Morgunblaðið - 28.05.2016, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 28.05.2016, Blaðsíða 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MAÍ 2016 ✝ Tryggvi Stef-ánsson fæddist á Hallgilsstöðum í Fnjóskadal 30. des- ember 1936. Hann lést á Dvalarheim- ilinu Hlíð 15. maí 2016. Hann var sonur hjónanna Stefáns Tryggvasonar frá Arndísarstöðum í Bárðardal og Hólmfríðar Sigurðardóttur frá Ystafelli í Kinn. Tryggvi var yngstur sjö systkina. Þau eru: Áslaug, f. 1922, d. 2006, Ásdís, f. 1923, Hermann Helgi, f. 1926, d. 1955, Sigurður, f. 1928, d. 2006, Kristbjörg, f. 1932, d. 1992, og Elín, f. 1935. maður Sigurjón Hilmar Jónsson. 3) Aðalbjörg, f. 1966, gift Sig- urði Hlyni Snæbjörnssyni og eiga þau þrjú börn: a) Kristín Ingibjörg, f. 1990, sambýlis- maður hennar er Óskar Árna- son. Þeirra börn eru Hlynur Agnar, f. 2011, og Árni Sólon, f. 2014. b) Tryggvi Snær, f. 1992. c) Starkaður Snær, f. 1997. 4) Helgi Viðar, f. 1969, kvæntur Önju Müller og eiga þau tvö börn. Tryggvi bjó alla sína ævi heima á Hallgilsstöðum fyrir ut- an þrjá vetur á Héraðsskólanum á Laugum í Þingeyjarsýslu. Auk búskapar tók Tryggvi mikinn þátt í ýmsum félagsstörfum, auk þess sem hann hafði gaman af söng og var um tíma í ýmsum kórum. Hann stundaði íþróttir á yngri árum og var alla tíð mikill áhugamaður um útivist og nátt- úru Íslands. Útför Tryggva fer fram frá Hálskirkju í Fnjóskadal í dag, 28. maí 2016, klukkan 14. Árið 1959 kvænt- ist Tryggvi eftir- lifandi eiginkonu sinni, Kristínu Ingi- björgu Ketilsdóttur frá Stafni í Reykja- dal, f. 14. desember 1939. Þau eignuð- ust fjögur börn. Þau eru: 1) Ketill Ingvar, f. 1960, sambýliskona Guð- rún Valgerður Ásgeirsdóttir. 2) Stefán, f. 1961, kvæntur Ósk Helgadóttur og eiga þau þrjú börn: a) Hannes Garðar, sambýliskona hans er Eva Grétarsdóttir, b) Sævar Páll, eiginkona hans er Björg María Jónsdóttir og c) Sig- urbjörg Arna, f. 1995, sambýlis- Glettnisglampi í augum, þétt handartak og hrjúf vinnulúin höndin gáfu mér góða tilfinningu er ég fyrst hitti minn verðandi tengdaföður fyrir rúmum 30 ár- um, eitthvað sagði mér að okkur kæmi til með að lynda. Tryggvi var náttúrubarn og unni landinu sínu, Íslandi. Blóm- in, fuglarnir, landið og lækirnir voru hans ástríða. Sumir staðir höfðu í huga hans yfir sér ákveð- inn ljóma og var Flateyjardalur þar í sérflokki. Það þurfi aldrei að hvetja hann til fararinnar þegar til stóð Heiðarferð og hann þekkti þar hverja þúfu eins og lófann á sér. Oft hef ég óskað að ég myndi þó ekki væri nema brot af því sem hann fræddi mig um örnefni og líf fólksins sem þar áður bjó. Ég heillaðist einnig af stórbrotinni náttúru Flateyjardalsins og það átti síst eftir að minnka þegar hann opnaði þar fyrir mér dyrnar að heimi smalans á Dalnum. Tryggvi á langan starfsdag að baki, fulltrúi kynslóðar sem ólst upp við að vinna væri dyggð og féll honum aldrei verk úr hendi. Væri ekkert sérstakt sem lá fyrir varðandi búverkin, brá hann sér í fuglamerkingar, berja- eða gra- samó, hann átti alltaf áhugamál í bakhöndinni. Ef ekki viðraði til útivistar var oft hægt að ganga að honum vísum í smíðakompunni, þar sat hann löngum og tálgaði hnífa og skeiðar úr tré. Hann var með eindæmum bóngóður