Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.01.2017, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 21.01.2017, Qupperneq 6
Leitað í rústunum Íranskt björgunarfólk leitaði í gær í rústum hinnar fimmtán hæða Plasco-byggingar í höfuðborginni Teheran. Byggingin hrundi í eldsvoða á fimmtudag. Fjöldi slökkviliðsmanna var inni í byggingunni þegar hún hrundi og er talið að tuttugu þeirra hafi farist. Nordicphotos/AFp Ísland er best tengda land Norðurlandanna við Bandaríkin. FréttABlAðið/Vilhelm Samgöngur Reykjavíkurborg hyggst verja meiri fjármunum til viðgerða og endurnýjunar á malbiki á þessu ári en nokkru sinni áður. Fjárhagsá- ætlun gerir ráð fyrir 1.460 milljónum króna til verkefnisins og er það ríf- lega tvöföldun frá því í fyrra. Áhersla er lögð á endurnýjun bæði með fræsingu og malbikun, sem og malbikun yfirlaga og er það gert til að koma í veg fyrir miklar og kostn- aðarsamar viðgerðir síðar. Áætlað er að slík endurnýjun verði í ár 243.000 fermetrar eða sem nemur um 32 kílómetrum í lengd gatna. Að auki, og fyrir utan fyrrgreindan kostnað, kemur nýtt malbik á götur sem end- urnýjaðar eru frá grunni, s.s. endur- gerð Hafnarstrætis milli Pósthús- strætis og Tryggvagötu, sem og vegna endurgerðar gatnamóta Lækjargötu og Geirsgötu. Þá eru framkvæmdir Vegagerðarinnar á stofnbrautum ekki inni í þessum tölum, segir í frétt borgarinnar. Borgarráð heimilaði á fundi sínum í gær að malbikunarframkvæmdir ársins yrðu boðnar út. Gerð hefur verið áætlun um endurnýjun og viðgerðir á malbiki á götum borgar- innar til næstu fimm ára. Í fjárhagsá- ætlun 2017 til 2021 er lagt til að varið verði 8.380 milljónum króna til verk- efnisins. Fyrstu þrjú árin (2017-2019) verð- ur áhersla lögð á endurnýjun mal- biksyfirlagna einkum á umferðar- þungum götum til að koma í veg fyrir miklar og kostnaðarsamar viðgerðir síðar. Á árunum 2020-2021 er ætl- unin að endurnýja fjölmargar götur sem þá hafa náð líftíma sínum og eru það einkum íbúðagötur í Breiðholti, Árbæ og Grafarvogi.  – shá Borgin malbikar fyrir 8,3 milljarða á næstu árum tvöfalt meira verður lagt af malbiki innan borgarmarkanna í ár en í fyrra. FréttA- BlAðið/GVA LögregLumáL Yfirheyrslum yfir mönnum tveimur sem grunaðir eru um að tengjast hvarfi Birnu Brjáns- dóttur lauk á áttunda tímanum í gær og voru þeir fluttir á Litla- Hraun. Ekki er líklegt að mennirnir verði yfirheyrðir um helgina nema nýjar vísbendingar komi fram í mál- inu. Hinir grunuðu voru áður hafðir í einangrun á lögreglustöðinni við Hverfisgötu. Mennirnir voru handteknir um hádegisbil á miðvikudag af íslensk- um sérsveitarmönnum um borð í Polar Nanoq. Þriðji maðurinn var handtekinn síðar sama dag í togar- anum grunaður um að búa yfir upp- lýsingum um hvarf Birnu. Lögreglan sleppti honum í gær og er hann frjáls ferða sinna. Skipverjarnir tveir höfðu um 100 klukkustundir til þess að samræma framburð, sé miðað við það að Birna hvarf snemma á laugardags- morgun en mennirnir ekki hand- teknir fyrr en í hádeginu á miðviku- degi þegar íslenskir sérsveitarmenn komu um borð í grænlenska togar- ann og voru mennirnir þá skildir að. Blóð fannst í Kia Rio bifreiðinni sem  annar mannanna sem situr nú  í gæsluvarðhaldi var með á leigu.  Telur lögreglan líklegt að blóðið sé úr Birnu. Það á þó eftir að staðfesta endanlega með DNA rann- sóknum en sýnið var sent til útlanda til nánari greiningar. Hefur lög- reglan beðið um forgangsrannsókn á sýnunum. Lögreglan haldlagði bif- reiðina síðastliðinn þriðjudag.  Rannsókn tæknideildar lög- reglunnar um borð í Polar Nanoq hefur jafnframt leitt í ljós nokkuð af gögnum sem lögregla telur að geti komið að gagni við að upplýsa málið.  Mennirnir voru úrskurð- aðir á grundvelli 211. gr. almennra hegningarlaga sem fjallar um mann- dráp í tveggja vikna gæsluvarðhald. Ákæruvaldið kærði þann úrskurð en það vildi fá fjóra vikur. Ekki er venjan að Hæstiréttur taki sér langan tíma til að dæma þegar gæsluvarðhaldsúrskurðir eru kærð- ir, jafnan tvo til þrjá daga. Úrskurð- urinn var ekki kominn þegar Frétta- blaðið fór í prentun í gær. Lögreglan óskaði í gær  eftir að ná tali af ökumanni af hvítum bíl sem var ekið vestur Óseyrar- braut í Hafnarfirði laugardaginn 14. janúar um klukkan hálf eitt. Tók lögreglan skýrt fram í tilkynningu að ökumaðurinn er ekki grunaður um neitt misjafnt, en að hann gæti hugsanlega búið yfir upplýsingum sem gagnist lögreglu við rannsókn á hvarfi Birnu Brjánsdóttur. Lögreglan sagði í gær að fólk hefði haft samband sem hafi orðið fyrir aðkasti fyrir það eitt að vera frá Grænlandi. Fréttir af hvarfi Birnu eru mest lesnu fréttirnar í græn- lenskum fjölmiðlum þessa dagana og eru einnig áberandi í Færeyjum og öðrum Norðurlöndum. – þea Ekki yfirheyrðir nema nýjar vísbendingar finnist viðSkipti Markaðssvæðum fyrir sjávarfang frá Íslandi fjölgar í takt við heilsársflugleiðir frá Keflavíkur- flugvelli og það er því farþegaflug til og frá landinu sem býr til nýja markaði fyrir sjávarútveginn. Þannig vinna ferðaþjónustan og sjávarútvegurinn saman að því að stórauka útflutningstekjur þjóðar- innar. Þetta kom fram í máli Birgis Öss- urarsonar, sölu- og markaðsstjóra Ice Fresh Seafood, á ráðstefnu á dögunum á vegum Isavia og Kadeco um tengsl Keflavíkurflug- vallar við atvinnuuppbyggingu í sjávarútvegi. Þar fjallaði Birgir um mikilvægi flugsins fyrir útflutning á ferskum fiski, en fyrirtækið er í eigu Samherja. Á fundinum kom fram, eins og Kjartan Eiríksson, framkvæmda- stjóri Kadeco, reifaði í fundarlok, að líkt og þekkt væri erlendis kæmi stór hluti af hagvexti þjóða til af þeim ólíku starfsgreinum sem nýttu sér nálægð við flugvelli. Góðar tengingar væru nauðsyn- legur hluti af nútíma alþjóðavið- skiptum. Bjarki Vigfússon, hagfræðingur hjá Íslenska sjávarklasanum, fjallaði um hversu mikill hluti botnfiskverkunar hefur togast í átt að suðvesturhorni landsins. Bjarki sagði nú mikilvægara að vera nálægt neytandanum heldur en auð- lindinni hvað sjávarútveginn varðar. Farþegaflugið býr til nýja fiskmarkaði Beint samhengi er á milli fjölgunar heilsársflugleiða frá Keflavíkurflugvelli og nýrra markaða fyrir fisk. Góðar flugtengingar gjörbreyta landfræðilegri stöðu Íslands. Vanmetið hvað flugvöllurinn hefur skapað mikið fyrir sjávarútveg. Flugfiskurinn verðmætari l 40% hærra verð fæst fyrir ferskan fisk en frosinn á Banda- ríkjamarkaði. l Fjölgun heilsársáfangastaða opnar strax nýja markaði fyrir ferskan fisk. l Vöxtur ferðaþjónustunnar hefur gríðarlega jákvæð áhrif á sjávar- útveginn. l Heildarvistsporið af fiski sem flogið er með frá Íslandi til Frakklands er minna en af fiski sem ekið er frá Noregi til Frakk- lands. Það fáist meðal annars með því að vera nálægt mikilvægustu flutn- ingaleiðunum. „Vanmetið er hversu mikill virð- isauki hefur skapast í sjávarútvegi út af Keflavíkurflugvelli og þá sér- staklega í tengslum við leiðakerfi Icelandair. Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að íslenskur sjávarútvegur er leiðandi í heiminum,“ sagði Mikael Tal Grétarsson, forstöðumaður útflutnings hjá Icelandair Cargo. Mikael sagði mikinn áhuga hjá kaupendum að vita hvert kol- efnissporið er af íslenskum fiski sem fluttur er með flugi á markaði erlendis. svavar@frettabladid.is skipverjarnir tveir hafa nú verið færðir á litla-hraun. FréttABlAðið/ANtoN 2 1 . j a n ú a r 2 0 1 7 L a u g a r D a g u r6 f r é t t i r ∙ f r é t t a B L a ð i ð 2 1 -0 1 -2 0 1 7 0 4 :4 1 F B 0 9 6 s _ P 0 9 1 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 8 6 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 0 3 -3 D C C 1 C 0 3 -3 C 9 0 1 C 0 3 -3 B 5 4 1 C 0 3 -3 A 1 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 9 6 s _ 2 0 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.