Morgunblaðið - 28.05.2016, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 28.05.2016, Blaðsíða 13
Morgunblaðið/Styrmir Kári Með kveðju Inga Lára Baldvinsdóttir og samstarfsmenn hennar í myndasafni Þjóðminjasafnsins eiga veg og vanda af uppsetningu sýningarinnar Með kveðju – Myndheimur íslenskra póstkorta. Ólafur Þ. Johnson, annar stofnandi O. Johnson & Kaaber, urðu fyrstir Reykvíkinga til að reyna fyrir sér í póstkortaútgáfu og er ein syrpan á sýningunni úr þeirra ranni. „Við fengum þessa syrpu reyndar að láni frá Landsbókasafni Háskóla- bókasafni,“ upplýsir Inga Lára. „Mörg póstkortanna sendi Ólaf- ur sjálfur með kveðju til Carls. Mér dettur í hug að þeir hafi verið nýbún- ir að fá fyrstu sendinguna frá Þýska- landi þar sem kortin voru prentuð í þá daga og Ólafur væri að sýna Carli fram á margþætt notagildi þeirra. Enda eru mörg póstkortin stimpluð sama daginn árið 1903 og til skiptis með óskum um gleðileg jól eða sum- ar, skilaboðum um að kortabissn- issinn gangi vel, spurningu um hvort Carl ætli ekki að koma á ballið hjá verslunarmannafélaginu og á eitt skrifar Ólafur að hann hyggist koma „cyclandi“ til Hafnarfjarðar,“ segir Inga Lára. Vitnisburður um tíðarandann Hvort tveggja myndirnar á póstkortunum sem og kveðjurnar sem skrifaðar eru á þau eru að sögn Ingu Láru merkilegur vitnisburður um fólk, fréttir og tíðaranda. „Öðrum þræði þjónuðu þau þeim tilgangi að kynna landið fyrir þjóðinni, enda flest prýdd myndum af landslagi, bæjum og sveitum. Póstkort eru fyrsta eiginlega land- kynningin í þeim skilningi að fólk fór að senda hvert öðru póstkort með kveðju og myndum af kannski kenni- leitum í höfuðstaðnum þar sem það bjó, sveitinni sinni eða firðinum. Á þessum tíma var fólk ekki mikið á ferðinni milli landshluta og þótti því gaman að fá myndir frá stöðum sem það hafði ekki komið á. Myndir sem Ólafur Magnússon, ljósmyndari, tók í Öræfum og gaf út í miklu magni nutu til dæmis mikilla vinsælda á fyrri hluta 20. aldar. Fram til 1960 þjónuðu póstkortin fyrst og fremst Íslendingum sjálfum, en upp úr því ferðamönnum í auknum mæli.“ Flestir Íslendingar, eða altént þeir sem komnir eru til vits og ára, hafa trúlega einhvern tímann á æv- inni fengið póstkort. Sjálf var Inga Lára aðeins fimm ára þegar hún fékk sitt fyrsta. „Foreldrar mínir sendu mér kort með teikningu af Tí- volí í Kaupmannahöfn. Þótt ég hefði fengið árskort í Tívolí efast ég um að það hefði glatt mig meira en þetta kort, svo mikill töfraljómi fannst mér yfir því,“ rifjar Inga Lára upp. Fjölbreyttur myndheimur Hún upplýsir að fyrir daga sím- ans hafi Íslendingar ekki aðeins sent póstkort milli landshluta og landa heldur líka stundum skrifað alls kon- ar orðsendingar á póstkort og sent krakka með þau á milli húsa. „Póstkortin þjónuðu afar fjöl- breyttu hlutverki og á þeim eru kveðjur og skilaboð af öllu mögulegu tagi, allt frá lýsingum á leiktækjum á barnaheimilum til fyllerísfrásagna,“ segir hún. „Áherslan á sýningunni er þó fyrst og fremst á þann fjölbreytta og áhugaverða myndheim sem speglast í póstkortunum og jafn- framt að vekja athygli á hvernig póstkort hafa verið vettvangur alls kyns sköpunar í áranna rás. Á sýn- ingunni gefst gestum kostur á að fara gegnum sögu landsins, breyt- ingar og þróun í öllu mögulegu; sam- göngum og menningu, svo fátt eitt sé talið,“ segir hún. Og lætur þess getið að gestum sýningarinnar gefist færi á að senda póstkort til vina og vandamanna frá Myndasal Þjóð- minjasafns Íslands í boði Póstsins. Heybandslest við Eyjafjörð Myndin á kortinu var upp- haflega svart/hvít en lituð áður en hún var gefin út á póstkorti í tengslum við heimssýninguna í New York árið 1939. Frá stríðsárunum Póstkort eftir Ágústu Pétursdóttur Snæland. Fjallkonan Andreas Bloch teiknaði fjallkonuna fyrir norska útgáfu 1905. DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MAÍ 2016 Nánari upplýsingar má finna á landsvirkjun.is/heimsoknir. Til hamingju! Gagarín hefur hlotið gullverðlaun European Design Awards 2016 fyrir stafræna hönnun orkusýningar Landsvirkjunar, Orka til framtíðar, í Ljósafossstöð. Á sýningunni gefst gestum á öllum aldri kostur á að kynnast eðli raforkunnar og hvernig krafti endurnýjanlegra orkugjafa á borð við vatn, jarðvarma og vind er umbreytt í rafmagn. Við þökkum Gagarín og þeim fjölmörgu sem komu að sýningunni fyrir samstarfið og hvetjum fólk á öllum aldri til að líta við í Ljósafossstöð. Sýningin er opin alla daga kl. 10-17.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.