Morgunblaðið - 28.05.2016, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 28.05.2016, Blaðsíða 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MAÍ 2016 ✝ Kristrún Guð-jónsdóttir fæddist í Efrihlíð, Snæfellsnesi, 8. jan- úar 1924. Hún lést á Hjúkrunarheim- ilinu Ási, Hvera- gerði, 5. maí 2016. Foreldrar henn- ar voru Guðjón Jó- hannsson, f. á Þing- völlum, Helgafellssókn, Snæf. 4. júní 1886, d. 5. október 1973, og Jónína Þorbjörg Árna- dóttir, f. í Miklaholti, Miklaholts- sókn, Hnappadalssýslu, 23. mars 1891, d. 7. júní 1980. Systkin Kristrúnar voru: Haraldur Guðjónsson, f. 1913, d. 1913. Berta Hansína Guðjóns- Einkadóttir hennar: 1) Sonja Andresdóttir Cichy, dóttir And- rews Cichy, Bandaríkjamanns, f. 30. desember 1944, d. 22. janúar 2006. Eiginmaður Sonju var Lár- us Jóhannes Kristjánsson, f. 9. júní 1942, d. 4. maí 2008. Synir þeirra 1.1) Kristján Helgi, f. 16. ágúst 1961, maki Hrönn Walters- dóttir, f. 23 október 1962, börn þeirra 1.1.1) Lárus Helgi, f. 25.8. 1982, maki Ragnheiður Magn- úsdóttir, f. 3.3. 1983, synir þeirra, 1.1.1.1) Magnús Bjarki, f. 25.9. 2008. 1.1.1.2) Arnar Gauti, f. 3.4. 2011. 1.1.2.) Rúnar Karl, f. 27.9. 1983, sambýliskona hans Linda Jóhannsdóttir, f. 10.1. 1984, synir þeirra: 1.1.2.1) Ísak Kristófer, f. 16.7. 2008, 1.1.2.2) Nóel Viktor, f. 4.10. 2013, 1.1.3) Sonja Ósk, f. 13.4. 1989, sambýlismaður henn- ar Ágúst Örlaugur Magnússon, f. 21.8. 1986, sonur þeirra 1.1.3.2) Óskar Marel, f. 24.6, 2014, og dóttir Sonju Óskar og Egils Arn- ar Egilssonar, f. 27.4. 1988. 1.1.3.1) Díana Rós, f. 5.7. 2009. 1.1.4) Guðjón Óskar, f. 13.4. 1989, sambýliskona hans Karen Björk Sigríðardóttir, f. 9.4. 1996, sonur þeirra 1.1.4.1) Elvar Logi, f. 22.10. 2014. Og 1.2) Guðmundur, f. 20.12. 1964, d. 6.12. 1988, kona hans Dagný Sigurbjörg Jónsdóttir, f. 15.11. 1984, dóttir þeirra 1.2.1) Hera Guðmundsdóttir, f. 29.8. 1988. Kristrún ólst upp á Hofstöðum í Helgafellssveit og var búsett mestan hluta ævi sinnar í Reykja- vík en þó síðustu 15 ár í Hvera- gerði. Hún var verkakona og húsmóðir, vann við ýmis störf í gegnum ævina, t.d. við Mjólk- urbúið á Korpúlfsstöðum, umönnun á leikskólum, starfaði við þjónustuíbúðir í Lönguhlíð, poppaði fyrir Stjörnupopp, vann við Speglagerðina Ludvig Storr, við saumaskap hjá Magna og margt fleira. Útför Kristrúnar fór fram í kyrrþey 12. maí 2016 að ósk hinnar látnu. dóttir, f. 1914, d. 2003. Gunnar Jó- hann Ágúst Guð- jónsson, f. 1915, d. 2009. Anna Guð- jónsdóttir, f. 1917, d. 1986. Árni Breið- fjörð Guðjónsson, f. 1919, d. 2007. Ruth Guðjónsdóttir, f. 1929, d. 1929. Einar Guðjónsson, f. 1931, d. 1931. Uppeld- issystir var Sólveig Eiríksdóttir, f. 1930, d. 2012. Sambýlismaður Kristrúnar var Jóhannes Heiðar Lárusson, f. á Hvammstanga í Húnavatns- sýslu 31. ágúst 1935, d. 11. febr- úar 1999. Hann vann hjá Raf- magnsveitum Reykjavíkur. Ég kynntist henni fyrst þeg- ar ég var um 16 ára gömul og hún þá bara að verða 55 ára en samt amma mannsins míns. Ég hafði aldrei þekkt svona unga ömmu sem lifði lífinu lifandi alltaf hress og kát. Fyrstu kynni mín af Diddu, sem ég kallaði svo síðar löngu ömmu, voru