Fréttablaðið - 21.01.2017, Síða 6
Leitað í rústunum
Íranskt björgunarfólk leitaði í gær í rústum hinnar fimmtán hæða Plasco-byggingar í höfuðborginni Teheran.
Byggingin hrundi í eldsvoða á fimmtudag. Fjöldi slökkviliðsmanna var inni í byggingunni þegar hún hrundi
og er talið að tuttugu þeirra hafi farist. Nordicphotos/AFp
Ísland er best tengda land Norðurlandanna við Bandaríkin. FréttABlAðið/Vilhelm
Samgöngur Reykjavíkurborg hyggst
verja meiri fjármunum til viðgerða
og endurnýjunar á malbiki á þessu
ári en nokkru sinni áður. Fjárhagsá-
ætlun gerir ráð fyrir 1.460 milljónum
króna til verkefnisins og er það ríf-
lega tvöföldun frá því í fyrra.
Áhersla er lögð á endurnýjun bæði
með fræsingu og malbikun, sem og
malbikun yfirlaga og er það gert til
að koma í veg fyrir miklar og kostn-
aðarsamar viðgerðir síðar. Áætlað er
að slík endurnýjun verði í ár 243.000
fermetrar eða sem nemur um 32
kílómetrum í lengd gatna. Að auki,
og fyrir utan fyrrgreindan kostnað,
kemur nýtt malbik á götur sem end-
urnýjaðar eru frá grunni, s.s. endur-
gerð Hafnarstrætis milli Pósthús-
strætis og Tryggvagötu, sem og vegna
endurgerðar gatnamóta Lækjargötu
og Geirsgötu. Þá eru framkvæmdir
Vegagerðarinnar á stofnbrautum
ekki inni í þessum tölum, segir í frétt
borgarinnar.
Borgarráð heimilaði á fundi sínum
í gær að malbikunarframkvæmdir
ársins yrðu boðnar út. Gerð hefur
verið áætlun um endurnýjun og
viðgerðir á malbiki á götum borgar-
innar til næstu fimm ára. Í fjárhagsá-
ætlun 2017 til 2021 er lagt til að varið
verði 8.380 milljónum króna til verk-
efnisins.
Fyrstu þrjú árin (2017-2019) verð-
ur áhersla lögð á endurnýjun mal-
biksyfirlagna einkum á umferðar-
þungum götum til að koma í veg fyrir
miklar og kostnaðarsamar viðgerðir
síðar. Á árunum 2020-2021 er ætl-
unin að endurnýja fjölmargar götur
sem þá hafa náð líftíma sínum og eru
það einkum íbúðagötur í Breiðholti,
Árbæ og Grafarvogi. – shá
Borgin malbikar fyrir 8,3
milljarða á næstu árum
tvöfalt meira verður lagt af malbiki innan borgarmarkanna í ár en í fyrra. FréttA-
BlAðið/GVA
LögregLumáL Yfirheyrslum yfir
mönnum tveimur sem grunaðir eru
um að tengjast hvarfi Birnu Brjáns-
dóttur lauk á áttunda tímanum
í gær og voru þeir fluttir á Litla-
Hraun. Ekki er líklegt að mennirnir
verði yfirheyrðir um helgina nema
nýjar vísbendingar komi fram í mál-
inu. Hinir grunuðu voru áður hafðir
í einangrun á lögreglustöðinni við
Hverfisgötu.
Mennirnir voru handteknir um
hádegisbil á miðvikudag af íslensk-
um sérsveitarmönnum um borð í
Polar Nanoq. Þriðji maðurinn var
handtekinn síðar sama dag í togar-
anum grunaður um að búa yfir upp-
lýsingum um hvarf Birnu. Lögreglan
sleppti honum í gær og er hann
frjáls ferða sinna.
Skipverjarnir tveir höfðu um 100
klukkustundir til þess að samræma
framburð, sé miðað við það að
Birna hvarf snemma á laugardags-
morgun en mennirnir ekki hand-
teknir fyrr en í hádeginu á miðviku-
degi þegar íslenskir sérsveitarmenn
komu um borð í grænlenska togar-
ann og voru mennirnir þá skildir að.
Blóð fannst í Kia Rio bifreiðinni
sem annar mannanna sem situr
nú í gæsluvarðhaldi var með á
leigu. Telur lögreglan líklegt að
blóðið sé úr Birnu. Það á þó eftir að
staðfesta endanlega með DNA rann-
sóknum en sýnið var sent til útlanda
til nánari greiningar. Hefur lög-
reglan beðið um forgangsrannsókn
á sýnunum. Lögreglan haldlagði bif-
reiðina síðastliðinn þriðjudag.
Rannsókn tæknideildar lög-
reglunnar um borð í Polar Nanoq
hefur jafnframt leitt í ljós nokkuð
af gögnum sem lögregla telur að
geti komið að gagni við að upplýsa
málið. Mennirnir voru úrskurð-
aðir á grundvelli 211. gr. almennra
hegningarlaga sem fjallar um mann-
dráp í tveggja vikna gæsluvarðhald.
Ákæruvaldið kærði þann úrskurð en
það vildi fá fjóra vikur.
