Einn Helsingi - 01.03.1946, Síða 30
28
EINN HELSINGI
*
Og:
Eg cr öreiginn Guðmundur Ingi,
önfirzkur bóndason.
Guð hefur sent mig að græða
gruhdirnar liér i kring.
Þvi:
.... óræktin hefur hrópað
svo hátt, að mér sveið.
Og Guðmundur Ingi, söngvabónd-
inn, óttast eigi örbirgð sína, því:
Sumarsins glcði í svipnum er
og sólstafir innst i barmi,
mannsins, sem syngur, meðan „haginn
cr ennþá hvítur:
Ég treysti þér, máttuga mold.
Ég er maður, sem gekk ót að sá.
Ég valdi mér nótt, ég valdi mér
logn,
þegar vor yfir dalnum lá.
Og þó haginn sé hvitur, eru „heima-
tiinin græn" orðin, og,
Grundirnar anga, gróðurinn angar
til guðs i hljóðri bæn.
Sjálfur biður hann látlaust og innilega
til þess guðs, sem hann finnur næstan
sér á þessari stundu:
Helga þú, vornótt, — helga þú
mitt liafrafræ.
Ég þori ekki að blaða áfram í þess-
ari sólsöngvabók hins ' vestfirzka vor-
manns, ég rnundi þá ekki geta stillt
mig um að flélta ilmreyr frá hverju
blaði hennar, — út þennan pistil. Og
þá, kannski óafvitandi, drægist með í
þær fléttur grænkálsblöð úr garði
hans, súrheý og salatblöðkur, — sem
allt er nú að vísu girnilcgt til átu
mönnum og skepnum, nytsamt, heil-
nærnt og blessað og gott, og allt svo-
leiðis, — en — já, en — jæja, þetta en
er víst nóg um það.
Og ég er líka að leita mér að ljóða-
brotum, en ekki að setja sarnan spá-
spekilega ritdóma, eða því um líkt. —
En áður en ég skipti um bækur eða
höfunda öðru sinni, get ég ekki stillt
mig um að skjóta því svona inn á
milli, að mér hefur fundist það nú
síðari árin, að meðal hinna yngri ís-
lenzku ljóðræktarmanna og óðbænda,
séu þeir fáir, sem gönguþreyttum lang-
leiðamanni muni ljúfara að gista, en
Guðmund Inga. Enda segir hann
sjálfur i einhverju geðþekkasta ástar-
kvæði, islenzku, frá síðustu tveim ára-
tugum:
Eins og faðmur opinn verður,
Ingigcrður,
bærinn þinn og bærinn minn.
Og þar sem maður er nú búinn að
fara í gegnum svartamyrkrið lijá Berg-
mann og dvelja góða stund úti i sól-
skininu lijá Guðmundi Inga, þá verð-
ur það að teljast viðeigandi, að „Vér
brosum" skyldi einmitt verða það
ljóðakverið, sem barst upp í hendur
mér í þessu ljóðakvera-happdrætti úr
hillum mínum. — Og með hið barns-
lega glaða og sólheita ástaljóð til
Ingigerðar í huganum er mér nú sem
ég sjái hilla undir hæðnisglottið á
gáfulegu andliti gamals, látins vinar,
Sigurðar ívarssonar, — Zetunnar, sem
enn þann dag i dag getur látið okkur
brosa, ef við opnum aðrahvora bókina
hans. — Verkin hans tala, svo vér
brosum í hvert sinn, sem vér opnum
þessar gleðinnar postillur, sem hann
lét okkur í arf, þar sem hann, þessi
hvasseygi heimslistarspekingur, túlkar—
tilveruna og viðhorf sín og lífsins
margvíslegu fyrirbæri, á sinn einstaka
hátt., og i ljósi síns dásamlega lundar-
fars, sem aldrei tók veröldina hátíð-
lega frekar en sína eigin tilveru, — og
sem alla stóra örðugleika gerði smáa,
en stóra jafnvel hina smæstu ögn i
spori gleðinnar og heimsins listisemda.
Og hann hefur sannarlega fundið
ástina streyma um sig á undursamleg-
um fagnaðarstundum, ekki síður en
Guðmundur Ingi. — En hann túlkar
þau tíðindi harla ólíkt: