Morgunblaðið - 28.05.2016, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.05.2016, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MAÍ 2016 Lára, sem undanfarna þrjá mánuði hefur ásamt tveimur samstarfs- mönnum sínum farið gaumgæfilega í gegnum 17 þúsund póstkort í eigu safnsins. Elstu póstkortin einstök „Rauntalan er að vísu töluvert lægri því mörg eintök eru til af sum- um kortunum. Við völdum sýnishorn eða svokallaðar syrpur frá tilteknum útgefendum, ljósmyndurum eða teiknurum en líka úr einstökum efn- isflokkum, eitt þemað er til dæmis fjallkonan, annað leikarar eða glímu- menn og þar fram eftir götunum,“ segir hún og heldur áfram: „Elstu póstkortin eru einstök að því leyti að af flestum þeirra er bara til eitt ein- tak. Lengst af keyptu ljósmyndarar nefnilega forprentaðan ljós- myndapappír með póststimpli á bak- hliðinni og prentuðu ljósmynd á framhliðina.“ Fyrsta póstkortið í heiminum er talið vera handteiknað kort sem rit- höfundurinn og háðfuglinn Theo- dore Hook sendi sjálfum sér frá Ful- ham í London árið 1840. Kort Hooks seldist á tæpar 6 milljónir króna árið 2002. Austurríki varð hins vegar fyrsta landið til að hefja útgáfu póst- korta og Bretland fylgdi á eftir tveimur árum síðar. Á Íslandi var komin töluverð gróska í útgáfu póst- korta um aldamótin 1900 og nokkrir útgefendur voru býsna stórtækir. „Þegar skyggnst er í sögu póstkorts- ins á Íslandi kemur á óvart hversu upplag einstakra korta var stórt. Fyrsta prentun hjá Carli Proppé, Þingeyingi og áhugamanni um framþróun og ýmis skemmtilegheit, var 14 þúsund kort árið 1901 og prýddu þau nokkrar ólíkar myndir frá ýmsum stöðum á landinu. Annars var Helgi Árnason, safnvörður í Safnahúsinu við Hverfisgötu, um- svifamesti póstkortaútgefandinn á fyrri hluta 20. aldar, þótt útgáfan væri aukabúgrein hjá honum.“ „Cyclandi“ til Hafnarfjarðar Fyrrnefndur Carl Finsen, verslunarmaður í Hafnarfirði, og Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Jeg sendi Hjálmar til Hafnartil að óska þjer og þínumgleðilegra jóla og góðs oggleðilegs nýárs.“ Þessa kveðju fékk Fräulein Sophia Jón- assen senda frá frænda sínum Carli Finsen til Kjöbenhavn, eins og þar stendur, árið 1898. Að því best er vit- að prýðir téður Hjálmar fyrsta myndskreytta, frímerkta og póst- stimplaða póstkortið sem búið var til á Íslandi. Að minnsta kosti finnst Ingu Láru Baldvinsdóttur, sviðs- stjóra myndasafns Þjóðminjasafns- ins, blasa við að myndin á framhlið kortsins sé af Hjálmari þar sem hann spókar sig í Aðalstræti, frakka- klæddur og fínn með hatt sinn og staf. Kortið frá Carli, sem var sonur póstmeistarans í Reykjavík, er á meðal um eitt þúsund póstkorta frá þessum tíma til dagsins í dag á sýn- ingunni Með kveðju – Myndheimur íslenskra póstkorta, sem opnuð verður kl. 15 í dag í Myndasal Þjóð- minjasafnsins. „Sýningunni er ætlað að veita yfirlit yfir myndefni á íslenskum póstkortum og opna augu gesta fyrir margbreytileika þeirra og menning- arsögulegu hlutverki,“ segir Inga Íslensk póstkort – fyrsta landkynningin Öðrum þræði þjónuðu íslensk póstkort þeim tilgangi að kynna þjóðinni landið á árum áður. Fáir voru á far- aldsfæti, símar ekki á hverjum bæ, og fólki þótti vænt um að fá kveðju og mynd af heimahögum vina og vandamanna í öðrum landshlutum. Inga Lára Bald- vinsdóttir, sviðsstjóri myndasafns Þjóðminjasafns Ís- lands, segir sýninguna, Með kveðju – Myndheimur ís- lenskra