Einn Helsingi

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Einn Helsingi - 01.03.1946, Qupperneq 33

Einn Helsingi - 01.03.1946, Qupperneq 33
EINN HELSINGI S1 möguleika fyrir slíkum, þá er það heldur ekki talið afbrot. Nei, ekki þó það eyðilegði ómetanleg verð- mæti andlegs lífs,eða sviptiókomn- ar og óbornar kynslóðir þroska- möguleikum og skilyrðum til auk- innar lífsfegurðar, — nei, ekki þótt einhver slíkur verknaður hinna einstöku, dauðblindaði sáfsýni þús- unda á ókomnum tímum. Engin slík eyðingarverk mannanna fá nafnið afbrot, glæpur eða yfirsjón, og engum refsingum er beitt fyrir neitt slíkt, nema því aðeins, að það skerði krónutöluna í vasa eða »bankabók einhvers, — orsaki skemmdir á kæfubelg í skemm- unni, eyðileggi nokkrar niðursuðu- dósir í eldhúsi, bæli grasið á túninú rétt fyrir sláttinn, eða orsaki hvarf á neftóbaksíláti eða kaðalsspotta úr mótorbát. Aðeins ef eitthvað slíkt slæddist inn x einn þvílíkan verknað, sem kæfði andleg verð- mæti þúsunda, píndi sálarlíf heilla herskara og formyrkvaði lífsham- ingju heilld kynslóða, — þá — já, þá fyrst -- það orðið afbr-t, undir refsidómana lagt og hefndinni of- urselt. * Refsilöggjöf þjóðanna hefir ver- ið og er endalaust samsafn af hefndarráðstöfunum og mismun- andi sniðugum laumubrögðum, til að græða á yfirsjónum, óheppni, neyð eða fljótfærni hinna ein- stöku, sem ekki hafa getað séð fót- um sínum forráð, eða sem löggjöf þjóðanna hefir beinlínis lagt gildr- ur fyrir, svo þeir yrðu brotlegir á einhvem hátt, svo að það gæti réttlætt þá notkun hefndarráðstaf- ana, sem heildin, eða hinir ein- stöku, sem með forráð hennar færu, gætu grætt á sína 30 silfur- skildinga. * Að þjóna sannleikanum hefir löngum verið talið erfitt, en engan hefi eg þó fyrirhitt, sem ekki var annað tveggja, fullvís um, að hann gerði það, eða að minnsta kosti vildi gera það. Sú þjónusta er þó engan veginn svo virðuleg eða blessunarrík eins og hún er gjallmálug og glymfögur til afspurnar og frásagnar. Fyrsta boðorðið í þeirri þjón- ustu er: Þú skalt hætta að hugsa, því svo aðeins getur sannleikurinn orðið einn og óumbreytanlegur. Og annað boðorðið: Þú skalt engum öðrum sannleik trúa, — enda yrði það hálfbágborinn sannleiksflytj- andi, sem játaði, að sinn sannleik- ur þyrfti að berjast við annan sannleika og andstæðan. Og þá yrðu þeir lxka margir, Pílatusarnir, sem þyrftu að spyrja. Og þriðja boðorðið er: Heiðra skaltu sann- leikann, því öðruvísi getur þú eigi orðið langlífur í þjónustu hans, því sá, sem þekkir sannleikann en heldur hann ekki í heiðri, hlýtur að vera uppblásinn af einhverjum vonzkunnar óguðlegu efasemdum. Og þar með er lokið boðorðum sannleikans til játenda sinna, og fleiri boðorða þarfnast hann ekki til að hlaða umhverfis sig nær ó- rjúfandi múr daufdumbrar og dauðmyrkraðrar trúar, sem hvergi ersmuga á fyrir hugsun eða ein- hverja vitglóru að smjúga í gegn- um.

x

Einn Helsingi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Einn Helsingi
https://timarit.is/publication/1212

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.