Morgunblaðið - 28.05.2016, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 28.05.2016, Blaðsíða 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MAÍ 2016 ✝ Halldór Gunn-laugsson fæddist 14. janúar 1920 í Klaufa- brekknakoti í Svarfaðardal. Henn lést á dval- arheimilinu Dalbæ á Dalvík 22. maí 2016. Hann var sonur hjónanna Gunn- laugs Jónssonar og Hólmfríðar Björnsdóttur. Hann var næstyngstur níu systkina og eru þau öll látin. Halldór fluttist rúmlega árs- gamall með foreldrum í Skeggjabrekku í Ólafsfirði. Þar voru þau í sjö ár og fluttu þá í Hornbrekku í Ólafsfirði það fór hann í útgerð ásamt öðrum og áttu þeir bátinn Margréti Jónsdóttur EA15. Þegar útgerðartímabilinu lauk réðst hann sem lögreglu- maður á Dalvík og gegndi því starfi í 20 ár þar til hann fór á eftirlaun. Halldór kvæntist Snjólaugu Valdimarsdóttur 25. desember 1942 í Vallarkirkju. Fyrsta barn þeirra hjóna er Jón Gunnlaugur, fæddur 24. september 1941 og maki hans var Anna Sigurlaug Wium, hún lést 16. apríl 2006. Næst í röðinni er Regína, fædd 6. febrúar 1947, maki hennar er Guðni Svan Sigurðsson. Síðust í röðinni er Anna Margrét, fædd 12. janúar 1951. Maki hennar er Stefán Frið- geirsson. Halldór átti sjö afabörn, 17 langafabörn og átta langa- langafabörn. Útför Halldórs fer fram frá Dalvíkurkirkju í dag, 28. maí 2016, klukkan 13.30. og voru þar einnig í sjö ár. 1935 fluttu þau til Dal- víkur og byggðu þeir feðgar Gunn- laugur, Björn og Halldór húsið að Melum á Dalvík. Halldór stund- aði nám í MA og tók þaðan gagn- fræðapróf. Hann lærði á bíl og tók meirapróf bílstjóra og ók hjá BSA í nokkur ár á leiðinni Dalvík-Akureyri. Einnig ók hann mjólkurbílum úr Svarf- aðardal og tók svo aftur við rútuakstri hjá KEA. Um nokk- urra ára skeið rak hann flutn- ingabíl Dalvík-Reykjavík. Eftir Elsku afi okkar, síðastliðin vika hefur einkennst af miklum sökn- uði og sorg, en jafnframt miklu þakklæti. Við reynum, elsku afi, að vera ekki eigingjörn og van- þakklát með því að vera ósátt, það er ekki réttlátt gagnvart þér sem búinn ert að lifa í góð 96 ár. Þú hefur skilað þínu og vel það og þráðir orðið svo heitt að fá hvíld- ina og að hitta ömmu Snjóku. Við erum búin að fá að njóta þinnar miklu hlýju, visku, gleði og enda- lausu greiðvikni og gæsku, já og alls þess sem persónuleiki þinn hafði upp á að bjóða. Þú varst gullmolinn okkar sem auðvelt var að elska mikið. Það sem okkur finnst hafa einkennt þig, elsku afi, er jákvæðnin, æðru- leysið, virðingin sem þú barst fyr- ir öllu og öllum, endalaus ástríða fyrir íslenskri tungu, til að mynda áttum við ekki að segja hæ og bæ heldur halló og bless, fyrir nátt- úrunni okkar og hversu vel þú fórst með alla hluti. Okkur er svo minnisstætt peningarnir í veskinu þínu, þeir voru eins og straujaðir og allir snéru þeir eins og var rað- að eftir stærð, og ferðirnar sem við fengum að fara með þér í löggubílnum en mest spennandi af öllu var þegar við fengum þig til að loka okkur inni í fangaklefun- um. Þú hafðir orð á því að prúðari fanga hefðir þú aldrei haft. Stríðnin var aldrei langt und- an, það er ekki lengra en mánuður síðan þegar eitt af langalangafa- börnunum þínum var að klippa þig og allt í einu rakstu upp óhljóð, okkur dauðbrá þar sem við héldum að hún hefði klippt í þig, þetta þótti þér mjög fyndið. Minningarnar um öll jólaboðin þar sem við vorum öll saman, ferðalögin, veiðiferðirnar og allar samverustundirnar með ykkur