Morgunblaðið - 28.05.2016, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.05.2016, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 2 8. M A Í 2 0 1 6 Stofnað 1913  123. tölublað  104. árgangur  VERK SEM ENDURSPEGLA LÍFRÍKIÐ PÓSTKORTIN FYRSTA LAND- KYNNINGIN ÞJÓÐMINJASAFNIÐ 12HAFNARHÚS 46 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Yfirvinnubann og veikindi flugum- ferðarstjóra hafa haft áhrif á 3.000 ferðir flugvéla á milli Evrópu og Am- eríku. Samkvæmt útreikningum Isavia hefur þetta valdið alþjóðlegu flugfélögunum aukakostnaði vegna meiri brennslu eldsneytis sem nem- ur eitthvað á annan milljarð króna. Kostnaðurinn stafar af því að vél- arnar þurfa að fara óhagkvæmari flugleiðir, að sögn Guðna Sigurðs- sonar, upplýsingafulltrúa Isavia. Þegar flugumferðarstjóri í flug- stjórnarmiðstöðinni veikist þarf að draga úr umferð um íslenska flug- stjórnarsvæðið. Vélum sem ætla að fara syðst um svæðið er beint suður fyrir, inn í það skoska. Ekki hefur verið metinn kostnað- ur við veikindi í flugturnunum á Keflavíkurflugvelli og Reykjavíkur- flugvelli, að sögn Guðna. Flugfélögin sem hingað fljúga verða fyrir ein- hverjum kostnaði og farþegarnir verða fyrir óþægindum. Aðgerðirnar bitna ekki mikið fjár- hagslega á Isavia. „Isavia verður fyrir álitshnekki hjá alþjóðlegu flug- félögunum. Þau fá verri þjónustu,“ segir Guðni. Hann bendir á að ís- lenska ríkið hafi skuldbundið sig til að veita örugga, hagkvæma og óslitna þjónustu. Öryggi sé tryggt en hagkvæmni minnki. Áhrif á 3.000 flugferðir  Yfirvinnubann og veikindi flugumferðarstjóra hafa kostað flugfélögin sem fljúga yfir Atlantshaf eitthvað á annan milljarð króna vegna óhagkvæmari flugleiða MÓttast að þjónustan »6 Yfirvinnubann » Ríkissáttasemjari hefur boð- að til sáttafundar á þriðjudag. » Yfirvinnubann flugumferð- arstjóra hefur staðið frá 6. apríl. » Flugleiðsöguþjónustan skap- ar 300 störf og 5,6 milljarða króna í gjaldeyri. Kristófer Már Maronsson, formaður Stúdentaráðs, segir að frumvarp Ill- uga Gunnarssonar menntamálaráð- herra um heildarendurskoðun laga um Lánasjóð íslenskra námsmanna líti við fyrstu sýn út fyrir að bjóða upp á mun betri kjör en núverandi kerfi gerir. Frumvarpið var sam- þykkt á fundum þingflokka ríkis- stjórnarflokkanna í vikunni og verð- ur lagt fyrir þingið eftir helgi. Verði frumvarpið að lögum munu námsmenn í fullu námi geta fengið 65 þúsund krónur í beinan styrk á mánuði. Að sögn menntamálaráð- herra er um að ræða grundvallar- breytingu á námsaðstoð ríkisins og er hún að norrænni fyrirmynd. Einnig er lagt upp með að há- skólanemendur eigi möguleika á að lækka endurgreiðsluna um helming fyrstu fimm árin eftir kaup á sínu fyrsta íbúðarhúsnæði. „Við fyrstu sýn lítur út fyrir að það ákvæði hjálpi fólki að komast í gegnum greiðslu- mat og þar af leiðandi að borga af íbúðinni sinni fyrstu fimm árin, vegna þess að það er ekki að borga námslánin á meðan. Við fögnum því að ráðherra setji fram frumvarp þar sem hugsað er til þess sem gerist eft- ir nám.“ »2 Styrkur til náms- manna Morgunblaðið/Rósa Braga Illugi Gunnarsson Nýtt frumvarp um LÍN er að norrænni fyrirmynd.  