Morgunblaðið - 28.05.2016, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.05.2016, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MAÍ 2016 Sigríður Andersen færði skatt-lagningu á bifreiðaeigendur í tal á Alþingi í fyrradag og gagnrýndi hve flóknar reglur gilda um skatta og gjöld og hve háar álögurnar eru. Hún benti á að vöru- gjöld á bíla gætu farið upp í 65% og ofan á það legðist 24% virð- isaukaskattur. Sam- tals þýðir þetta að bíll- inn tvöfaldast í verði við þessar miklu álög- ur, sem er auðvitað yfirgengileg skatt- lagning.    Sigríður lagði til aðsameina alla vörugjaldsflokkana bæði fyrir bíla og elds- neyti, til að einfalda og draga úr neyslustýringu, enda væri hún misheppnuð, til dæmis í tilviki díselbíla sem nú væri hyglað án þess að góð rök væru fyrir því.    Jákvætt er að fjármálaráðherra tókundir það að flækjustigið í álagn- ingu á bíla og eldsneyti væri orðið of hátt, auk þess sem hann benti á að misræmi í skattlagningu væri skað- legt og ýtti undir undanskot.    Þá sagðist hann hafa sett á fótstarfshóp um þessa skattlagn- ingu fyrr á árinu sem ætti að skila tillögum um mitt sumar.    Það er ágætt, en hættan er sú aðvinstri stjórnin, sem ekki er ólíklegt að taki við í haust, er ekki líkleg til að nýta þá vinnu til að lækka skatta.    Einsetji núverandi ríkisstjórn sérað klára þetta mál, og þá vænt- anlega í leiðinni kjörtímabilið, geta bifreiðaeigendur hins vegar gert sér einhverjar vonir um að álögur verði ekki aðeins jafnaðar út heldur einnig lækkaðar. Sigríður Andersen Ofurskattlagning á bifreiðaeigendur STAKSTEINAR Bjarni Benediktsson ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18, mánudaga - föstudaga 11-18:30 Crocker-stóllmeð örmum. Nælonband í sessu og baki. 14.900 kr. Nú 9.900 kr. 9.900 SPARAÐU 5.000 FÁÐU ÞÉR SÆTI Veður víða um heim 27.5., kl. 18.00Reykjavík 8 rigning Bolungarvík 10 rigning Akureyri 12 alskýjað Nuuk 5 heiðskírt Þórshöfn 9 heiðskírt Ósló 20 heiðskírt Kaupmannahöfn 19 heiðskírt Stokkhólmur 11 rigning Helsinki 18 heiðskírt Lúxemborg 20 rigning Brussel 22 léttskýjað Dublin 13 skýjað Glasgow 12 þoka London 19 léttskýjað París 23 rigning Amsterdam 20 léttskýjað Hamborg 18 skýjað Berlín 20 skýjað Vín 23 þrumuveður Moskva 24 léttskýjað Algarve 22 léttskýjað Madríd 25 léttskýjað Barcelona 22 léttskýjað Mallorca 23 heiðskírt Róm 27 heiðskírt Aþena 27 rigning Winnipeg 15 alskýjað Montreal 22 alskýjað New York 19 skýjað Chicago 23 rigning Orlando 28 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 28. maí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:32 23:20 ÍSAFJÖRÐUR 2:56 24:05 SIGLUFJÖRÐUR 2:37 23:50 DJÚPIVOGUR 2:52 22:58 Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Fyrr í vikunni var samþykkt í bæjarstjórn Akra- nesbæjar að heimila stækkun fiskþurrkunar HB Granda í bænum. Eins og fram hefur komið hefur málið verið umdeilt í bæjarfélaginu þar sem sumum bæjarbúa hefur fundist óhófleg lyktarmengun af starfseminni sem er starfrækt á svokölluðu Breið- arsvæði. Í frétt á vef Akranesbæjar kemur fram að lagðir hafi verið fram þrír undirskriftalistar við meðferð málsins. Einn frá Betra Akranes með nöfnum 520 einstaklinga