Morgunblaðið - 28.05.2016, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.05.2016, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MAÍ 2016 ÚR BÆJARLÍFINU Karl Sigurgeirsson Hvammstanga Mikil aukning ferðafólks hefur verið í héraðinu og ferðamenn verið á svæð- inu í allan vetur. Merkja má þessa aukningu á að smáhýsin í Kirkju- hvammi voru nánast fullsetin frá í mars og fram á vor. Sífellt bætast gistimöguleikar í flóruna, og nú er Brimill, selaskoðunarbáturinn, kom- inn úr vetrarfríi, og gestir í Gallerí Bardúsu, Selasetur Íslands, veitinga- húsin Sjávarborg og Hlaðan lífga mjög upp á mannlífið. Stundum eru fleiri viðskiptavinir í kaupfélaginu af erlendu bergi brotnir en heimamenn.    Sauðburði er að ljúka hjá bænd- um, gróður að taka við sér, og ekki virðist kal í túnum að neinu marki. Vonir eru um gott laxveiðisumar, en margar góðar laxveiðár í héraðinu. Að sögn Þorsteins Helgasonar, for- manns Veiðifélags Miðfirðinga, er hann bjartsýnn um ástand Miðfjarð- arár, einkum eftir afar gott ástand á seiðauppeldi í ánni, sem mælt var s.l. haust af Bjarna Jónssyni fiskifræð- ingi. Miðfjarðará varð efst veiðiáa sl. sumar, af þeim sem teljast byggja á sjálfbærum laxastofni. Veiði hefst í ánni 15. júní.    Mikið úrval var hér í menningu á síðvetri. Rokkóperan Jesus Christ Superstar sló algjörlega í gegn, upp- selt á sex sýningar og hefðu ýmsir viljað fá þær fleiri. Var þessi uppsetn- ing aðstandendum hennar til mikils sóma í hvívetna.    Öflugt kórastarf var hér í vetur. Karlakórinn Lóuþrælar, með nýjum stjórnanda, Daníel Geir Sigurðssyni, hélt vortónleika, auk söngferða í Dali, til Reykjavíkur og Blönduóss. Lillu- kórinn hélt tónleika 30. apríl á Hvammstanga og daginn eftir í Þor- lákshöfn. Þar stefndur í stafni Ingi- björg Pálsdóttir, Lilla. Æfir hún kór- inn þótt komin sé á níræðisaldur, en sonarsonur hennar, Sigurður Helgi Oddsson, stjórnar og leikur á píanó. Kór eldriborgara söng við messu á uppstigningardag, og hafði þá fyrr haldið tónleika, undir stjórn Ólafs E. Rúnarssonar. Kirkjukór Hvamms- tanga hélt stóra sönghátíð við Hvíta- sunnudagsmessu, auk þess að bjóða kirkjugestum í kaffi í lok vetrar- starfsins. Kórstjóri er Pálína Fanney Skúladóttir.    Gærurnar – nytjamarkaður, er markaður fyrir notaða muni en hópur kvenna stendur fyrir rekstrinum. Fá þær gefins ótrúlegt magn af notuðum vörum sem íbúar svæðisins láta af hendi. Gærunafnið kom til þar sem markaðurinn var fyrst í gamla gæru- kjallara sláturhúss KVH, en nú er markaðurinn í gamla sláturhúsi Sig. Pálmasonar kaupmanns. Öll innkoma gengur til góðra málefna í héraði, og munar þar oft um minna. Þetta er hið mesta „þarfaþing“.    Húsnæði Byggðasafns Húnvetn- inga og Strandamanna að Reykjum í Hrútafirði hefur fengið andlitslyft- ingu utan dyra, en nemendur í 5. og 6. bekk Grunnskóla Húnaþings vestra hafa skreytt veggi safnsins. Mynd- irnar eru tengdar sögu og kennileit- um í Húnaþingi vestra, en það hafa krakkarnir verið að vinna með nú í vetur hjá Guðrúnu Ósk Steinbjörns- dóttur, kennara sínum. Má þar m.a. sjá Vísur Vatnsenda-Rósu og ýmis myndverk. Nýr forstöðumaður hefur verið ráðinn til safnsins, Benjamín Kristinsson, smiður og kunnur hleðslumaður, nú búsettur á Laug- arbakka.    Börn úr Skólabúðum, sem reknar eru á Reykjaskóla, koma jafnan í Byggðasafnið til að fræðast um forna þjóðhætti. Einnig fara þau í heim- sókn á sauðfjárbú að Bjargi í Miðfirði og fræðast um „sveit og sögu“. Karl B. Örvarsson skólabúðastjóri segir aðsókn að búðunum í góðu jafnvægi. Um 3.000 börn alls staðar af landinu koma á þessari vertíð og er nánast fullbókað á þeirri næstu, sem hefst í ágústlok. Ferðamenn fleiri í kaupfélaginu Morgunblaðið/Karl Sigurgeirsson Kirkjuhvammur Smáhúsin eru afar vinsæl meðal erlendra ferðamanna. Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Gallerí Fold stendur fyrir tvöföldu málverkauppboði dagana 30. og 31. maí næstkomandi. Þetta er síðasta uppboð vetrarins hjá galleríinu. Uppboðin verða haldin í Gallerí Fold við Rauðarárstíg í Reykjavík og hefjast kl. 18 báða dagana. Óvenjumörg afbragðsverk hafa borist galleríinu undanfarnar vikur og því var ákveðið að hafa þennan háttinn á, samkvæmt upplýsingum frá Fold. Alls verða boðin upp 134 verk og er markaðsvirði þeirra sam- tals 88 milljónir króna. „Þetta er með glæsilegustu uppboðum sem við höfum staðið fyrir og líklega eitt það besta, ef miðað er við gæði verka, frá því 2012 þegar við buðum upp málverkasafn Sparisjóðs Reykjavíkur,“ segir Jóhann Ágúst Hansen, listmunasali og sérfræðingur hjá Gallerí Fold. Mörg verkin koma úr búum þjóðþekktra einstaklinga og eru ansi merkileg og ekki eitthvað sem býðst á mark- aði á hverjum degi, segir Jóhann Ágúst. Verkin koma fyrir sjónir almennings í fáa daga Verkin koma m.a. úr dánarbúum en flest frá fólki sem er að minnka við sig húsnæði. „Svona uppboðssýningar eru alveg einstakar. Á þeim eru sýnd listaverk sem hafa hangið inn á einkaheimilum í áratugi og koma nú fyrir sjónir almennings í nokkra daga áður en þau eru seld og fara aftur inn á heimili fjarri sjónum þorra fólks næstu áratugina. Alvöru safnarar og þeir sem hafa áhuga á ís- lenskri list ættu ekki að láta þetta tækifæri framhjá sér fara,“ segir Jóhann Ágúst. Óvenjumörg verk gömlu meistaranna verða boðin upp, t.d. 12 verk eftir Jóhannes S. Kjarval og fimm eftir Ásgrím Jónsson. Þá verða boðin upp fimm verk eftir Þorvald Skúlason, svo dæmi séu nefnd. Þó að boðinn sé upp fjöldi stórra verka gömlu meistaranna eru einnig boðin upp ódýrari verk inni á milli. Meðal fágætra verka sem eru á uppboðinu má nefna vatnslitamynd eftir Ásgrím Jónsson af Gunnari á Hlíðar- enda og Kolskeggi bróður hans. Um þessa mynd er til skemmtileg saga, að sögn Jóhanns Ágústs. „Þannig var það árið 1903 að Ásgrímur sækir um 600 króna styrk til Alþingis til tveggja ára til að komast í nám. Með beiðni sinni sendi hann nokkur málverk og þar á meðal verk sem sýnir Gunnar á Hlíðarenda kveðja bróður sinn, Kol- skegg á Markarfljótsaurum. Þegar þingmenn komu saman til að virða fyrir sér málverkið bendir einn á að sér sýnist hestur Gunnars vera beislislaus og þannig maður væri ekki líklegur til frama. Tekið var undir það að þetta væri mikill ljóður á ráði þessa unga listamanns og leit ekki út fyrir að þingmenn myndu samþykkja styrkveitinguna. Það var svo Hermann Jónasson sem benti á að hér kæmi listamaðurinn ungi einmitt með skýringu á afturhvarfi Gunnars. Þá sættust þingmenn og afgreiddu styrkinn.“ Þá ber að nefna stórt málverk af sjómönnum á línu- veiðum eftir Gunnlaug Scheving, metið á 5-6 milljónir. Verk af því tagi hefur ekki komið í sölu síðan árið 2012 og var þá slegið á tæpar níu milljónir króna. Tólf verk eru eftir Jóhannes Kjarval, allt frá smá- myndum á pappír upp í stór olíuverk. stærsta verkið „Hlustað á hörpuna“ er metið á 4-5 milljónir. Verk eftir Louisu Matthíasdóttur af Akrafjalli, Skarðsheiði og Esj- unni með hest í forgrunni er metið á 6-7 milljónir. Sýning verkanna er hafin í Gallerí Fold og stendur fram á mánudag. Þá má einnig sjá verkin á myndlist.is. Uppboðssalurinn tekur 140 í sæti og það hefur nokkrum sinnum komið fyrir að hann yfirfyllist, segir Jóhann