þegar ég kom í heimsókn til hennar í fyrsta skiptið, óvænt upp úr hádegi á sunnu- degi komum við að henni sof- andi, hún var að jafna sig eftir árshátíð sem haldin var í Þórs- kaffi, hún snaraðist fram úr og var ekki lengi að galdra fram jólakökur og bestu kleinur sem ég hef smakkað með kaffinu. Hún var alltaf tilbúin að taka á móti gestum þó hún hefði vakað hálfa nóttina, kvartaði aldrei og tók alltaf vel á móti okkur með alla krakkana og gat alltaf galdrað fram mat eða eitthvað með kaffinu – það mátti enginn fara svangur frá henni. Hún var flott og skemmtileg amma, fylgdist alltaf með öllum krökkunum sínum og því sem var að gerast í kringum hana og alltaf til í nýjungar og tilbreyt- ingu. Fylgdist vel með tískunni, var útsjónarsöm og flink í hönd- unum, breytti m.a. fötunum sín- um. Hún var ung í anda og allt- af svo fín og sæt og klæddi sig upp á sunnudögum og á öðrum tyllidögum. Þá vildi hún gera sér dagamun, henni fannst að það þyrfti að brjóta upp hvers- dagsleikann og nauðsynlegt að gera sér dagamun og spila dæg- urlög. Þó hún lægi fárveik í rúminu fyrir jólin, þá varð jóla- skrautið og puntið að fara á sinn stað og á réttum tíma, gat verið svolítið ýtin og fylgin sér en alltaf svo þakklát fyrir allt sem gert var fyrir hana. Hún hafði dálæti á því að hafa fínt í kringum sig og breyta svolítið til. Hún var punturófa í eðli sínu og einstaklega glysgjörn, henni fannst líka sérstaklega gaman að fuglum og allskonar fígúrum, dvergum og jólasvein- um, það gat verið unun að hlusta á hana hlæja að þessum fígúrum, henni fannst svo gam- an að þeim. Hún var flökkutóa og fannst gaman að fara í bíltúr og ferðalög. Hún vildi helst allt- af vera á ferðinni, þau voru ófá ferðalögin og veiðiferðirnar sem við fórum með þeim, henni og Jóa, þau áttu líka sumarbústað sem við dvöldum ekki svo sjald- an í með þeim, þetta voru góðir tímar. Hún var líka stór partur af okkar daglega lífi og þegar eitthvað var um að vera var hún alltaf með og alltaf til staðar fyrir sitt fólk. Hún var yndisleg kona, hvatti mann áfram og það var hún sem hvatti mig til að fara til útlanda að læra þegar ég var með samviskubit yfir því að fara frá öllu og öllum, hún sagði ef þú gerir það ekki núna ferðu aldrei, þetta er ekki svo langur tími, drífðu þig bara svonnna hmm. Hún var nú ekki fyrir það að vera að hanga yfir hlutunum heldur átti að drífa þá áfram. Ég á eftir að sakna þín, mín kæra, þú ert búin að vera svo stór partur af lífi mínu síðast- liðin 40 ár. Ég bið Guð að geyma þig, elsku Amma og takk fyrir allt og allt. Já, þú varst sko sannkölluð Amma með stóru A. Þín Hrönn. Kristrún Guðjónsdóttir Sigurður Runólfsson ✝ Sigurður Runólfsson fæddist 9. júní1935. Hann lést 22. apríl 2016. Útför Sigurðar fór fram 2. maí 2016. Ég er bara ég en þú varst sterka sálin en það er munur á sorgar- og gleðitári og er ég sleppi seinasta andanum verð ég bara fótspor í sandinum svo ég sleppi því að slást fyrir virðingu og óska þess ég verði að góðri minningu. Sigurður Óskar. Margar minn- ingar koma upp í hugann nú þegar við kveðjum afa Odd. Hann var góður afi, gaf sér alltaf tíma