maður, eldhugi og með ósérhlífnustu mönnum sem ég hef kynnst. Auk bústarfa hlóðust á hann margvís- leg félagsstörf sem hann sinnti af einurð. Tengdafaðir minn var pólitískur og hafði sterkar skoð- anir á mönnum og málefnum, maður sem setti svip á umhverfi sitt og hjarta hans sló með þeim er minna máttu sín. Það skilaði sér á stundum inn í búskapinn er fyrir kom að hann lét lifa lamb að hausti sem erfitt hafði átt upp- dráttar að vorinu og innistæða til ásetnings því til handa frekar til- finningaleg, en að þar hefði rækt- unarlegt gildi eða fjárhagslegur ávinningur ráðið ákvarðanatöku. Hann leit oft til mín í „litla hús- ið“ þar sem fjölskylda mín bjó fyrstu árin. Það voru góðar stundir og fyrir þær verð ég ævarandi þakklát. Hann hafði leiftrandi húmor, var mikill sagnamaður, honum var tamt að vitna í sögupersónur bókmennt- anna og gat dregið þar upp svo ljóslifandi myndir að maður fann nánast fyrir návist persónanna. Bör Börsson og góði dátinn Svejk urðu vinir mínir með tímanum og fleiri góðir áttu eftir að bætast í kunningjahópinn eftir því sem ár- in liðu. Tryggvi var félagslyndur og mikill söngmaður, raddsterkur og á góðum stundum söng hann af svo mikilli innlifun að það virtist bergmála milli fjallanna. Þá var bóndinn á Hallgilsstöðum í essinu sínu, að slá eða snúa heyi í flekkn- um, á gamla Massa, leið vel og leyfði sér að njóta. Hann ætlaði sér aldrei að verða bóndi, hugur hans stefndi til mennta. Tvo vetur nam hann við Héraðsskólann á Laugum, en hugðist síðan halda til Noregs og nema þar garðyrkju – og grænmetisræktun. Örlögin höguðu því hins vegar svo að hann tók við búi á Hallgilsstöðum ásamt Kristínu Ingibjörgu Ket- ilsdóttur (Dinnu), konu sinni, sem staðið hefur eins og klettur við hlið manns síns í meira en hálfa öld. Ég kveð tengdaföður minn með þökkum fyrir góð kynni, gott samstarf sem og samskipti öll á liðnum árum. Ósk Helgadóttir. Tengdaföður mínum kynntist ég fyrst sumarið 2004 þegar ég kom í fyrsta skipti til Íslands. Allt frá fyrstu kynnum okkar var hann mér afar hlýr og tók mér opnum örmum inn í fjölskylduna. Í upphafi töluðum við eingöngu saman á ensku sem hann hafði greinilega gaman af. Hann sagði mér oft frá ýmsu sem snerti ís- lensk dýr, þar á meðal um land- námshænurnar sem hann átti sjálfur og hafði af þeim mikla ánægju. Sjálfur hafði hann pass- að hænur sem drengur þegar hann var að alast upp á Hallgils- stöðum og kann það að skýra þann áhuga sem hann hafði ætíð á hænum. Hann uppfræddi mig því strax um margt um landið, dýrin og umhverfið. Mér féll það svo vel í fari hans hvað hann talaði af mik- illi hlýju og virðingu um dýrin, þ. á m. kindurnar og ekki hvað síst hundinn Þorra sem var alltaf með honum, hvort sem Tryggvi var í smalamennsku, uppi í gamla bæ að tálga ausur, flokka rófur eða jafnvel þegar hann fékk að koma inn í stofu og var vinskapur þeirra greinilega gagnkvæmur. Ég man afar vel eftir öllum ferðunum sem ég fékk að fara með út í Flateyjardalsheiði þar sem hann talaði oft um forn eyði- býli og um líf íbúanna þar af mik- illi þekkingu og virðingu fyrir erf- iðum kjörum í harðbýlli sveit. Ég man sérstaklega vel eftir síðustu ferðinni með honum sumarið 2014. Meðal annars