Morgunblaðið - 28.05.2016, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 28.05.2016, Qupperneq 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MAÍ 2016 ÍMorgunblaðinu 21. júní 1968 birtist lesendabréf í Velvakandaundir fyrirsögninni „Ljóshærð og litfríð“:„Í útvarpinu mánudaginn 17. júní var sungið hið alkunnavöggukvæði eftir Jón Thoroddsen: Ljóshærð og litfríð – en þar var farið með þessa ljóðlínu þannig: „Litfríð og ljóshærð“. – Mér datt þá í hug hvort ég hefði lært þetta skakkt á fyrri árum eða ég væri bú- inn að gleyma þessari fyrstu ljóðlínu. Ég fletti þá upp í úrvali því, er bókaútgáfa Menningarsjóðs gaf út 1950 úr ljóðum Jóns Thoroddsens. Einnig er kvæðið í ljóðasafninu: Íslands þúsund ár. Í báðum þessum bókum er fyrsta erindið í kvæðinu þannig: „Ljóshærð og litfríð/ og létt undir brún,/ handsmá og hýreyg/ og heitir Sigrún.“ Það er leitt til þess að vita, að það skuli koma fyrir að farið sé skakkt með ljóð góðskáld- anna okkar. Útvarpshlustandi.“ Ó, þið gömlu tímar, þegar ætlast var til að við færum rétt með kvæði! Fjörleg umræða varð í Velvakanda næstu daga; og að því kom að sjálfur ritstjórinn steig fram þann 30. júní og upplýsti „þá sem áhuga hafa á þessu máli að innan skamms mun birtast hér greinargerð um þetta efni frá þeim manni sem gerst til þekkir“. Og sú greinargerð birtist í Velvakanda þann 3. júlí. Sá sem gerst þekkti til var auð- vitað Steingrímur J. Þorsteinsson prófessor sem skrifað hafði dokt- orsritgerð um Jón Thoroddsen og gefið út verk hans. Í Velvak- andagreininni lýsir Steingrímur því skilmerkilega hvernig jafnvel Jón Thoroddsen sjálfur var óstöðugur í þessu máli. Í skáldsögunni frægu, Pilti og stúlku (1850), þar sem kvæðið birtist fyrst, stendur „ljóshærð“ á undan og einnig í næstu útgáfu sögunnar (1867). En í ljóðasafninu Snót (1865), sem Jón stóð einnig að, hafði „litfríð“ skotist í fyrsta sætið. Emil Thoroddsen hafði þá gerð fyrir sér þegar hann samdi sitt fallega lag við ljóð afa síns. Er furða þó menn ruglist svolítið? [Hér hefði ég viljað setja lofgjörð um Steingrím J. Þorsteinsson, en verð að láta þá fullyrðingu nægja að það sem hann skrifaði um skáld- skap og líf Einars Benediktssonar (1952) er meistaraverk.] Þriðja erindi kvæðisins um Sigrúnu litlu er svona: „Svíkur hún seggi/ og svæfir við glaum,/ óvörum ýtir/ í örlaga straum.“ Hver er þessi hún sem svíkur seggi? Þegar ég var ungur hélt ég að vísað væri til framtíðar og að Sigrún litla ætti eftir að hryggbrjóta fjölda biðla. En – í öðru erindi stóð: „Viska með vexti/ æ vaxi þér hjá; veraldar vélráð/ ei vinni þig á.“ Það er því „veröldin“ sem svíkur okkur mennina með vélráðum sín- um enda er vilji okkar veikur eins og segir í 4. erindinu. Það er semsagt heilmikil speki um veröldina sem hún Sigríður frá Sigríðartungu miðl- ar Sigrúnu litlu eitt vetrarsíðdegi í Reykjavík. „… Jökulinn hillti upp; fiskibátarnir voru að koma að, sumir að lenda, en sumir voru komnir inn fyrir eyjarnar og skriðu fagurlega í logninu“ (1850, bls. 113). Jökulinn hillir uppi Tungutak Baldur Hafstað bhafstad@hi.is Þegar horft er yfir sögu íslenzka lýðveldisins í72 ár eru þeir einstaklingar tiltölulega fáirúr hópi þessarar fámennu eyþjóðar, sem áokkar tímum hafa náð að skara fram úr á heimsvísu. Við sem vorum börn á Þingvöllum í rign- ingunni 17. júní 1944 fylgdumst næstu árin stolt með nokkrum ungum frjálsíþróttamönnum sem létu að sér kveða á erlendri grund á þann veg að eftir var tekið. Þeir urðu eins konar fyrstu tákn hinnar nýfrjálsu þjóðar. Afrek þeirra voru staðfesting á því að við átt- um rétt á aðild að samfélagi frjálsra þjóða heims. Þótt saga Clausens-bræðra, Finnbjörns