Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.01.2017, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 21.01.2017, Qupperneq 10
 Hefur þú áhuga á að gerast fósturforeldri? Barnaverndarstofa leitar að fólki sem vill sækja um leyfi til að taka börn í fóstur og að taka þátt í sérstakri þjálfun því til undirbúnings. Um er að ræða tímabundið fóstur (þar með talið styrkt fóstur) sem varir að jafnaði í 12 mánuði eða varanlegt fóstur. Það vantar heimili fyrir:  Börn á aldrinum 10-17 ára sem glíma við erfiðleika í samskiptum.  Börn á aldrinum 14-17 ára sem eru á flótta og óska eftir alþjóðlegri vernd á Íslandi. Æskilegt er að fósturheimili séu í eða í námunda við þéttbýli. Ýmis reynsla og menntun, einkum á sviði umönnunar barna, getur komið að góðu gagni. Nánari upplýsingar eru veittar á Barnaverndarstofu sími: 530 2600 eða netfang: bvs@bvs.is. Einnig er hægt að afla sér upplýsinga um umsóknarferli og hlutverk fósturforeldra á http://www.bvs.is Aðalfundur Félags atvinnurekenda verður haldinn í Nauthóli, Nauthólsvegi 106, fimmtudaginn 2. febrúar næstkomandi. Opinn fundur hefst kl. 14 en venjuleg aðalfundarstörf kl. 16.15 PI PA R\ TB W A Opinn fundur Félags atvinnurekenda ÁSKORENDURNIR – FYRIRTÆKIN SEM HRISTU UPP Í MARKAÐNUM fimmtudaginn 2. febrúar kl. 14 í Nauthóli Dagskrá opins fundar FA: 14.00 Ávarp ráðherra Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra 14.15 Heimsyfirráð eða dauði Skúli Mogensen, forstjóri Wow Air 14.35 Nova – stærsti skemmtistaður í heimi Lív Bergþórsdóttir, forstjóri Nova 14.55 Framtíðarmat Valur Hermannsson, einn stofnenda Eldum rétt 15.10 Arna – bráðþroska á byrjunarreit Þórarinn E. Sveinsson, stjórnarformaður Örnu, Mjólkurvinnslunnar í Bolungarvík 15.25 Baráttan fyrir virkri samkeppni Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA 15.40 Ka‰hlé 16.15 Venjuleg aðalfundarstörf Fundarstjóri opna fundarins er Margrét Guðmundsdóttir, stjórnarformaður N1. Skráðu þig á atvinnurekendur.is. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Leyniþjónustan birti í vikunni þrett­ án milljónir skjala, sem áður voru leynileg, á vefsíðu sinni. Áður höfðu þau skjöl verið aðgengileg á skjala­ safni í Maryland á virkum dögum á milli níu og hálf fimm. Mun fleiri skjöl en umræddar þrettán milljónir er þó að finna á vefsíðunni. Alls finnast 3.125 skjöl þegar leitað er að Iceland. Frétta­ blaðið las yfir fjölda þessarra skjala í von um að fá mynd af því með hvaða augum leyniþjónustan leit Íslendinga. Skráðu þekkta kommúnista Þau skjöl þar sem hvergi var minnst á kommúnista heyrðu til undan­ tekninga frá þeim fjölmörgu skjöl­ um sem Fréttablaðið skoðaði. Þó mátti greina að Bandaríkjamenn töldu ólíklegt að Ísland legðist á sveig með Sovétríkjunum. Hins vegar gæti það raskað sambandi ríkjanna tveggja ef kommúnistar kæmust til valda. Leyniþjónustan hélt skrá yfir öll kommúnistafélög í heiminum og var Ísland engin undantekning. Í slíkri skrá mátti finna Kínversk­íslenzka menningarfélagið og skráðan for­ mann þess, Jakob Benediktsson. Þá voru samtökin Menningar­ tengsl Íslands og Ráðstjórnarríkj­ anna einnig á skrá. Forseti þess var skráður Halldór Kiljan Laxness og varaforsetinn Þórbergur Þórðar­ son. Haldin var skrá yfir meðlima­ fjölda sem var, samkvæmt skjalinu, 1.100 manns árið 1952. Einnig voru skráðir formenn félaganna á Akur­ eyri, Eyjólfur Árnason, og í Keflavík, Oddbergur Eiríksson. Óttuðust Alþýðubandalagið Í skjali frá árinu 1956, sem ber nafnið Outlook for Iceland, má lesa um markmið Bandaríkjanna fyrir Ísland. Bar þar helst á góma áfram­ haldandi stöðugleika, veru her­ stöðvar og samvinnu þjóðanna. „Allir flokkar eru ósáttir við her­ stöðina en íhaldsmenn skilja þörf­ ina betur en Framsóknarmenn og jafnaðarmenn [Alþýðuflokkur] sem hafa myndað ríkisstjórn með hinu kommúníska Alþýðubandalagi.