Einn Helsingi - 01.03.1946, Page 23

Einn Helsingi - 01.03.1946, Page 23
EINN HELSINGI 21 eftir tilfallandi molum, sem af borðum hrutu eða afgangs urðu hjá heimilismönnum og fastagestum á þessum heimilum orð- listar o£ andlegheita. Snap eftir þeim molum, sem allur hinn mikli þorri þeirra velhæfu starfsmanna kærðu sig ekki um að hirða. Og skrítin skepna er maðurinn. Þrátt fyrir þessa 25—30 ára samfelldu og óbreytilegu viðspyrnu þjóðfélagsins, — gegn því að hleypa þessum flækingi þjóðvegatma, inn fyrir hin helgu vé þeirra andans heima, sem blöðin og bókmenntastarfið hafa hér búið sér. — Já, þrátt fyrir það, — iiigja þó þau fáu handaverk, sem sýnileg eru frá minni göngumannsæfi, innan þeirra vé- banda, — og þrátt fyrir hinn óhagganlega úrskurð þjóðfélags- ins, um að líklegra sé að hafa eirihver not af mér til sjós eða í vegavinnu, en við blaðastörf eða bókmennta, — ef um nokkra notkunarmöguleika sé yfir höfuð að ræða, — þá sit ég hér þó enn í dag og þumbast við með skelltum skollaeyrum fyrir þess- um æfilanga úrskurði. Og þeirri blygðunarlausu daufheyrn mirmi mun ég reyna að viðhalda með hverri tætlu lífs míns, — hverri agnarögn orku minnar og vilja, — þennan síðasta áfanga mirmar óvelkomnu og fyrirfram dæmdu æfi meðal þjóðfélags- ins. — Og það án þess að biðja það fyrirgefningar á dánar- dægri, þó að ég hafi skúlkað frá þeim störfum, sem það náðar- samlegast hafði látið standa mér opin, til að komast áfram í heiminum, — Þó að ég hafi svikist að mestu leyti frá þeim göfgandi verksviðum og vinnubrögðum, sem það strax við fæð- ingu mína, úrskurðaði mig í eitt skipti fyrir öll, hæfan fyrir en önnur eigi, svikist undan mótekju, kolauppskipun, lifrarbræðslu, flórmokstri, kolmokara-plássum, kamarhreinsun, malarvinnu, gluggaþvottum o. svo frv., öllum þessum nauðsynjastörfum þjóðfélagsins, sem átt er við með hinu spaka orðtaki: Vinnan göfgar manninn. Steindór Sigurðsson. Kærleikur án skilnings er blind miskunnarlaus trú. Ást einnar persónu til annarar án skilnings er eitraðasta ástin, mein mann- legs samfélags, — blindasta og hættulegasta tegund eigingirninnar. Öll elska án skilnings, yfir hvað sem hún breiðir sig, dautt eða lifandi — andlegt eða veraldlegt, er ávallt ein hræðilegasta dauða- synd mannanna, því allt er drepið, sært og svívirt, sem virðist geta sakað það, sem slík ást hefur helgað sér.

x

Einn Helsingi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Einn Helsingi
https://timarit.is/publication/1212

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.