fyrir okkur barnabörnin, var stoltur af okkur og hikaði ekki við að segja okkur það. Það var alltaf gaman að heimsækja hann, hvort sem það var í vinn- una hans í Rafveitunni, heim á Háaleitisbrautina eða síðasta árið á Grund þar sem honum leið svo vel. Hann átti alltaf jólakökur og kleinur í frystinum og ef við birtumst óvænt í heimsókn voru kræsingarnar iðulega borðaðar frosnar. Jólin voru ómissandi án afa. Hann skreytti íbúðina sína svo fallega á hverju ári og lítil silf- urlituð kirkja sem afi hafði smíðað var í miklu uppáhaldi hjá okkur barnabörnum og seinna hjá barnabarnabörnum. Hangikjötsboðið í hádeginu á jóladag þótti ekki síðra en sjálfur aðfangadagur en há- punktur jólafrísins var þegar afi fór með okkur á jólaball í Oddur G. Jónsson ✝ Oddur Guð-mundur Jóns- son fæddist 2. jan- úar 1926. Hann lést 2. maí 2016. Útför Odds fór fram 10. maí 2016. Rafveitunni. Í minningunni vor- um við alltaf mætt fyrst, enda var afi mjög stundvís maður. Á hverju hausti lengi vel fórum við fjölskyldan í sum- arbústað Rafveit- unnar á Úlfljóts- vatni. Þetta voru ógleymanlegar helgar og eftirvæntingin var mikil. Á laugardagskvöldinu myndaðist sú hefð að afi og pabbarnir fóru út í lítinn skóg við bústaðinn að næturlagi og léku úlfa. Spennan sem mynd- aðist í maganum á litlum börn- um þegar fyrsta gól kvöldsins heyrðist og haldið var út í skóg að leita að úlfunum mun seint líða úr minni okkar. Þá var mikið hlegið eitt árið þegar afi, sem var sannarlega nýtinn maður, mætti með saltstangir í ferðina sem hann fann inni í búri og voru næstum 15 ára gamlar. Nú er afi Oddur hjá ömmu Ernu, sem hann saknaði svo mikið öll þessi ár. Þau munu bæði eiga sérstakan stað í minningum okkar. Erna Heiðrún, Gunnhildur Vala, Arna Margrét, Val- gerður Anna, Agnes Nína, Liam Jared, Ramla Isa- belle og Oddur Krummi. Elsku Villi. Ég get varla sest niður til að minnast þín, það er svo sárt að þú sért farinn frá okkur. Èg sagði við þig þegar ég kvaddi þig og þú varst að fara til Ameríku: „Vertu ekki alltof lengi, við viljum fá þig hingað heim aftur.“ Èg man þegar þú varst lítill drengur og við afi þinn fórum með ykkur fjölskyldunni í sum- arhús í Hollandi. Við stoppuðum við búð, allt í einu varst þú horfinn og við sáum þig hvergi. Þú hafðir sèð einhver leiktæki, farið þangað og sast í einu slíku í mestu róleg- heitum. Èg minnist annarrar ferðar með þér, þá fórst þú með mér og afa þínum vestur að djúpi. Við fórum fram að vatni í Laugardal að veiða, veðrið var frábært, vatnið eins og spegill og skóg- urinn ilmaði. Èg sat á bakkanum en þið vor- uð að veiða, veiðin var nú lítil en þessi ferð með þèr var svo skemmtileg, èg man hana alltaf. Þú varst alltaf svo hrifinn af Vilhjálmur Árni Sveinsson ✝ VilhjálmurÁrni Sveinsson fæddist 30. janúar 1985. Hann lést 10. apríl 2016. Vilhjálmur Árni var jarðsunginn 28. apríl 2016. veiðiskap, varst heilu dagana upp við Reynisvatn, mamma þín keyrði þig á morgnana og sótti þig á kvöldin. Þú lærðir að hnýta flugur og varst mjög áhuga- samur um það á tímabili. Þú hafðir áhuga á svo mörgu, tölvum, myndatök- um og ýmsu öðru. Þú lærðir einkaþjálfun og vannst við það í Ameríku þar sem þú bjóst síðustu árin. Takk fyrir allt, elsku Villi, minningin um þig mun lifa hjá okkur öllum. Þó sólin nú skíni á grænni grundu er hjarta mitt þungt sem blý, því burt varst þú kallaður á örskammri stundu, í huganum hrannast upp sorgarský. Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga og góða, svo fallegur, einlægur og hlýr, en örlög þín ráðin – mig setur hljóða, við hittumst ei aftur á ný. Megi algóður Guð þína sálu nú geyma, gæta að sorgmæddum, græða djúp sár, þó kominn sért yfir í aðra heima mun minning þín lifa um ókomin ár. (Höf. ókunnur.) Rebekka amma. Harpa Heimisdóttir Útfararstjóri Hrafnhildur Scheving Útfararþjónusta Kirkjulundur 19  210 Garðabær sími 842 0204  www.harpautfor.is Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, MARTEINN BRYNJÓLFUR HARALDSSON útgerðarmaður, Aðalgötu 15, Siglufirði, lést á Sjúkrahúsi Siglufjarðar þriðjudaginn 24. maí síðastliðinn. Útförin fer fram frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 4. júní klukkan 14. . Álfhildur Stefánsdóttir, Ólafur H. Marteinsson, Ása Árnadóttir, Haraldur Marteinsson, Kolbrún I. Gunnarsdóttir, Rúnar Marteinsson, Sigríður V. Vigfúsdóttir, Steinunn H. Marteinsdóttir, Halldór Hafsteinsson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar okkar elskulegu móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGURLAUGAR JÓHANNSDÓTTUR, (Lillu á Á), Siglufirði. . Jóhann Skarphéðinsson, Auður Halldórsdóttir, Björg S. Skarphéðinsdóttir, Tryggvi Árnason, Stefanía Skarphéðinsdóttir, Aðalsteinn Sveinsson, Aðalbjörg Skarphéðinsd., Guðjón Björnsson, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu, BIRGIT HELLAND. Sérstakar þakkir til heimahjúkrunar Karitas og starfsfólks blóðlækningadeildar 11G á Landspítalanum fyrir hlýja og góða umönnun. . Hreinn Frímannsson Finnur Hreinsson Kristín H.B. Einarsdóttir Frímann Hreinsson Knútur Hreinsson Dagný Hreinsdóttir Úlfar Þór Björnsson Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, systir og amma, SIGRÚN HLÍF GUNNARSDÓTTIR, Árskógum 2, lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 9. maí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Sérstakar þakkir færum við starfsfólkinu á Brekkubæ (Skógarbæ), sem sinnti henni af einstakri hlýju og alúð. . Kristjana Ósk Sturludóttir Alfreð Már Alfreðsson Karen Sturludóttir Úlfur Blandon systkini og barnabörn Elsku vinkona, nú er baráttu þinni lokið. Það er sárt að hugsa til þess að ég muni ekki fá að heyra í þér aft- ur, við áttum ófáar minningar saman sem ég er mjög þakklát fyrir. Við gátum endalaust spjallað, hlegið og gefið hvor Anna Dóra Combs ✝ Anna DóraCombs fæddist 12. janúar 1954. Hún lést 6. maí 2016. Útför Dóru fór fram 18. maí 2016. annarri góð ráð. Þú varst algjör bar- áttukona í þínum veikindum og dáð- ist ég að þér. Þú varst traust, yndis- leg og einstaklega skemmtileg vin- kona sem ég á eftir að sakna mikið. Hvíldu í friði, elsku Anna Dóra mín. Megi guð gefa fjölskyldu þinni styrk á þessum erfiða tíma. Þín vinkona. Sveinbjörg Halldórsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.