Morgunblaðið - 28.05.2016, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 28.05.2016, Blaðsíða 31
UMRÆÐAN 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MAÍ 2016 YOUR TIME IS NOW. MAKE A STATEMENT WITH EVERY SECOND. Pontos Day/Date Sígild en engu að síður nútímaleg hönnun sem sýnir það allra nauðsynlegasta. Áreiðanlegt sjálfvindu úrverk sem sýnir vikudaga og dagsetningu. Einfalt og stílhreint úr sem sendir skýr skilaboð. jonogoskar.is Sími 5524910 Laugavegi 6 1 Kringlan Smáralind Ármúli 8 | 108 Reykjavík | Sími 821 4400 | www.hbfasteignir.is VESTURGATA 55, (SIGVALDAHÚS) 101 REYKJAVÍK - 2ja herb. 49,4 fm - 3. hæð ( er í raun 2.hæð ) - Suður svalir - Nýtt gólfefni í stofu og herb. - Rólegur staður - Dýrahald leyft VERÐ 26,9 MILLJ. Hrafnhildur Bridde Löggiltur fasteignasali hrafnhildur@hbfasteignir.is Eitt af því sem fyllir mig stolti yfir að vera Íslendingur er sá dugnaður og náungakærleikur sem einkennir íslenskt samfélag. Til þess að lifa af í harðbýlu landi þarf ekki aðeins getu og vilja til að bjarga sér, heldur líka nægilega um- hyggju og samhug til að aðstoða þá sem þurfa hjálp til lengri eða skemmri tíma. Tækniframfarir, frá rafmagns- ljósi til snjallsíma, og vaxandi vel- megun sem endurspeglast í meiri efnislegum gæðum en áður tíðkuðust, valda því að þjóðin hefur það að mörgu leyti betra nú en á árum áður. Ég velti því þó fyrir mér hvort ann- ars konar gæði hafi tapast við þessar framfarir. Foreldrar mínir brýndu fyrir mér dugnað og náunga- kærleika þegar ég var barn. Pabbi missti for- eldra sína ungur og ólst upp við erfiðar aðstæður þar sem hann þurfti umfram allt að treysta á eigin getu. Mér var kennt að það skipti máli að vera dugleg, standa á eigin fótum og vera ekki upp á aðra komin. Þannig myndi ég öðl- ast sjálfstæði og skapa verðmæti sem nýttust bæði mér og sam- félaginu. Mamma mín var meðal fyrstu þroskaþjálfa á Íslandi og barðist ötullega fyrir sjálfstæðri búsetu þroskaskertra og mögu- leikum þeirra til að stunda vinnu. Ég lærði snemma að láta mig vel- ferð annarra varða. Við fáum ekki öll sömu vöggugjafir, en allir eiga að fá tækifæri til að njóta sín á eigin verðleikum. Ég velti því stundum fyrir mér hvaða áhrif efnahagslegar og tæknilegar framfarir hafa haft á verðmætamat okkar. Í seinni tíð virðist mælikvarðinn á velgengni snúast fyrst og fremst um enda- lausan eltingaleik við hagvöxt og hagnað. Hvers vegna eru þeim greidd miklu hærri laun sem sjá um að passa peninga heldur en þeim sem sjá um menntun barnanna okkar eða þjóna eldri borgurum? Er ekki ástæða til að staldra við og velta fyrir sér for- gangsröðun okkar? Síðustu ár ævi sinnar starfaði pabbi minn sem húsvörður á Sunnuhlíð, heimili eldri borgara í Kópavogi. Stuttu áður en hann lést bað hann mig að muna eftir þeim sem hafa skilað sínu ævi- starfi. Það hef ég einsett mér að gera, því ekki einungis hefur sú kynslóð skilað með dugnaði verð- mætum til samfélagsins, hún hef- ur einnig kennt okkur það sem skiptir mestu máli í lífinu, að sýna náungakærleik og vera þakklát. Mér finnst miklu máli skipta að standa vörð um þær góðu dyggðir sem einkennt hafa íslenskt sam- félag. Á sama tíma og við tökum á móti framförum og breytingum með opnum hug eigum við að hafa hugfast að engin efnisleg gæði koma í stað samskipta, stuðnings og manngæsku. Þannig sköpum við heilbrigt samfélag sem skapar góð uppvaxtarskilyrði fyrir börnin okkar og virðing er borin fyrir einstaklingum af öllum kynslóðum. Í þá gömlu góðu daga Eftir Höllu Tómasdóttur Halla Tómasdóttir »Er ekki ástæða til að staldra við og velta fyrir sér forgangsröðun okkar? Höfundur er forsetaframbjóðandi. Umræða er í gangi um þau forsjár- og um- gengnismál þar sem börn hafna samvist við annað foreldri sitt. Í slíkum málum geta deil- ur orðið mjög harðvít- ugar. Nú er unnið að því að koma á lögum til að geta dæmt og refsað sem sakamönnum þeim foreldrum sem þessi börn óska sér að vera hjá. Það er umhugsunarvert. Harðar deilur foreldra í fjölskyld- um þar sem börn neita að fara í um- gengni fá mun meiri athygli en aðrar deilur eða sættir foreldra. Umræðan um hörðu deilurnar verður stundum hástemmd og áróðurskennd, og hvorki rökleg né lausnamiðuð. Auð- velt er að espa upp illindin í þessum fjölskyldum með óvarkárum eða fljót- færnislegum afskiptum, eins og þegar menn gefa sér fyrir fram þá skýringu að annað foreldrið eigi sökina. Miklu erfiðara er að sefa deilurnar og hjálpa þessum fjölskyldum að leysa þær. Að baki hverju máli er