ömmu eru okkur svo kærar og dýrmætar. Þú vissir ekkert dásamlegra nú í seinni tíð en að fá langafa- og langalangafabörnin í heimsókn til þín, þau voru þér sem litlir gimsteinar. Elsku afi, við gætum skrifað heila bók um samverustundirnar okkar og allt það sem þú hefur kennt okkur, allt það góða og ynd- islega sem þú hafðir að leiðarljósi í lífinu ætlum við að hafa að okkar leiðarljósi og reyna að miðla því öllu til barnanna okkar. Elsku hjartans afi, okkur finnst svo óraunhæft að vera að skrifa þessi minningar- og þakkarorð til þín, okkur finnst eins og þú sért og eigir eftir að vera hjá okkur í mörg ár enn því í okkar huga og ásjónu varst þú ekki 96 ára. Á litlum skóm ég læðist inn og leita að þér, afi minn. Ég vildi að þú værir hér og vært þú kúrðir hjá mér. Ég veit að þú hjá englum ert og ekkert getur að því gert. Í anda ert mér alltaf hjá og ekki ferð mér frá. Ég veit þú lýsir mína leið svo leiðin verði björt og greið. Á sorgarstund í sérhvert sinn ég strauminn frá þér finn. Ég Guð nú bið að gæta þín og græða djúpu sárin mín. Í bæn ég bið þig sofa rótt og býð þér góða nótt. (S.P.Þ.) Þín afabörn, Stefanía, Guðbjörg, Árný, Hólmfríður, Gunnlaugur, Ágúst og Snjólaug. Elsku langafi, mikið finnst okk- ur erfitt til þess að hugsa að eiga ekki eftir að fá góða trausta faðm- lagið þitt. Takk fyrir allar þær stundir sem þú hefur gefið okkur, það eru forréttindi að hafa átt langafa og svona sprækan eins og þú varst öll þín ár, teinréttur, brosmildur og hjálpsamur alveg sama hvað það var. Öll danssporin sem þú tókst með okkur frá því við vorum í bleyjum, lakk- rísmolarnir sem þú áttir alltaf í skúffunni á Melum og síðan á Dalbæ, og heimsóknin kláraðist aldrei fyrr en maður fékk ísblóm hjá þér. Það var alltaf jafnótrúlegt að þú sem varst langafi værir að skutla okkur á skíðaæfingar og fylgjast með okkur í brekkunum, og mikið vorum við stolt að geta sagt að langafi okkar hefði skutl- að eða sótt okkur. Þér þótti mikið vænt um það að fylgja okkur og styðja okkur í öllu sem við gerð- um, það var eins og þér fyndist ekkert leiðinlegt, því þú varst allt- af áhugasamur um allt það sem við gerðum og sögðum. Tónlistin var þér dýrmæt og styrktir þú okkur í okkar tónlist- arnámi, sem okkur þótti ótrúlega vænt um. Þú þráðir hvíld þína, þú vildir fá að fara áður en það þyrfti að hafa of mikið fyrir þér, sem er frekar lýsandi fyrir þig, þú gerðir allt fyrir alla en vildir láta fara sem minnst fyrir þér, góð dæmi um það eru eins og þau skipti sem þú hringdir heim í okkur eftir að þú varst kominn á dvalarheimilið Dalbæ, til að biðja okkur um að stilla sjónvarpið eða aðstoða þig við eitthvað annað. Þú nefnilega vildir ekki ónáða starfsfólkið því það hefði nóg annað að gera. Fyrstu árin þín á Dalbæ varstu í fullri vinnu, braust saman kass- ana sem komu fullir af vörum, barst út póstinn til allra heimilis- manna, þó svo að sjónin væri farin að stríða þér örlítið. Það er líka lýsandi fyrir þig, elsku afi, þegar þú ákvaðst sjálfur að hætta að keyra, það gerðist fyrir fjórum ár- um að þú varst að koma frá Ak- ureyri og þegar þú kemur hérna á hálsinn fórstu að horfa upp í fjöll- in og hugsa til baka þegar þú skíðaðir niður þessar brekkur og allt í einu varstu kominn yfir á öf- ugan vegarhelming og sagðistu vera orðinn hættulegur þér og öðrum í umferðinni þar sem at- hyglin væri ekki orðin eins og skilaðir inn skírteininu. Sál þín var svo einstök, skap- gerð