en þar er tillögunni mót- mælt, listi með nöfnum 74 einstaklinga sem ekki eiga lögheimili á Akranesi en þar er tillögunni einn- ig mótmælt og listi með undirskriftum 767 einstak- linga þar sem lýst er stuðningi við tillöguna og upp- byggingaráform HB Granda. Í deiliskipulags- tillögunni er gert ráð fyrir að sameina for- og eftirþurrkun HB Granda undir einu þaki. Í fyrsta áfanga framkvæmdanna er stefnt að því að bæta við eftirþurrkunarhúsi við núverandi forþurrkunarhús. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að heimilt verði að byggja ný hús á lóðinni, fjær íbúabyggð, fyrir starf- semi fiskþurrkunar í tveimur áföngum. „Óheimilt er að veita byggingarleyfi fyrir öðrum áfanga nema tekist hafi að tryggja viðunandi grenndaráhrif í áfanga 1 samkvæmt þeim viðmiðunum á lyktar- skynmati sem fyrirtækið hefur sett sér. HB Grandi skilaði skýrslu með mati á umhverfisáhrifum með skipulagstillögunni og er þar gerð ítarleg grein fyr- ir áformum fyrirtækisins og aðgerðum til að lág- marka lyktarmengun og mæla, samkvæmt ákveðnum viðmiðunum í lyktarskynmati, árangur aðgerða félagsins,“ segir í fréttinni. Fullreynt eftir tvö ár Í minnisblaði sem Vilhjálmur Vilhjálmsson, for- stjóri HB Granda, lagði fyrir bæjarstjórn kemur fram að ekki sé ætlun að reka fiskþurrkun áfram á Akranesi ef markmið um lágmörkun óþæginda vegna lyktar nást ekki. ,,Það er erfitt að segja hve- nær fullreynt er. Ég myndi halda að ef ekki sæist til sólar hvað það varðar til að mynda tveim árum eftir að hvor áfangi um sig verður tekin í notkun gæti það talist fullreynt,“ segir Vilhjálmur í bréfi sínu. Fjórir bæjarfulltrúar sátu hjá við afgreiðslu deili- skipulagsins, en það eru þau Ingibjörg Pálmadóttir, (B) Valdís Eyjólfsdóttir, (D) Valgarður Lyngdal Jónsson (S) og Vilborg Þórunn Guðbjartsdóttir (Æ). Í bókun frá þeim segir m.a. að þrátt fyrir góðan vilja HB Granda til að taka á vandanum og yfirlýs- ingu Vilhjálms, þá ,,verði það ekki fljóttekin eða auð- veld ákvörðun eftir hundruð milljóna króna fjárfest- ingu,“ að láta af fiskþurrkuninni. Því væri betra að finna henni nýjan stað.  Verður fjær íbúabyggð  Lágmarka þarf lyktina Fiskþurrkun Stækkun fiskþurrkunar er umdeild en var samþykkt í bæjarstjórn Akranesbæjar. Fiskþurrkunin mun stækka Settur verður á fót lyktarmats- hópur sem hefur það verkefni að meta þá lykt sem verður af starf- semi fiskþurrkuninnar. VSÓ ráð- gjöf hefur það verkefni að meta lyktina og skipa í starfshóp. „Það eru engir staðlar aðrir en nefið á okkur,“ segir Stefán Gunnar Thors, sviðsstjóri umhverfis- og skipu- lagssviðs hjá VSÓ ráðgjöf. Eftir því sem Morgunblaðið kemst næst er þetta í fyrsta skipti á Íslandi sem fólk verður í starfi við að meta lykt. „Hópurinn fær ákveðna þjálfun, þannig að ákveð- inni aðferð verði fylgt, og hann mun gefa einkunn. Þjálfunin mun snúa að því að meta hvað kemur frá þurrkuninni og hvað kemur frá öðru,“ segir Stefán. Að sögn hans verða Heilbrigðiseftirlitð og Matís með í ráðum til að gæta hlutleysis. Í vinnu við að meta lyktina FÁ LYKTARÞJÁLFUN Akranes Settur verður á fót starfshópur sem á að meta lykt frá fiskþurrkuninni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.