Morgunblaðið - 28.05.2016, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.05.2016, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MAÍ 2016 Sími 555 2992 og 698 7999 Hátt hlutfall Omega 3 fitusýra Meiri virkni Gott fyrir: Maga- og þarmastarfsemi Hjarta og æðar Ónæmiskerfið Kolesterol Liðina Læknar mæla með selaolíunni Selaolían fæst í: apótekum, Þín verslun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, Fiskbúðinni Trönuhrauni, Hafrúnu og Melabúð Selaolía Meiri virkniEinstök olía Óblönduð – meiri virkni Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Samkvæmt endurskoðaðri starfs- áætlun Alþingis verður þingi frestað næsta fimmtudag, þann 2. júní, en í þarnæstu viku, dagana 6. til 9. júní verða nefndadagar. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að á mánudag yrði fyrirspurnafundur á Alþingi og á mánudagskvöld eldhúsdags- umræður. Hefðbundnir þing- fundardagar yrðu þriðjudagur, miðvikudagur og fimmtudagur í næstu viku. Þingi yrði frestað á fimmtudag en fjórir nefndadagar yrðu í þarnæstu viku. „Síðan hefjast þingstörf á nýj- an leik þann 10. ágúst með þriggja daga nefndafundum og 15. ágúst hefjast þing- fundir sem standa til 2. september, en þá verður þingi frestað,“ sagði Einar. Brýnustu málin afgreidd Fram hefur komið að ríkis- stjórnin leggur áherslu á að Al- þingi afgreiði fjölda þingmála áður en þingi verður frestað í septem- ber og boðað til þingkosninga. Forseti Alþingis var spurður hvort hann teldi að einhverjar lík- ur væru á að Alþingi tækist að af- greiða þann lista þingmála sem gefinn var út 19. apríl sl. um þing- mál sem ríkisstjórnin vildi að yrðu afgreidd áður en þingi yrði frest- að: „Mér finnst ekkert ólíklegt að það takist, a.m.k. varðandi þau mál sem ríkisstjórnin mun leggja áherslu á að klárist. Það eru drjúgir þingfundardagar í ágúst fram undan, auk nefndadaganna í byrjun júní og fyrir þingfundi í ágúst. Því tel ég alveg raunhæft að ætla að það takist að afgreiða þau mál sem ríkisstjórnin leggur mesta áherslu á,“ sagði Einar. Þingi frestað 2. júní  Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, telur raunhæft að ætla að hægt verði að standa við starfsáætlun þingsins Einar K. Guðfinnsson Tengdadætur, barnabörn, samstarfsfólk og vinir báru kistu Margrétar Indriðadóttur, fréttamanns og fréttastjóra Útvarps, úr Dóm- kirkjunni en útför hennar fór fram þaðan í gær. Fremstar eru Margrét Þóra Gunn- arsdóttir og Ingibjörg Eyþórsdóttir, þá Kári Jónasson og Margrét Jónsdóttir, Laufey Helgadóttir og Edda Óskarsdóttir og loks Þórgunnur Anna og Margrét Edda Örnólfs- dætur. Synir Margrétar, Örnólfur og Guð- mundur Andri Thorssynir, gengu fremstir á eftir kistunni. Hjálmar Jónsson dóm- kirkjuprestur jarðsöng og Erna Indriðadóttir flutti minningarorð. Schola cantorum söng og Hörður Áskelsson organisti lék. Margrét Indriðadóttir jarðsungin Morgunblaðið/Styrmir Kári Hluti af nýrri út- skriftardeild Landspítala, sem opnuð var á Landakoti í mars sl., er nú notaður sem sjúkrahótel fyrir hluta þeirr- ar starfsemi sem áður var á Sjúkrahótelinu í Ármúla. Verður svo þar til nýtt sjúkrahótel verður opnað við Hringbraut á næsta ári. „Þegar samningnum var sagt upp í Ármúl- anum ákváðum við í samráði við vel- ferðarráðuneytið að nýta hluta af rúmunum sem eru á útskriftar- deildinni sem sjúkrahótel,“ segir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, fram- kvæmdastjóri flæðisviðs Landspít- alans. Hún segir Landakot ekki anna allri þeirri starfsemi sem áður var í Ármúla. „Þessi deild er fyrst og fremst hugsuð fyrir þá sem þurfa hjúkrun og nánara eftirlit.