Morgunblaðið - 10.05.2016, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 10.05.2016, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 2016 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Ígær og fyrra-dag var þessminnst að 71 ár er liðið frá stríðslokum í Evrópu. David Cameron, forsætisráðherra Breta, nýtti tækifærið til þess að bera saman þær aðstæður sem leiddu til seinni heim- styrjaldar og þær sem gætu komið upp ef Bretar myndu samþykkja í júní að yfirgefa Evrópusambandið. Gaf hann þar sterkt í skyn að friðurinn í Evrópu yrði í hættu ef Bretar segðu nei. Ekki væri gefið að friður og stöðugleiki myndi haldast í álfunni og spurði Cameron hvort það væri þess virði að taka þá áhættu. Ræða Camerons er því miður einungis eitt dæmið enn um þann gegndarlausa hræðsluáróður sem stuðn- ingsmenn aðildarinnar í Bretlandi hafa gripið til í því skyni að vinna málstað sín- um fylgi, en þeir hafa áður meðal annars spáð því að efnahagur Bretlands myndi hrynja og að hvergi yrði hægt að selja breskar vörur ef þeir stæðu utan sam- bandsins. Hræðsluáróðurinn hefur nú náð áður óþekktum hæð- um. Það hefur verið einhvers konar mantra Evrópusam- bandssinna víða, ekki síst hér, að sambandið hafi gegnt einhverju sérstöku hlutverki við það að tryggja friðinn í Evrópu eftir lok síðari heimsstyrjaldar. Hlaut sam- bandið meira að segja frið- arverðlaun Nóbels fyrir, og vissi þó enginn almennilega hvað sambandið hafði ná- kvæmlega gert til þess að verðskulda þau. Velvild og viðskipti þjón- uðu vissulega sínu hlutverki við að tryggja friðsamleg samskipti þjóða, sér í lagi eftir þann hildarleik sem síð- ari heimsstyrjöld var. Á það ber hins vegar að líta að fram eftir seinni hluta 20. aldar voru helstu lykilríki tollabandalagsins, sem síðar varð að ESB, Frakkland og Vestur-Þýskaland, og engar líkur voru á að þessi tvö ríki myndu fara í hár saman. Bretar gátu meira að segja staðið utan sambandsins í rúm fimmtán ár án þess að stríð brytist út, vegna þess að eina „sambandið“ sem virkilega varðveitti friðinn í Evrópu var Atlantshafs- bandalagið. Það segir sína sögu um þessi tvö banda- lög, Evrópusam- bandið og Atlantshafs- bandalagið, að hið síðarnefnda hefur staðið sína vakt í nærri því 70 ár, án þess að sú hugmynd færi nokkurn tíma á mikið flug, að rétt væri fyrir aðildarþjóðir þess að yfirgefa það. En Evrópu- sambandið hefur hins vegar breyst. Leynt og ljóst er stefnt að síauknum samruna ríkjanna sem í því standa, án þess að almenningur í lönd- unum fái nokkurn tímann að hafa áhrif þar á. Í stað þess að vera einungis bandalag um tolla og frjáls viðskipti milli aðildarríkjanna fór sambandið að skipta sér af smæstu smáatriðum, sem áð- ur höfðu verið á hendi ríkjanna sjálfra og taka sér stöðu sem yfirþjóðlegt vald án raunverulegrar lýðræð- islegrar aðkomu borgaranna. Árangurinn af því að hlusta ekki á rödd almenn- ings lætur ekki á sér standa. Í flestum ríkjum sambands- ins er nú að finna öfluga hreyfingu „Evrópu-skeptí- kera“, sem gjarnan eru upp- nefndir „hægri-öfgamenn“ af evrópskum ríkisfjölmiðlum. Litið er á þessa flokka sem orsök en ekki afleiðingu þess hvernig traust almennings til samrunaferlisins hefur smátt og smátt brostið. En nú eru blikur á lofti. Ný könnun, sem framkvæmd var í átta ríkjum Evrópusam- bandsins bendir til þess að fleiri en Bretar myndu vilja fá tækifæri til þess að kjósa um veru sína innan þess. Í heild vildu 45% þeirra sem svöruðu í þessum átta ríkjum fá það tækifæri og heill þriðj- ungur sagðist þá myndu styðja útgöngu. Voru það einkum Ítalir og Frakkar sem studdu hvort tveggja. Meirihluti í þessum ríkjum studdi að haldin yrði at- kvæðagreiðsla um veru land- anna í Evrópusambandinu, en óhætt er að fullyrða að stjórnvöld