Þorvalds- sonar, Gunnars Huseby, Torfa Bryngeirssonar o.fl. sé margskrifuð er hún í raun óskrifuð sem slík og er efni í bók. Þeir komu okkur á blað. Ungur að árum fylgd- ist ég með Gunnari Huseby á Melavelli. Nokkrum áratugum síðar breyttist ég í lítinn strák á ritstjóra- stól Morgunblaðsins, þegar þessi hetja æsku minnar kynslóðar birtist allt í einu í Aðalstræti og þurfti á að- stoð að halda. Það var upplifun að hitta hann í eigin persónu. Á sjötta áratug síðustu aldar bættust tveir afreksmenn í þennan hóp, þeir Friðrik Ólafs- son stórmeistari og Vilhjálmur Einarsson, sem vann silfur- verðlaun í þrístökki á Ólympíu- leikunum í Melbourne 1956. Þeim hughrifum sem ungt fólk á Íslandi varð fyrir við fréttirnar af afreki Vilhjálms verður seint lýst með orðum. Við litlu strákarnir í Laugarnesskólanum, sem komumst í námunda við Friðrik vegna þess að hann var vinur Jóns L. Arn- alds, eldri bróður Ragnars Arnalds, þorðum varla að ávarpa hann og vorum fullir lotningar. Þessir ungu afreksmenn urðu eins konar þjóðar- tákn, tákn um sjálfstæði íslenzku þjóðarinnar. Svo kom Halldór Laxness og hlaut Nóbels- verðlaunin fyrir bókmenntir. Það afrek hefur ekki enn verið „toppað“ svo notað sé nútímamál. Nóbels- verðlaunin voru staðfesting á því að við værum menn- ingarþjóð og lifðum ekki bara á fornri frægð. Dag einn vaknaði ég upp við það í útlöndum að Björk var á öllum helztu sjónvarpsstöðvum í heim- inum. Það var til marks um að í íslenzku þjóðinni byggi enn mikill endurnýjunarkraftur. Við værum ekki dauð úr öllum æðum. Að þessu er vikið hér vegna þess, að nú um þessa helgi er staddur hér í heimsókn sá Íslendingur sem auk Halldórs Laxness og Bjarkar Guðmundsdóttur hefur náð lengst Íslendinga á okkur tímum á alþjóða- vettvangi og ekki alveg víst að þjóðin sé búin að átta sig á því til fulls – en það er Helgi Tómasson, list- dansari og listrænn stjórnandi San Francisco- ballettsins. Sennilega hafa fáar listgreinar á sér fágaðra yfir- bragð fullkomnunar en klassískur ballett og raunar skemmtilegt að kynnast á listahátíð nú algerri and- stæðu hans sem eru götudansarar frá Brooklyn og Manchester og eru einhvers konar birtingarmynd byltingar sem er að búa um sig á götum stórborga í hinum vestræna heimi, þar sem fjöldinn krefst jafn- stöðu við hina fáu. Hvað skyldi hafa orðið til þess að strákahópur fékk áhuga á ballett og fór af þeim sökum að veita Helga Tómassyni athygli ungum að árum? Svarið við þeirri spurningu er: Bryndís Schram. Þegar ballerínan unga sveif um svið Þjóðleikhússins, fylltum við fremstu bekki, aftur og aftur – og fengum áhuga á ballett. Bryndís komst hins vegar að annarri niðurstöðu og sagði í bréfi til mín í ágúst 1961: „Nú er ég sem sagt í Köln til að læra hvernig eigi að byggja upp tæknileg spor í dansi og ég er alltaf að komast betur og betur að því að ég hef aldrei kunnað að dansa og alltof seint að fara að læra það nú. En kannski að ég gæti kennt öðrum að gera rétt …“ Áhuginn sem Bryndís Schram kveikti hjá mér og öðrum á ballett varð hins vegar til þess að ég fór að lesa reglulega gagnrýni Önnu Kisselgoff (jafnöldru okkar Bryndísar) um ballett í bandaríska stórblaðinu New York Times. Í dálkum hennar birtust sterkar lýsingar á frammistöðu Helga Tómassonar á sviði í New York og dag einn sagði hún að Helgi væri einn af fimm fremstu karldönsurum í heiminum á 20. öld. Lengra verður tæpast komist í hinu alþjóðlega menningarlífi en að fá slíkan dóm í slíku blaði. En nýr kapítuli hóst á starfsferli Helga Tómassonar, þegar hann tók við starfi sem listrænn stjórnandi San Francisco-ballettsins, sem nú er talinn í fremstu röð slíkra