Morgunblaðið - 28.05.2016, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.05.2016, Blaðsíða 15
egur og Færeyjar gert með sér strandríkjasamkomulag. Með vott- uninni nú skuldbinda þjóðirnar sig til að ná samningum við hin strand- ríkin eins og áður sagði. Takist það ekki eru allar líkur á því að vott- unarstofan afturkalli vottunina. Fyrrnefnd strandríki telja að sann- gjarn hlutur til þeirra sé tæp 85% af úthlutuðum afla. Þrjár grunnreglur eru undirstaðan Gísli Gíslason segir að þrjár grunnreglur eða frumatriði séu lögð til grundvallar vottunar sjávarafurða og innan þeirra sé 31 mælikvarði, sem vottunarstofa mælir í vottunarmatinu. Í raun sé um sjálfstætt umhverfismat að ræða, en grunnreglur MSC-vottun- ar séu þrjár. Sú fyrsta fjallar um stofninn og að veiði ógni ekki endurnýjunarhæfni, sú næsta fjallar um að umhverfisáhrif veið- anna séu metin og sú þriðja fjallar um stjórnun veiðanna. Gísli segir að varðandi makrílinn séu um- hverfisáhrifin ekki vandamál; veið- arfæri snerti ekki botn, meðafli sé takmarkaður við fáar tegundir og þær séu ekki í útrýmingarhættu. Hins vegar séu atriði varðandi stofnstærð og stjórnun hins vegar á mörkunum að skora nægjanlega hátt. Þrátt fyrir að allsherjar strand- ríkjasamkomulag sé ekki fyrir hendi sé samningur í gildi um stærstan hluta veiðanna, sem var ekki til staðar þegar veiðarnar misstu sitt vottunarskírteini. Það sé líka staðreynd að stofninn hafi aldrei verið sterkari. Sjálfbærni ætti því ekki að vera ógnað þó svo að veitt sé umfram ráðgjöf ICES í ár. Niðurstaðan sé sú að í heildina sé staðan þannig að MSC- vottun hafi verið gefin út en henni fylgi mikil ábyrgð sem handhafi vottun- ar taki á sig. FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MAÍ 2016 Porsche á Íslandi | Bílabúð Benna: Vagnhöfða 23 | 110 Reykjavík | S: 590 2000 www.benni.is | www.porsche.is Nú eru nýkomnir til landsins: • Glæsilegir Porsche 911 S • Porsche Cayenne S E-Hybrid í sportútgáfu • Sportjeppinn Macan í nýrri mynd Komdu á magnaða Sumarsýningu Porsche í dag. Opið frá kl. 12:00 til 16:00. Þorsteinn Friðrik Halldórsson tfh@mbl.is Tillögur um framtíðarskipulag skóla- og frístundastarfs á Kjal- arnesi voru kynntar íbúum þann 23. maí. Tilhögun breytinganna hefur verið gagnrýnd, sér í lagi fresturinn sem hagsmunaaðilar hafa fengið til að skila umsögn um málið. Starfshópur um fyrirhugaðar breytingar skilaði af sér skýrslu með tveimur tillögum til skóla- og frístundaráðs þann 11.maí. Í tillögu 1 felst sameining grunnskólans, leikskólans, tónlistarskólans, íþróttamiðstöðvar og sundlaugar. Tillaga 2 kveður á um að ekki komi til sameiningar, heldur verði skil- greint samstarf með leikskólanum og grunnskólanum. Á fundi skóla- og frístundaráðs var samþykkt að kynna íbúum Kjalarness skýrslu starfshópsins en vísa aðeins tillögu 1 til umsagnar foreldrafélaganna og hverfisráðs Kjalarness. Of stuttur frestur Foreldrafélögum og hverfisráði er gert að skila umsögnum um til- lögu 1 þriðjudaginn 31. maí. Á íbúa- fundi síðastliðinn mánudag var vak- ið máls á því að fresturinn til að skila umsögn væri stuttur. Marta Guðjónsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðis- flokksins í skóla- og frístundaráði, tekur undir það. „Mér fannst andinn á fundinum vera þannig að fólk var óánægt með það hve stuttur aðdragandinn var og hve skammur tími er til að skila inn umsögn. Fólk upplifir að búið sé að ákveða fyrirfram hvor leiðin verði farin og að fundurinn hafi því verið eins konar sjón- arspil.“ Marta bætir við að málið sé ekki einsdæmi, vinnubrögðin hafi verið illa ígrunduð, eins og í sameiningu skólanna í Grafarvogi, og nú sé það sama upp á teningnum. Tímaþröngin vegna ráðninga Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavík- urborgar, segir að fresturinn sé knappur vegna þess að ráða þurfi í stöður fyrir næsta skólaár. „Það liggur á vegna þess að við erum í þeirri stöðu að grunn- skólastjórinn er hættur störfum og sitjandi leikskólastjóri er með skammtímaráðningu þannig að það skiptir miklu máli að sjá hvert skólasamfélag Kjalarness er að stefna.“ Aðspurður hvort umsögnin hafi áhrif á niðustöðuna segir Helgi að svo muni vera ef í ljós komi rök sem undirbúningshópurinn hafi ekki komið auga á. „Fulltrúar þeirra hópa sem við báðum um að skila inn umsögn sátu í undirbún- ingshópnum þannig að fátt ætti að koma á óvart.“ Á íbúafundinum var slegið á áhyggjur íbúa um að hagræðing væri markmið breytinganna. Mark- miðið væri öllu heldur að búa til öfl- ugt menntasamfélag á Kjalarnesi en samlegðaráhrif gætu leitt til þess að reksturinn yrði hagkvæm- ari. Deilt um skólamál  Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir íbúafundinn sjónarspil Morgunblaðið/Kristinn Klébergsskóli Deilt er um framtíð- arskipulag skólastarfs á Kjalarnesi. Breytingar » Tvær tillögur sem ganga mislangt í breytingum á skóla- skipan Kjalarness. » Tillaga 1 kveður á um sam- einingu yfirstjórnar leikskólans og grunnskólans. » Tillaga 2 kveður á um sam- starf milli skólanna með að- skildum yfirstjórnum. Evrópusambandið, Noregur og Færeyjar ákváðu 896 þúsund tonna heildaraflamark í ár. Sam- kvæmt ráðgjöf ICES ætti heildarafli árið 2016 hins vegar að vera að hámarki 667 þúsund tonn. Útlit er fyrir að heildaraflinn í ár verði um 64% umfram ráðgjöf ef allar þjóðir veiða sínar útgefnu aflaheimildir en á síðustu árum hafa Grænlend- ingar þó aðeins nýtt hluta af því sem þeir úthluta sér. Þau 896 þúsund tonn, sem ESB, Noregur og Færeyjar ákváðu sem heildaraflamark er um 34% umfram ráðgjöf ársins. Þá er eftir að taka til- lit til veiða Íslendinga, Grænlendinga og Rússa. Leyfilegur heildarafli íslenskra skipa í makríl á þessu ári er 147.824 lestir, samkvæmt ákvörðun sjávarútvegsráðherra. Til viðbótar verður út- hlutað 3.825 lestum sem ekki veiddust af óskiptum potti smábáta á síð- asta ári. Miðað við þennan kvóta er leyfilegur afli íslenskra skipa 16,5% af heildinni, svipað og verið hefur síðustu ár. Ef hins vegar er litið á hlut Íslands sem hlutfall af ráðgjöf ICES nemur hann um 22%. MAKRÍLVEIÐAR Í ÁR 64% umfram ráðgjöfina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.