Fréttablaðið - 21.01.2017, Page 10

Fréttablaðið - 21.01.2017, Page 10
 Hefur þú áhuga á að gerast fósturforeldri? Barnaverndarstofa leitar að fólki sem vill sækja um leyfi til að taka börn í fóstur og að taka þátt í sérstakri þjálfun því til undirbúnings. Um er að ræða tímabundið fóstur (þar með talið styrkt fóstur) sem varir að jafnaði í 12 mánuði eða varanlegt fóstur. Það vantar heimili fyrir:  Börn á aldrinum 10-17 ára sem glíma við erfiðleika í samskiptum.  Börn á aldrinum 14-17 ára sem eru á flótta og óska eftir alþjóðlegri vernd á Íslandi. Æskilegt er að fósturheimili séu í eða í námunda við þéttbýli. Ýmis reynsla og menntun, einkum á sviði umönnunar barna, getur komið að góðu gagni. Nánari upplýsingar eru veittar á Barnaverndarstofu sími: 530 2600 eða netfang: bvs@bvs.is. Einnig er hægt að afla sér upplýsinga um umsóknarferli og hlutverk fósturforeldra á http://www.bvs.is Aðalfundur Félags atvinnurekenda verður haldinn í Nauthóli, Nauthólsvegi 106, fimmtudaginn 2. febrúar næstkomandi. Opinn fundur hefst kl. 14 en venjuleg aðalfundarstörf kl. 16.15 PI PA R\ TB W A Opinn fundur Félags atvinnurekenda ÁSKORENDURNIR – FYRIRTÆKIN SEM HRISTU UPP Í MARKAÐNUM fimmtudaginn 2. febrúar kl. 14 í Nauthóli Dagskrá opins fundar FA: 14.00 Ávarp ráðherra Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra 14.15 Heimsyfirráð eða dauði Skúli Mogensen, forstjóri Wow Air 14.35 Nova – stærsti skemmtistaður í heimi Lív Bergþórsdóttir, forstjóri Nova 14.55 Framtíðarmat Valur Hermannsson, einn stofnenda Eldum rétt 15.10 Arna – bráðþroska á byrjunarreit Þórarinn E. Sveinsson, stjórnarformaður Örnu, Mjólkurvinnslunnar í Bolungarvík 15.25 Baráttan fyrir virkri samkeppni Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA 15.40 Ka‰hlé 16.15 Venjuleg aðalfundarstörf Fundarstjóri opna fundarins er Margrét Guðmundsdóttir, stjórnarformaður N1. Skráðu þig á atvinnurekendur.is. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Leyniþjónustan birti í vikunni þrett­ án milljónir skjala, sem áður voru leynileg, á vefsíðu sinni. Áður höfðu þau skjöl verið aðgengileg á skjala­ safni í Maryland á virkum dögum á milli níu og hálf fimm. Mun fleiri skjöl en umræddar þrettán milljónir er þó að finna á vefsíðunni. Alls finnast 3.125 skjöl þegar leitað er að Iceland. Frétta­ blaðið las yfir fjölda þessarra skjala í von um að fá mynd af því með hvaða augum leyniþjónustan leit Íslendinga. Skráðu þekkta kommúnista Þau skjöl þar sem hvergi var minnst á kommúnista heyrðu til undan­ tekninga frá þeim fjölmörgu skjöl­ um sem Fréttablaðið skoðaði. Þó mátti greina að Bandaríkjamenn töldu ólíklegt að Ísland legðist á sveig með Sovétríkjunum. Hins vegar gæti það raskað sambandi ríkjanna tveggja ef kommúnistar kæmust til valda. Leyniþjónustan hélt skrá yfir öll kommúnistafélög í heiminum og var Ísland engin undantekning. Í slíkri skrá mátti finna Kínversk­íslenzka menningarfélagið og skráðan for­ mann þess, Jakob Benediktsson. Þá voru samtökin Menningar­ tengsl Íslands og Ráðstjórnarríkj­ anna einnig á skrá. Forseti þess var skráður Halldór Kiljan Laxness og varaforsetinn Þórbergur Þórðar­ son. Haldin var skrá yfir meðlima­ fjölda sem var, samkvæmt skjalinu, 1.100 manns árið 1952. Einnig voru skráðir formenn félaganna á Akur­ eyri, Eyjólfur Árnason, og í Keflavík, Oddbergur Eiríksson. Óttuðust Alþýðubandalagið Í skjali frá árinu 1956, sem ber nafnið Outlook for Iceland, má lesa um markmið Bandaríkjanna fyrir Ísland. Bar þar helst á góma áfram­ haldandi stöðugleika, veru her­ stöðvar og samvinnu þjóðanna. „Allir flokkar eru ósáttir við her­ stöðina en íhaldsmenn skilja þörf­ ina betur en Framsóknarmenn og jafnaðarmenn [Alþýðuflokkur] sem hafa myndað ríkisstjórn með hinu kommúníska Alþýðubandalagi.