Morgunblaðið - 10.05.2016, Síða 28
28 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 2016
FERÐASUMAR 2016
PÖNTUN AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 16, miðvikud. 23.maí.
NÁNARI UPPLÝSINGAR: Katrín Theódórsdóttir
kata@mbl.is | Sími: 569-1105
SÉRBLAÐ
–– Meira fyrir lesendur
27.maí gefurMorgunblaðið út glæsilegt sérblað um
Ferðasumarið 2016. Í blaðinu verður viðburðardagatal sem ferðalangar geta flett upp í á
ferðalögumum landið og séðhvað er umað vera á því svæði semverið er að ferðast um í.
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Alls kyns tækni tengd vinnunni
gæti komið þér úr jafnvægi í dag; tölvur
bila hugsanlega, rafmagnið fer eða eld-
varnarkerfið fer af stað. Ráddu krossgát-
una og fáðu þér kaffibolla.
20. apríl - 20. maí
Naut Það vefst fyrir þér að ganga frá máli
sem þér hefur verið falið að leiða til lykta.
Einbeittu þér að pípulögnum, úrgangi og
geymslusvæðum.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Láttu ekki undan lönguninni til
eyðslusemi heldur haltu fast um budduna.
Gefstu ekki upp því þolinmæði þrautir
vinnur allar.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú ert að brjótast í þeim málum
sem þér finnast þér ofvaxin. Ekki láta ein-
hvern annan sannfæra þig heldur skaltu
íhuga valkostina vandlega.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Hlutirnir gætu ekki gengið betur í
vinnunni. Mundu að reiðin er eyðandi afl
og enginn þess virði að þú skemmir sjálfan
þig hennar vegna.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Það er tími til að breikka líf þitt og
bæta við umhyggju fyrir öðrum. Seinna
muntu líta aftur til dagsins í dag og hugsa:
Gerðist þetta?
23. sept. - 22. okt.
Vog Fólk lítur þig jákvæðum augum í dag
því það sér góðlegar og umhyggjusamar
hliðar hennar. Nú færðu það borgað.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þótt öðrum lítist hreint ekki á
fyrirætlanir þínar máttu ekki láta það
draga úr þér kjarkinn. Gefðu þér góðan
tíma til þess að meta aðstæður.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þér finnst fáránlegt af fólki að
röfla yfir hlutum sem í raun aldrei gerðust.
Reyndu að sýna þolinmæði.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Enginn gefur þér tíma fyrir sjálf-
an þig, þess vegna þarftu bara að búa þér
hann til. Láttu nokkra daga líða svo þú ná-
ir að framkalla skýrari mynd af stöðu
mála.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Það er ástæðulaust að ganga
með eitthvert steinbarn í maganum frá
fornri tíð. Herskár hugur þinn er gæfur.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Óþekktur aðdáandi gæti sent þér
blóm, kort eða gjafir. Hlustaðu á það sem
hinn aðilinn hefur að segja áður en þú tek-
ur afstöðu. Sama gildir um flotta hluti,
áhugaverða og heillandi.
Í síðustu viku hitti ég karlinn áLaugaveginum fyrir utan Ráð-
húsið. Hann hallaði höfðinu eilítið,
skotraði augunum út á Tjörnina og
sagði:
Þar er kjói, kría, lóa, spói
– og þoka.
Við Tjörnina er basl og busl, –
og borgarstjórinn tínir rusl
– í poka.
Helgi R. Einarsson sendi mér
þessar limrur, „Bessastaðabræð-
inga“ fyrir helgi:
Jesús var lagður í jötu
og Jogvan ólst upp í Götu,
en Álftanes – Óli
er vor ástsæli sjóli,
þótt skriplaði aðeins á skötu.
Bessastaðabúið er
bágt og trausti rúið er.
Skattakveisa,
skömm og hneisa.
Allt nú öfugsnúið er.
Og þessi limra varð óvart til seg-
ir Helgi:
Lævís og lipur er’ún
limran og blessuð ver’ún.
Kitlar landann
og kætir fjandann.
Kemur og síðan fer’ún.
Og fyrir helgina velti Fía á Sandi
því fyrir sér á Leirnum hvort orti
Móse eða Ólafur þessa:
Í Gósenlandi er fólkið vanda vafið
vantar trú og felur auðinn sinn.
„Eg mun leiða ykkur yfir hafið
ókeypis, ef fæ ég stuðning þinn.
Síðan bætti Fía við að hún hefði
ætlað að yrkja um alla frambjóð-
endur til forseta, en þeir væru bara
svo margir:
Guðni mun geðjast öllum
glettin er Elísabet.