í ríkjunum munu lítið með þann vilja almenn- ings gera. Ein skoðanakönnun veitir ekki óyggjandi niðurstöðu en er þó enn ein vísbendingin um það, að innan Evrópu- sambandsins eru nú mörg innanmein, sem ekki hefur verið tekið á. Ef marka má söguna er þó borin von að forsvarsmenn sambandsins muni líta í eigin barm eða hlusta á raddir fólksins. Hræðsluáróðurinn nær nýjum hæðum}Friðurinn úti? É g hef átt langar og lærðar umræð- ur við vini mína gegnum tíðina um góðar kvikmyndir og skemmtilegar kvikmyndir, og það hvernig þetta fer yfirleitt saman. Þó eru á því undantekningar, bæði á þá leið að sumar myndir eru svo ferlega lélegar að það verður hreinlega gaman að horfa á þær, á með- an aðrar eru hinar metnaðarfyllstu og vönduð- ustu að allri gerð en einhverra persónulegra hluta vegna fanga þær ekki áhuga né vekja hrifningu. Þessar vangaveltur rifjuðust upp fyrir mér um nýliðna helgi þegar ég lauk – samkvæmt hollráði míns helsta lestrarráðunautar – við spennusöguna „The Cartel“ eftir Don Winslow. Bókin, sem fjallar með átakanlegum hætti um stríðið gegn eiturlyfjum í Mexíkó og á landa- mærunum við Bandaríkin, fannst mér mergjuð lesning og áhrifarík en líkast til setti hún met hvað varðar grafískar of- beldislýsingar og stundum verður lesturinn verulega krefj- andi. Meðal bóka sem undirritaður hefur lesið síðustu miss- eri og hafa að geyma sláandi útlistanir á líkamstjóni er vestri Cormacs McCarthy, „Blood Meridian“, en sú bók er tiltölulega auðmelt við hliðina á lýsingunum sem er að finna á þeim ægihryllingi sem er nánast daglegt brauð í baráttu glæpagengja í Mexíkó. Sumum kann að þykja nóg um en ljóst má vera að saga af þessu tagi verður aldrei sögð upp á punt; til þess er veruleikinn í Mexíkó of hrikalegur. Hörku- góð bók en ekki beinlínis skemmtileg og vona bara að hinn skelfilegi Heriberto Ochoa vitji mín ekki í draumi á næstunni. En það er misjafnt sem menn hryllir við, og þótt ég hafi lesið af ákefð í gegnum hina frá- bæru spennusögu Winslows myndi ég skilja þá sem hreinlega gætu það ekki. Um leið þekki ég marga sem eru hrifnir af Blindu, bókinni víð- frægu eftir José Saramago, en hún var mér of- raun aflestrar; kringumstæðurnar þegar óút- skýrð blinda fer sem faraldur milli fólks og lýsingar á því hvað gerist þegar blint þjóðfélag hrynur og allt fer á versta veg voru bara of mikið. Það var akkúrat ekkert sem var gaman við að lesa um það. Vel má vera að þessu sé þveröfugt farið hjá ykkur, ágætu lesendur, og eins getur verið að ykkur hafi ekki þótt Blinda Saramagos tiltakanlega krefjandi lesning. En það fannst mér, á minn sann. Á hinn bóginn þótti mér þriggja binda ævisaga Tryggva Emilssonar (Fá- tækt fólk, Baráttan um brauðið og Fyrir sunnan) framúr- skarandi skemmtilegur lestur þótt ekki hafi höfundur lagt upp með að skrifa skemmtisögur. Raunsæjar æviminningar hans eru bara svo vel skrifaðar að undrum sætir og ómögu- legt annað en að hrífast með. Svo er einna mest gefandi að lesa bókmenntaverk sem eru bæði óumdeild að gæðum og sprúðlandi skemmtileg, sbr. Góða dátann Svejk; bara til- hugsunin um sífulla herprestinn Otto Katz og handónýt tök hans á ófélegum fangasöfnuðinum fær mann til að brosa breitt og langa til að lesa bókina aftur. Eruð þið, lesendur góðir, ekki örugglega með bók í lestri? Jón Agnar Ólason Pistill Er góð lesning ávallt skemmtileg? STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Guðni Einarsson gudni@mbl.is Breytingar verða á viðmið-um um það magn áfengissem farþegar, skipverjará skipum í eigu íslenskra aðila og flugverjar mega hafa með sér til landsins, verði frumvarp fjár- málaráðherra um breytingu á ýms- um ákvæðum laga um skatta og gjöld að lögum. Einnig verður bann- að að panta vörur á netinu úr