Morgunblaðið - 28.05.2016, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 28.05.2016, Blaðsíða 44
44 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MAÍ 2016 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það er engin ástæða fyrir þig að bæta á þig annarra áhyggjum. Ekki gera það. Gættu þess samt að ganga ekki of langt því það kann að hafa afdrifaríkar afleiðingar. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú ert í trúgjörnum stellingum. Nýlegt framtak af þinni hálfu hefur alla burði til þess að vaxa þér yfir höfuð og yfirtaka líf þitt. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú þarft að láta vinnuna ganga fyrir öllu öðru svo þér takist að ljúka við þau verk- efni sem fyrir liggja. Annars áttu á hættu að allt fari úrskeiðis. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Hver einasta breyting í lífinu þarf ekki að gerast af djúpum og þýðingarmiklum ástæðum. Málið er ekki hversu mörg stefnu- mót þú ferð á, heldur hversu mörg stefnumót „hafa“ þig sem þátttakanda. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú ert full/ur af krafti og iðar í skinninu eftir að koma öllu því í verk sem hefur verið á biðlistanum. Eitthvað á eftir að koma þér á óvart en láttu það ekki trufla þig. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þetta er góður tími til að gera áætlanir varðandi starfsframa þinn. Reyndu að sjá hvað þú átt sameiginlegt með öðrum. Hristu af þér slenið og vertu vinnusamur og jákvæð- ur. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú þarft ekkert að setja upp hundshaus þótt ekki séu allir sammála því sem þú segir. Hrútur og tvíburi eru upplagðir félagar í æv- intýri helgarinnar. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú hefur smekk heimsmannsins, og vilt njóta fagurra hluta með öðrum. Gerðu eitthvað eitt sem þú hefur lofað sjálfri/ sjálfum þér upp á síðkastið. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Lausnirnar sem leiða til betra lífs eru augljósar, svo augljósar að þú gætir hafa misst af þeim. Notaðu ástríðuna þína. Gleymdu samt ekki að þakka þeim sem öllu ræður. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú ert í miðju verkefni. Gyrtu þig í brók og safnaðu fyrst upplýsingum um hlut- ina en taktu svo ákvarðanir á grundvelli stað- reynda. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það er mikil hætta á einhvers kon- ar valdabaráttu í dag. Leggðu staðreyndir á borðið eins og þær blasa við þér. Ekki of- hugsa aðstæðurnar. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það eru margar leiðir til að finna rétta svarið; líttu á allar hindranir sem tækifæri. Hvað varð um öll áramótaheitin? Síðasta gáta var sem endranæreftir Guðmund Arnfinnsson: Blóðugur er bardaginn. Besti ávinningur. Vogun er hann, vinur minn. Við hann sunginn bragurinn. Helgi R. Einarsson kom með lausnina: Handalögmál, lán í keppni, lukkan vegur salt, söngvadansar. Sérstök heppni, slagur botnar allt. Síðan hélt hann áfram: „Síbyljan gengur stundum fram af manni! Tónlistina tel ég vera tilfinningaundur. Örfá verk af öðrum bera, annað misjafnt glundur.“ Og loks segir Helgi að nú sé ferð- inni heitið í sauðburð til Vopna- fjarðar. Því varð þetta til: Íslensku ærnar þær bera. Bændur á túnin sín bera. Sulta skal ber í september. Litlir menn lát’á sér bera. Hér kemur skýring Guðmundar: Slagur berst um víðan völl. Vinningur er slagur. Slag við tökum einatt öll. Oft við slag er bragur. Síðan bætir Guðmundur við limru: Hann Ólafur er nú hættur, en ýmsum finnst skaðinn bættur, fyrst kom það á daginn, að djarfur í slaginn er Morgunblaðs ritstjórinn mættur. Og loks er það gátan, – hún er auðveld segir Guðmundur: Í hug mér kemur