Morgunblaðið - 28.05.2016, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 28.05.2016, Blaðsíða 52
LAUGARDAGUR 28. MAÍ 149. DAGUR ÁRSINS 2016 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 888 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR. VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Selja ef hundurinn þarf að fara 2. „Ég varaði hann við“ 3. Flugmaður sýndi stórkostlegt gáleysi 4. Fegurðardrottning falsaði vottorð  Hin þjóðkunna hljómsveit Trúbrot heldur tvenna tónleika í kvöld á Græna hattinum á Akureyri, þá fyrri kl. 20 sem uppselt er á og þá seinni kl. 23. Mun hún flytja plötuna Lifun í heild sinni og að auki úrval af lögum sínum öðrum. Hljómsveitina skipa bæði upphaflegir meðlimir og aðrir tónlistarmenn: Gunnar Þórðarson sem leikur á gítar og syngur, Magnús Kjartansson sem leikur á píanó og syngur, Eyþór Gunnarsson, sem leik- ur á Hammondorgel, Jóhann Ás- mundsson bassaleikari, Gunnlaugur Briem trommuleikari, Friðrik Karls- son gítarleikari, Stefán Jakobsson söngvari, Stefanía Svavarsdóttir söngkona og Andri Ólafsson söngvari sem syngja einnig bakraddir og Pétur Grétarsson sem leikur á slagverk. Morgunblaðið/Ómar Tvennir tónleikar með Trúbroti  Nýtt sumarleikár Frystiklefans í Rifi hefst 1. júní og stendur út ágúst. Fimm leiksýningar verða fluttar í hverri viku og að auki mun leikhúsið taka við sérpöntunum á leiksýningum. Frystiklefinn hefur ráðið fjóra atvinnu- leikara sem taka þátt í sýningum hússins og öðrum verk- efnum í sumar en þeir eru Anna Margrét Káradóttir, Ásgrímur Geir Logason, Júlíana Sara Gunnarsdóttir og Vala Kristín Egils- dóttir en Kári Við- arsson, eigandi og listrænn stjórnandi húss- ins, er einnig í hópi leikara. Frystiklefinn ræður til sín fjóra leikara FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hæg sunnanátt og léttskýjað nyrðra og eystra, en annars skýjað og rigning vestast. Hiti víða 8 til 13 stig, en 15 til 20 stig norðaustantil. Á sunnudag Suðlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s, skýjað vestantil og dálítil rigning við sjávarsíðuna, en annars bjartviðri. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast í innsveitum norðaustantil. Á mánudag Hægviðri og skýjað, en hlýnandi veður. Á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag Suðlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og skýjað með köflum, en þurrt að mestu. Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson stefnir á að yfirgefa lið sitt, Charlton, eftir EM í í knatt- spyrnu í Frakklandi í sumar. Hann mun þó ekki láta það trufla sig á mótinu sjálfu: „Ef ég væri að fara á þetta mót til að sýna sjálfan mig og gera allt upp á eigin spýtur myndi ekkert ganga. Þetta er liðsíþrótt,“ segir Jóhann Berg. »1 Okkur gengur best þegar við spilum sem lið Flestir stuðningsmenn Man- chester United fagna því að José Mourinho hafi verið ráð- inn knattspyrnustjóri félagsins. Skoðanir Sir Alex Ferguson og Sir Bobby Charlton urðu undir en almennt er talið að þeir telji Mourinho ekki henta United. Þeir vilja sjá stjóra sem byggir upp til lengri tíma en Mour- inho er ekki þekktur fyrir mikla þol- inmæði. »4 Skiptar skoðanir um Mourinho Er röðin loksins komin að Veszprém? Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Vignir Björnsson, umboðsmaður Morgunblaðsins á Blönduósi, skaut ref á færi inni í miðjum bæ þar nyrðra. Þetta gerðist þegar hann var á ferðinni aðfaranótt síð- astliðins miðvikudags að dreifa blaðinu til áskrifenda. „Blaða- bunkinn að sunnan var kominn hingað um klukkan hálf fjögur um nóttina og þá fór ég beint í út- burðinn,“ segir Vignir. „Ég var á móts við lögreglustöðina, sem er vestanmegin við Blöndubrúna, þegar rebbi kom skokkandi. Ég þurfti aðeins að elta dýrið smá spotta en þegar það birtist að nýju var refurinn kominn með egg í skoltinn. Haglabyssan var í bíln- um eftir veiðiskap fyrr um nóttina og því greip ég hana upp, miðaði á dýrið, greip svo í gikkinn, skotið reið af og rebbi féll um leið.“ Í fugla og egg á bökkum Blöndu Veiðiskapur af ýmsum toga er hálft líf og viðurværi Vignis. Yfir sumarið er hann veiðivörður við Blöndu og Svartá auk þess að vera refaskytta Blönduósbæjar og Skagabyggðar. „Síðustu árin hafa sum sveitarfélög ekki lagt jafn- mikla áherslu og áður á að halda refnum í skefjum vegna sparnað- ar. Fyrir vikið hefur refnum fjölg- að talsvert, enda virðir hann engin landamæri,“ útskýrir Vignir. Í kringum Blönduós leitar refurinn mikið niður að bökkum Blöndu þar sem hann kemst í æti eins og fugla og egg. „Refurinn sem ég skaut núna í vikunni var niðri við Blöndu, þar sem gæsin heldur sig mikið. Þar verpir hún í stórum stíl og liggur nú á eggjunum í hreiðr- um,“ nefnir Vignir sem síðan í mars hefur veitt alls þrettán refi. Þegar svo líður á júnímánuð byrj- ar grenjavinnslan. Þá er legið við greni sem geta til dæmis verið al- veg frá fjöru til fjallsbrúna, og þá er refurinn á fullu að veiða fyrir yrðlinga sína. Slapp í fjögur sumur „Að liggja á grenjum að nóttu, því fylgir mikill spenningur. Oft eru menn tveir saman í þessu, svo annar geti dottað sé ekkert að gerast. Mér finnst þetta hins veg- ar svo spennandi að mér kemur aldrei dúr á auga. Í fyrra vann ég greni þar sem refurinn hafði sloppið frá mér í fjögur sumur. En það tókst að lokum að drepa ref- inn, þolinmæðin þrautir vinnur all- ar. Annars er mjög áhugavert að fylgjast með atferli rebba og tákn- máli hans. Stundum gaggar tófan fallega en gargar þegar yrðling- arnir fá skilaboð um að hætta sé á ferð. Þetta dýr er alveg óvitlaust,“ segir Vignir sem telur mikilvægt að halda vargdýrum í skefjum, enda geti þau unnið mikinn usla til dæmis á sauðfé bænda. Stund- um vanti bændur tugi lamba eftir sumarið, sem þá væntanlega hafa mörg orðið refnum að bráð. „Ég lenti í bílslysi fyrir nokkr- um árum og hef aldrei náð mér til fulls síðan. Með æfingum og þjálf- un held ég í horfinu. Útivera og göngur hjálpa mér mikið, til dæm- is veiðimennskan og útburður á Morgunblaðinu,“ segir Vignir á Blönduósi að síðustu. Blaðberinn á Blönduósi skaut ref á færi Morgunblaðið/Sigurður Bogi Skyttan Vignir Björnsson vígalegur með rebbann með gæsaregg í skolti.  Var að dreifa Morgunblaðinu  Með byssu í bílnum nærri lögreglustöðinni Að fella ref inni í miðjum bæ nú í vikunni var endurtekinn leikur hjá Vigni, sem fyrir ári skaut tófu fyrir utan elliheimilið Flúðabakka. „Þá var at- burðarásin nokkuð svipuð því sem var núna, nema að í fyrra taldi ég fyrst að tófan væri köttur,“ segir Vignir sem hefur verið skytta Blönduósbæjar allt frá árinu 1997. Eftirtekja Vignis eftir hvert veiðitímabil, sem er frá 1. maí til júlíloka, hefur oft verið 40-50 dýr. Fyrir skottið af hverju fullorðnu dýri greiðir sveitarfélagið 8.000 krónur en yrðlingurinn leggur sig á 2.000 krónur. Endurtekinn leikur á árbakka EFTIRTEKJA HVERS ÁRS ER GJARNAN 40-50 DÝR Margir telja að röðin sé komin að Aroni Pálmarssyni og félögum hans í Veszprém að vinna Meistaradeild Evrópu í handknattleik. Úrslitahelgin er leikin í Köln um helgina og stuðn- ingsmenn Vesprém og ungverskir fjölmiðlar gera kröfu um sigur. Í veg- inum eru Kiel, PSG og Kielce. »2-3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.