Morgunblaðið - 28.05.2016, Page 29

Morgunblaðið - 28.05.2016, Page 29
UMRÆÐAN 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MAÍ 2016 Í stjórnarskránni hefur meðmæl- andi því hlutverki að gegna, að lýsa því yfir hvern hann telji hæfan sem forsetaefni. Hins vegar er engin lagaheimild fyrir hugtakinu forseta- frambjóðandi. Þegar ég áttaði mig á þessu í forsetaframboði mínu vorið 1996, valdi ég að kalla mig væntan- legan forsetaframbjóðanda. Eftir að Hæstiréttur Íslands hafði staðfest niðurstöður kjörnefnda um hverjir uppfylltu skilyrði til að vera forseta- efni það ár, áttaði ég mig á því að hinn eini meðal forsetaefnanna sem hafði gert þetta rétt var Ástþór Magnússon; því hann hafði einungis tekið við undirskriftum meðmæl- enda og skilað inn til kjörnefnda og lýsti ekki yfir framboði fyrr en stað- festing Hæstaréttar lá fyrir. Þegar starfsmaður frá tímaritinu Séð og heyrt hringdi í mig í byrjun þessa árs sagði ég frá mikilvægi meðmæl- andans. Voru þessi orð mín birt skömmu síðar. Þetta þýðir að yfir- lýsingar um forsetaframboð og að kalla einhvern forsetaframbjóðanda eru án lagastoðar. Guðmundur Rafn Geirdal Bragason Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Meðmælandi hefur lagastoð en frambjóðandi ekki Tæplega getur talist ásættanlegt að fjöl- miðlar mismuni forsetaframbjóðendum og haldi útvöldum og þekktum ein- staklingum í sviðsljós- inu, ásamt því að vitna ómælt í ómarktækar skoðanakannanir sem eru viðhafðar af þröngsýni. Óþekktir frambjóðendur fá litla sem enga möguleika á að koma sínum skoð- unum og hugsjónum á framfæri eða fyrir hvað þeir standi. Það er nán- ast orðið „broslegt“ að hlusta á þáttastjórnendur ljósvakans tala vikum saman um að viðkomandi einstaklingur fái að koma sínum sjónarhornum að síðar. Bilið mun þar af leiðandi aðeins breikka enn frekar meðan hlut- drægni fjölmiða fær að þrífast með óbreyttum hætti. Fjölmiðlar lands- ins eru djúpt sokknir ef þeim er fyrirmunað að vilja að eðlilegt lýð- ræði og sanngirni eigi sér stað. Ef að líkum lætur endar þetta fyrir- komulag með því að kjósendur verða andhverfir og fá ómælda skömm á kosningunum og takmark- aðan vilja til að taka þátt í komandi forsetakosningum. Alþingi, ásamt samfélaginu í heild sinni, hlýtur að sjá sóma sinn í að leitast við að stöðva óréttlætið og að þrýst verði á að lýðræði ásamt eðlilegu kosningaferli fái að njóta sín þar sem jafnræði sem þrífst í réttarríkjum sé virt með vitrænum hætti. Hundraða milljóna forseta- kosning lýðveldis á ekki að geta fengið að eiga sér stað með sama hætti og á sér stað í svörtustu Afr- íku. Það er tæplega samboðið forseta- frambjóðanda og sagnfræðingi, Guðna Th., að túlka afleiðingar og uppgjör Icesave-samnings með vill- andi hætti og rangtúlka með áþekk- um formerkjum og fyrri ríkisstjórn stóð fyrir. Forysta þingflokks Sjálf- stæðisflokksins er þar heldur ekki að öllu leyti undanskilin ábyrgð. Málflutningur Guðna í síðdegisút- varpinu þess efnis að það hefði ver- ið í lagi að samþykkja samning Lee Buchheit þar sem þrotabú Landbankans stæði undir kröfum er rangur, villandi stað- reyndum hefur verið haldið fram af honum ásamt fleirum. Guðni veit betur en svo að innistæður þrotabúa Landsbankans stóðu ekki undir að greiða Isesave-samninginn. Í besta falli hefði verið hægt að greiða helm- ing af kröfum í þrotabú bankans hefði samningur- inn verið staðfestur af