Ágúst. Fólk þarf því að koma tímanlega. Meistarar á uppboði  Gallerí Fold heldur tvöfalt uppboð  134 myndverk verða boðin upp  Markaðsvirðið samtals 88 milljónir Mynd Ásgríms Gunnar kveður bróður sinn Kolskegg. Skúli Halldórsson sh@mbl.is Hjúkrunarfræðingar munu í aukn- um mæli koma að eftirliti þeirra sem lokið hafa meðferð við brjósta- krabbameini. Þetta kemur fram í bréfi sem viðkomandi einstaklingar fengu sent í pósti í síðustu viku. Breytingarnar hafa vakið ugg hjá fjölda þeirra sem gjarnan vilja halda áfram samskiptum við þann lækni sem sá um meðferðina. Sigrún Lillie Magnúsdóttir, for- stöðumaður ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins, segir óvissu hafa fylgt þessum áformum, sem aukið geti á vanlíðan margra þeirra sem málið snertir. „Þess vegna höfum við ákveðið að boða til fundar á þriðjudag, þar sem breytingarnar verða kynntar í sam- starfi við krabbameinslækninga- deildina og Brjóstaheill – Samhjálp kvenna,“ segir Sigrún. Sex mánuðir að 13 mánuðum Mikill biðtími hefur einkennt eftir- litið undanfarin ár. Dæmi eru um að 13 mánaða bið sé eftir svokölluðu sex mánaða eftirliti. Sigrún segist því telja að breytingarnar geti komið til góða. „Það er mikilvægt að konur fái eftirlit sem virkar og er öruggt.“ Gunnar Bjarni Ragnarsson, yfir- læknir lyflækninga krabbameina á Landspítalanum, segir breytingun- um ætlað að bæta þjónustuna. „Hún hefur verið ófullnægjandi allt of lengi,“ segir Gunnar. „Fólk sem greinst hefur með brjóstakrabbamein hefur margsinn- is þurft að bíða lengi eftir endur- komu til eftirlits, eða eftirmeðferðar, og við erum mjög ósátt við ástandið eins og það er.“ Enn á þó eftir að útfæra nánar að hversu miklu leyti hjúkrunarfræð- ingar sjái um eftirlitið. „Þeir eru þjálfaðir í að meta hve- nær eigi að hafa samband við lækni og fara eftir ákveðnum gátlistum,“ segir Gunnar og bendir á að þetta sé í samræmi við það sem gert sé í öðr- um löndum við svipaðar aðstæður. Læknum fækkað um helming Gunnar rekur þjónustuskortinn fyrst og fremst til fækkunar krabba- meinslækna hér á landi. „Þeir sem eftir standa geta ekki sinnt þessu í sama mæli og hægt var áður fyrr. Við höfum sett meðferðina sjálfa í forgang, þar sem hún er sá hluti vinnu okkar sem krefst mest sérhæfingar okkar, og til að tryggja það að fólk fái meðferð.“ Að sögn Gunnars eru í kringum níu krabbameinslæknar starfandi á Landspítalanum. Ekki eru þó allir í 100% starfi á þeirri deild. „Frá því rétt fyrir hrun, þegar við vorum sem flestir, hefur líklega fækkað um helming í okkar röðum.“ Unnið er að því núna að ráða fleiri krabbameinslækna til starfa. „Það hefur verið erfitt að fá lækna aftur til landsins en þetta er einmitt hluti af því að gera starfsumhverfi krabbameinslækna hér á landi eftir- sóttara, og heimkomuna þar með fýsilegri.“ Breytingar vekja ugg  Læknar eru ósáttir við ástandið GARÐYRKJUSTÖÐ INGIBJARGAR Hveragerði Garðyrkjustöð Ingibjargar, ein veglegasta garðyrkjustöð landsins, staðsett á 10.000m2 svæði í Hveragerði er til sölu. Í ræktun stöðvarinnar nú og í sölu er mikið úval af garðplöntum; sumarblómum, fjölærum plöntum, runnum, trjáplöntum og matjurtum. Einnig framleiðir Garðyrkjustöð Ingibjargar og flytur inn pottaplöntur fyrir smásölu og heildsölu. Tryggir viðskiptavinir. Velta hefur verið stöðugt vaxandi og hagnaður góður. Kröftug starfsemi allt árið. Hér er um að ræða skemmtilegt og óvenjulegt tækifæri með mikla möguleika. Nánari upplýsingar veitir Brynhildur Bergþórsdóttir, brynhildur@kontakt.is H a u ku r 0 5 .1 6 Til sölu:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.