“ Þessa stjórnarmyndun töldu Bandaríkjamenn sér ekki í hag og segir enn fremur í skjalinu: „Kommúnistar eru möguleg ógn við lýðveldið vegna þátttöku þeirra í ríkisstjórn og áhrifa þeirra í verka­ lýðshreyfingunni.“ Þá eru kommún­ istar einnig sagðir hafa völdin í Alþýðusambandi Íslands. Þorskastríðin þröskuldur Bandaríkjamenn hugsuðu fyrst og fremst um eigin hagsmuni og hagsmuni Atlantshafsbandalagsins þegar skrifað var um þorskastríðin í umræddum skjölum.  Í skjali frá árinu 1953 sem ber nafnið Britain­ Iceland NSC Briefing er varað við því að það gæti komið til átaka þar sem Íslendingar ætli að færa landhelgina út í tólf mílur. Sú spá reyndist rétt. Rúmum tuttugu árum síðar, í júlí 1974, var skrifað skjal sem titlað var Iceland ­ UK: Another Incident at Sea. „Meint brot bresks togara í íslenskri efnahagslögsögu gæti dreg­ ið úr líkum á myndun ríkisstjórnar undir forystu íhaldsmanna,“ segir í skjalinu. Þar er vísað til Sjálfstæðis­ manna og þeir kallaðir conserva­ tives, íhaldsmenn á íslensku. „Þetta gæti aukið á erfiðleika Geirs Hallgrímssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, sem nú reynir að mynda ríkisstjórn. Hallgrímsson hefur talað fyrir því að halda her­ stöðinni í Keflavík. Kommúnistar og aðrir vinstri menn gætu hins vegar nýtt sér atvikið til þess að fylkja her­ stöðvarandstæðingum að baki sér,“ segir enn fremur í skjalinu. Allt kom þó fyrir ekki og þann 28. ágúst tók ráðuneyti Geirs Hallgrímssonar við með stuðningi Framsóknarmanna. Í skjali að nafni Political Assess­ ment of Iceland frá árinu 1976 er jafnframt lýst áhyggjum yfir því að Ísland gæti sagt sig úr Atlantshafs­ bandalaginu vegna þorskastríðanna. Úr  skrifum leyniþjónustunnar um bæði þorskastríðin og kommún­ ista má einna helst lesa ótta um að íslensk yfirvöld gætu lokað her­ stöðinni í Keflavík. Sá virðist vera útgangspunktur flestra skrifa. Þannig gætu kommúnistar staðið að slíkri lokun ef þeir kæmust til valda. Sömuleiðis gæti ósætti við viðbrögð Bandaríkjanna við þorska­ stríðunum orðið annað hvort til þess að allir flokkar gerðust andvígir her­ stöðinni og Atlantshafsbandalaginu eða komið kommúnistum til valda og þeir þá lokað herstöðinni. Einblíndu á herstöðina og skráðu kommúnista Fjölmörg skjöl bandarísku leyniþjónustunnar CIA fjalla um Ísland. Milljónir skjala eru aðgengilegar á netinu. Einna helst er fjallað um íslenska kommúnista, herstöðina í Keflavík og þorskastríðin. Bandaríkjamenn óttuðust kommúnista. Geir Hallgrímsson var talinn besti kostur við ríkisstjórnarmyndun árið 1974. Hér sést hann á kjörstað fjórum árum seinna. FréttAblAðið/GVA Svavar Gestsson, þá menntamálaráðherra fyrir Alþýðubandalagið, og Hall- dór Kiljan laxness, skoða höggmynd af Halldóri . FréttAblAðið/GVA Svona leit íbúðasvæði varnarliðsins í Keflavík út í ágúst árið 1976. banda- ríkjamenn óttuðust að uppgangur kommúnista gæti orðið til þess að her- stöðinni yrði lokað. FréttAblAðið/GVA Þórgnýr Einar Albertsson thorgnyr@frettabladid.is visir.is Lengri útgáfu greinarinnar má nálgast á Vísi. 2 1 . j a n ú a r 2 0 1 7 L a U G a r D a G U r10 f r é t t i r ∙ f r é t t a B L a ð i ð 2 1 -0 1 -2 0 1 7 0 4 :4 1 F B 0 9 6 s _ P 0 9 0 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 8 7 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 0 3 -4 C 9 C 1 C 0 3 -4 B 6 0 1 C 0 3 -4 A 2 4 1 C 0 3 -4 8 E 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 9 6 s _ 2 0 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.