Morgunblaðið - 23.05.2016, Page 15
FRÉTTIR 15Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. MAÍ 2016
www.fr.isSylvía G. Walthersdóttir
Löggiltur fasteignasali
Salvör Davíðsdóttir
Nemi til löggildingar
fasteignasala
María K. Jónsdóttir
Nemi til löggildingar
fasteignasala
FRÍTT VERÐMAT
ENGAR SKULDBINDINGAR
HRINGDU NÚNA
820 8081
sylvia@fr.is
Sjöfn Ólafsdóttir
Skrifstofa
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
„Við gerum hvað við getum til að
endurheimta kassana tvo,“ sagði Ab-
dul Fattah al-Sisi, forseti Egypta-
lands, er hann ræddi við fjölmiðla í
fyrsta sinn eftir að farþegaþota flug-
félagsins EgyptAir hrapaði í Mið-
jarðarhaf aðfaranótt fimmtudagsins
26. maí síðastliðinn.
Vísar forsetinn í máli sínu til flug-
rita vélarinnar sem veitt geta rann-
sakendum mikilvægar upplýsingar
um síðustu mínútur flugsins. Leitar-
menn hafa fundið farangur og ýmsa
hluti úr vélinni, s.s. sæti og björg-
unarvesti, en að sögn fréttaveitu
AFP fundust hlutirnir um 290 km
norðan við borgina Alexandríu. Er
nú m.a. notast við kafbát við leitina
að flugritunum tveimur.
Farþegaþotan, sem er af gerðinni
Airbus A320, var á leiðinni frá París
til Kaíró þegar hún hrapaði með 66
manns innanborðs. Á meðal þeirra
voru 56 farþegar, þar af 30 frá
Egyptalandi, 15 frá Frakklandi,
tveir frá Írak auk níu frá jafnmörg-
um löndum. Í áhöfn vélarinnar voru
sjö manns auk þriggja öryggisvarða.
Greindu hita og reyk um borð
Flugmálaráðherra Egyptalands
hefur sagt að líklegra væri að þotan
hefði hrapað vegna hryðjuverks en
vélarbilunar, en al-Sisi segir ekki
hægt að fullyrða neitt að svo stöddu.
Rannsakendur segja að fáeinum
mínútum áður en flugvélin féll
stjórnlaust í sjóinn hafi tölvubúnað-
ur hennar greint hita og reyk á
nokkrum stöðum í vélinni.
Að sögn breska ríkisútvarpsins
(BBC) var gefin viðvörun klukkan
02:26 að staðartíma um að ein af rúð-
um flugstjórnarklefans væri að of-
hitna og að reykur væri inni á salerni
fyrir aftan klefann. Um mínútu síðar
var tilkynnt um reyk í rými fyrir
flugrafeindabúnað, en það er stað-
sett undir flugstjórnarklefanum. Í
kjölfarið var tilkynnt að önnur rúða í
flugstjórnarklefanum væri að hitna
um of. Því næst byrja, að sögn BBC,
tölvukerfi vélarinnar að hrynja eitt
af öðru. Þegar hér er komið sögu var
klukkan 02:28.
John Cox, sérfræðingur í bruna
um borð í flugvélum, segir í samtali
við BBC tímalínuna, frá því að til-
kynnt er um hita og reyk og þar til
vélin skellur í hafið, óvenjulega.
„Tímalínan er í kringum sjö mín-
útur sem er mjög langur tími ef um
er að ræða sprengju, einkum öfluga.
En ef um er að ræða eld um borð þá
er tíminn ekki nægjanlega langur.“
Enn á huldu hvað leiddi til
þess að þota EgyptAir fórst
Kafbátur leitar að flugritum vélarinnar Merki bárust um hita og reyk
AFP
Sorg Ættingjar og vinir þeirra sem voru um borð í farþegaþotu flugfélagsins EgyptAir sem hrapaði í Miðjarðarhaf
fjölmenntu á minningarathöfn sem haldin var í gær. Enn er óljóst hvað olli því að flugvélin fórst.
Síðari umferð
forsetakosninga í
Austurríki fór
fram í gær og
stóð valið á milli
Norbert Hofer,
frambjóðanda
Frelsisflokksins
(FPÖ), og Alex-
ander Van der
Bellen, fyrrverandi leiðtoga Græn-
ingja. Fyrstu útgönguspár, sem birt-
ar voru í gærkvöldi, bentu til þess að
afar mjótt væri á mununum, en báð-
ir frambjóðendur mældust með um
50% fylgi. Tilkynnt verður um sig-
urvegara forsetakosninganna í dag.