ballettflokka í heiminum. Með þessum rökum leyfi ég mér að fullyrða að Helgi Tómasson hafi náð sömu stöðu í veröld listdans- ins á heimsvísu og Halldór Laxness í bókmenntum og Björk Guðmundsdóttir á sínu sviði. Öll hafa þau með sínum hætti staðfest tilverurétt rúmlega 300 þúsund eyjarskeggja á þessari eyju langt norður í höfum sem sjálfstæðrar þjóðar. Heimsókn San Francisco-ballettsins nú er í okkar augum, sem höfum fylgzt með Helga Tómassyni frá upphafi, eins konar hápunktur á vegferð eins mesta afreksmanns sem íslenzka þjóðin hefur alið á okkar tímum. Við þurfum að minnast þess með einhverjum hætti. Bryndís Schram hafði forystu um það fyrir allmörgum árum, að fólk úr hinum íslenzka listdansheimi og aðrir áhugamenn hvöttu orðunefnd til að heiðra Önnu Kisselgoff fyrir skrif hennar um Helga Tómasson. Það var gert. Kannski er kominn tími á að Vestmannaeyjar heiðri með varanlegum hætti alþjóðlega þekktasta Vest- mannaeying allra tíma? Helgi Tómasson Hvað eiga Halldór Laxness, Björk Guðmundsdóttir og Helgi Tómasson sameiginlegt? Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Á netinu eru birt ýmis fróðlegskjöl um bankahrunið. Eitt er fundargerð bankaráðs Englands- banka 15. október 2008, réttri viku eftir að stjórn breska Verkamanna- flokksins lokaði tveimur breskum bönkum í eigu Íslendinga, um leið og hún kynnti 500 milljarða aðstoð við alla aðra breska banka, jafn- framt því sem stjórnin beitti hryðju- verkalögum á Landsbankann (og um skeið á Seðlabankann, Fjár- málaráðuneytið og Fjármálaeft- irlitið). Bankaráðið kemst að þeirri niður- stöðu að hin alþjóðlega fjármála- kreppa hafi ekki aðeins verið vegna lausafjárþurrðar, heldur líka ónógs eigin fjár fjármálafyrirtækja. Þess vegna hafi hið opinbera víða orðið að leggja slíkum fyrirtækjum til hlutafé. Þetta gerðist á Íslandi í septemberlok 2008, þegar ríkið keypti 75% í Glitni. Bankaráðið bendir líka á að aðallega skorti lausafé í Bandaríkjadölum. Eng- landsbanki fékk í gjaldeyrisskipta- samningum nánast ótakmarkaðan aðgang að dölum. Veitti hann síðan fjármálafyrirtækjum lán gegn veð- um, og var losað um reglur um slík veð, til dæmis tekið við margvís- legum verðbréfum. Hér gekk Eng- landsbanki enn lengra en Seðla- bankinn, sem var þó eftir banka- hrunið óspart gagnrýndur fyrir lán til viðskiptabanka. Fundargerðin er ekki aðeins merkileg fyrir það að Englands- banki var að gera nákvæmlega hið sama og Seðlabankinn íslenski. Í fundargerðinni víkur sögunni að af- löndum og fjármálamiðstöðvum, og segir þar: „Fækka þarf þeim smá- ríkjum sem kynna sig sem fjármála- miðstöðvar. Ísland var mjög skýrt dæmi. Vakin var athygli á því að Seðlabankinn íslenski hafði snemma árs sent menn til Englandsbanka. Þeim hafði verið sagt að þeir ættu hið snarasta að selja banka sína. Efnahagsreikningur Íslands væri of stór.“ Bretarnir töluðu að vísu eins og það hefði verið á valdi Seðlabankans að minnka bankakerfið, sérstaklega á tímabili þegar eignir seldust langt undir markaðsverði. En sú er kald- hæðni örlaganna að bankakerfið á Íslandi var svipað að stærð hlutfalls- lega og bankakerfin í Skotlandi og Sviss. Þeim var bjargað í fjármála- kreppunni með því að leggja þeim til pund og dali. Ella hefðu þau hrunið. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Merkilegt skjal úr Englandsbanka Skemmtilegir og lifandi þættir um fólk sem gegnir fjölbreyttum störfum í iðnaði og hefur skapað sér gott líf með forvitnilegum áhugamálum utan vinnu. Mbl.is stendur að þáttunum í samstarfi við Samtök iðnaðarins. mbl.is/fagfolkid Fjölbreytt störf og forvitnileg áhugamál

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.