Morgunblaðið - 28.05.2016, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 28.05.2016, Blaðsíða 47
Þann 28. maí kl. 15:00 opna lista- konurnar Sólborg Matthíasdóttir ljósmyndari og Sigríður R. Krist- jánsdóttir kvikmyndagerðarkona sýningu í Listasal Mosfellsbæjar. Á sýningunni sem ber yfirskrift- ina Hugarró, beita listakonurnar ólíkum aðferðum til að tjá raun- veruleikann en eru í raun að lýsa sömu tilfinningum; leið þeirra beggja liggur á sama áfangastað- inn ... Hugarró. Samkvæmt fréttatilkynningu þá ólst Sólborg upp í Mosfellsbæ. Hún- unir sér vel úti í náttúrunni og fer mikið út fyrir borgina til þess að vera ein með dýrunum. Sigríður er aftur á móti kvik- myndagerðarkona. Hún hefur alla tíð haldið dagbók, ljósmyndað, skissað og safnað heimildum um það sem gerist í kringum hana. Á árunum 2008- 2009 tók hún sjálfsmyndir nánast daglega. Þessi ár voru erfiður tími í hennar lífi og myndirnar eru vitn- isburður um þær grímur sem hún setti upp til þess að komast í gegn- um þau. Ljósmyndir í listasal Sjálfsmynd Ein mynda Sigríðar. MENNING 47 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MAÍ 2016 Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Frá og með deginum í dag, laug- ardeginum 28. maí, mun Hverfis- gallerí sýna verk Kristins E. Hrafnssonar. Stálskúlptúr Hverfisgallerí kynnir með ánægju aðra einkasýningu Kristins E. Hrafnssonar hjá galleríinu. Sýningin dreg- ur heiti sitt af lykilverki sýning- arinnar sem er stór og mikill stálskúlptúr sem samanstendur af tveimur átt- ungum úr kúlu. Í verkum Kristins má greina heim- spekilegan þráð og vangaveltur um rúm og tíma, hreyfingu, afstæði og tungumál. Samband listaverksins við vettvanginn List hans fjallar um manninn og skilning hans á umhverfi sínu og hvernig náttúran mótar sýn hans og samskipti. Samband listaverksins við vettvanginn er mikilvægur þátt- ur í verkum hans, en á ferli sínum hefur Kristinn gert fjölda umhverf- isverka, ýmist einn eða í samvinnu með öðrum. Verk hans er að finna í öllum helstu listasöfnum á Íslandi sem og í opinberum söfnum og einkasöfnum. Kristinn býr og starfar í Reykjavík Eitthvað um heiminn Sæll Kristinn, ég er ekki búinn að sjá öll verkin á sýningunni en þetta sem maður sér af ljósmyndum sem fylgja fréttatilkynningunni er svolít- ið skrýtið, maður áttar sig ekki á því hvert þú ert að fara? Já. Ég sem myndlistarmaður vinn við að gera það sem hefur ekki verið gert áður. Þessi verk eru ekki mynd af heiminum, heldur eitthvað um heim- inn. Við höfum veröldina og svo hugs- um við um hana og hvar við erum stödd í heiminum. Þessi verk mín undanfarin ár hafa snúist um þetta og þessi sýning gengur út á það. Það var síðan einhver yfirlitssýn- ing á verkum þínum í einhverjum bankanum um daginn? „Jú. Ég opnaði sýningu í Arion banka, það eru einhver fimmtíu verk eftir mig þar. Já, þeir hafa verið með þannig prógramm, sýnt verk eftir lifandi sem látna. Þetta er fínt prógramm hjá þeim, ég er montinn að hafa lent í þeirri grúppu. Þetta er opið á bankatíma og menn geta farið um húsið og séð þetta. En þetta er mun minni sýning hjá okkur í dag. Það er einn hlunkur í miðjunni, annars eru þetta smá verk.