Morgunblaðið - 28.05.2016, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 28.05.2016, Blaðsíða 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MAÍ 2016 ✝ Herdís Erlings-dóttir fæddist á Þorgrímsstöðum í Breiðdal 4. apríl 1926. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Hulduhlíð, Eski- firði, 18. maí 2016. Foreldrar henn- ar voru Erlingur Jónsson, bóndi á Þorgrímsstöðum, f. 1895, d. 1944, og Þórhildur Hjartardóttir, hús- freyja á Þorgrímsstöðum, f. 1897, d. 1992. Systkini Herdísar voru: 1) Þorsteinn, f. 1919, d. 1988, 2) Málfríður, f. 1922, d. 2000, 3) Guðrún Björg, f. 1923, 4) Gunnar, f. 1925, d. 2003, 5) Hlíf- ar, f. 1927, d. 2007, 6) Sigrún, f. 1928, d. 1983, 7) Björg, f. 1930, d. 2008. Þann 18. desember 1947 gift- ist Herdís Sigurði Lárussyni frá Gilsá, f. 23. mars 1921, d. 23. febrúar 2007. Foreldrar hans voru Lárus Kristbjörn Jónsson, búfræðingur og bóndi á Gilsá, f. 1892, d. 1933, og Þorbjörg R. 1977, eru Erla Viktoría, f. 1999, og Elís Alexander, f. 2001. b) Sigrún Erna, f. 1977. Börn Sig- rúnar og Þorsteins Freys Egg- ertssonar, f. 1966, eru Rebekka Rut, f. 2007, og Karlotta Ósk, f. 2009. c) Erlingur Hjörvar, f. 1983, í sambúð með Elenu Björgu Ólafsdóttur, f. 1983. Börn þeirra eru Mikael Aron, f. 2010, og Guðjón Þór, f. 2014. 3) Stefán, f. 1956. 4) Þorgeir, f. 1956. Unnusta Þorgeirs er Berglind Hrafnkels- dóttir, f. 1976. 5) Sólrún Þor- björg, f. 1965, d. 1974. Herdís nam kjólasaum einn vetur á Siglufirði. Hún stundaði síðan nám við Húsmæðraskóla Árnýjar Filipusdóttur í Hvera- gerði veturinn 1947-1948. Her- dís og Sigurður tóku við búi á Gilsá vorið 1948 af Páli bróður Sigurðar. Þau stóðu fyrir bú- skap á Gilsá til ársins 1973 er þau ákváðu að draga sig út úr búskapnum af heilsufarsástæð- um. Herdís og Sigurður bjuggu áfram á Gilsá til ársins 1990 en fluttust þá búferlum í Egilsstaði. Haustið 2013 flutti Herdís á hjúkrunarheimilið Hulduhlíð á Eskifirði þar sem hún bjó til dauðadags. Útför Herdísar fer fram frá Eydalakirkju í dag, 28. maí 2016, klukkan 14. Pálsdóttir, hús- freyja á Gilsá, f. 1885, d. 1978. Börn Herdísar og Sigurð- ar eru: 1) Lárus Hafsteinn, f. 1950. Maki Helga Pálína Harðardóttir, f. 1952. Börn þeirra eru: A) Áslaug, f. 1973, gift Ara Magnúsi Benedikts- syni, f. 1973. Börn Áslaugar eru: a) Andri Fannar Traustason, f. 1992, í sambúð með Sigríði Söndru Benedikts- dóttur, f. 1993. Barn þeirra er Rúnar Örn, f. 2016. b) Oddný Lind Björnsdóttir, f. 1995, í sam- búð með Andra Snæ Þorsteins- syni, f. 1992. c) Rebekka Rán Björnsdóttir, f. 1998. d) Hafrún Katla Aradóttir, f. 2007. Barn Ara Magnúsar er Jóna María, f. 1999. B) Hrafnkell, f. 1977. 2) Erla Þórhildur, f. 1953. Maki: Guðjón Einarsson, f. 1949. Börn þeirra eru: a) Laufey Her- dís, f. 1976, d. 2006. Börn Lauf- eyjar og Hrafnkels Elíssonar, f. Í dag verður til jarðar borin elskuleg tengdamóðir mín, Her- dís Erlingsdóttir, oftast kölluð Dísa. Kynni okkar hófust sumarið 1970 þegar ég kom fyrst í Gilsá sem ung stúlka og þá nýtrúlofuð syni hennar Lárusi. Ég hafði aldrei farið svona langt út á land áður og var þetta mikið ferðalag á þessum tíma frá Akranesi austur á land. Á móti mér tók þessi ynd- islega náttúrufegurð Breiðdals- ins og ekki síður hjartahlýjar móttökur tilvonandi tengdafjöl- skyldu minnar. Aðstæður á Gilsá voru þó erfiðar, Sigurður ekki lengur fær um að sinna bústörf- um, nema að mjög litlu leyti vegna fötlunar, svo öll verk hvíldu á herðum Dísu, Erlu og Þorgeirs. Þegar ákvörðun okkar Lárus- ar