Frí- höfninni í Keflavík og fá farþega á leið um Flugstöð Leifs Eiríkssonar til að sækja þær fyrir sig. Lagt er til að tollkvóti hvers farþega, skip- eða flugverja, á áfeng- um drykkjum miðist við einingar í stað fjölda lítra eins og nú. Almenn- ur ferðamaður fær að hafa með sér samtals sex einingar af áfengi, sterku, léttvíni og/eða öli við komuna til landsins. Hver eining samsvarar 0,25 lítrum af sterku áfengi (meira en 21% af vínanda) eða 0,75 lítrum af léttvíni (hefðbundinni léttvínsflösku) eða þremur lítrum af öli. Þannig - geta verið sex 0,5 lítra dósir eða níu 0,33 lítra dósir í einni einingu af öli. Frumvarpið hefur farið í gegnum 1. umræðu og er til meðferðar hjá efnahags- og viðskiptanefnd. Ýmsar athugasemdir bárust Ellefu umsagnir bárust um frumvarpið. ÁTVR, sem rekur Vín- búðirnar, telur frumvarpið ekki vera nægilega vel ígrundað og gerir at- hugasemdir við að ekki sé vikið að afleiðingum þess fyrir lýðheilsu. „ÁTVR telur rétt að undirstrika að álagning áfengisgjalds er ein af grunnstoðum áfengisstefnu ís- lenskra stjórnvalda sem miðar að því að lágmarka skaðlega neyslu áfengis. Allar breytingar sem hafa í för með sér aukningu á gjaldfrjáls- um innflutningi áfengis á kostnað smásölu í vínbúðum stofnunarinnar eru því að mati ÁTVR í andstöðu við þá stefnu,“ segir í umsögninni. Þá bendir ÁTVR á að gengið sé út frá því í greinargerð að breyting- in muni auka áfengissölu í komu- fríhöfn á kostnað áfengiskaupa inn- anlands. ÁTVR umreiknaði núgildandi heimild til gjaldfrjáls innflutnings á áfengi í einingarnar sem frumvarpið mælir fyrir um og setti upp nokkur dæmi. „ ....þar má sjá að heildarfjöldi eininga verður ýmist hærri eða lægri, eftir samsetningu núgildandi heimildar, verði frumvarpið að lög- um,“ segir í umsögninni. Af fimm dæmum sem tekin eru um innflutning ferðamanna sem flytja inn samtals sex einingar af áfengi, en með mismunandi sam- setningu sterks áfengis, léttvíns og öls, sést að í tveimur tilvikum myndu heimildir til áfengisinnflutnings minnka, samkvæmt einu tilviki standa í stað en í tveimur tilvikum myndu heimildirnar aukast talsvert. Isavia fjallar í umsögn sinni um áhrif fyrirhugaðrar breytingar og setur upp fimm dæmi um samsetn- ingu áfengiskaupa í fríhöfninni. Þrjú dæmanna endurspegla samsetningu milli tegunda í samtals um 80% til- vika áfengiskaupa í Fríhöfninni. Tollkvótinn mun skerðast sam- kvæmt tveimur dæmanna en verða óbreyttur samkvæmt því þriðja. Isavia véfengir að þessi breyting muni hafa þau áhrif að áfeng- issala í Fríhöfninni muni aukast. „Nýja tillagan býður upp á mun meiri sveigjanleika í kaupum milli flokka en nú er, sem er jákvætt, en það eitt og sér mun ekki leiða til þeirrar aukningar í sölu sem gert er ráð fyr- ir í frumvarpinu,“ segir Isavia. Vilja ný viðmið um fríhafnaráfengið Morgunblaðið/Golli Fríhöfnin í Keflavík Reglur um áfengiskaup ferðamanna munu breytast og pöntunarþjónusta hætta verði frumvarp fjármálaráðherra að lögum. Lagt er til í frumvarpi fjármála- ráðherra að tollalögum verði breytt til þess að afmarka frí- hafnarverslun fyrir komufar- þega þannig að óheimilt verði að bjóða vörurnar öðrum en þeim farþegum og áhöfnum sem mega versla í slíkum versl- unum. Óheimilt verður að birta opinberlega upplýsingar um vörur í slíkum verslunum og taka samhliða á móti pöntunum frá viðskiptavinum sem ekki eru staddir í versluninni. Þetta þýð- ir m.a. að pöntunar- og net- verslun Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli mun leggjast af. Isavia ohf. sagði í um- sögn sinni að komu- verslun Fríhafnarinnar myndi hætta að taka við pöntun- um í komuversl- un þann 1. maí sl. Ekki selt fjarstöddum FRÍHAFNARNETVERSLUN Bjarni Benediktsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.