Morgunblaðið - 23.05.2016, Side 32

Morgunblaðið - 23.05.2016, Side 32
MÁNUDAGUR 23. MAÍ 144. DAGUR ÁRSINS 2016 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 517 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR. 1. „Hélt ég væri að ruglast“ 2. Ástþór kærir Láru Hönnu 3. Þyrlu hlekktist á á … 4. Ólafur Ólafsson var í þyrlunni »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Á morgun klukkan 16.30 hefst dagskrá með Lenu Gorelik, rúss- nesk-þýskum gestarithöfundi í Reykjavík bókmenntaborg, og Önnu Láru Steindal, höfundi bókarinnar Undir fíkjutré, á Kaffislipp Icelandair Hotel Reykjavík Marina við Mýr- argötu. Konurnar lesa úr verkum sín- um og spjalla um reynslu sína tengda málefnum flóttamanna auk þess sem þær svara spurningum og ræða við gesti. Lena fjallar um dvölina á Íslandi, æskureynslu sína sem flóttamaður í Þýskalandi og sýn á málefni flótta- manna á Íslandi. Anna Lára segir frá bókinni Undir fíkjutré, sem er um erfiðleika hælisleitandans Ibrahem Al Danony Mousa Faraj sem kom til Íslands sem flóttamaður 2002. Ibra- hem ólst upp í Líbíu undir stjórn Gaddafis en flúði það- an í leit að frelsi. Í bókinni er saga hans rakin, ferðin til Íslands og lífið sem tók við hér á landi. Dagskráin fer fram á ensku. Málefni flóttamanna með augum gestsins Á þriðjudag Sunnan 8-15 m/s og rigning, einkum V-lands, en þurrt og bjart veður fyrir norðan og austan. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast NA-til. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s. Dálítil rigning með köflum, fyrst SV-lands, en léttskýjað á NA- og A-landi. Hiti 6 til 14 stig. VEÐUR Nýliðar Víkings Ólafsvík máttu þola sitt fyrsta tap í Pepsi-deildinni á tímabilinu þegar þeir steinlágu fyrir Fjölni, 5:1. Valur burstaði nýliða Þróttar, 4:1, Víkingar gerðu góða ferð til Eyja og lögðu heimamenn, 3:0, og Breiðablik hafði betur í stórleik gærkvöldsins, en liðið bar sigurorð af KR- ingum. Í kvöld eigast Stjarnan og FH við í Garða- bæ. »2-8 Fyrsti tapleikur- inn hjá Ólsurum Louis van Gaal hefur að öllum lík- indum stjórnað Manchester United í síðasta sinn, en fullyrt er að José Mourinho leysi hann af hólmi. Van Gaal kveður þá Manchester-liðið með titli, en liðið varð enskur bikarmeist- ari í 12. sinn með því að vinna Crystal Palace í úrslitaleik á Wembley. »4 Bikarinn bjargar ekki Louis van Gaal Andri Þór Björnsson úr GR og Þórdís Geirsdóttir úr GK fögnuðu sigri á fyrsta stigamóti í Eimskipsmótaröð- inni, en þau báru sigur úr býtum á Egils Gull-mótinu sem fram fór á Strandarvelli á Hellu. Sigur Andra Þórs var mjög öruggur, en hann sigr- aði með sex högga mun. Þórdís hafði hins vegar betur í bráðabana á móti Karen Guðnadóttur. »8 Andri og Þórdís unnu fyrsta stigamótið ÍÞRÓTTIR | 8 SÍÐUR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á  Sviðslistahópnum 16 elskendum hefur verið boðið að taka þátt sem fulltrúar Íslands á Norrænum sviðs- listadögum sem haldnir verða í Fær- eyjum 24.-28. maí nk. Þema sviðs- listadaganna í ár er gagnvirkni - áhorfendaþátttaka og voru 16 elsk- endur því beðnir um að endurvekja sýninguna IKEA-ferðir, sem var síðast sýnd fyrir átta árum og vakti athygli fyrir nýstárlega nálgun á leiklistar- formið, framúrstefnuleg efnistök og fyrir að spá hruni íslenska hagkerfis- ins. 16 elskendur sýna á hátíð í FæreyjumSkúli Halldórsson sh@mbl.is Litríkt var um að litast í kjallara Safnahússins við Hverfisgötu þeg- ar blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðsins litu þar við í gær- dag. Voru þar saman komin börn og foreldrar þeirra til að hanna og búa til sinn eigin flugdreka í svo- kallaðri flugdrekasmiðju. Ef vel var að gáð mátti sjá marga fallega dreka fæðast í hug- um barnanna áður en þeir öðluð- ust líf og fengu að hefja sig á loft í taumi sínum úti í sólskininu. Farsælt samstarf fyrir húsið, börnin og listkennslunema Flugdrekasmiðjan var sú fjórða og síðasta í röð slíkra smiðja, en þær Arite Fricke og Kristín Þóra Guðbjartsdóttir hafa undanfarna mánuði staðið fyrir sams konar smiðjum fyrir börn, ásamt Jó- hönnu Bergmann, safnkennara Þjóðminjasafnsins. Eru smiðjurnar hluti sérstaks samstarfsverkefnis Þjóðminja- safnsins og listkennsludeildar Listaháskóla Íslands, en Arite og Kristín Þóra eru nemendur við deildina. Jóhanna segir samstarfið, sem hófst í byrjun árs, hafa heppnast virkilega vel. „Listkennslunemar fá tækifæri til að spreyta sig, börnin fá góða afþreyingu og kennslu og við fáum góð not fyrir húsnæðið í stað þess að það standi autt,“ segir Jó- hanna. Flugdrekar ekki bara leikföng Þá segir Arite að flugdrekar séu ekki aðeins skemmtileg leikföng. Þannig hafi þeir í gegnum tíðina einnig verið notaðir til fiskveiða, til að knýja áfram báta eða til þess að miðla skilaboðum. Drekar barnanna tóku á loft  Hugmyndirnar öðluðust líf og flugu um loftin blá Morgunblaðið/Ófeigur Blíðviðri Að smiðjunni lokinni lá leið barnanna á Arnarhól, þar sem þau leyfðu hinum litríku drekum að fljúga. Sól- in lék við borgarbúa þennan sunnudag og líklega er vart hægt að óska eftir betra veðri til drekaflugs hér á landi. Leikin Kristín Þóra aðstoðaði börnin við drekasmíðina. Arnarhóll Ætli Ingólfur Arnarson hafi flogið dreka?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.