Morgunblaðið - 28.05.2016, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 28.05.2016, Blaðsíða 42
42 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MAÍ 2016 Ingunn Ýr Angantýsdóttir fagnar 23 ára afmæli sínu í dag. Ingunner nemi í þjóðfræði í Háskóla Íslands og nýkjörinn formaðurÞjóðbrókar, félags þjóðfræðinema. Á veturna vinnur hún hjá 66°Norður með skólanum en á sumrin vinnur hún sem flugfreyja hjá Icelandair. Hún býr í Smárahverfinu í Kópavogi en er að vestan, frá Þingeyri í Dýrafirði. Áhugamálin eru aðallega ferðalög og útivist. „Frítíma minn reyni ég að nota til að ferðast, komast á snjóbretti eða fara í fjallgöngu.“ Spurð hvernig hún muni ráðstafa deginum svarar Ingunn að hún sé stödd í Bandaríkjunum og muni lenda á Íslandi aðfaranótt afmælisins. „Framan af deginum verð ég með fjölskyldunni og um kvöldið mun ég halda boð fyrir vinkonur mínar.“ Einn af eftirminnilegri afmælisdög- unum hafi verið í útskriftarferð nemenda Verzlunarskólans á Costa del Sol. Sumarið verður viðburðaríkt. Hún stefnir að því að stunda útivist í miklum mæli og fer á tónleika erlendis. Miðana fékk hún í afmælis- gjöf frá Ólafi Hlyni, kærasta sínum. „Ég verð með annan fótinn á Snæfellsnesi þar sem kærasti minn býr og í júlí er ég að fara á Beyoncé-tónleika.“ Systur Ingunn Ýr til vinstri ásamt systur sinni Elínu Eddu. Með annan fótinn á Snæfellsnesi Ingunn Ýr Angantýsdóttir 23 ára G uðni fæddist í Reykjavík 28.5. 1946 og fylgdi móður sinni á ýmsum vistum víða um land en er uppalinn frá sex ára aldri í Hólabrekku í Laugardal í Ár- nessýslu, hjá móður sinni og stjúpa, Ragnari Jónssyni. Guðni gekk í Barna- og Héraðs- skóla á Laugarvatni og lauk stúd- entsprófum frá ML. Hann lauk BA- próf í íslensku, sögu og heimspeki frá HÍ 1973 og stundaði framhaldsnám í íslensku en segir því ólokið enn. Guðni kenndi við grunnskóla í Keflavík, á Patreksfirði og í Reykja- vík, við Iðnskólann í Reykjavík og FG. Hann starfaði við Stofnun Árna Magnússonar í 10 ár og var þá jafn- framt stundakennari við HÍ, einkum í íslensku fyrir erlenda stúdenta. Guðni var með þáttinn Daglegt mál í Ríkisútvarpinu um árabil og fór þá á kostum: „Já, ég held að þætt- irnir hjá mér hafi vakið mikla athygli og það var stöðugt verið að hringja í mig heim úr öllum áttum og skrafa um íslenskt mál. Ef ég var ekki heima þurfti eiginkonan að ræða langtímum saman við þessa sjálf- skipuðu málfarsráðunauta. Eitt sinn vorum við að skemmta okkur hjónin og ég þurfti að bregða mér á salernið. Þar heilsaði mér mað- ur og sagðist hafa þungar áhyggjur af málfari unga fólksins: „Þetta er svo voðalegt“ – sagði hann – „að mér frýs hugur við því.“ Þáttagerðin endaði svo með því að ég hætti að eigin ósk eftir að hafa sagt „læks“ í stað „lækjar“. Sjálfur Halldór Laxness bar í bætifláka fyrir mig og taldi þetta ekki frágangssök. En ég hætti nú samt: „Grand exit“ – svo maður sletti.“ Guðni hætti allri kennslu það fræga ár 2007 og hefur síðan ein- göngu stundað þýðingar. Hann hefur þýtt fjölda bóka; barnabækur, skáld- sögur og fræðirit; auk þess sem hann hefur þýtt margvíslegt efni fyrir sjónvarp. Guðni fékk verðlaun Fræðsluráðs Reykjavíkur fyrir bestu frumsömdu barnabókina árið 1982 og fyrir þýdda Guðni Kolbeinsson, kennari og þýðandi – 70 ára Brúðkaup Hér eru Guðni og Lilja í brúðkaupi yngstu dótturinnar, Kristínar Bertu, ásamt börnum og brúðgum- anum, Herði Sveinssyni. Frá vinstri: Ásdís Mjöll, Guðni, Lilja, Kristín Berta, Hörður, Hilmir Snær og Bergdís Björt. Langskemmtilegasti íslenskumaðurinn Í Þjórsárdalnum Guðni og Lilja í gönguferð. Gjárfoss í baksýn. Kristinn Karl Ægisson, Fosstúni 2 á Selfossi, er 60 ára í dag. Hann er son- ur hjónanna Ægis Breiðfjörð Friðleifs- sonar og Sveinsínu Guðmundsdóttur. Í gegnum tíðina hefur hann unnið ým- is störf á Suðurlandi og víðar, á árum áður sem rútubílstjóri, í raftækja- verslununni Fossraf en nú við Sund- laug Selfoss. Kona Kristins er Hrönn Baldursdóttir og eiga þau þrjú börn, Aðalbjörgu, Gunnar og Sindra. Barnabörnin eru nú sjö talsins. Árnað heilla 60 ára Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Bankastræti 6 – sími 551 8588 – gullbudin.is Úradagar 20% afsláttur af öllum úrum 28. maí - 4. júní

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.