Morgunblaðið - 28.05.2016, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.05.2016, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MAÍ 2016 Hámarkaðu árangur þinn Á milli þín og keppinauta þinna, þarf að jafna metin. Að brjóta tímamúra. Kepptu við þá bestu með Edge 520, GPS reiðhjólatölva sem gefur þér færi á að keppa við Strava tímakafla í rauntíma og þú sérð um leið árangurinn á skjánum. Æfingin skapar meistarann Ögurhvarfi 2, 203 Kópavogur, sími 577 6000, garmin.is Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Ný bygging Icelandair Hotels við Hótel Reykjahlíð er komin í deili- skipulag sveitarinnar en þar er gert ráð fyrir að byggja 43 herbergja viðbyggingu við gamla hótelið. Í deiliskipulaginu kemur fram að ætlun eigenda sé að byggja látlausa byggingu þannig að núverandi bygging fái að njóta sín og verði miðpunkturinn. Torf verður á þök- um viðbyggingarinnar sem verður klædd gráum viði. Þá segir einnig að það sé vilji Icelandair Hotels að standa vel að framkvæmdinni og huga sérstaklega að fráveitumálum, með vísan í reglugerð um verndun Mývatns og Laxár frá 2012. Þannig verður allt skólp hreinsað með ít- arlegri hreinsun en tveggja þrepa hreinsun er í samræmi við ákvæði um fráveitur og skólp. Meðvitað hefur verið reynt að stilla hæð viðbyggingarinnar í hóf til að skerða útsýni yfir vatnið sem minnst og er hún því á tveimur hæðum og heildarhæð hennar tölu- vert minni en heimilt er í núverandi deiliskipulagi. Hugmynd Icelandair er að markhópur hótelsins verði vel stæðir ferðamenn sem njóta vilja náttúrufegurðar við Mývatn. Að sögn Magneu Þóreyjar Hjálm- arsdóttur, framkvæmdarstjóra Ice- landair Hotels, er stefnt að kynn- ingarfundi mánudaginn 30. maí næstkomandi. Stærsta hótel sveitarinnar Icelandair hótelið er ekki eina stóra hótelið sem framkvæmdir eru hafnar við í Mývatnssveit því fyrsta skóflustungan að nýju Fosshóteli við Mývatn var tekin 21. maí síðast- liðin. Jarðvegsframkvæmdir eru komnar á fullt skammt frá Gríms- stöðum og vinna nú stórvirkar vinnuvélar þar. Þar er gert ráð fyr- ir um 5.000 fermetra hóteli á þrem hæðum, sem mun telja 91 herbergi. Verður hótelið því það stærsta í sveitinni. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins munu fram- kvæmdir kosta um 800-1.000 millj- ónir. Aðilar, sem standa að bygg- ingu hótels Fosshótela á Hnappavöllum á milli Jökulsárlóns og Skaftafells, munu fara í júní til Mývatns og reisa hótelið. Ekki er langt síðan Sel-Hótel á Skútustöðum, sunnan við vatnið var stækkað, Hótel Gígur á Skútustöð- um hefur viðrað hugmyndir um stækkun og árið 2014 var nýtt 80 herbergja hótel, Hótel Laxá, tekið í notkun. Meiri skilningur „Það eru gerðar kröfur til þess- ara hótela,“ segir Jón Óskar Pét- ursson, sveitastjóri við Skútustaða- hrepp. „Það eru þessi tvö stóru verkefni núna hér í sveit, reyndar komin mislangt. Það er byrjað á Grímsstöðum en Icelandair hótelið er í skipulagsferli. Við getum ekki annað en leyft mönnum að fara í skipulagsvinnu,“ segir Jón og bendir á að í reglugerð um verndun Mývatns og Laxár frá 2012 þurfi hótelin að setja upp ít- arhreinsun við sína fráveitu. Ástand Mývatns hefur verið mik- ið rætt að undanförnu en þrátt fyrir miklar rannsóknir er lítið vitað um af hverju blábakteríur, eða leirlos eins og heimamenn kalla það, valda svona miklum sveiflum í lífríkinu.og var sérstök nefnd sett á laggirnar af umhverfis- og auðlindaráðuneyt- inu sem ætlað er að taka saman lykilupplýsingar um ástand mála í Mývatni. Á nefndin að skila af sér skýrslu til Sigrúnar Magnúsdóttur umhverfisráðherra fyrir 17. júní. Jón Óskar segir að sveitastjórnin mæti nú meiri skilningi en áður af ráðamönnum. „Við finnum fyrir meiri skilningi og stuðningi en auðvitað er ekkert í hendi með þetta,“ segir hann en áætlaður kostnaður við fram- kvæmdir við frárennsli við vatnið nema um 300 milljónum króna. Gróskumikil hótelflóra við Mývatn  Icelandair og Fosshótel með risaframkvæmdir við Mývatn  Hugað sérstaklega að fráveitumálum  Miklar kröfur eru gerðar  Sveitarstjórinn segist finna fyrir auknum skilningi ráðamanna Ljósmynd/Arnar Egilsson Gamla Hótel Reykjahlíð Í hótelinu eru níu herbergi og veitingasalur. Það stendur á einstökum útsýnisstað. Morgunblaðið/Birkir Fanndal Hótel Grímsstaðir Verður stærsta hótelið í sveitinni eða um 100 herbergi. Nýja Hótel Reykjahlíð Icelandair er ekki tilbúið með teikningar að útliti hótelsins, hefur einungis lagt fram deiliskipulagstillögur fyrir svæðið sem hér má sjá, en Apparat arkitektar teiknuðu viðbygg- inguna. Gamla húsið stendur uppúr en þrátt fyrir að mega byggja á þremur hæðum ákvað Icelandair að láta tvær duga til að takmarka ekki útsýni. Kynningarfundur er fyrirhugaður 30. maí nk. Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðn- aðar- og viðskiptaráðherra, sagði í gær að í síðustu viku hefði henni borist kæra Guðmundar Jóelssonar, löggilts endurskoðanda, á hendur endurskoðendaráði. Ragnheiður Elín sagði að við- bragða við kærunni hefði verið leit- að frá endurskoðendaráði en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið á þessu stigi. „Málið er til skoðunar í ráðuneyt- inu og verður farið rækilega yfir það. Að því búnu mun ég tjá mig um málið,“ sagði ráðherra. Morgunblaðið hefur fengið nokk- ur viðbrögð frá einyrkjum í endur- skoðun, sem lýsa stuðningi við Guð- mund Jóelsson og málstað hans. Segja þeir m.a. að ýmsir sjálfstæðir endurskoðendur, þ.e. þeir sem ekki tilheyri stóru endurskoðunarstof- unum, séu í svipaðri stöðu og Guð- mundur og telji að þeir séu lagðir í einelti af endur- skoðendaráði. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær hefur endurskoð- endaráð lagt til við ráðherra öðru sinni að felld verði niður starfsréttindi hans, þar sem hann hefur hafnað því að undirgangast skoðun endurskoðendaráðs á störf- um sínum. Guðmundur dregur í efa að alþjóðlegir endurskoðunar- staðlar, sem ráðið styðst við í end- urskoðun sinni á störfum endur- skoðenda, hafi lagalegt gildi, þar sem þeir hafi hvorki verið þýddir, né formlega birtir, eins og kom fram í Morgunblaðinu í gær. Ragnheiður Elín hafnaði því í maí í fyrra að fara að tillögu endur- skoðendaráðs. Ráðherra skoðar kæru Guðmundar Ragnheiður Elín Árnadóttir  Hörð gagnrýni á endurskoðendaráð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.