hestakofi. Hafður undir styttu sá. Altari í heiðnu hofi. Hrossum einatt gefið á. Svör verða að berast eigi síðar en á miðvikudagskvöld. Páll Imsland heilsaði leirliði í gróanda eftir langþráða rigningu. Kvað Málfríður mærin á Teigi: Mikið er gott að ég segi hér allt um það og hvernig bar að, annars ég auðvitað þegi. Sigrún Haraldsdóttir orti: Færleikur hans fórst á mel. Fangans slóðir röktu englar Verndar, allir vel yfir honum vöktu. Gömul vísa í lokin. Drengur drukknaði í Ísafjarðardjúpi og kom til konu í draumi: Ágætlega um mig fer um Ægis lönd að sveima. Dröfn og Alda dilla mér í djúpinu á ég heima. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Látum slag standa Í klípu ANNAÐ BROT GOSA. eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÞETTA ER BARA LÍTILRÆÐI TIL ÞESS AÐ FAGNA FIMMHUNDRAÐASTA ÖKUTÍMANUM ÞÍNUM.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að fara frá „tíma fyrir mig“ yfir í „tíma fyrir okkur“. ÞETTA ER ÞRIÐJI BJÓRINN ÞINN… KIIIIIIIISS MMMM. AÐ KYSSA EINHVERN BLESS ER FRÁBÆRT! EKKI LÁTA MIG SLÁ ÞIG UTAN UNDIR… ÞÚ HEFUR Á RÉTTU AÐ STANDA! TAKK FYRIR AÐ MINNA MIG Á! ÉG LOFAÐI HELGU AÐ ÉG MYNDI EKKI LYFTA MEIR EN TVEIMUR KRÚSUM AÐ VÖRUM MÉR! FÆRÐU MÉR RÖR… ÖKUSKÓLINN Nei, ég hef aldrei verið kærður fyrir meinsæri. Það bregst ekki að í hvert sinn semVíkverji fer með bílinn í skoðun tekur hjartað kipp og kaldur sviti sprettur fram. Hann óttast mikið að fá endurskoðunarmiða á bílinn með tilheyrandi kostnaði. Víkverji fór hoppandi kátur út af skoðunarstöð- inni í gær glaður inn í helgina. x x x Drossían fékk fínustu ummæliskoðunarkonunnar, sem sagði glaðbeitt „hann lifir alla vega eitt ár í viðbót“. Það sem þetta gladdi hjarta Víkverja var hreint ótrúlegt. Eign- lega vandræðalega mikið. x x x Skoðunarkonan indæla bætti þvíeinnig við að allt væri í lukk- unnar velstandi og svo góðu að bíll- inn ætti jafnvel nokkur góð ár eftir ef vel yrði hugsað um hann. Víkverji tók þetta til sín og til stendur að þrífa drossíuna og dúlla við á alla kanta. Víkverji leggur áherslu á að „til standi“ en það er ekki þar með sagt að það verði að veruleika því að Víkverji þekkir sinn innri mann og bílaþrif eru ekki endi- lega hátt á blaði hjá honum. x x x En annars þykir Víkverja samtdýru verði keypt að skoða bílinn. Og aðbúnaðurinn fyrir ökumanninn að hinkra eftir að bíllinn er mældur sundur og saman er til algjörrar fyrirmyndar, sem hlýtur að vera inn í verðinu. Kaffi og kex og frítt net. En Víkverji spyr sig samt stund- um að því, hvað er að því að bíða bara hreinlega? Ekki eyða tíma í að drekka kaffi, éta eða að skoða alla netmiðlana. Heldur bara bíða. Hvað er að því að hreinlega bíða og horfa á skoðunarmennina að störfum? x x x Núvitund – að vera í núinu – tröll-ríður öllu um þessar mundir og í þeim fræðum á maður t.d. að vera í biðröð og ekkert annað á meðan á því stendur. Ekki að einblína á það sem maður ætlar að gera eftir að biðinni lýkur. Heldur bara að bíða í röðinni. Að fara með bílinn í skoðun er tilval- inn vettvangur til þess að æfa sig í núvitund. Ekki svo að skilja að Vík- verja hafi tekist það. víkverji@mbl.is Víkverji Annaðhvort er tréð gott og ávöxturinn góður eða tréð vont og ávöxturinn vondur. Því af ávextinum þekkist tréð. (Matt. 12:33) Stærsta uppboð ársins · Óvenju margar perlur gömlu meistaranna mánudaginn 30. maí, kl. 18 og þriðjudaginn 31. maí, kl. 18 Listmunauppboð í Gallerí Fold Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is Forsýning á verkunum laugardag til þriðjudags laugardag kl. 11–17, sunnudag kl. 12–17, mánudag kl. 10–17, þriðjudag kl. 10–17 Jóhannes S. Kjarval Þorvaldur Skúlason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.