Morgunblaðið - 28.05.2016, Page 2

Morgunblaðið - 28.05.2016, Page 2
Árni Grétar Finnsson agf@mbl.is Nýtt frumvarp Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra um heildar- endurskoðun á lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna gerir ráð fyrir að námsmenn í fullu námi geti fengið 65 þúsund króna beinan styrk á mánuði. Einnig gerir frumvarpið ráð fyrir námsaðstoð í formi lána á hag- stæðum kjörum. Frumvarpið var samþykkt á fundum þingflokka ríkisstjórnarflokkanna í vikunni og verður lagt fyrir þingið eftir helgi. Námsstyrkurinn verður 65 þús- und krónur á mánuði í alls 45 mán- uði, sem svarar til fimm hefðbund- inna skólaára. Námsmenn geta valið um að taka eingöngu styrk eða styrk og lán eða jafnvel lán að hluta, en heildarstyrkur námsmanns getur numið allt að 2.925.000 krónum mið- að við fulla námsframvindu. Há- markslán miðast við 15 milljónir á hvern námsmann. Nær allir nem- endur falla undir viðmið þar sem heildaraðstoð getur numið tæpum 18 milljónum króna. Vextir lána verða fastir verðtryggðir 2,5%, að við- bættu álagi til að mæta afföllum af lánum sem er áætlað um 0,5%. Mætir kröfum stúdenta „Við erum að taka upp nýtt kerfi sem tryggir að þeir nemendur sem ná fullri námsframvindu fá styrk sem nemur 65 þúsund krónum á mánuði. Um leið erum við að hækka lánshlutfallið þannig að lán og styrk- ur geta náð framfærsluupphæðinni, en það hefur lengi verið baráttumál stúdenta að mál- um verði þannig háttað að þeir hafi aðgang að nægu fjármagni til að geta ein- beitt sér að nám- inu,“ segir Illugi. Hann segir stúd- enta hafa kallað eftir því að styrkjakerfi að norrænni fyrirmynd verði tekið upp hér á landi og telur hann að svo sé gert með frumvarpinu. Nemendur munu samkvæmt frumvarpinu fá fulla framfærslu í stað 90% framfærslu eins og verið hefur. Í stað þess að námsmenn þurfi að nota hluta af sumartekjum sínum yfir skólaárið geta þeir með nýja námsstyrkjakerfinu fengið fulla framfærslu í níu mánuði í stað 90% eins og nú er. Full framfærsla fyrir næsta skólaár er áætluð tæpar 188 þúsund krónur á mánuði. Auðveldar fyrstu íbúðarkaup „Þar fyrir utan erum við að leggja upp með að nemendur hafi mögu- leika á að lækka endurgreiðsluna um helming fyrstu fimm ár eftir kaup á fyrsta íbúðarhúsnæði. Ég tel að þetta skipti miklu máli fyrir ungt fólk til að komast í gegnum greiðslu- mat,“ segir Illugi. Vextir á lánunum munu hækka úr 1% í 3% og telur Ill- ugi að þannig sé styrkurinn færður úr lánunum, þar sem honum var ójafnt skipt, yfir í það að allir þeir sem standist námsframvindukröfur geti fengið styrk. „Þetta er því rétt- látara kerfi hvað það varðar,“ bætir hann við. Hagkvæmt fyrir ríkissjóð Hann telur að hið nýja kerfi verði hagkvæmara fyrir ríkissjóð þegar upp er staðið. „Við gerðum ráð fyrir því í kostnaðarmati okkar að náms- framvindan batnaði og það er gott fyrir nemendur. En það er líka gott fyrir háskólakerfið sjálft og alla efnahagsstarfsemina og þar með líka gott fyrir ríkissjóð. Með bættri námsframvindu erum við að útskrifa jafnmarga og áður en það tekur þá skemmri tíma og þar með nýtast fjármunir háskólanna betur. Þegar tíminn er betur nýttur eykst þjóðar- framleiðslan við það að starfstíminn á vinnumarkaði er að lengjast með fullt nám að baki.“ Grundvallarbreyting á námsaðstoð  Fyrirkomulagið að norrænni fyrirmynd  Námsmenn fái 3 milljónir í styrk  Markmiðið að tryggja námsmönnum fulla framfærslu og gefa þeim aukinn kost á að mennta sig án skuldsetningar Illugi Gunnarsson 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MAÍ 2016 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Betri ferð - vita.is fyrir betra verð Verð frá: 109.900 Á mann m.v. 2 í herbergi á Atrion. 