forseta, að auki áttu eftir að bætast við umtals- verðar vaxtagreiðslur sem voru og eru verulega vanmetnar af tals- mönnum þeirra sem vildu sam- þykkja Icesave – og þeirra á meðal er Guðni. Forsetaframbjóðandi sem rang- túlkaði gerðir ríkisstjórnar Sam- fylkingar og Vinstri grænna gagn- vart Icesave er vart hæfur til að gegna forsetaembætti með því að hagræða staðreyndum með villandi hætti og hvítþvotti. Lágmarkskrafa er að forsetaframbjóðandi, hver svo sem hann er, komist ekki upp með rangtúlkanir og geti nánast átt drottningarviðtöl við fréttamenn eða bitlausa þáttastjórnendur sem eru illa upplýstir um staðreyndir. Flestum sem hafa fylgst með þjóðfélagsumræðunni undangengin ár er ljóst að Guðni dró taum frá- farandi ríkisstjórnar. Guðni yrði maður að meiri að viðurkenna að hann hefði verið að hluta til hlið- hollur Samfylkingarvængnum og hafði takmarkaðan vilja til að mál- skotsrétti væri beitt af forseta sem mótvægi gagnvart sitjandi rík- isstjórn. Forsetaframbjóðandinn Davíð Oddsson er svo sem heldur ekki á lygnum sjó, enda þjóðþekktur og oft á tíðum ekki mikil lognmolla í kringum störf hans. Trúverðugleiki rithöfundarins Andra Snæs virðist rýr, ein bók á tíu árum ásamt því að þiggja listamannalaun árum saman. Halla Tómasdóttir hefur verið bendluð við Baugsveldið sem hand- bendi Jóns Ásgeirs, sé tekið mark á 2007-uppákomum, að ógleymdu óheppilegu myndbandi sem Hannes Hólmsteinn kom á framfæri á vefn- um í vor og tók nánast forsetahug- sjón hennar af lífi í fæðingu. Forsetaframbjóðendur verða að standa undir orðum sínum og fyrri mistökum sem koma upp á yf- irborðið þó svo það sé ekki alltaf á jákvæðum nótum. Ómældar ofsóknir sem forseti hefur þurft að þola eru með ólík- indum, þó svo hann hafi nánast skorið þjóðina úr snörunni, því ör- birgð hefði blasað við hefði Icesave- samningur gengið eftir. Lágmarks- krafa er að fjölmiðlar mismuni ekki frambjóðendum og leyfi fyrri gerð- um og staðreyndum að koma fram með sem óhlutdrægustum hætti. Þjóðin þarf að fara að átta sig á að forseti lýðveldisins getur aldrei verið sameiningartákn allra miðað við óbreytta stjórnarskrá og/eða orðið sammála um hvernig mál- skotsrétti skuli beitt af forseta í stærri ágreiningsmálum. Fyrrver- andi forseti, Vigdís Finnbogadóttir, sýndi að hún hafði ekki vilja eða bit sem forseti til að virkja málskots- réttinn í stórum ágreiningsmálum sem stjórnarskráin bauð upp á, gengi þingræðið þvert á þjóðarvilja sem átti sér oftar en einu sinni stað. Fréttamiðlar þurfa að sýna meiri óhlutdrægni og kappkosta að jafn- ræði gagnvart frambjóðendum sé til staðar og upplýsa þjóðina fyrir hvað óþekktir forsetaframbjóð- endur standi og vilji áorka. Það þarf kjark til að fara gegn straumn- um þvert á hagsmunaöfl og annað skrum sem þrífst um allt sam- félagið og alltof margir láta stýrast af. Samfélagið á ekki að líða það að fráfarandi forseti geti þegið eft- irlaun áratugum saman, sem gætu numið milljörðum séu frambjóð- endur ungir, ásamt öðum eft- irlaunum þó svo setið sé aðeins eitt kjörtímabil. Hlutdrægni fjölmiðla er mikil Eftir Vilhelm Jónsson » Fréttamiðlar sem vilja vera trúverð- ugir ættu ekki að leyfa sér að draga taum eins frambjóðanda fram yfir aðra með afgerandi og skipulögðum hætti. Vilhelm Jónsson Höfundur er fjárfestir. Ármúla 24 • S: 585 2800Opið virka daga 10 -18, laugardaga 11- 16. – www.rafkaup.is Úrval útiljósa Ernesto Inarkiev sigraðiglæsilega á Evrópumótieinstaklinga sem lauk íGjakova í Kosovo sl. mánudag. Hann hlaut 9 vinninga af ellefu en í 2. sæti varð Lettinn Kova- lenko með 8 ½ vinning og í 3.