Andri er alveg á fjöllum
en Ólafi slær fleiri met.
En síðan breyttist staðan og
Valdimar Gunnarsson orti á sunnu-
daginn:
Frá því er sagt í fornri bók
(finnst sumum vera heillaspá)
hve djarflega steininn Davíð tók
og dúndrað’ í Golíat, svo hann lá.
Nú er vetur að lina tökin um allt
land og kominn tími til. Það gæti
skaðað orðspor og ímynd landsins
ef við létum þessi harðindi viðgang-
ast lengur. Það gæti jafnvel frést
alla leið til Panama þar sem þeir ku
hafa svo gott veður.
Höfum vetri gjaldið greitt
græðir ljúfi blærinn.
Vísur dreifast vítt og breitt,
og víðar en á Leirinn.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Rusl, skrýtnir fuglar
og fleira gott
Í klípu
ÞAÐ VAR FRÁBÆRT AÐ GETA FARIÐ AFTUR
Í VINNUNA. JAFNVEL ÞÓ AÐ ÞAÐ ÞÝDDI
INNBROT UM MIÐJA NÓTT, AÐ ROTA
ÖRYGGISVÖRÐ, OG ÞURFA AÐ SITJA VIÐ
SKRIFBORÐ EFTIRMANNSINS.
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ÞETTA ER OFNSTEIKTUR KALKÚNN.
FJAÐRIRNAR URÐU PÍNU SVARTAR.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... fáguð!
ÉG ÆTTI AÐ
FARA Á FÆTUR
ÞAÐ ÞARF STÓRAN KÖTT TIL
AÐ VIÐURKENNA ÞEGAR HANN
HEFUR GERT MISTÖK
ÉG HEF EKKI BRJÓST Í MÉR
TIL AÐ LEIÐA HJÁ MÉR ÞESSA
ÖRVÆNTINGARFULLU NÁÐARBEIÐNI…
ÉG MUN
EKKI STELA FRÁ
ÞESSUM MANNI!
GERIÐ
ÞIÐ ÞAÐ
Þó að fólk hafi komið að máli viðVíkverja skal tekið strax fram í
upphafi að hann er ekki á leiðinni í
forsetaframboð. Frekar kemur til
greina að sækjast eftir embætti for-
manns húsfélagsins, enda hefur
komið í ljós að eiginkona núverandi
formanns hefur átt fé á afrétti í
Hruna sem talið var fram í bókhaldi
húsfélagsins sem frádráttarbært fé
til skatts. Djók!
x x x
Víkverji telur verk að vinna fyrirNeytendastofu eða þar til bæra
aðila í eftirliti með talningarvélum.
Á þetta einkum við um mynttalning-
arvélar bankanna og dósatalningar-
vélar Endurvinnslunnar. Víkverji
hefur lent í því oftar en einu sinni að
þessar vélar hafa svindlað á honum.
Hefur kannski ekki munað miklum
fjárhæðum en það safnast þegar
saman kemur.
x x x
Nýverið fór Víkverji í banka meðslatta af klinki. Betri helming-
urinn á heimilinu hafði tvítalið mynt-
ina og skrifað hjá sér töluna. Þegar
Víkverji kom heim með kvittun úr
vélinni kom í ljós að hún sýndi 200
krónum minna en talning frúarinnar
sýndi. Þannig hefur þetta verið í
nokkur skipti í vetur en frúin hefur
samviskusamlega haldið utan um
fjáröflunarstarf í ónefndu félagi.
x x x
Víkverji treystir talningu betrihelmingsins betur en einhverrar
maskínu úti í bæ og hefur áhyggjur
af því að bankarnir séu að hafa fé af
fólki í stórum stíl með þessum hætti.
Tæknin getur stundum gert betur
en mannshöndin en í þessu efni telur
Víkverji að gjaldkerum bankanna sé
betur treystandi til að telja pen-
ingana.
x x x
Víkverji fer reglulega í Endur-vinnsluna með dósir og flöskur
og passar vel upp á að þær séu heilar
og óbeyglaðar, eins og krafa er gerð
um. Stundum munar nokkrum ein-
tökum á talningu vélarinnar og Vík-
verja en hann hefur ekki nennt að
gera mál úr því. Á því kann þó að
verða breyting því enginn skal svína
á Víkverja! víkverji@mbl.is
Víkverji
Himinninn er himinn Drottins
en jörðina gaf hann mannanna börn-
um. (Sálm. 115:16)