var tekin um að flytja aftur austur frá Akureyri og taka við búinu var teikningu nýja íbúðar- hússins breytt svo við gætum bú- ið öll undir sama þaki. Haustið 1972 fluttum við Lárus í Gilsá, ég kona ekki einsömul, og hófum bú- skap. Dísa kenndi mér allt sem ég hef lært um að vera húsmóðir í sveit og miðlaði líka til mín næmni sinni á náttúruna og dýr- in. Dísa hafði mikla reynslu af öll- um tilfallandi störfum við búið bæði útivinnu og innanbæjar- störfum. Við Lárus tókum svo formlega við sauðfjárbúinu á Gilsá 1973 og búum hér enn. Dísa var þessi fórnfúsa og vinnusama kona sem alltaf var tilbúin að rétta hjálparhönd. Stundum fannst mér hún aðeins of hjálpsöm, ef hægt er að segja svo, við að létta undir með mér. En það var af góðum huga gert. Okkar samband var alltaf kær- leiksríkt og einlægt, við rifumst aldrei, það var ekki okkar stíll. Að búa undir sama þaki í 17 ár reynir auðvitað á, en það er spurning hvernig það er meðhöndlað. Haustið 1990 fluttu Herdís og Sigurður í íbúð á Egilsstöðum þar sem þau bjuggu þar til Sigurður þurfti að leggjast inn á sjúkra- deild HSA og dvelja þar síðustu æviár sín. Eftir það bjó Dísa ein í íbúðinni. Siggi og Dísa fengu að reyna mikið um sína ævidaga. Heilsu- leysi knúði ítrekað dyra, bæði hjá þeim sjálfum og börnum þeirra. Barnabörnin nutu kærleika og umhyggju Sigga og Dísu. Áslaug okkar var rúmlega eins árs þegar Sólrún dó og var hún ljós í lífi þeirra þessa erfiðu tíma, svo bættust fleiri barnabörn við næstu árin. Það lék allt í höndum Dísu, hún var myndarleg húsmóðir og mikil handavinnukona. Hún saumaði föt á fjölskylduna og prjónaði fyrr á árum en eftir að fór að létta á heimilishaldi og daglegt líf tók breytingum fór hún að takast á við annars konar handavinnu. Hún prjónaði dúka, bjó til flauelspúða, ýmiss konar útsaum o.fl., allt svo vel og vandlega gert. Hún sat sjaldan auðum höndum. Margir eiga líka góðar minningar um heimsóknir á heimili þeirra hjóna og þær veitingar sem í boði voru. Þær voru rausnarlegar og myndarlega fram bornar. Ég hef svo sannarlega margs að minnast og þakka Dísu. Hún dvaldi á hjúkrunarheimilinu Hulduhlíð á Eskifirði síðustu þrjú árin við kærleiksríka umönnun starfsfólks þar. Á 90 ára afmælisdegi Dísu kom fjölskyldan saman á Hulduhlíð og fagnaði með henni, hún naut þess vel. Fyrsta langalangömmubarn Dísu fæddist þann 18. apríl. Drengur sem fékk á hvítasunnu- dag nafnið Rúnar Örn. Þann 7. maí fékk hún litla drenginn í heimsókn ásamt foreldrum hans. Það var henni dýrmæt stund. Nú ertu farin frá okkur, elsku Dísa mín, en minning þín lifir um ókomna tíð. Hafðu hjartans þökk fyrir okkar samvistir og allt sem þú varst mér. Helga Pálína Harðardóttir. Eftir því sem ég eldist sé ég betur og betur hverslags forrétt- indi það voru að fá að alast upp á heimili þriggja kynslóða. Við systkinin með foreldrum okkar, Herdísi ömmu og Sigurði afa. Sú margbreytilega þekking ólíkra kynslóða sem ég bjó við í upp- vextinum síaðist inn í mig. Þessi stöðuga nálægð við hugsunarhátt og reynslu sprottna af allt öðrum veruleika en ég óx upp í. Við harð- ari lífsbaráttu, færri tækifæri og meiri nægjusemi. Ég bý að þess- ari reynslu og er fyrir vikið þakk- látari og sáttari við lífið og þá möguleika sem það hefur gefið mér. Það var gott að leita til ömmu þegar ég var að alast upp á Gilsá. Hún var alltaf hlý, þolinmóð og eftirlátssöm við okkur systkinin. Kannski um of eftirlátssöm á stundum, líklega meira en við átt- um skilið. Ég var mjög hændur að ömmu og fór snemma