Einn Helsingi - 01.03.1946, Blaðsíða 25

Einn Helsingi - 01.03.1946, Blaðsíða 25
EINN HELSINGI 23 ef það er gert til að fullnægja og í nafni hinnar viðurteknu siðferðis- kenningar og hins mikla guðspjalls mannzins sona: „að komast áfram í Iífinu“. — Yfir valkesti kúgaðra, svikinna og myrtra meðbræðra, sem þrýtur mátt eða vilja til að verjast framsókn hinna postullega boðandi og áframhaldandi herja þeirra lífsskoðana. — Fordæming- in, útskúfunin og dauðinn er hlut- skipti þeirra, sem reyna að svíkjast undan merkjum þessara skrúðfylk- inga hinna mörgu „dyggða“, sem geysa áfram í reglubundinni röð frá vöggu til grafar: hlýðninnar, auðmýktarinnar, drottinhollust- unnar, tilbeiðslunnar, nægjusem- innar, guðsóttans, sparsenjinnar, löghlýðninnar, staðfestunnar, ráð- deildarinnar, fyrirhyggjunnar, kappgirninnar, skoðanafestunnar, „prinsippanna“, viljafestunnar, stjórnseminnar, — endalausar kapphlaupandi stormsveitir í þess- um Göringglitrandi dyggðaröðum, látlaust öskrandi blóðugasta heróp mannkynssögunnar: „Hjálpaðu þér sjálfur“. — Og vei þeim, sem sækja linlega fram í þessari djöful- óðu lífsbaráttu og sem hryllir við „dyggðunum". — Vei þeim, sem dragast aftur úr í þessari æðis- gengnu helför inn í sýndarheima, er sefsjúk og sturluð ímyndun þessara hérvilltu tvífættlinga, hef- ur skapað sér umhverfis hugtökin: „auður", „metorð“ og „völd“. En á meðan þessi alóða fram- sóknargræðgi einstaklinganna ræð- ur svo að segja í öllum lífsskoðun- um, ýmist nakin eða grímuklædd að baki fagurra kenninga og glæsi- legra leiktjalda, — á meðan getur heildin aldrei orðið annað en blind, aldeyðandi morðvél, — leiksoppur í höndum óðustu vitfirringanna, ósvífnustu lygaranna, slungnustu þjófanna og grimmdarfyllstu morð- ingjanna. Og á meðan þróast líka allar skipulagstilraunir, öll kerfi, og allt lögmál í öfuga átt, á hversu bjartri hugsjón sem þær upphaflega hafa verið reistar, — og hversu fagur sem hinn minnsti kjarni kann að vera; — en þær sjálfar geta aldrei orðið annað en hinar rotnunarfúlu og dauðmyrkvuðu grafhvelfingar hugsjónanna og hin ógegnsæja skorpa kjarnans. Oumflýjanlega og óviðráðanlega stefnir öll þróun þeirra út helveg að mannkynsbölvun og myrkri, meðan einstaklingarnir, sem mynda hverja heild, kappkosta ekki að rækta sinn eiginn þroska, hver með öðrum og hver í öðrum. A meðan þeir vilja ekki skilja, að eini möguleikinn til andlegrar framþróunar, er að reyna að læra að þekkja sjálfan sig og sitt innsta eðli í öðrum einstaklingum og aðra og annarra eðli í sjálfum sér. Hver hugsun, hvert orð, hver at- höfn eins einstaklings á ætíð og alls staðar sinn samhljóm í öðrum, ef aðeins væri skipt um skilyrði og aðstæður einstaklinganna. En á meðan þeir vilja ekki gera sér það ljóst, er öll veröld í voða og vís glötun; — fordæmd af sjálfri sér og ofurseld þeim hræðilegu sjálfsá- lögum, að allt hið góða sem henni gefst, breytist jafnharðan í eitraðar eggjar er snúast gegn henni sjálfri

x

Einn Helsingi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einn Helsingi
https://timarit.is/publication/1212

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.