Ekki er venjan að Hæstiréttur taki
sér langan tíma til að dæma þegar
gæsluvarðhaldsúrskurðir eru kærð-
ir, jafnan tvo til þrjá daga. Úrskurð-
urinn var ekki kominn þegar Frétta-
blaðið fór í prentun í gær.
Lögreglan óskaði í gær eftir að
ná tali af ökumanni af hvítum
bíl sem var ekið vestur Óseyrar-
braut í Hafnarfirði laugardaginn
14. janúar um klukkan hálf eitt. Tók
lögreglan skýrt fram í tilkynningu
að ökumaðurinn er ekki grunaður
um neitt misjafnt, en að hann gæti
hugsanlega búið yfir upplýsingum
sem gagnist lögreglu við rannsókn
á hvarfi Birnu Brjánsdóttur.
Lögreglan sagði í gær að fólk
hefði haft samband sem hafi orðið
fyrir aðkasti fyrir það eitt að vera frá
Grænlandi. Fréttir af hvarfi Birnu
eru mest lesnu fréttirnar í græn-
lenskum fjölmiðlum þessa dagana
og eru einnig áberandi í Færeyjum
og öðrum Norðurlöndum. – þea
Ekki yfirheyrðir nema
nýjar vísbendingar finnist
viðSkipti Markaðssvæðum fyrir
sjávarfang frá Íslandi fjölgar í takt
við heilsársflugleiðir frá Keflavíkur-
flugvelli og það er því farþegaflug
til og frá landinu sem býr til nýja
markaði fyrir sjávarútveginn.
Þannig vinna ferðaþjónustan og
sjávarútvegurinn saman að því að
stórauka útflutningstekjur þjóðar-
innar.
Þetta kom fram í máli Birgis Öss-
urarsonar, sölu- og markaðsstjóra
Ice Fresh Seafood, á ráðstefnu
á dögunum á vegum Isavia og
Kadeco um tengsl Keflavíkurflug-
vallar við atvinnuuppbyggingu í
sjávarútvegi. Þar fjallaði Birgir um
mikilvægi flugsins fyrir útflutning á
ferskum fiski, en fyrirtækið er í eigu
Samherja.
Á fundinum kom fram, eins og
Kjartan Eiríksson, framkvæmda-
stjóri Kadeco, reifaði í fundarlok,
að líkt og þekkt væri erlendis
kæmi stór hluti af hagvexti þjóða
til af þeim ólíku starfsgreinum
sem nýttu sér nálægð við flugvelli.
Góðar tengingar væru nauðsyn-
legur hluti af nútíma alþjóðavið-
skiptum.
Bjarki Vigfússon, hagfræðingur
hjá Íslenska sjávarklasanum,
fjallaði um hversu mikill hluti
botnfiskverkunar hefur togast í átt
að suðvesturhorni landsins.
Bjarki sagði nú mikilvægara að vera
nálægt neytandanum heldur en auð-
lindinni hvað sjávarútveginn varðar.
Farþegaflugið býr
til nýja fiskmarkaði
Beint samhengi er á milli fjölgunar heilsársflugleiða frá Keflavíkurflugvelli og
nýrra markaða fyrir fisk. Góðar flugtengingar gjörbreyta landfræðilegri stöðu
Íslands. Vanmetið hvað flugvöllurinn hefur skapað mikið fyrir sjávarútveg.
Flugfiskurinn
verðmætari
l 40% hærra verð fæst fyrir
ferskan fisk en frosinn á Banda-
ríkjamarkaði.
l Fjölgun heilsársáfangastaða
opnar strax nýja markaði fyrir
ferskan fisk.
l Vöxtur ferðaþjónustunnar hefur
gríðarlega jákvæð áhrif á sjávar-
útveginn.
l Heildarvistsporið af fiski sem
flogið er með frá Íslandi til
Frakklands er minna en af fiski
sem ekið er frá Noregi til Frakk-
lands.
Það fáist meðal annars með því
að vera nálægt mikilvægustu flutn-
ingaleiðunum.
„Vanmetið er hversu mikill virð-
isauki hefur skapast í sjávarútvegi
út af Keflavíkurflugvelli og þá sér-
staklega í tengslum við leiðakerfi
Icelandair.
Þetta er ein af ástæðunum fyrir
því að íslenskur sjávarútvegur er
leiðandi í heiminum,“ sagði Mikael
Tal Grétarsson, forstöðumaður
útflutnings hjá Icelandair Cargo.
Mikael sagði mikinn áhuga hjá
kaupendum að vita hvert kol-
efnissporið er af íslenskum fiski
sem fluttur er með flugi á markaði
erlendis.
svavar@frettabladid.is
skipverjarnir tveir hafa nú verið færðir
á litla-hraun. FréttABlAðið/ANtoN
2 1 . j a n ú a r 2 0 1 7 L a u g a r D a g u r6 f r é t t i r ∙ f r é t t a B L a ð i ð
2
1
-0
1
-2
0
1
7
0
4
:4
1
F
B
0
9
6
s
_
P
0
9
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
8
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
0
3
-3
D
C
C
1
C
0
3
-3
C
9
0
1
C
0
3
-3
B
5
4
1
C
0
3
-3
A
1
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
9
6
s
_
2
0
_
1
_
2
0
1
7
C
M
Y
K