þín og umhyggjan, við litum mikið upp til þín, elsku afi, og munum alltaf gera. Við kveðjum þig með tregans þunga tár sem tryggð og kærleik veittir liðin ár. Þín fórnarlund var fagurt ævistarf og frá þér eigum við hinn dýra arf. (Guðrún Jóhannsdóttir) Ellen Ýr, Eyþór Ingi, Elísa Rún, Arnór Reyr og Axel Reyr. Hver af öðrum til hvíldar rótt halla sér nú og gleyma vöku dagsins um væra nótt vinirnir gömlu heima. Þó leið þín sem áður þar liggi hjá, er lyngið um hálsa brumar, mörg höndin sem kærst þig kvaddi þá, hún kveður þig ekki í sumar. (Þorsteinn Valdimarsson) Þessi erindi Þorsteins Valdi- marssonar leita sterkt á hugann er ég minnist vinar míns og fé- laga, Dóra löggu eða Dóra á Mel- um. Vinirnir gömlu heima hafa hall- að sér til hvíldar hver af öðrum á liðnum árum og þegar ég kem heim í sumar mun ég ekki finna hlýja handtakið og sjá góðleg og glettnisleg augun og heyra kveðj- una: „og kysstu nú konuna frá mér.“ Dóri var sjómaður til margra ára eða fram undir 1970 ef ég man rétt. Síðan fór hann að aka rútu og mjólkurbílunum en þeir ágætu menn sem sinntu því starfi voru mikilsverðir einkum og sérstak- lega á vetrum. Hvort sem hann stundaði sjó eða ók rútu eða mjólkurbíl var allt gert af sömu róseminni og fumlausum hand- tökum. Störfin voru erfið og man ég eftir 18 klukkustunda barningi í stórhríð og ófærð frá Akureyri. Færið um sveitina var oft erfitt, moka þurfti snjó og lyfta þungum brúsum af palli eða jörðu upp á snævibarinn bíl. Þetta reyndi á skrokkinn og gerði honum skrá- veifur. Þegar líða tók á ævina fékk hann reikninginn fyrir þessu og var oft illa haldinn af gigt og af- leiðingum meiðsla. Þetta olli lík- amanum sem áður flaug um fjöll á skíðum erfiðleikum en andinn var óbugaður. Þegar það kom til að ég leysti af í lögreglunni á Dalvík um 1970, lagði Dóri fyrir mig eitt próf áður en hann tók ákvörðun hvort ég fengi starfann, tveimur árum of ungur og alltof stuttur í efri end- ann, miðað við greinargerð. Hann ók stóra lögreglubílnum fram á litlu bryggjuna innan um línubala og löndunarkassa og fiskhauga rétt eins og hann væri 18 ára á skíðum í fjallinu forðum daga. Þar stökk hann út og ég sá í endann á honum upp bryggjuna, loks sneri hann sér við og kallaði: Komdu með bílinn upp á stöð. Hann var sem sé að vita hvort ég gæti bjargað mér úr þessari raun. Síðar vissi ég að hann hafði notað tímann, meðan ég bakkaði, til þess að ræða við Gísla Ólafs- son, yfirlögregluþjón, og fá hann til þess að ráða þennan gaur þetta sumar þrátt fyrir allar hans tak- markanir. Upp úr því spratt vinátta sem entist allan tímann. Dóri var sam- viskusamur lögregluþjónn en þótti erfitt að þurfa að handfjatla einhvern eins og við kölluðum það stundum og þeim mun verra þótti honum ef það hafði einhverjar af- leiðingar fyrir þann hinn sama. Hann var ekki veiðimaður í lög- gæslu en gerði það sem gera þurfti en helst ekki meira því það gat bitnað á einhverjum. Persónan var eins. Hann var hlýr, skapgóður, raunsær, vel máli farinn og hagorður, unni landi og þjóð en dýrmætust voru börn og barnabörn. Oft sat ég í eldhúsinu hjá Snjóku og Dóra. Ég hugsa að ég hafi verið u.