Auðveldara verður að kaupa fyrstu íbúð Vorið er svo sannarlega komið þegar nýstúd- entar setja upp hvítu húfurnar. Menntaskólinn í Reykjavík útskrifaði í gær stúdenta frá skól- anum í 170. sinn. Athöfnin fór fram í Háskólabíói og alls voru brautskráðir 206 stúdentar, 92 pilt- ar og 114 stúlkur. Venju samkvæmt stillti út- skriftarhópurinn sér upp í tröppum við aðal- byggingu Háskóla Íslands að athöfn lokinni, áður en haldið var út í framtíðina. 206 stúdentar horfa björtum augum til framtíðar Morgunblaðið/Árni Sæberg  „Það eru engir staðlar aðrir en nefið á okkur,“ segir Stefán Gunnar Thors, sviðsstjóri um- hverfis- og skipu- lagssviðs hjá VSÓ ráðgjöf. Hefur verk- fræðistofunni verið fengið það verkefni að skipa starfshóp sem mun meta árangur lyktarstjórn- unar í kjölfar stækkunar fiskþurrk- unar HB Granda á Akranesi sem nú hefur verið samþykkt í bæjarstjórn. Efti því sem Morgunblaðið kemst næst verður þetta í í fyrsta skipti sem reynt verður að staðla mat á styrk lyktar. »11 Munu þefa uppi lykt af fiskþurrkun HB Stefán Gunnar Thors  Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðn- aðar- og viðskiptaráðherra, telur að ívilnanir, sem þeir sem bjóði upp á heimagistingu fái, réttlæti tak- markanir sem lagðar eru til í frum- varpi um heimagistingu um 90 daga hámarksfjölda gistinátta og tekjuhámark vegna heimagist- ingar. „Við erum að lækka kröfur um t.d. rekstrar- og heilbrigð- isleyfi, og það frelsi verður að vera háð einhverjum takmörkunum til þess að það komi ekki niður á þeim sem eru í samkeppninni,“ segir Ragnheiður Elín. Í umsögn hús- næðisleigufyrirtækisins Airbnb um frumvarpið segir að 90 daga árshá- mark geti leitt til þess að þeir sem bjóði heimagistingu sjái sér ekki hag í því að halda framboðinu áfram. Er lagt til að hámarkið verði þess í stað 120 dagar. Fyrirtækið fagnar þó viðurkenningunni sem felst í fyrirhugaðri löggjöf. »11 Ragnheiður Elín telur að ívilnanir réttlæti takmarkanir á heimagistingu Morgunblaðið/Eggert Gisting Þúsundir gistirýma eru í boði í heimagistingu, 13% eru með tilskilin leyfi.  „Ég held að maður muni ekki gera sér grein fyrir því hversu stórt ævintýri þetta verður, fyrr en á staðinn verður komið,“ segir Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði ís- lenska karlalandsliðsins í knatt- spyrnu, um lokamót Evrópukeppn- innar í viðtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins. „Við höfum tekið þátt í ýmsum mótum en ég er viss um að þetta verður ekki í líkingu við neitt sem við höfum gert áður. Umtalið um keppnina er mikið og örygg- isgæslan verður svakaleg, ekki síst vegna hörmunganna í Frakklandi fyrir nokkrum mánuðum,“ heldur fyrirliðinn áfram. Hann segir Evrópukeppnina stóran sýningarglugga og aldrei að vita hvað gerist að henni lokinni. Hann á tvö ár eftir af samningi við Cardiff en segist stefna að því að komast í stærra lið » . Evrópumótið í Frakklandi verður ekki í líkingu við neitt sem við höfum gert áður Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Leiðtogi Aron Einar Gunnarsson fer fyrir íslenska landsliðinu á Evrópumótinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.