Morgunblaðið - 10.05.2016, Síða 33

Morgunblaðið - 10.05.2016, Síða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 2016 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Fjórða sólóplata Gísla Þórs Ólafs- sonar, sem notar listamannsnafnið Gillon, kom út fyrir skömmu og er hún samnefnd listamanninum, þ.e. Gillon. Platan var tekin upp í Stúdíó Benmen og stýrði upptökum félagi Gillons í hljómsveitinni Contalgen Funeral, Sigfús Arnar Benedikts- son. Platan hefur að geyma átta lög eftir Gísla og samdi hann texta við sex þeirra en tveir eru ljóð eftir Ing- unni Snædal úr ljóðabók hennar Komin til að vera, nóttin, frá árinu 2009. Auk þess að vera tónlistarmaður er Gísli ljóðskáld og hefur hann gefið út fimm ljóðabækur, þá fyrstu, Harmonikkublús, árið 2006 og sem fyrr segir hefur hann gefið út þrjár plötur og var ein þeirra, Bláar radd- ir, tileinkuð ljóðskáldinu Geirlaugi Magnússyni og innihélt lög við ljóð hans úr bókinni Þrítengt frá árinu 1996. Ljóð eftir Geirlaug má einnig finna á plötunum Næturgárun (2012) og Ýlfur (2014). Gillon er því fyrsta plata Gísla sem inniheldur ekki ljóð eftir Geirlaug. Gísli vinnur nú að sjöttu ljóðabók sinni sem nefn- ist Vélmennadans og er væntanleg í haust. Poppaðri, mýkri og aðgengilegri „Efnið á plötunni er mestmegnis kassagítarstónlist í trúbadorahefð Bob Dylan, Neil Young o.fl., kántrý- skotnar ballöður með ljúfsárum text- um,“ segir Gísli, spurður að því hvers konar tónlist platan nýja hafi að geyma. – Hvernig er platan frábrugðin þinni síðustu og þá hvað varðar tón- list, útsetningar og texta? „Þessi plata er poppaðri, mýkri og aðgengilegri en tvær seinustu og e.t.v. frekar í ætt við mína fyrstu plötu, Næturgárun. Ólíkt fyrri plöt- um er minna um stórar útsetningar og lög í listrænni uppbyggingu og eru flest lögin á nýju plötunni hefð- bundin í uppbyggingu og útsetning- um. Textarnir á plötunni eru naktir og opnir og á engan hátt tormeltir. Utan við hið hefðbundna ástar- sorgarþema koma hundar og frjó- kornaofnæmi fyrir í nokkrum þeirra. Eitt lagið er á ensku og nefnist það „My Special Mine“. Það er fyrsta lagið sem ég gef út á ensku,“ svarar Gísli. Sorg, aðskilnaður og ringulreið ungs, íslensks karlmanns – Hvaðan færð þú innblástur? Ég hlusta mikið á tónlist. Að und- anförnu hefur það mest verið Neil Young. Annars eru þeir oft á, Leon- ard Cohen, Tom Waits, Van Morr- ison og Bob Dylan. Meðal íslenskra tónlistarmanna má nefna Bubba, Megas og KK. Ég tek líka ýmislegt úr umhverfinu og ýmsar upplifanir og reynslu inn í sköpunina. Í grunn- inn eru lögin og textarnir á plötunni persónulegt viðbragð við ýmsum mannlegum óþægindunum þótt til- finningarnar og túlkunin geti breyst frá ári til árs,“ segir Gísli. Hvað umfjöllunarefni varðar segir Gísli plötuna dálítið í anda ástar- sorgar- og kannski skilnaðarplatna. Mörg laganna fjalli um ástarsorg, aðskilnað og ringulreið ungs íslensks karlmanns. „Þrátt fyrir það er bjart- sýni og von í sumum lögunum, t.d. í laginu „Sumar“, en það er upphafs- lag plötunnar,“ segir Gísli. Heyrði lag við lestur ljóðs – Hvers vegna valdir þú þessi tvö ljóð eftir Ingunni Snædal til að semja við? „Þegar ég var unglingur í fram- haldsskóla á Sauðárkróki fór ég stundum inn á bókasafn og gluggaði í ljóðabækur Geirlaugs Magnús- sonar og Gyrðis Elíassonar. Í eitt skiptið er ég var að lesa ljóðið „Fleiri nátta blús“, úr bók Geirlaugs, Þrítíð, heyrði ég lagið fyrir mér í huganum. Ég fór svo heim og samdi það. Það eru 18 ár síðan. Lagið kom svo út ár- ið 2014 á plötunni Ýlfur. Fyrir um 17 árum, fór ég með aðra bók eftir Geirlaug, Þrítengt, inn í kompu og samdi lög við ljóð úr henni. Þau komu út á plötunni Bláar raddir árið 2013. Það má því segja að stundum kvikni lagahugmyndir við lestur á ljóðum og það var það sem gerðist varðandi þessi tvö ljóð