þ.b. í 25% fæði á Mel- um þessi sumur sem við unnum saman. Nú er örugglega komið nýtt kaffihorn, Snjóka hætt að reykja og minn tími kemur og þá er eins gott að það verði heitt á könnunni. Alúðarkveðjur til fjölskyldunnar. Gunnlaugur V. Snævarr og fjölskylda. Hlýr, yndislegur, góður, ljúfur með góða nærveru. Dóri á Melum var góður maður sem átti góða ævi í faðmi yndislegrar fjölskyldu og vina. Hann og Snjóka frænka bjuggu á Melum á Dalvík og þangað fór ég oft með pabba og mömmu og fékk að njóta þess að vera í þessum mjúka faðmi Dal- víkinganna. Minningar mínar frá heim- sóknum okkar til Dalvíkur eru góðar. Þarna gat barnið fengið að njóta sín og mér þótti Melar æv- intýralegt hús og þar bjó fólk sem var einlægt, heiðarlegt, gott og notalegt. Jón, Regína og Anna Magga voru krakkarnir á heim- ilinu og þau voru alltaf umhyggju- söm og góð við litla en fyrir- ferðarmikla frænku sem kom í heimsókn til þeirra. Ljúfar minningar um berjamó, trilluferðir, bryggjuveiðar og ekki síst að fá að labba út í búð með brúsa og kaupa mjólk. Ein af góðum minningum sem ég á um Dóra var þegar ég kom í heimsókn á Mela, þá 13 ára og var haldið réttarball í sveitinni. Mig langaði á ballið en komst ekki inn. Dóri gerði sér þá lítið fyrir og var heima hjá mér, svo ég þyrfti ekki að vera ein, og saman sátum við og lásum og spjölluðum. Góð minning sem ég geymi enn og mun alltaf gera. Lýsir honum og óeigingirni hans vel. Dóri var hjartahlýr og sannur maður. Ekki ríkur af peningum eða prjáli, en ríkur af manngæsku og hjartahlýju, fjölskyldu og vin- um. Hann gerði heiminn að betri stað með nærveru sinni. Ég votta Jóni, Regínu, Önnu Möggu og fjölskyldum þeirra samúð mína. Þau missa mikið við fráfall Dóra en við getum öll glaðst yfir góðri, langri og inni- haldsríkri ævi hans. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Brynhildur Sverrisdóttir. Halldór Gunnlaugsson Með kærleik og virðingu Útfarar- og lögfræðiþjónusta Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Ellert Ingason Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Við önnumst alla þætti undir- búnings og framkvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Auðbrekku 1, Kópavogi Útfararþjónusta síðan 1996 Vaktsímar: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is • Allan sólarhringinn ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 Kristín Ingólfsdóttir Hilmar Erlendsson Sverrir Einarsson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RAGNA BERGMANN GUÐMUNDSDÓTTIR, fyrrverandi formaður Verkakvennafélagsins Framsóknar, lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 25. maí. . Eiríkur Þorsteinsson Linda Björnsdóttir Valur Ragnar Jóhannsson Sædís Arndal Katrín Gróa Jóhannsdóttir Trausti Friðfinnsson Jóhanna Huld Jóhannsdóttir Albert Ingason Guðrún Edda Jóhannsdóttir Birgir Ingibergsson Bergþóra Ósk Jóhannsdóttir Ólafur Eyjólfsson Örn Ingvar Jóhannsson Iðunn Ása Hilmarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Minningarathöfn um ALYSON J. K. BAILES aðjúnkt við Stjórnmálafræðideild, fer fram í Háskóla Íslands, Litla-torgi, þriðjudaginn 31. maí klukkan 15. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknarsamtök. F.h. samstarfsfólks í Háskóla Íslands, . Baldur Þórhallsson, deildarforseti Stjórnmálafræðideildar. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN ÞÓRÐARDÓTTIR Hjúkrunarheimilinu Eir, áður að Dalbraut 14, Reykjavík. lést á Hjúkrunarheimilinu Eir miðvikudaginn 25 maí. . Erna Sigríður Sigursteinsd., Torfi Elís Andrésson, Haraldur Sigursteinsson, Erla Ívarsdóttir, Garðar Sigursteinsson, Elín Margrét Hárlaugsd., barnabörn og barnabarnabörn. HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.