póstkorta, í Myndasal safnsins vera vitnisburð um fólk, fréttir og tíðaranda í meira en eina öld. Til Sophiu frá Carli frænda Elsta varðveitta íslenska póstkortið með mynd, póststimpli og frímerki á Þjóðminjasafni Íslands er frá árinu 1898 Fjölbreytileikanum í borginni verður fagnað í áttunda sinn í Hörpu í dag, laugardaginn 28. maí, á árlegum Fjöl- menningardegi borgarinnar. Borg- arstjóri setur hátíðina stundvíslega kl. 13 á Skólavörðuholti og því næst heldur skrúðganga af stað að Hörpu með lúðrasveit í broddi fylkingar. Í Hörpu verður markaður þar sem kynnt verður handverk, hönnun, mat- ur og menning frá ýmsum löndum. Hátíðahöldin verða bæði innandyra og utan. Í Kaldalóni í Hörpu verður lifandi skemmtidagskrá frá kl. 14.30 -17.00. Fram koma leikarar, söngvarar, dans- arar og tónlistarmenn frá ýmsum löndum. Hægt verður að fá henna-tattoo, blöðrur og allskonar fjör á fjölmenn- ingardaginn. Kynnir á hátíðinni er Gunnar Sigurðsson, hraðfréttamað- ur. Fjöldi fólks hefur ár hvert tekið þátt í göngunni og ræður litagleðin ríkjum og þátttakendur klæðast fal- legum þjóðbúningum hinna ýmsu landa, Fjölmenningardagurinn hefur öðlast sess í hugum borgarbúa enda setur hátíðin skemmtilegan blæ á borgarlífið. Hátt í 15.000 manns sóttu hátíðina í fyrra og sökum vin- sælda var ákveðið að færa hátíða- höldin í Hörpuna. Aðgangur er ókeypis. Dagskráin er á vefsíunni: www.reykjavik.is/ fjolmenningardagur Fjölmenningardagur borgarinnar Litagleðin ræður ríkjum Morgunblaðið/Ómar Hátíð í borg Fjölmenningardagurinn hefur öðlast sess í hugum borgarbúa. Óperudagar í Kópavogi hefjast í dag, laugardaginn 28. maí, með frum- flutningi FótboltaÓperunnar kl. 13 í Salnum á fjölskyldustund Menn- ingarhúsa Kópavogsbæjar. Óperan er um tíu mínútur í flutn- ingi en að honum loknum verður börnum boðið að skoða leynda kima Salarins undir leiðsögn barítón- söngvarans Jóns Svavars Jósefs- sonar og kynnast undirbúningi hjá söngvurum áður en þeir stíga á svið. Jón Svavar gefur jafnframt valin tón- dæmi á sviði Salarins og syngur með börnunum í lok leiðangursins. Á túninu verða fótboltamörk og ýmsar uppákomur tengdar fótboltaíþrótt- inni og komandi Evrópukeppni. FótboltaÓperan er eftir Helga R. Ingvarsson en sex einsöngvarar, fimmtán börn úr Skólakór Kársness og trommuleikari flytja óperuna. Markmiðið er að opna augu barna fyrir því listformi sem óperan er. Hvort heldur sem börn og fullorðnir hafa áhuga á fótbolta og/eða tónlist ætti enginn að verða svikin af að bregða sér í Salinn á morgun. Að- gangur er ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Opnunarhátíð Óperudaga í Kópavogi FótboltaÓperan frumflutt og farið um leynda kima Salarins Tónlist og fótbolti Að loknum óperuflutningnum í Salnum má svo bregða á leik og sparka bolta á útivistarsvæði Menningarhúsanna. Dekraðu við þig daglega með dýrindis Lavender olíum. Slakaðu á líkama og sál með Lavender líkamsvörunum frá Weleda. Lavender jurtin hefur verið notuð um aldir vegna róandi eiginleika sinna. Njóttu þess að fá slakandi nudd með Lavender Relaxing Body Oil eða að setja Lavender Relaxing Bath baðmjólkina út í kvöldbaðið. Taktu svo með þér ilminn af Lavender ökrunum í sturtuna með Lavender Creamy Wash sturtusápunni — í samhljómi við mann og náttúruwww.weleda.is Vertu vinur okkar á facebook www.facebook.com/weledaísland Since 1921

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.