Einn Helsingi - 01.03.1946, Page 24

Einn Helsingi - 01.03.1946, Page 24
22 EINN HELSINGI Hinn tröllaukni Sakborningur j OLLUM þessum orðmörgu skrif- um mínum um þessi mál, sem rit þetta er gefið út fyrir og um, hefur verið fyrst og fremst reynt að gera öllum ljóst að hið, borgaralega séð, blygðunarlausa ákall helsingjans, var í einu og öllu ákall, bæn, krafa og öskur, neyðaróp og heimtandi hróp á framskyldu mannlegrar fé- lagshyggju, — og ekki hróp hins / einstaka heldur samrunnið, ein- raddað óp hins hlekkjaða og steglda jötuns, hins tröllvaxna sak- bornings þjóðfélagsins, — samfé- lagsins — mannfélagsins. Æpandi krafa hans um að lágmarksréttlæti væri framfylgt og fullnægt. Því að þjóðin gæfi sér tóm til að vita hvað hann hefir að segja og gefi honum möguleika á að túlka sína vörn eða sókn, áður en lífláts- dómur sé uppkveðinn. Eg tilfæri hér orðréttan smá- kafla úr hinni margnefndu „Orð- sendingu", þar sem komið var inn á þetta atriði. „Og ykkur blandast víst ekki hugur um það, að þau málsskjöl muni ólíkt fyrirferðarmeiri en ein- staklingsins Steindórs Sigurðsson- ar og munu þurfa meira rúm en eitt lítið rit, í eitt skipti. Og rétt- lætiskröfur þær, er hinn fótum- troðni risi, — hinn sameinaði^ sak- borningur heildarinnar, megi telja minnstar, séu þó ólíkt fyrirferðar- meiri og margbrotnari en lág- markskrafa eins hins smæsta af þeim smáu. Allir þeir og allt það, Þjóðfélagsins sem beitt er misrétti og miskunn- arleysi, eða tortímt með öllu, hróp- andi frammi fyrir hinni blindu og daufdumbu heild um að fá að flytja mál sitt, ákallar í bréfi hins bersynduga manns. Hér eftir er það þeirra ákall, hróp alls þess, sem varnað er máls af hinni vit- undarlausu ófreskju, — kerfiheild- inni, sem aldrei getur eignast möguleika hins skynjandi einstakl- ings, til að aðgreina rétt og rangt. Og sem aldrei eignast möguleika fyrir öðru hlutverki, en að deyða og tortíma.“ Þessari blindu for- dæðu, sem bannfærir og grýtir hvern einstaklings, sem dirfist að spyrna fótum við meðal hinna múgsefjuðu miljóna herskara hennar, sem dirfist að skorast úr leik í hinni svokölluðu lífsbaráttu. — Deyðandi, hótandi og hatandi hvern þann er skirrist við að taka þátt í hinu dýrslega og vitóða kapphlaupi mannanna til að kom- ast hver fram fyrir annan, þessari hamstola baráttu fyrir því að ryðja sér til rúms. Ryðja sér stærra rúm í mannheimi en hann sem einstakl- ingur hefur nokkra möguleika til að fylla, eða hafa yfirsýn yfir. — Ryðjast áfram hvað sem það kost- ar náunga hans eða samleiðar- menn, — störf þeirra, æru og líf skal heimilt að fótumtroða, ef þess gjörist þörf og samkvæmt lögmáls- fyrirmælum fengnum að erfðum aftan úr myrkrum sagnalausrar forneskju; — allt skal það heimilt

x

Einn Helsingi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Einn Helsingi
https://timarit.is/publication/1212

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.