áralöng saga. Þar hafa þróast margþætt tilfinn- ingatengsl, flókin samskipti og ólík ábyrgð. Stundum getur skapast í fjöl- skyldum óvenjuleg pattstaða, þar sem meðlimir eiga hver sinn þátt en þó mismunandi. Mismunandi ástæður eru fyrir því þegar börn neita að hitta eða umgang- ast annað foreldri sitt. Því er það villa að skýra þessa hegðun barnanna ein- faldlega með því að foreldrið sem þau vilja vera hjá beri sök. Margt hefur þarna áhrif, m.a. persónueiginleikar og framkoma foreldra, umönn- unarhæfni þeirra, geðtengslamyndun barna og ekki síst íþyngjandi áhrif af langvarandi togstreitu milli foreldra. Þessi börn búa við flókið samspil kvíða og reiði, og stundum hatur og hefnigirni. Þau eru undir miklu álagi, hafa orðið vitni að heiftarlegum rifr- ildum og stundum verið þátttakendur í átökum sinna nánustu. Lítið er vitað um hagi þessara barna hérlendis. Í umræðum hefur óljós ímynd verið sköpuð af foreldrum, aðallega mæðr- um, sem meint er að reyni allt til að slíta tengsl barna sinna við hina for- eldrana aðallega feður. Óundirbyggð hugtök eins og mæðraveldi, for- eldrafirring, tálmun eða útskúfun eru sett fram. Talað er um geðbilun, vonsku, brotavilja eða kvenrembu. Þeir foreldrar sem börn hafna sam- vistum við eru skilgreindir sem þol- endur afbrota hinna foreldranna. Á bak við þessa óljósu ímynd eru engar rannsóknir hérlendis, en þetta styðst við úrelta kenningu um foreldrafirr- ingu. Sú kenning féll sérstaklega vegna fordóma um geðbilun og sök sem í henni fólust. Eftir að hafa verið lengi í miðju harðra deilna foreldra sinna sjá sum börn sér þann kost vænstan að neita að fara í um- gengni. Þegar svo langt er komið er orðin veru- leg hætta á því að börn- in hljóti sálarmein, ef það hefur þá ekki þegar gerst. Því getur verið um sjálfsbjargarvið- leitni að ræða þegar börn bregðast svona við. Stundum kemur slík harðneitun barna báð- um foreldrum á óvart. Börn eru ekki viljalaus hlutur sem foreldrar geta óendanlega lengi skipt með sér út frá misskildum eignarrétti eða óviðeigandi hugmyndum um jafn- rétti, heldur eru þau hugsandi verur með sitt eigið líf. Það vill stundum gleymast í deilunum. Þó svo að jafn- rétti gildi um foreldra almennt á það ekki við undantekningalaust og bestu hagsmunir barna ganga fyrir. Engin tvö þessara hörðu mála eru eins. Hvert og eitt þeirra krefst sér- stakrar athugunar og varfærni í nálg- un. Hafa ber í huga rétt barna til að tjá sig og virða rétt þeirra til að taka afstöðu ef því er að skipta. Til þess að börn geti tjáð hug sinn þarf að vinna traust þeirra, hlusta vel og leggja sig fram við að skilja þau. Einnig þarf að taka tillit til aldurs þeirra og þroska. Stundum fá börn nóg af hörðum deil- um foreldranna eða finna fyrir von- leysi um að sátt og friður geti náðst. Hvað skal gera þegar barn neitar að fara til annars foreldris síns? Taka þau með lögregluvaldi, segja sumir. Refsa því foreldri sem „tálmar“ segja aðrir. Hvort tveggja hefur verið reynt og með skelfilegum afleiðingum, t.d. sjálfsvígum. Svonefnd tálmun er miklu vandasamara fyrirbrigði í fjöl- skyldum en sumir vilja vera láta. Grunnhyggin og óvarleg inngrip gera sannarlega illt verra. Að mörgu er að hyggja og gæta að ætli menn sér að leysa þessi vand- meðförnu mál. Á þeim er engin ein- föld lausn. Þetta eru snúnustu, hörð- ustu og fyrirferðarmestu forsjár- og umgengnisdeilurnar en þó lítill hluti af heild þeirra. Illa gengur að sætta þessi mál. Þeim lýkur yfirleitt ekki þó að úrskurðað sé eða dæmt. Stundum virðist sem deilurnar haldi sífellt áfram sama hvað er gert. Hörðu málin eru ekki dæmigerð fyrir forsjár- og umgengnismál yfir- leitt. Langflest spursmál um börn, s.s. um búsetu, uppeldi, samvistir og fleira, leysa foreldrar sjálfir sín á milli. Sum deiluefni leysa þeir með aðstoð sáttamanna á einkastofum eða í sér- fræðiráðgjöf sýslumanna. Restin leys- ist yfirleitt með úrskurðum hjá sýslu- fulltrúum eða hjá dómstólum með dómi eða dómsátt. Fyrir héraðsdóm- stólum voru sætt 66% forsjármála á árunum 2006-2010 og fyrir Héraðs- dómi Reykjaness voru sætt 87% for- sjármála á árunum 2002-2005. Þannig leysast deilur um börn yfirleitt. Við getum rétt ímyndað okkur hvernig ástandið í þjóðfélaginu væri annars. Börn sem hafna samvist við foreldri Eftir Gunnar Hrafn Birgisson » Auðvelt er að espa upp illindin í þessum fjölskyldum með óvar- kárum eða fljótfærnis- legum afskiptum Gunnar Hrafn Birgisson Höfundur er sálfræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.