Morgunblaðið - 28.05.2016, Side 14

Morgunblaðið - 28.05.2016, Side 14
BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Makríll veiddur í Norðaustur-Atl- antshafi hefur fengið MSC-vottun, en þar sem Ísland er ekki aðili að samningi um makrílveiðar fá afurðir frá ís- lenskum fyrir- tækjum ekki þessa vottun. Vottunin vekur nokkra athygli í ljósi þess að sjálfbærni er ein af grunnforsend- um vottunar, en í ár er útlit fyrir meiri makrílafla en nokkru sinni áður og að hann geti orðið 64% umfram ráðgjöf Alþjóða hafrannsóknaráðsins, ICES. Gengur ekki gegn langtímamarkmiðum Gísli Gíslason, svæðisstjóri MSC fyrir Ísland, Færeyjar og Græn- land, segir að MSC haldi úti staðli um sjálfbærar veiðar, viðhaldi hon- um og kynni. Vottun samkvæmt MSC-staðli sé framkvæmd af fag- giltri vottunarstofu og matsferlið sé opið þar sem hagsmunaaðilar geti komið með athugasemdir. Niður- staðan í þessu matsferli sé að vott- unin gangi ekki gegn langtíma- markmiðum MSC-vottunar enda sé staða makrílstofnsins óneitanlega mjög sterk. Við ákvörðun um vottun sé tekið tillit til margra þátta við veiðarnar og í heildina sé niðurstaðan sú að vottun samrýmist lágmarkskröfum. Gísli segir að í samkomulaginu um vottun nú felist að strandríkjasam- komulagi allra veiðiþjóðanna verði komið á innan fjögurra ára. Þar sé verk að vinna og miklir hagsmunir í húfi því að kröfur um alþjóðlega vottun aukist stöðugt. Einnig sé stefnt að því að ná heildarveiðinni niður í vísindalega ráðgjöf. Telja sanngjarnan hlut vera tæplega 85% Makrílveiðar í NA-Atlantshafi voru áður vottaðar, en vottunin var afturkölluð árið 2012 í ljósi að- stæðna. Þá voru deilur um makríl- veiðar í hámarki og strandríkin ósammála um skiptingu aflans. Samkomulag um stjórn makrílveiða náðist á milli ESB, Noregs og Fær- eyja í mars 2014, en Ísland stendur utan þess samkomulags. Þegar árið 2012 hófst barátta stórra og smárra fyrirtækja í Nor- egi og löndum Evrópusambandsins, með tilstyrk stjórnvalda, fyrir því að endurheimta vottanir á ný. Sett- ur var á laggirnar svokallaður MINSA-hópur og markmiðið var að aðilar ynnu saman að því að öðlast eitt MSC-skírteini. Nú eiga útgerð- ir um 700 skipa í ellefu löndum að- ild að hópnum, þ.e. Skotlandi, Eng- landi, Norður-Írlandi, Noregi, Svíþjóð, Hollandi, Danmörku, Þýskalandi, Frakklandi, Írlandi og Litháen. Frá því að MSC-vottun var inn- kölluð hafa Evrópusambandið, Nor- Samið verði innan fjögurra ára  Veiðar ESB og Norðmanna á makríl MSC-vottaðar  Heildarafli á makríl gæti í ár farið 64% umfram ráðgjöf  Margir þættir lagðir til grundvallar við vottun Ljósmynd/Viðar Sigurðsson Á makrílmiðunum Margir sækja í makrílinn og ekki hefur ríkt sátt um veiðarnar síðustu árin. Gísli Gíslason 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MAÍ 2016 Sumarsýning Porsche í dag Mögnuðustu sportbílar landsins eru komnir í sumarbúning! Morgunsólin dansar á glansandi húddinu og þú upplifir sanna ökugleði. Það er ekkert sem jafnast á við ferðalag í Porsche á fallegum sumardegi á Íslandi. Við ætlum að framkalla þá tilfinningu á Sumarsýningu Porshe í dag og höfum flutt inn sérstaklega nokkra glænýja ofurjeppa og sportbíla frá Porsche af því tilefni. MSC (Marine Stewardship Co- uncil) er stærst alþjóðlegra vottunarkerfa, viðurkennt um allan heim og veitir greiðari að- gang að mörkuðum. Grunnhug- myndin er að virkja markaðinn til að kalla eftir sjálfbærni fisk- stofna og þannig stuðla að því að stöðva ofveiði og rányrkju á heimshöfunum. Fleiri kerfi eru við lýði og mörg þeirra tengd landauppruna, eins og Iceland Responsible Fisheries. Íslendingar eru með um 1,3% af veiði á villtum fiski í heim- inum, en með um 6-7% af MSC- vottuðum lönduðum afla. Nú eru átta fiskstofnar sem veiðast við Ísland vottaðir af MSC, þ.e. þorskur, ýsa, ufsi, gullkarfi, langa, grásleppa, og báðir síld- arstofnarnir. Loðnustofninn fór í vikunni í aðalmat og 18 fisk- stofnar eru í frummati eða for- athugun. Almennt skora íslenskar veið- ar, eins t.d. á þorski, vel í MSC- kerfinu. Fiskveiðar ólíkra þjóða á margvíslegum tegundum hafa hlotið 281 vottun samkvæmt MSC-staðli. Aðeins 27 þeirra hafa staðist mat án nokkurra skilyrða og er íslenski þorsk- urinn ein af þeim. Þorskurinn skorar hátt MSC UM ALLAN HEIM

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.