10 og 11 nátta ferðir í boði. KRÍT Tilboð í júní fyrir tvo! VITA | Skógarhlíð 12 | Sími 570 4444 | VITA.IS Myndin er tekin við Víti norðan Kröfluvirkj- unar í vikunni, en þangað er stöðugur straumur erlendra ferðamanna. Síðasta spöl- inn verða þeir að kafa í snjónum og bílum verða þeir að snúa og leggja á mjóum veg- inum, sem alls ekki er auðvelt. Enn hefur ekki verið rutt inn á bílastæði ferðamanna sem þarna er. Að sögn Guðrúnar Brynleifsdóttur hjá Mý- vatnsstofu fjölgar erlendum ferðamönnum nú hröðum skrefum og koma þeir fyrr á vorin en áður. Starfsmenn Mývatnsstofu búa sig undir enn eitt metsumarið við hin miklu náttúruperlu, Mývatn. sisi@mbl.is Ferðamenn fjölmenna að Mývatni Morgunblaðið/Birkir Fanndal Kafað í snjó í maílok og stefnir í enn eitt metsumarið Erla María Markúsdóttir erla@mbl.is „Almennt séð er ég brattur fyrir þetta sumar,“ segir Sigurður Þ. Ragnarsson, jarð- og veðurfræð- ingur, eða Siggi stormur, sem hefur spáð í sumarveðrið síðustu 18 ár við góðan orðstír. Að hans mati eru hag- stæðar veðurhorfur fyrir sumarið. „Samkvæmt veðurlagsspám sem taka mið af sögulegu samhengi er úrkomulítið og frekar hlýtt sumar framundan, að minnsta kosti á Suð- urlandi,“ segir Sigurður. Þá segir hann athyglisvert hversu vel Vestfirðir koma út úr spánni að þessu sinni. „Það er óvanalegt að sjá Vestfirði skora svona hátt, en þar verður sólríkt og þurrt að miklu leyti.“ Þá segir Sigurður að landsmenn fái sennilega þurrara og bjartara veður á Suður- og Vesturlandi en þeir eigi að venjast. „Suðurlandið er á meðalrófi hvað varðar hlýindi, en júní og ágúst verða nokkuð hlýrri en við eigum að venjast.“ Þegar úrkomuspám er bætt við segir Sigurður að margt bendi til þess að það verði fremur þurrt á Suðurlandi. „Það verður ívið meiri úrkoma á norðanverðu landinu.“ Sumarið komið fyrir norðan Íbúar á Norður- og Austurlandi fá þó að taka forskot á sumarsæluna nú um helgina, en spáð er hægri sunn- anátt og léttskýjuðu í dag. Að sögn Þorsteins Jónssonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands, er sumarið í raun komið. „Það verður þó kannski ekki eins gott hérna sunnan- og vest- anlands þó það verði þurrt að mestu, það verður líklega skýjað og hitinn kannski ekki mikið yfir tíu stigum. En hitinn fer upp í 20 stig fyrir norð- an og austan með sólskini.“ Spurður um veðrið almennt í sumar segir Þorsteinn að spáin sé í meðallagi. „Það segir kannski lítið um grill- veðrið, því það er ekki hægt að lesa um ríkjandi áttir. En sumarið er að koma í næstu viku.“ Sumarið kemur í næstu viku Morgunblaðið/Styrmir Kári Blíða Langtímaspár gera ráð fyrir sólríku sumri á Suðurlandi.  Óvenju sólríkt sumar á Vestfjörðum segir Siggi stormur Eigendur vestfirsku laxeldisfyr- irtækjanna Arnarlax og Fjarðalax hafa ákveðið að sameina þau. Sam- einað fyrirtæki starfar undir merkj- um Arnarlax og höfuðstöðvar þess verða á Bíldudal. Víkingur Gunn- arsson, framkvæmdastjóri hjá Arn- arlaxi, segir í samtali við Morg- unblaðið að áform fyrirtækisins verði kynnt á starfsmannafundum félaganna á mánudag. Tilgangur við- skiptanna sé að efla og styrkja fisk- eldið. Arnarlax er ungt fyrirtæki í Arn- arfirði í hraðri uppbyggingu. Norski fiskeldisrisinn SalMar keypti tæp- lega 23% hlut í fyrirtækinu í vetur og var það talið stuðningsyfirlýsing við uppbygginguna. SalMar kemur sterkt inn í hluthafahóp sameinaðs félags og verður kjölfestufjárfestir ásamt Matthíasi Garðarssyni og Kristian Matthíassyni, stærstu eig- endum Arnarlax. Kristian verður forstjóri félagsins. Kjölfestufjár- festir Fjarðalax mun einnig verða hluthafi. Fjarðalax er með sjókvía- eldi í þremur fjörðum Vestfjarða og er stærsta fiskeldisfyrirtæki lands- ins. helgi@mbl.is Vestfirsk- ur risi í laxeldi  Arnarlax á Bíldu- dal kaupir Fjarðalax

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.