Einn Helsingi - 01.03.1946, Page 15

Einn Helsingi - 01.03.1946, Page 15
EINN HELSINGI 13 mikinn, réttan skilning úti í þjóðfé- laginu, sem hver einstaklingur hlýtur að gera kröfur til að verða aðnjótandi og verður að mæta, ef honum á að verða líft í samfélagi mannanna. Og í þessu tilfelli varð að álítast að svo væri komið, þegar áskriftarfjöld- inn eða pantaður eintakafjöldi þessa rits væri orðinn það mikill, að hvaða prentsmiðja sem væri mundi hiklaust prenta 3—4 arka rit að minnsta kosti gegn þeirri tryggingu og engu öðru. Og þegar ég sendi frá mér orðsend- ingu mína mátti segja, að svo væri komið. Pað var þó ekki áskrifendafjöldinn, sem heimilaði þá niðurstöðu, heldur eintakafjöldi sá, er þeir hinir fáu höfðu pantað, og svo fyrst og fremst nöfn þeirra, sem stóðu að þeim pönt- unum og mynduðu hinn litla áskrif- endahóp. Því um nöfn þess fólks mátti segja undantekningarlítið, að þau njóta óskiptrar virðingar og viður- kenningar ýmist í héraði sínu eða hjá allri þjóðinni — og svo að hver prent- smiðjustjóri hefði talið fulltryggt að engin vanhöld yrðu á þeim áskriftar- gjöldum. Hitt er svo annað mál, hvort mér persónulega hefði ekki verið unnt rð koma þessu riti mínu út á markað eftir öðrum leiðum. Skal eg láta við- skiptavana lesendur mína um að at- huga það, með hliðsjón af ókeypis út- gáfu minni á „Opnu bréfi" í þúsunda upplagi, Orðsendingunni o. fl. En einmitt í því liggur sönnun mín SVo ekki verður véfengt, að þar bjó að baki annað og meira en persónuleg vandkvæði mín í þeim viðskiptum. Sú hrópandi neyð hugsanalífsins, er knúði fram það ákall einstaklingsins til mannlegs samfélags, átti allt aðrar rætur en möguleikaskort Steindórs Sigurðssonar fyllibyttu, til að fá prent- að fárra arka rit eftir sig. Enda er í bréfinu sjálfu aftur og aftur tekið fram, að þess háttar vandkvæði hefðu á engan hátt getað réttlætt slíkt ákall, frá mínu eigin sjónarmiði. — En sem prófstein á samfélagslegt réttlæti, sam- félagslegan skilning og árvekni var það í fyllsta rétti, — og sem samnefnari þeirra legíóna, sem fordómunum eru ofurseldir, var ég, herrar mínir — ég, Steindór Sigurðsson fyllibytta, ekki að- eins í fullum rétti, heldur jafnvel bar mér mannleg skylda til þess. Verður vikið að því hlutverki nánar hér á eftir. II. En hér skal nú fyrst lítilsháttar gerð grein fyrir, á hvern hátt ég reyndi að fá fram sem réttasta mynd af hugsana- frelsi og fordómaleysi þjóðar minnar í svörunum við ákalli mínu, þó það, er gert var af minni hálfu til þess að svo mætti verða, væri jafnframt óumflýj- anleg og skilyrðislaus nauðsyn fyrir minn eigin hugarfrið. En það var að gæta algerrar þagnar og athafnaleysis um allt, er snerti innri tilgang þessa ákalls míns, meðan það væri að berast um í leit sinni — fram yfir það, sem það sjálft flutti með sér. Fyrst í stað mátti það aðeins vera hrópandi rétlætiskrafa einstaklingsins til heildarinnar, ef einhverjir innan hennar væru þeir, sem sjáandi sæju og heyrandi heyrðu. Eg forðaðist því að nefna bréfið eða ákall þess við einn eða neinn, þegar sleppti prentsmiðju, pósthúsi eða öðr- um þeim stöðum og stofnunum, sem bein störf við það gerðu óhjákvæmi- legt. Eg skrifaði heldur ekki eitt einasta einkabréf um langan tíma eða setti mig i símasamband við nokkurn lif- andi mann, fyrst í stað, til þess að forðast allar spurningar þar um. Og

x

Einn Helsingi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Einn Helsingi
https://timarit.is/publication/1212

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.