Hofer, sem segist vera miðjumað-
ur, hefur verið gagnrýndur af and-
stæðingum sínum, einkum vegna
stefnu hans í málefnum innflytjenda
og hælisleitenda.
AUSTURRÍKI
Niðurstaða kosning-
anna kynnt í dag
Kosið Mjótt var á
munum í gær.
Afganska leyniþjónustan segir
Mullah Akhtar Mansour, leiðtoga
talibana í Afganistan, hafa fallið í
drónaárás Bandaríkjahers á bíla-
lest hans í suðvesturhluta Pakist-
ans, við landamæri Afganistans.
Mansour varð leiðtogi talibana í
júlí í fyrra og tók hann við af
Mullah Mohammad Omar, sem féll í
árás bandamanna árið 2013.
„Það var búið að fylgjast náið
með Mansour í nokkurn tíma áður
en gerð var árás þar sem hann var í
bifreið ásamt nokkrum víga-
mönnum,“ hefur AFP eftir afg-
önskum öryggissveitum.
AFGANISTAN
Staðfesta dauða
leiðtoga talibana
Binali Yildirim, samgönguráðherra
Tyrklands og nánum samstarfsmanni
forseta landsins, hefur verið veitt um-
boð til að mynda nýja ríkisstjórn sem
forsætisráðherra eftir að Ahmet
Davutoglu sagði af sér embætti.
Recep Tayyip Erdogan Tyrklands-
forseti veitti Yildirim áðurnefnt um-
boð á fundi í forsetahöllinni eftir að
AKP-flokkurinn hafði kosið hann nýj-
an formann flokksins á landsfundi
sem haldinn var í gær.
Fréttaveita AFP greinir frá því að
Yildirim, sem er sextugur að aldri,
hafi verið sá eini sem bauð sig fram í
formannsembættið á landsfundinum
og hlaut hann alls 1.405 atkvæði frá
þeim 1.470 fulltrúum sem viðstaddir
voru atkvæðagreiðsluna.
Davutoglu tilkynnti afsögn sína
snemma í maí. Ástæðan er sögð sú að
hann njóti ekki lengur stuðnings Er-
dogans forseta, en hann hefur lýst yf-
ir andstöðu við áformum forsetans
um að auka völd forsetaembættisins
með stjórnarskrárbreytingum. Talið
er að Yildirim muni ekki beita sér
gegn þeim.
Yildirim verður
forsætisráðherra
Erdogan forseti veitti umboð í gær
AFP
Handaband Erdogan forseti (t.h.)
og Yildirim í forsetahöllinni í gær.
Rússneskar og sýrlenskar flugsveit-
ir gerðu í gær loftárásir á skotmörk
tengd vígasveitum nærri Aleppo,
stærstu borg Sýrlands. Fréttaveita
AFP greinir frá því að um sé að ræða
mikilvæga birgðaleið, en þetta eru
umfangsmestu loftárásir Rússa frá
því í febrúar síðastliðnum.
„Rússneskar og sýrlenskar orr-
ustuþotur héldu úti minnst 40 árás-
arferðum á veginn Castello,“ hefur
AFP eftir talsmanni mannréttinda-
samtaka þar í landi. Vegur þessi er
sagður mikilvæg birgðaleið fyrir
uppreisnarmenn norðan við borgina.
Í Aleppo er ástandið hins vegar
sagt skelfilegt. Hafa um 300 almenn-
ir borgarar látið þar lífið undanfar-
inn mánuð, en uppreisnarhópar hafa,
samkvæmt AFP, haldið úti linnu-
lausum sprengju- og skotárásum á
þau hverfi sem lúta stjórn hersveita
Bashars al-Assad Sýrlandsforseta.
Vinna ekki með Rússum
Ráðamenn í Moskvu hafa lagt til
sameiginlegar loftárásir Rússa og
Bandaríkjamanna á skotmörk tengd
íslamistum í Sýrlandi. Bandaríkja-
menn útiloka hins vegar slíkt sam-
starf og segja markmið árása Rússa
vera að styrkja stöðu Assads.
Harðar loftárásir
Rússa við Aleppo