Morgunblaðið - 28.05.2016, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 28.05.2016, Blaðsíða 25
FRÉTTIR 25Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MAÍ 2016 Klútar 3.995,- Skyrta 9.990,- Buxur 10.995,- Buxur 10.990,- Kringlunni 4c – Sími 568 4900 Fylgist með okkur á facebook Við höfum lækkað vöruverð Létt og ljóst í sumar Mussa 6.995,- Bolur 6.995,- Mussa 6.995,- Töskur Frá 6.995,- Skyrta 9.995,- Peysa 6.995,- Viktoría, sænska krónprinsessan, hélt á syni sínum Óskari undir skírn við athöfn sem fór fram í kapellu sænsku konungshallarinnar í gær. Faðir hennar, Karl Gústaf kon- ungur, horfir á barnabarnið sitt við athöfnina. Stóra systir Óskars, Es- telle sem er fjögurra ára, tók einnig þátt í athöfninni með föður sínum, Daníel prins sem er til vinstri á myndinni. Óskar prins kippti sér ekki mikið upp við tilstandið og svaf vært í fangi móður sinnar. AFP Prinsinn Óskar skírður Allar vísanir til Ástralíu voru fjar- lægðar úr lokaútgáfu viðamikillar skýrslu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar að kröfu þar- lendra stjórnvalda. Þau óttuðust að upplýsingar um umhverfisvá í land- inu kæmu niður á ferðaþjónustunni þar. Skýrslan var birt í gær og ber tit- ilinn „Heimsminjar og ferða- mennska í breytilegu loftslagi“. UNESCO, menningarmálastofnun SÞ, stóð að henni ásamt umhverfis- deild samtakanna og vísindasam- tökunum Union of Concerned Sci- entists. Í drögum hennar var upphaflega að finna lykilkafla um Kóralrifið mikla undan ströndum Ástralíu sem er í hættu vegna hlýn- unar hafsins auk styttri umfjallana um Kakadu- og Tasmaníuregn- skógana. Ástralska umhverfisráðuneytið mótmælti hins vegar þegar það sá drögin og krafðist þess að ekki yrði minnst á landið í skýrslunni. UNESCO varð við því. Hin ástr- alska útgáfa The Guardian upplýsir um þetta. ÁSTRALÍA AFP Líf Kóralrifið undan ströndum Ástralíu er talið í hættu vegna hlýnunar sjávar. Létu taka út vísanir í skýrslu SÞ um loftslagsbreytingar Leitarteymi á Miðjarðarhafinu hefur numið neyðarsendingu sem talin er koma frá far- þegaþotu EgyptAir sem fórst í síðustu viku. Yfirrann- sakandi flugslyssins segir að þetta þrengi leitarsvæðið niður í fimm kílómetra radíus. Þetta þýðir þó ekki að svörtu kassar vélarinnar hafi fundist. Ayman al-Moqadem yfirrannsak- andi segir háþróaða tækni þurfa til þess að finna þá. Merkið sem menn hafi greint komi frá sendi á vélinni sem gefi upp staðsetningu hennar. Frönsk flugslysarannsóknayfirvöld hafa sagt að sérhæft skip muni að- stoða við leitina að svörtu kössum flugvélarinnar. Allir í farþegaþot- unni, 66 manns, eru taldir af eftir að Airbus A320-vélin hvarf í síðustu viku. MIÐJARÐARHAF Leita enn að flugvélarflakinu Um 130 flótta- mönnum var bjargað úr Mið- jarðarhafi þegar bátur þeirra sökk við strend- ur Líbíu í gær- dag. Talið er að flóttamennirnir, sem voru um borð í fiskibáti, hafi verið um 350 talsins. Ítalska strandgæslan var fyrst á svæðið og standa björgunar- aðgerðir enn yfir. Fyrir nokkrum dögum var um 50 flóttamönnum einnig bjargað við strendur Líbíu þegar bátur þeirra sökk. Ítalska strandgæslan var þá einnig fyrst á staðinn en hún horfði á bát flóttafólksins sökkva og náði myndum af því. Myndirnar hafa farið víða á samfélagsmiðlum. LÍBÍA Um 130 flótta- mönnum bjargað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.