að fylgja henni eftir í útiverkunum sem hún sinnti samhliða heimilisstörf- unum. Þó að álagið á henni utan- húss væri minna en áður, þegar ég var að alast upp, sló hún lítið af í þeim efnum meðan hún og afi bjuggu á Gilsá. Amma gekk í verkin hvort sem var innanhúss eða utan enda ósérhlífin og vinnu- söm alla tíð. Það væri hægt að segja frá ömmu í löngu máli en ég læt hér nægja litla sögu sem ég tel að lýsi vel áberandi þáttum í persónu- leika hennar. Fyrir sex árum gekkst ég undir smávægilega skurðaðgerð. Skömmu eftir að- gerðina heimsótti ég ömmu á Eg- ilsstöðum. Hún bjó þá enn í íbúð- inni í Árskógum og sá að mestu um sig sjálf þrátt fyrir að líkam- legir kraftar færu þverrandi og hún yrði að styðjast við göngu- grind. Amma tók hlýlega á móti mér, spurði margs og sýndi mér samúð sem var vel umfram alvar- leika aðgerðarinnar sem ég hafði farið í. Þegar við vorum að kveðj- ast hafði hún orð á því við mig hvort ég ætti ekki erfitt með að beygja mig. Ég játti því en bætti við að það væri ekki vandamál. Engu að síður bauðst hún sam- stundis til að reima á mig skóna. Ég afþakkaði boðið, smeygði mér í skóna, kvaddi ömmu og fór. Á leiðinni heim varð mér hugsað til þess hvað þessi smái atburður sagði margt um hugsunarhátt og persónuleika ömmu. Fyrstu við- brögð hennar voru ávallt að ganga í það sem gera þurfti og að- stoða aðra ef henni sýndist þörf á. Sína eigin líðan og aðstæður lagði hún til hliðar þegar þannig stóð á. Nú er Herdís amma mín fallin frá. Hún náði að verða níræð í síð- asta mánuði. Amma var seiglan holdi klædd. Hún hélt alltaf áfram þrátt fyrir ítrekuð áföll og heilsubresti, bæði sinn eigin og sinna nánustu. Sú hugprýði og festa sem hún og afi sýndu gagn- vart erfiðleikum, og ég bæði upp- lifði og heyrði frásagnir annarra af, voru okkur sem þekktu þau innblástur og hvatning. En nú er samfylgdinni lokið. Ég kveð Dísu ömmu mína með þökk og góðum minningum. Hrafnkell Lárusson. Herdís Erlingsdóttir Látin er afar kær mágkona okkar, Jóna Gunnhildur Her- mannsdóttir, en hún lést eftir erf- ið veikindi á sjúkrahúsi í Svíþjóð hinn 1. mars síðastliðinn. Látum hugann reika aftur til áranna 1958-1960 í Reykjavík og minnumst Jónu frá þeim tíma Jóna Gunnhildur Hermannsdóttir ✝ Jóna fæddist íReykjavík 5. maí 1941. Hún lést á sjúkrahúsi í Sví- þjóð 1. mars 2016. Hún var dóttir hjónanna Sigur- laugar Guðmunds- dóttur og Her- manns Helgasonar vélstjóra. Eftir- lifandi eiginmaður Jónu er Haraldur Árnason og börn hennar eru Heimir, Linda og Arnar. Jóna var jarðsett í Fossvogs- kirkjugarði 4. apríl 2016. sem einnar af blóm- legustu yngismeyj- um borgarinnar. Jóna var afar vel að Guði gerð, tein- rétt og spengileg, það geislaði af henni lífskrafturinn og til- hlökkunin til að tak- ast á við lífið sem blasti við framund- an. Brosið hennar Jónu var heldur engu líkt, það var beinlínis heillandi og svo bjart sem sólin sjálf – og fallegu augun hennar leyndu engu. Hún stundaði fimleika af kappi með fimleikafélaginu Ármanni, var í sýningarhópi afburðanem- enda sem sýndu „Akrobat“-æf- ingar sem voru algjört nýnæmi meðal borgarbúa og buðu upp á sýningaratriði sem krafðist gríð- arlegrar líkamlegrar hæfni og ná- kvæmni. Jóna bjó alla tíð að þeirri leikni sem fimleikarnir í æsku buðu henni, enda stundaði hún alhliða líkamsrækt og æfingar af dugnaði alla tíð síðan. Það duldist engum sem hana leit að þar fór kona sem bar virðingu fyrir musterinu sem líkami okkar er. Haraldur bróðir minn og Jóna fóru að skjóta sig saman og