-5. sæti urðu Jobava, Navara og Vallejo Pons með 8 vinninga. Alls voru 23 sæti í boði í heimsbik- arkeppni FIDE og fyrir lokaumferð- ina var Héðinn Steingrímsson í fær- um á að ná því sæti ef hann ynni. Hann hafði hvítt gegn Rússanum Evgení Najer en tefldi byrjunina ónákvæmt og tapaði. Héðinn hlaut 6 ½ vinning, Hannes Hlífar og Björn Þorfinnsson fengu báðir 6 vinninga og Guðmundur Kjartansson 5 ½ vinning. Einungis Héðinn náði að bæta „ætlaðan“ árangur sinn. Hann hefur margt til brunns að bera á skáksv- iðinu en hefði sennilega aukið mögu- leika sína með þátttöku í fleiri mót- um á undirbúningsferlinum. Þá þarf hann að huga betur að skapandi hlið skáklistarinnar. Framan af gekk hvorki né rak hjá honum en í seinni hlutanum sótti hann í sig veðrið og vann m.a. hinn fræga Alexander Bel- javskí: EM einstaklinga 2016; 10. um- ferð: Héðinn Steingrímsson – Alexand- er Beljavskí Ítalski leikurinn 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bc4 Bc5 4. c3 Rf6 5. d3 d6 6. O-O O-O 7. He1 a6 8. Bb3 Ba7 9. h3 Re7 10. Rbd2 Rg6 11. Rf1 Be6 12. Rg3 h6 13. d4 Rh7 14. Be3 exd4 Það er í þessari uppskiptahrinu sem Beljavskí missir þráðinn. 15. Rxd4 Bxb3 16. Dxb3 Re5 17. Dxb7! Seilist eftir „eitraða peðinu“. Bel- javskí tekst ekki að sýna fram á nein- ar bætur. 17. … Dd7 18. Db3 Hab8 19. Dc2 Rc4 20. Bc1 d5 21. b3 Re5 22. exd5 Dxd5 23. Be3 Bxd4 24. Bxd4 Rc6 25. Be3 f5 26. Had1 Df7 27. Re2 Óþarfa varkárni. Eftir 27. Bc5! er svarta staðan gjörtöpuð. 27. … Re5 28. c4 Hfe8 29. Rf4 Rg5 30. Kh1 Hbd8 31. Hxd8 Hxd8 32. Rd5 Rg6 33. Dc1 Re6 34. f3 c6 35. Rb4 Db7 36. Dc3 Rgf8 37. Rd3 Dc7 38. b4 a5 39. bxa5 c5 40. Bg1 Ha8 41. He5 Hxa5 42. De1 Db6 43. a3! Laglegur leikur. Svartur getur sig hvergi hrært. 43. … g6 44. Hd5 Hxa3 45. Rxc5 Ha2 46. Rxe6 Dxe6 47. He5 Dd7 48. He8 Kf7 49. Hb8 Dd2 Tapar strax en aðrir leikir eru jafn vonlausir. 50. De8+ - og Beljavskí gafst upp. Feðgar í landsliðsflokki Keppni í landsliðsflokki Skák- þings Íslands hefst í Tónlistarskóla Seltjarnarness nk. þriðjudag, 31. maí. Athygli vekur að Jóhann Hjart- arson er aftur meðal keppenda og Íslandsmeistarinn Héðinn Stein- grímsson er einnig skráður til leiks. Í fyrsta sinn í skáksögunni eru feðg- ar meðal þátttakenda, Örn Leó Jó- hannsson og Jóhann Ingvason. Keppendalistinn í elo-stigaröð: 1. Hjörvar Steinn Grétarsson 2. Héðinn Steingrímsson 3. Jóhann Hjartarson 4. Guðmundur Kjart- ansson 5. Jón Viktor Gunnarsson 6. Bragi Þorfinnsson 7. Björn Þor- finnsson 8. Davíð Kjartansson 9. Einar Hjalti Jensson 10. Guð- mundur Gíslason 11. Örn Leó Jó- hannsson 12. Jóhann Ingvason. GAMMA styður Meistaramót Skákskóla Íslands Keppni á Meistaramóti Skákskóla Íslands í flokki keppenda með 1600 elo-stig og minna lauk um síðustu helgi með sigri Stefáns Orra Davíðs- sonar sem er aðeins 9 ára gamall. Stefán hlaut 6 ½ vinning úr átta skákum og varð vinningi fyrir ofan næstu menn. Keppni stigahærri flokknum hófst svo í gær og mótinu lýkur á morgun, sunnudag. Þá mun Agnar Tómas Möller frá GAMMA, aðalstyrktaraðila mótsins, afhenda verðlaun en fimm farmiðavinningar eru í boði í hinum ýmsu styrk- leikaflokkum. Þurfti sigur í lokaumferðinni Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.