fengum við okkur hressingu á þeim stað sem var honum sérstaklega kær og heitir Véskvíar. Á haustin fór Tryggvi oft í berjamó upp í brekkurnar fyrir ofan bæinn og man ég vel eftir safaríku bláberjunum sem hann gaf okkur. Foreldrar mínir komu hingað fimm sinnum í heimsókn, auk systra minna sem heimsóttu m.a. tengdaforeldra mína. Alltaf tók hann á móti fjölskyldu minni af mikilli vináttu og alltaf var stutt í grínið hjá honum. Hann var afar hændur að Elísu litlu, eldri dóttur okkar Helga. Því miður entist honum ekki heilsa til að kynnast Hönnu, yngri dótturinni, en við munum ætíð minnast afa þeirra af þeirri djúpu virðingu sem hann á skilið. Anja. Það er einhvern veginn alltaf sól þegar ég hugsa um afa. Það var rétt eftir hádegi. Sólin hátt á lofti, fuglarnir sungu, loftið ilmaði af þurru heyi og afi var að syngja einhvern lagstúf fyrir hvern þann sem vildi hlusta. Hann var algjörlega í sínum eigin heimi, í fullri sátt við menn og guði og strákslegur prakkara- svipurinn, skein úr andlitinu. Það var eins og hann væri að hugsa um eitthvað alveg sérstak- lega fyndið og biði nú eftir rétta augnablikinu til að segja manni frá því. Stundum söng hann fyrir mann stutta laglínu og spurði svo: „Eru ykkur ekki kennd ljóð í skól- anum?“ Ég svara: Nei … bara reikningur og landafræði. „Nú jæja,“ segir hann. „Hvaða fjall er þetta þá?“ Hann benti út í loftið, með prakkarasvipinn skín- andi úr hverri hrukku. Ég vissi það ekki heldur. „En þessi fugl?“ segir hann og bendir á spóa sem stendur ráð- villtur upp úr túninu, eins undr- andi og spói getur verið þegar hann er allt í einu orðinn mið- punktur athyglinnar en hafði ekki verið að fylgjast með fram að þessu. Spóagaukur! segi ég stríðnislega og bíð eftir viðbrögð- um frá afa. Hann skellti upp úr, brosti og sagðist aldrei hafa séð slíkan fugl fyrr. Ég held hann sé að plata. Afi veit allt. Hann þekkir hverja þúfu og þúst. Hvert strá og stjörnur. Öll dýrin og fuglarnir eru vinir hans. Nema kannski minkurinn. Hann er „bölvað óféti“ finnst hon- um. Hann jós og sletti úr sínum botnlausa viskubrunni og reyndi af þolinmæði að kenna manni ljóð og gömul orð í bland við dýranöfn og staðhætti. Á meðan dólum við um heima- túnið á gamla Massa Fergusson. Dagurinn var ekki nógu langur til að meðtaka þetta allt í einu. Og svo var allt í einu komið kvöld. Fuglarnir voru lagstir á hreiðrin sín og hættir að kvabba, heyið komið í hús og heima beið veisla hjá ömmu. Það er alltaf gott að borða hjá ömmu og afa. Þetta var góður dagur. Takk fyrir mig, afi. Hannes Garðar Stefánsson. „Sælinú!“ er líklega það orð sem minnir mig mest á afa. Alltaf glaðleg upphrópun, fylgt eftir með breiðu brosi. Það er svo margt sem ég gæti sagt um hann afa minn. Hann var fyrir það fyrsta ótrú- lega þolinmóður, nennti enda- laust að hafa litla skottu í eftir- dragi sem spurði um allt og ekki neitt, en aldrei skorti svör hjá honum afa. Hann vissi nefnilega allt. Hann vissi hvað fuglarnir hétu, hvaða hljóð þeir gáfu frá sér, hvernig hreiðrin þeirra voru gerð og hvað þeir ætu. Hann þekkti hvert einasta strá, hvort sem það var í hlöðunni, uppi í fjalli eða úti á Heiði. Hann þekkti hvern hól og hverja þúfu á Heiðinni og heima, öll örnefni