“ Viltu bæta einhverju við svona að lokum, enhverju sem þér finnst vanta í viðtalið? „Jú, jú, eigum við ekki að tala um pólitík?“ Já, nei, nei. Þetta er fínt. Ég hlakka til að koma á sýninguna á morgun. „Ok. Þú ert velkominn eins og aðrir.“ Skilningur og umhverfi Á skjön Verk Kristins eru ekki allra. Þau koma eins og Derrida til manns. Kristinn E. Hrafnsson  Kristinn E. Hrafnsson opnar sýningu í Hverfisgalleríi Laugardaginn 28. maí verður myndlistarsýning Jónu Hlífar Hall- dórsdóttur, Óljós þrá, opnuð klukk- an 14 í Grafíksalnum að Tryggva- götu 17 (snýr að höfninni). Á sýningunni verða sýnd ný verk unn- in á árunum 2015 og 2016. Í forgrunni verða textaverk og skúlptúrar byggð á ýmsum minnum um tímann og veðrið. Unnið er með brot úr textum með aðferðum og hugmyndum sem eru kunnugleg frá nýlegum sýningum Jónu Hlífar. Nýir efniviðir verða í forgrunni og samspil texta, efnis og áferðar mynda margradda frásögn um var- anleikann, breytileikann og spennuna milli stóru myndarinnar og þess hversdagslega og einfalda. Jóna Hlíf hefur starfað og sýnt verk sín hér heima og erlendis en allar upplýsingar um starfsemi hennar á liðnum árum eru fáan- legar á vefsíðu hennar. Samhliða listsköpun starfar Jóna Hlíf sem formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna og er stunda- kennari hjá Myndlistarskólanum á Akureyri og Listaháskóla Íslands. Sýningin mun standa til og með 12. júní – opið verður laugardaga og sunnudaga frá kl. 14 til 17. Rússneskur? Úr sýningunni: „þetta nafn, ég er alveg að finna það: eitthvað nafn sem ég er að reyna að muna. ég er með það á tungubroddinum, ég man að hann gaf út bækur við lok 19. aldar eða í upphafi 20. aldar, og svo var hann bæði með sítt hár og skegg á silfurgrárri mynd. þetta var minnir mig rússneskt ljóðskáld, ekki samt þessir frægu, hann birtist mér óvænt í gúggli um daginn en ég bara get ekki munað hvað hann heitir. ég hefði viljað kvóta hann, en ég finn hann ekki aftur, finn hann ekki, ekki þetta nafn, hef bara þessa mynd sem situr í hausnum á mér.“ Myndbrot úr lífi Á sýningu Eitt af verkum Jónu Hlífar á sýningunni sem opnuð verður í dag.  Jóna Hlíf opnar myndlistarsýningu Tónlistarmennirnir KK og Magnús Eiríksson halda tónleika í kvöld kl. 22 á Café Rosenberg. Þeir hafa starf- að saman með hléum í 40 ár eða allt frá því KK sótti um og fékk vinnu í Hljóðfæraverslunni Rín við Frakka- stíg árið 1976. Í kvöld spila þeir og syngja lög úr lagasafni hvor annars auk sameiginlegra laga sem þeir krydda með skemmtilegum frásögn- um. KK og Maggi á Rosenberg Félagar Maggi og KK á góðri stund. Bergsteinn Björgúlfsson og Ólafur Darri Ólafsson hafa samið við Vil- borgu Davíðs- dóttur rithöfund um gerð hand- rits og kvik- myndar eftir skáldsögu henn- ar Hrafninum. Kvikmyndamiðstöð Íslands hefur veitt Köggli sf., fyrirtæki Berg- steins, styrk til