þótti „litla bróður“, mér, það býsna mikil tíðindi. Stóri bróðir var nefnilega í góðum málum. Samt fór það svo, þrátt fyrir fögur fyr- irheit þeirra, að leiðir skildi um stund, eða í heil 19 ár. Svo hittust þau á ný þessar elskur – bæði voru þá fráskilin og varð þá fagn- aðarfundur. Þau tóku upp þráðinn þar sem þau áður höfðu sleppt honum og varð nú ekki aftur snúið. Fyrr en varði gengu þau í heilagt hjóna- band – það var sem í ævintýrinu þegar prinsessan fékk prinsinn sinn og hann hana. Samband þeirra var afar fallegt, þau smullu saman sem hönd og hanski og gekk aldrei í sundur með þeim. Jóna og Haraldur áttu í elskulegu gefandi hjónabandi sem spannaði heil 35 ár. Þau byggðu sér fallegt heimili úti á Álftanesi, fluttu svo heim á gamlar slóðir í 101 í Garða- stræti, þar sem þau bjuggu næstu árin. Þaðan lá leiðin alla leið til Spánar, til Torreviega, en þar hef- ur heimili þeirra staðið síðastliðin 15 ár. Jóna var einmitt manneskjan sem lét draumana rætast og lifði lífinu til fullnustu. Hún var afar ræktarsöm við vini sína, fjöl- skyldu og vandamenn, stundaði vináttuna eins og best verður á kosið. Var sífellt og alltaf gefandi, enda vinmörg og vinsæl með af- brigðum. Vinirnir góðu, Haraldur bróðir og fjölskyldan standa nú eftir með söknuð í hjarta og minn- ast hennar Jónu. Þar býr enda fjársjóður sem lengi mun endast. Það mun því reynast ykkur huggun harmi gegn – það var svo gott að eiga hana. Nú þegar að leiðarlokum er komið viljum við Sigrún og fjöl- skylda okkar þakka Jónu fyrir samfylgdina og samverustundirn- ar. Við minnumst hennar með virðingu, söknuði og af ást. Megi góður Guð styrkja ykkur í sorginni. Sigrún og Bjarni. Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐLAUG ÁGÚSTA HANNESDÓTTIR, Þorragötu 9, Reykjavík, lést á Landspítalanum Fossvogi 23. maí. Útför hennar fer fram frá Áskirkju föstudaginn 3. júní klukkan 13. . Jón Sigurðsson, Una Eyþórsdóttir, Hannes Sigurðsson, Sesselja Guðmundsdóttir, Albert Páll Sigurðsson, Rannveig Sigurðardóttir, Ólöf Guðrún Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna fráfalls elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SIGURÐAR KETILS GUNNARSSONAR, Hellulandi 8, Reykjavík, sem lést 7. maí. Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunarheimilinu Mörk fyrir frábæra umönnun og þjónustu. . Sigríður Theodóra Guðmundsdóttir, Guðríður Sigurðardóttir, Gunnar Sigurðsson, Gerður Harpa Kjartansd., Sigurður Grétar Sigurðss., Anna Elísabet Gestsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar og bróðir, ÖRN RAGNAR MOTZFELDT bifvélavirki, Trige, Danmörku, lést á heimili sínu þann 24. apríl. Hann verður jarðsunginn frá Háteigskirkju föstudaginn 3. júní kl. 13. Allir velkomnir. . María G. Arnardóttir Ásdís Ýr Arnardóttir Martin Örn Arnarson Theódóra Ragnarsdóttir Atli Ísleifur Ragnarsson Soffía Ragnarsdóttir Hildur S. Ragnarsdóttir Ástkær eiginkona, móðir og tengdamóðir, GUNNHILDUR FREYJA THEODÓRSDÓTTIR sjúkraliði, Ásgarði 15, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðjudaginn 24. maí. Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju miðvikudaginn 1. júní kl. 13. . Jóhann Sigfússon, Sólrún Ösp Jóhannsdóttir, Jeppe Ask Dobel, Díana Sjöfn Jóhannsdóttir, Sigfús Jóhannsson. Ástkær eiginmaður minn, ÞÓRIR S. HERSVEINSSON, lést þann 14. maí síðastliðinn á Landspítalanum. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Þakka auðsýnda samúð og hlýju. . Guðbjörg Ármannsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.