Einn Helsingi - 01.03.1946, Blaðsíða 44

Einn Helsingi - 01.03.1946, Blaðsíða 44
42 EINN HELSINGI ég muni bera allvel skyn á allt, sem þessum málum viðkemur, gegnum reynslu og kynni, ef almannarómur- inn hefir nokkurn tíma stigið inn fyrir ykkar þröskuld með nafn mitt a vörum. Og iivaða ávinning gæti ég borið úr býtum i þessari baráttu og beiningaferðalagi annan en þann, sem þið gætuð unnt hverjum einum, hve aumur eða illur sem væri, að finna hug sínum svölun í því að hafa borið gæfu til að skapa eða styrkja eittiivað það, sem til góðs mætti verða. Sú löng- un býr innst i hverju brjósti, þrátt fyrir allar mannanna gerðir. Og ef þið aðeins verðið við þessari ósk minni að hugsa um þetta svolitla stund, þótt það liggi utan við hring- ekju daglegs lífs ykkar, þá vænti <g alls góðs fyrir gott málefni. Og þá verður upplag ritsins, þótt 5—6000 séu, fljótt að seljast eða mikill hluti þess — það mikill, að þið að minnsta kosti þá fengjuð tækifæri til að sjá draum verða að tilraun, sem þið þá gætuð tekið ákvörðun um, hvort væri styrkt- arverð eða ekki, samkvæmt eigin at- hugun. En það, sem ég óttast eitt saman, cr það, hve margir ykkar látið aðeins augun hvarfla yfir iínurnar, og ritið svo hverfa i pappirskörfuna eða rusla- skrínuna, án þess að láta hugann hvarfla frekar þar og án þess að hafa raunverulega látið hugann snerta það, sem ég þar hefi skrifað. — Þið verðið mörg, sem það gerið. En þið gerið það ekki öll, á því byggist traust mitt, og því hefi ég vogað r'aunar miklu meiru en ég má við — og f trúnni á ykkur, sem færri verðið, hefi ég skrifað þetta bréf til þjóðarsystkina minna. 3. september 1946. Steindór Sigurðsson. Gjörið svo vel og útfyllið eftirfarandi Pöntunarseðil, ef þér viljið styrkja það málefni, sem fyrir útgefanda ritsins vakir ...........................................MMMMMMMMMIIMMIIlllllII111111II111MllIIMMIIIM ■ M | STEINDÓR SIGURÐSSON, | Kristneshæli I Sendið mér „Eirm helsingja" 1. heiti I .........eintök (til sölu (ée&n póstkröíu) \ Strikið yiir það, sem ekki á að vera I Naín ............................................................................................ | i C | } i Heimilisiané .................................................................................... i j s Í*4j|||lll»IIIIIIIIIIHIIIMHIIIIII»IIIIIIIIIIIIMIIIIIHIIIIII*limill*IIMIMIMIIMIIIIII»MIIIMIMMIIMIMMIMIMIlMH»l»»IIIIUI»||i;

x

Einn Helsingi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einn Helsingi
https://timarit.is/publication/1212

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.