“ Áætlað var að nýta helming gisti- rúma Landakots undir starfsemina en nú er útlit fyrir að það hlutfall verði sveigjanlegra. „Við þurfum að láta framboð og eftirspurn ráða ferð þar,“ segir Guðlaug. Sjúkrahótel á Landa- kotsspítala  Um millibils- ástand að ræða Skúli Halldórsson Helgi Bjarnason Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar á þriðjudagsmorgun í kjara- deilu flugumferðarstjóra. Sigurjón Jónasson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, segir í samtali við Morgunblaðið að lítið hafi þokast í viðræðunum. Yfirvinnubann hefur verið í gildi í þeirra röðum frá 6. apríl síðastliðnum en hertari aðgerðir eru ekki í bígerð. „Við höfum ekki rætt frekari að- gerðir að svo stöddu, en það er alltaf í skoðun,“ segir Sigurjón. „Hagkvæmt að hækka launin“ Þorsteinn Víglundsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs- ins, sagði í leiðara í fréttabréfi SA, Á vettvangi, á fimmtudag að deilan gæti dregið dilk á eftir sér. „Isavia annast flugumsjón á stórum hluta Norður-Atlantshafsins. Ítrekaðar launadeilur við flugumferð- arstjóra, og kröfur um margfaldar launahækkanir á við aðra, bjóða þeirri hættu heim að þjónustan flytj- ist úr landi,“ skrifar Þorsteinn. „Enda renna önnur ríki hýrum augum til þessarar ábatasömu starfsemi. Eng- ar náttúrulegar aðstæður kalla á að starfsemin sé rekin hér á landi.“ Sigurjón gefur lítið fyrir þessi rök Þorsteins. „Við höfum heyrt þennan söng áður, í öllum kjaraviðræðum hingað til hefur þetta komið upp á einhverjum tímapunkti. Ég vísa þessu beint til föðurhúsanna. Mér finnst óábyrgt af fyrirtækinu, sem ber ábyrgð á rekstrinum, að vilja frekar sleppa því að veita þjónustu, sem skilar íslenska ríkinu gríðarleg- um gjaldeyristekjum, í stað þess að taka þátt í þeirri alþjóðlegu sam- keppni sem það býr við.“ Þá segir hann að íslenska ríkið myndi ekki bera meginþungann af launahækkunum þeirra. „Það kæmi bara að mestu leyti frá þeim erlendu flugfélögum sem nota okkar yfirflugsþjónustu. Við höfum látið reikna það út fyrir okkur, að það er þjóðhagslega hagkvæmt að hækka laun flugumferðarstjóra. Tekjuskatt- urinn af okkar launum er meiri en hlutur ríkisins í launagreiðslunum.“ 300 störf við þjónustuna Guðni Sigurðsson, upplýsinga- fulltrúi Isavia, segir að Íslendingar hafi veitt góða þjónustu og það sé for- sendan fyrir því að halda flugleið- söguþjónustunni. Um leið og truflanir verði á þjónustunni komi upp óánægja hjá flugfélögunum. Spurður hvort til þess geti komið að Alþjóða- flugmálastofnunin flytji flugstjórnina annað segir Guðni að ef notendur séu ósáttir verði það eflaust rætt. Veit hann þó ekki til þess að það hafi kom- ið til umræðu nú. Fram hefur komið hjá Þórólfi Árnasyni, forstjóra Samgöngustofu, að um 300 störf á Íslandi tengist flug- leiðsöguþjónustunni. Kostnaðurinn er greiddur af notendum hennar og rennur hugsanlegur hagnaður aftur til notenda með lægri gjöldum. Starf- semin skilar um 5,6 milljörðum króna í gjaldeyri inn í þjóðarbúið á hverju ári. Forstjórinn neðarlega á lista Ragnar Árnason, forstöðumaður vinnumarkaðssviðs SA, segir engan sparnað felast í „að setja hér allt á annan endann með því að semja við flugumferðarstjóra um hækkanir upp á tugi prósenta. Þessi rökstuðningur segir meira en margt annað um þeirra nálgun í þessum kjaraviðræð- um.“ Aðspurður vill Ragnar hvorki gefa upp launakjör né -kröfur flugumferð- arstjóranna. „Við getum sagt það sem svo að í launaútborgun Isavia stendur forstjórinn nokkuð neðarlega.“ Skæruverkföll boðuð Flugumferðarstjórar hafa nokkr- um sinnum boðað hrinu verkfalla, skæruverkföll, á undanförnum árum, meðal annars 2001, 2008 og 2010. Sjaldan hefur komið til langra verk- falla því Félag íslenskra flugumferð- arstjóra hefur gjarnan dregið verk- fallsboðun til baka vegna hótana um lagasetningu á aðgerðir þeirra. Á árinu 2010 var ríkisstjórnin búin að samþykkja frumvarp um lög á verk- fall en flugumferðarstjórar drógu þá boðunina til baka og reyndu áfram að ná samningum með viðræðum. Óttast að þjónustan fari annað  Ríkissáttasemjari boðar flugumferðarstjóra til fundar á þriðjudag  Hafa ekki rætt frekari aðgerðir  Truflanir á þjónustunni valda óánægju hjá flugfélögum  Skilar 5,6 milljörðum í gjaldeyristekjum Flug Stigið út úr flugvélinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.