okkur að borgin stendur samhliða í götuframkvæmdum á Smiðju- stíg. Það var jafnframt verið að bjóða út fram- kvæmdir á hluta Hverfisgötunnar. Það verður því ekki allt klárt þegar við opnum. Sá hluti sem snýr að Smiðjustígnum verður það þó. Hverfisgatan mun taka lengri tíma. Þá ætlum við okkur að vera komin eins langt með torgið á reitnum, það er að segja gamla Hjartagarðinn, og okkur framast er unnt,“ segir Magnea Þórey. Hún segir bókanir líta ágæt- lega út á nýja hótelinu. Icelandair-hótelin eru jafn- framt að byggja 50 herbergja lúxushótel á Hafnar- stræti og er stefnt að opnun þess 2017. Lúxushótel á lokastigi Tölvumynd/ARKþing/Sigurður Hallgrímsson  Hótelið Canopy Reykjavík – city center verður opnað um miðjan júnímánuð Tölvumynd/Innanhúshönnun/Björgvin Snæbjörnsson/Apparat Ljóðahornið Setustofa með arni verður inni af gestamóttökunni á jarðhæð. Safn íslenskra ljóða á ýmsum tungumálum mun prýða veggina á hótelinu. Breytir um svip Svona mun hótelið líta út séð frá Smiðjustíg. Austan við húsið sem er fyrir miðju verður torg þar sem boðið verður upp á veitingar. Kaffihús Þegar gengið er inn á jarðhæð er komið inn í gestamóttöku og kaffihús á sama stað. Tölvumynd/Apparat ● Fremur litlar sviptingar voru í Kaup- höllinni fyrsta viðskiptadag vikunnar og stóð úrvalsvísitalan nánast í stað. Lækkaði vísitalan um 0,03% í 2,5 millj- arða króna viðskiptum. Mest hækkaði gengi hlutabréfa í Össuri, um 3,1% í 29 milljóna króna viðskiptum. Langmest viðskipti vorum með hlutabréf í Marel, eða fyrir liðlega einn milljarð króna. Hækkuðu bréf félagsins um 0,6%. Þá hækkuðu bréf í Fjarskiptum um 2,0% og Símanum um 1,6%. Mest lækkuðu bréf í Reitum um 0,9% og TM um 0,7% í litlum viðskiptum. Allt með kyrrum kjörum í Kauphöll í upphafi viku Gengisskráning 9. maí 2016 Kaup Sala Mið DOLLARI 122,55 123,13 122,84 STERLINGSPUND 177,02 177,88 177,45 KANADADOLLARI 94,77 95,33 95,05 DÖNSK KRÓNA 18,741 18,851 18,796 NORSK KRÓNA 14,965 15,053 15,009 SÆNSK KRÓNA 15,045 15,133 15,089 SVISSN. FRANKI 126,3 127 126,65 JAPANSKT JEN 1,1339 1,1405 1,1372 SDR 173,16 174,2 173,68 EVRA 139,44 140,22 139,83 MEÐALGENGI/VIÐSKIPTAVOG ÞRÖNG 173,3199 Heimild: Seðlabanki Íslands Farþegum flug- félagsins Wow air fjölgaði um 102% í apríl í ár saman- borið við apríl í fyrra. Á sama tíma fór sætanýting fé- lagsins úr 75% í 87%. Alls hefur flugfélagið flutt um 273 þúsund farþega á árinu, sem er 114% aukning frá sama tíma í fyrra. Stefnir félagið að því að auka sætaframboð sitt um 127% á þessu ári í 1,9 milljón sæti. „Það er nokkuð ljóst að Wow air á stóran þátt í þeirri fjölgun ferðamanna sem hefur verið nú á þessu ári og þá sérstaklega fjölgun bandarískra ferða- manna yfir vetrarmánuðina,“ segir Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi, í tilkynningu frá félaginu. Farþegum Wow fjölgar Skúli Mogensen  114% aukning fyrstu 4 mánuðina ● Vöruskiptahalli við útlönd jókst á fyrsta ársfjórðungi og mældist hann 25 milljarðar króna, að því er fram kemur í Hagsjá Landsbank- ans. Kemur þar fram að samdrátt í útflutningi á milli ára megi fyrst og fremst reka til minni útflutnings- verðmæta af stóriðjutengdum útflutn- ingi. Eru það sérstaklega útflutnings- verðmæti áls sem hafa áhrif en þau drógust saman um 26,4 milljarða á milli ára. Auk þess dróst útflutningur á kísil- járni saman og útflutningsverðmæti sjávarafurða voru 7,4 milljörðum minni en í fyrra. Samdráttur útflutnings- verðmæta sjávarafurða skýrist af slæmri loðnuvertíð. Lægra olíuverð í heiminum mildar þó gjaldeyris- útstreymið á ársfjórðungnum. Lægra álverð hefur áhrif á vöruskiptajöfnuð Vöruskiptahalli jókst í upphafi árs. STUTTAR FRÉTTIR ... Rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja torveldar þeim að ná fram stærðarhagkvæmni í sama mæli og annars staðar í Evópu. Hefur það neikvæð áhrif á lífskjör þar sem framleiðni fyrirtækja eykst sam- hliða vexti þeirra. Þetta er meðal efnis í skoðun Við- skiptaráðs sem birt var á vefsíðu samtakanna í gær. Viðskiptaráð hvetur stjórnvöld til þess að styrkja forsendur fyrir vexti minni fyrirtækja með einfald- ara regluverki, auk þess sem bent er á að aukin stærðarhagkvæmni, sjálfbærar launahækkanir og minni fleygur á milli vinnuveitanda og launþega myndi bæta rekstrarumhverfi minni fyrirtækja hérlendis. Við alþjóðlegan samanburð kemur í ljós að stærri fyrirtæki hafa að meðaltali 177 starfsmenn hér á landi samanborið við 253 starfsmenn erlendis. Hér á landi er framleiðni vinnuafls um 45% meiri í stærri fyrirtækjum en þeim minni. Í Evrópu- sambandsríkjunum er þessi munur 57%. Hins veg- ar virðist sem stærðarhagkvæmni gæti ekki hjá meðalstórum fyrirtækjum umfram þau smærri hér á landi, ólíkt því sem þekkist innan Evrópusam- bandsins. Að mati Viðskiptaráðs benda þessar staðreyndir til að eitthvað í rekstrarumhverfi inn- lendra fyrirtækja torveldi þeim að ná fram stærð- arhagkvæmni í sama mæli og annars staðar í Evr- ópu. Stærri fyrirtæki gætu bætt lífskjör  Viðskiptaráð telur rekstrarumhverfi hér á landi torvelda stærðarhagkvæmni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.