og uppnefni. Afi virtist líka kunna utanbókar öll helstu ljóð sem höfðu verið ort á íslensku og gat þulið Gunnarshólma hikstalaust. Ég reyndi eftir fremstu getu að draga í mig allar þessar upplýsingar, því ekki þótti manni leiðinlegt að geta slegið um sig með stórum orðum eins og vallarfoxgras og fálkapungur. Við fórum saman á vorin og leituðum að hreiðrum og töldum fuglana í Ármótunum, drukkum malt gegnum strá og hann kenndi mér listina að kveðast á. Stundum slóst Þorri gamli með í för og ekki var það nú verra, enda vandfund- inn betri félagi. Afi sagði mér oft að kindur og kýr væru undirstaða lífs á Íslandi. Án þeirra hefðu landnámsmenn- irnir aldrei getað lifað hér og við ættum þeim tilveru okkar að þakka. Þess vegna væri talað um að mikilvægustu hlutirnir væru „ær og kýr“ manna. Afi var mikill dýravinur og náttúruverndar- sinni og brýndi það oft fyrir okk- ur yngri kynslóðinni hversu mik- ilvægt það væri að bera virðingu fyrir náttúrunni og dýrunum. Nema minknum, hann væri óféti. Hann var líka duglegur að minna mig á það að ég væri alls enginn eftirbátur bræðra minna fyrir það að vera stelpa. Þvert á móti hvatti hann mig alltaf, gjarn- an brosandi út í annað, til að láta þá aldrei eiga neitt inni hjá mér. Það væri ástæðulaust að láta þá komast upp með eitthvert múður þó þeir væru dálítið stærri en ég. Fjárflutningaferðirnar út á Heiði eru mér líka minnisstæðar. Þá vorum við Kristín oft með afa í bílnum með kerru aftan í, sungum hástöfum saman alla leiðina og „veiddum polla“ út um gluggann. Í því fólst að við Kristín hvött- um afa til að keyra sem hraðast yfir litla læki og stóra polla á veg- inum, héldum handleggjunum út um gluggann og reyndum að fá sem mest vatn á okkur, mæðrum okkar eflaust til lítillar ánægju. Afi kenndi okkur mörg lög í þessum ferðum okkar, enda var hann mikill söngmaður og söng lengi í karlakór með sinni djúpu og hljómmiklu rödd. Þegar hey- skapurinn byrjaði gat maður ansi oft brosað út í annað þegar afi keyrði framhjá á Massanum með múgavélina í eftirdragi og „Smaladrengurinn“ ómaði í gegn- um hávaðann frá tækjunum. Út um græna grundu gakktu, hjörðin mín. Yndi vorsins undu. Eg skal gæta þín. Sól og vor ég syng um, snerti gleðistreng. Leikið, lömb, í kringum lítinn smaladreng. (Steingrímur Thorsteinsson) Elsku afi minn, takk fyrir allt. Sigurbjörg Arna. Ég á ótal góðar minningar um afa minn. Það var yfirleitt nóg að gera hjá honum og ég fékk að skottast á eftir honum við úti- verkin og að hjálpa til við að gefa kindunum. Ferðirnar út á Heiði voru þó alltaf mest spennandi og margar þeirra sérstaklega minn- isstæðar. Á kvöldin spiluðum við lönguvitleysu. Við verkin rædd- um við um allt milli himins og jarðar. Afi hafði skoðanir á öllu og stóð aldrei á svari hjá honum. Hann var fróður, vitur og skyn- samur og lífssýn hans og viðhorf höfðu mikil áhrif á mig sem barn og hafa enn. Svo var alltaf stutt í brosið og hann var fljótur að sjá spaugilegu hliðarnar á hlutunum. Afi hafði fallega söngrödd og við sungum oft saman, sérstak- lega þegar Sibba frænka var með okkur. Ég var mikið í sveitinni hjá afa og ömmu sem barn og unglingur en í hvert sinn sem ég þurfti svo að fara heim kvaddi afi mig