Ing- unnar Snædal, „Mannaþefur í kolli mínum“ og „Komin til að vera, nótt- in“ úr bók samnefndri því síðar- nefnda,“ segir Gísli. Ástarsorg, hundar og frjókornaofnæmi  Tónlistarmaðurinn og ljóðskáldið Gillon gefur út fjórðu sólóplötuna Á tónleikum Gísli Þór Ólafsson, Gillon, á umslagi nýútkominnar plötu sinn- ar sem ber listamannsnafn hans og er jafnframt fjórða sólóplatan. Sjónvarpsstöðv- ar breska ríkis- útvarpsins, BBC, voru feng- sælar á bresku BAFTA- sjónvarps- verðlaununum sem afhent voru í fyrradag. Þáttaröðin Wolf Hall var valin besta dramatíska þáttaröðin og Mark Rylance hlaut verðlaun fyrir leik sinn í henni, fyrir bestan leik aðalleikara. Besta aðalleikkona dramatískrar þáttaraðar þótti Suranne Jones fyrir leik sinn í Doctor Foster sem BBC framleiðir. Verðlaunalista má finna á bafta.org. Wolf Hall sú besta Mark Rylance Verðlaun hafa verið afhent í Silj- unni, myndbandasamkeppni Barna- bókaseturs Íslands og var keppt í tveimur flokkum í ár, 5.-7. bekk og 8.-10. bekk. Barnabókasetur Íslands vinnur að bættri lestrarmenningu barna og unglinga en Siljan er stærsta verkefni setursins, skv. til- kynningu. „Markmiðið með Siljunni er að hvetja börn og unglinga til að lesa og tjá sig um bækurnar sem þau lesa. Með því gerum við lestur barna og unglinga sýnilegri og sköpum já- kvæðar lestrarfyrirmyndir sem lað- að geta fleiri að bóklestri,“ segir þar. Um 50 myndbönd bárust í keppnina og voru sex verðlaunuð. Auk þess tryggðu sigurvegararnir í hvorum flokki skólasafninu sínu 100.000 króna bókaúttekt frá Barna- bókasetri og Félagi íslenskra bóka- útgefenda. Það verða Ingunnarskóli í Reykjavík og Brekkuskóli á Ak- ureyri sem fylla bókahillurnar í vor. Dómnefnd skipuðu Hólmfríður Árnadóttir kennari, Skúli Gautason, leikari og tónlistarmaður, og Urður Snædal skáld. Úrslit urðu þau að í yngri flokki hrepptu fyrsta sæti Emelía Anna, María Bridde, Sóley Bára og Ríkey í 4.-5. bekk í Ingunnarskóla í Reykja- vík sem gerðu myndband upp úr bókinni Gummi og huldufólkið. Í öðru sæti urðu Unnar Gamalíel og Ingimar Darri í 6. bekk í Grunnskól- anum á Þórshöfn sem gerðu mynd- band út frá Þinni eigin goðsögu og í þriðja sæti Margrét Harpa og Salka í 7. bekk í Langholtsskóla í Reykja- vík sem unnu með Leitina að til- gangi unglingsins. Í eldri flokki hlutu fyrsta sæti Egill og Arndís Eva í 9.-10. bekk Brekkuskóla á Ak- ureyri fyrir myndband sem þau unnu út frá bókinni Vetrarfrí. Í 2. sæti urðu Kristíana og Ingunn Alda í 9. bekk í Brekkuskóla á Akureyri sem unnu með bókina Norn er fædd og í þriðja sæti Dagur Sverrir og Sveinn Vignir í 10. bekk í Breiðholts- skóla í Reykjavík sem gerðu mynd- band út frá bókinni Arftakinn. Verðlaun Brynhildur Þórarins- dóttir frá Barnabókasetri afhenti Sigríði Margréti Hlöðversdóttur, skólasafnskennara Brekkuskóla, verðlaun vegna sigurs nemenda skólans í Siljunni. Verðlaun veitt í Siljunni BAD NEIGHBORS 2 6, 8, 10 CAPTAIN AMERICA 3D 6, 9 CAPTAIN AMERICA 10:25 RATCHET & CLANK 5:50 ÍSL.TAL MAÐUR SEM HEITIR OVE 8 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Miðasala og nánari upplýsingar ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ Kringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is HEYRNARSTÖ‹IN Enn snjallara heyrnartæki Beltone Legend Nýja Beltone Legend™ heyrnartækið tengist þráðlaust beint í iPhone, iPad og iPod touch. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu og fáðu heyrnartæki lánað til reynslu. Beltone Legend gengur með iPhone 6s og eldri gerðum, iPad Air, iPad (4. kynslóð), iPad mini með Retina, iPad mini og iPod touch (5. kynslóð) með iOS eða nýrra stýrikerfi. Apple, iPhone, iPad og iPod touch eru vörumerki sem tilheyra Apple Inc, skráð í Bandaríkjunum og öðrum löndum. ™ Ókeypis heyrnarmælingsíðan 2004

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.