handritsskrifa og er hann þegar byrjaður á verkinu, segir í tilkynningu. Hrafninn kom út árið 2005 hjá Máli og menningu og var Vilborg tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir bók- ina. Bergsteinn er kvikmyndatöku- stjóri og segist hann ekki hafa losn- að við Hrafninn úr höfðinu frá því hann las bókina árið 2010 og þótt hún eiga erindi á hvíta tjaldið. „Svo þegar ég sýndi Ólafi Darra hana og hann hvatti mig til að gera þetta bara sjálfur þá ákvað ég að slá til og hann mun framleiða með mér,“ er haft eftir Bergsteini í tilkynn- ingu. Ólafur Darri er með vinsæl- ustu leikurum þjóðarinnar og hefur hann einnig komið að framleiðslu margra verkefna, m.a. kvik- myndanna Börn, Foreldrar og Sveitabrúðkaup. Hrafninn gerist á Grænlandi um miðja 15. öld og seg- ir frá ungri inúítakonu, Naaju, og Íslendingnum Mikjáli frá Eystri- byggð. Leiðir þeirra liggja saman eftir að Naaja er rekin í útlegð og bjargar lífi Mikjáls þegar ísbjörn ræðst á hann og félaga hans. Hrafninn verður að kvikmynd Vilborg Davíðsdóttir 5511200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | midasala@leikhusid.is Í hjarta Hróa hattar (Stóra sviðið) Lau 28/5 kl. 19:30 76.sýn Lau 4/6 kl. 19:30 78.sýn Lau 11/6 kl. 15:00 aukasýn Sun 29/5 kl. 19:30 77.sýn Sun 5/6 kl. 19:30 79.sýn Lau 11/6 kl. 19:30 Lokasýn Sýningum lýkur í vor! Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 1/6 kl. 19:30 Ný sýning í hverri viku - Ekkert ákveðið fyrirfram! Mugison (Kassinn) Lau 28/5 kl. 20:30 Fim 9/6 kl. 20:30 Sun 19/6 kl. 20:30 Sun 29/5 kl. 20:30 Fös 10/6 kl. 20:30 Fim 23/6 kl. 20:30 Fim 2/6 kl. 20:30 Sun 12/6 kl. 20:30 Fös 24/6 kl. 20:30 Fös 3/6 kl. 20:30 Fim 16/6 kl. 20:30 Lau 25/6 kl. 20:30 Lau 4/6 kl. 20:30 Fös 17/6 kl. 20:30 Sun 26/6 kl. 20:30 Sun 5/6 kl. 20:30 Lau 18/6 kl. 20:30 Miðasala á mugison.com Play (Stóra sviðið) Þri 31/5 kl. 19:30 Listahátíð í Reykjavík Ekkert að óttast (Kassinn) Lau 4/6 kl. 19:30 Áhugaleiksýning ársins! DAVID FARR AUGLÝSING ÁRSINS –★★★★ – M.G. Fbl. MAMMA MIA! (Stóra sviðið) Lau 28/5 kl. 20:00 Fös 10/6 kl. 20:00 Lau 25/6 kl. 20:00 Sun 29/5 kl. 20:00 Lau 11/6 kl. 20:00 Sun 26/6 kl. 20:00 Þri 31/5 kl. 20:00 Sun 12/6 kl. 20:00 Fös 9/9 kl. 20:00 Mið 1/6 kl. 20:00 Mið 15/6 kl. 20:00 Lau 10/9 kl. 20:00 Fim 2/6 kl. 20:00 Fim 16/6 kl. 20:00 Sun 11/9 kl. 20:00 Fös 3/6 kl. 20:00 Lau 18/6 kl. 20:00 Fös 16/9 kl. 20:00 Lau 4/6 kl. 20:00 Sun 19/6 kl. 20:00 Lau 17/9 kl. 20:00 Sun 5/6 kl. 20:00 Þri 21/6 kl. 20:00 Sun 18/9 kl. 20:00 Þri 7/6 kl. 20:00 Mið 22/6 kl. 20:00 Fös 23/9 kl. 20:00 Mið 8/6 kl. 20:00 Fim 23/6 kl. 20:00 Lau 24/9 kl. 20:00 Fim 9/6 kl. 20:00 Fös 24/6 kl. 20:00 Uppselt út leikárið! Sýningar haustsins komnar í sölu. Auglýsing ársins (Nýja sviðið) Sun 29/5 kl. 20:00 síð sýn. Ærslafullur og andstyggilegur gleðileikur eftir Tyrfing Tyrfingsson Njála (Stóra sviðið) Fim 29/9 kl. 20:00 Mið 5/10 kl. 20:00 Kenneth Máni (Litla sviðið) Lau 28/5 kl. 20:00 Síð sýn. Allra síðasta sýning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.