alltaf með því að segja mér að ég væri alltaf velkomin aftur, hve- nær sem ég vildi. Takk fyrir það og allt hitt, afi minn. Þegar lit á lyngi sé langar mig til fjalla. Minnist afa elta fé upp við Bratta-Hjalla. Ungur fyrstu ána fékk sem agnarlítill bróðir. Síðar hann í göngum gekk gamlar kindaslóðir. Hestar, fé og hundar inn í halarófu streyma. Er þá hjá mér afi minn, sem aldrei vil ég gleyma. (A.T.) Kristín Ingibjörg Hlynsdóttir. Nú skilur leiðir. Margs er að minnast þegar maður hugsar til baka um Tryggva afa. Það er fyrst að minnast allra ferðanna sem hann fór með okkur krakkana út á Flateyjardalsheiði, ýmist til að sækja rekavið sem við síðan kluf- um með honum í girðingarstaura, til að tína fjallagrös sem hann kenndi okkur svo að þurrka og meðhöndla, eða hreinlega til að sinna blessuðum kindunum. Ann- að sem stendur upp úr er hversu laginn hann var í höndunum. Það skipti litlu máli hvert verkefnið var, hvort sem það var að skera út gullfallega timburbáta handa barnabörnunum eða smíða með þeim lítið hús í skóginum við gamla bæinn. Alltaf voru verkefnin leyst af hendi með brosi og söng á vörum. Söngur og kvæði voru afa mjög hugleikin og aldrei var komið að tómum kofunum hjá honum þeg- ar maður vildi eitthvað vita um gamlar vísur, og jafnvel þegar komið var fram á síðustu ár þurfti ekki meira en að byrja á fyrstu línu Gunnarshólma og þá kom hann með framhaldið eins og hann hefði lært það í gær. Mér þykir við hæfi að láta fyrstu línur Gunnarshólma vera síðustu línuna mína hér: Skein yfir landi sól á sumarvegi, og silfurbláan Eyjafjallatind gullrauðum loga glæsti seint á degi. Við austur gnæfir sú hin mikla mynd hátt yfir sveit, og höfði björtu svalar í himinblámans fagurtærri lind. (Jónas Hallgrímsson) Sævar Páll Stefánsson. Tryggvi Stefánsson HINSTA KVEÐJA Elsku afi okkar er dáinn. Því miður var tíminn allt of stuttur til að fá að vera með þér. Við þökkum fyrir þann tíma sem við fengum og langar til að kveðja þig með broti úr ljóðinu „Fylgd“ sem pabbi sagði að þú hefð- ir alltaf haft dálæti á. Göngum langar leiðir, landið faðminn breiðir. Allar götur greiðir gamla landið mitt, sýnir hjarta sitt. Mundu, mömmu ljúfur, mundu, pabba stúfur, að þetta er landið þitt. (Guðmundur Böðvarsson) Frá yngstu barnabörn- unum þínum, Elísa Sofía Helgadóttir, Hanna Júlía Helgadóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir, sonur, bróðir og mágur, BIRGIR GRÍMUR JÓNASSON innanhússarkitekt, lést á Eisenhower sjúkrahúsinu í heimabæ sínum Palm Desert í Kaliforníu 30. apríl. Bálför hans hefur farið fram. Janet S. Jonasson, Jonas Leo Jonasson, Thor Jonasson, Halldóra Guðmundsdóttir, Björg Jónasdóttir, Halldór Þ. Sigurðsson, Jónas Bragi Jónasson, Catherine Dodd. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRA ÞORSTEINSDÓTTIR, Kirkjubraut 18, Seltjarnarnesi, lést á Borgarspítalanum þann 25. maí 2016. Útför hennar verður auglýst síðar. . Sigurþór Hallgrímsson Hafdís Sigurþórsdóttir Viðar Gunnarsson Guðbjörn Sigurþórsson Anna Bjarnadóttir Þóra Björk Sigurþórsdóttir Ragnar Kummer Oddný Hildur Sigurþórsdóttir Þorsteinn Ásgeirsson Sigurþór Sigurþórsson Solfrid Dalsgaard barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.