“ Þessa stjórnarmyndun töldu Bandaríkjamenn sér ekki í hag og segir enn fremur í skjalinu: „Kommúnistar eru möguleg ógn við lýðveldið vegna þátttöku þeirra í ríkisstjórn og áhrifa þeirra í verka­ lýðshreyfingunni.“ Þá eru kommún­ istar einnig sagðir hafa völdin í Alþýðusambandi Íslands. Þorskastríðin þröskuldur Bandaríkjamenn hugsuðu fyrst og fremst um eigin hagsmuni og hagsmuni Atlantshafsbandalagsins þegar skrifað var um þorskastríðin í umræddum skjölum.  Í skjali frá árinu 1953 sem ber nafnið Britain­ Iceland NSC Briefing er varað við því að það gæti komið til átaka þar sem Íslendingar ætli að færa landhelgina út í tólf mílur. Sú spá reyndist rétt. Rúmum tuttugu árum síðar, í júlí 1974, var skrifað skjal sem titlað var Iceland ­ UK: Another Incident at Sea. „Meint brot bresks togara í íslenskri efnahagslögsögu gæti dreg­ ið úr líkum á myndun ríkisstjórnar undir forystu íhaldsmanna,“ segir í skjalinu. Þar er vísað til Sjálfstæðis­ manna og þeir kallaðir conserva­ tives, íhaldsmenn á íslensku. „Þetta gæti aukið á erfiðleika Geirs Hallgrímssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, sem nú reynir að mynda ríkisstjórn. Hallgrímsson hefur talað fyrir því að halda her­ stöðinni í Keflavík. Kommúnistar og aðrir vinstri menn gætu hins vegar nýtt sér atvikið til þess að fylkja her­ stöðvarandstæðingum að baki sér,“ segir enn fremur í skjalinu. Allt kom þó fyrir ekki og þann 28. ágúst tók ráðuneyti Geirs Hallgrímssonar við með stuðningi Framsóknarmanna. Í skjali að nafni Political Assess­ ment of Iceland frá árinu 1976 er jafnframt lýst áhyggjum yfir því að Ísland gæti sagt sig úr Atlantshafs­ bandalaginu vegna þorskastríðanna. Úr  skrifum leyniþjónustunnar um bæði þorskastríðin og kommún­ ista má einna helst lesa ótta um að íslensk yfirvöld gætu lokað her­ stöðinni í Keflavík. Sá virðist vera útgangspunktur flestra skrifa. Þannig gætu kommúnistar staðið að slíkri lokun ef þeir kæmust til valda. Sömuleiðis gæti ósætti við viðbrögð Bandaríkjanna við þorska­ stríðunum orðið annað hvort til þess að allir flokkar gerðust andvígir her­ stöðinni og Atlantshafsbandalaginu eða komið kommúnistum til valda og þeir þá lokað herstöðinni. Einblíndu á herstöðina og skráðu kommúnista Fjölmörg skjöl bandarísku leyniþjónustunnar CIA fjalla um Ísland. Milljónir skjala eru aðgengilegar á netinu. Einna helst er fjallað um íslenska kommúnista, herstöðina í Keflavík og þorskastríðin. Bandaríkjamenn óttuðust kommúnista. Geir Hallgrímsson var talinn besti kostur við ríkisstjórnarmyndun árið 1974. Hér sést hann á kjörstað fjórum árum seinna. FréttAblAðið/GVA Svavar Gestsson, þá menntamálaráðherra fyrir Alþýðubandalagið, og Hall- dór Kiljan laxness, skoða höggmynd af Halldóri . FréttAblAðið/GVA Svona leit íbúðasvæði varnarliðsins í Keflavík út í ágúst árið 1976. banda- ríkjamenn óttuðust að uppgangur kommúnista gæti orðið til þess að her- stöðinni yrði lokað. FréttAblAðið/GVA Þórgnýr Einar Albertsson thorgnyr@frettabladid.is visir.is Lengri útgáfu greinarinnar má nálgast á Vísi. 2 1 . j a n ú a r 2 0 1 7 L a U G a r D a G U r10 f r é t t i r ∙ f r é t t a B L a ð i ð 2 1 -0 1 -2 0 1 7 0 4 :4 1 F B 0 9 6 s _ P 0 9 0 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 8 7 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 0 3 -4 C 9 C 1 C 0 3 -4 B 6 0 1 C 0 3 -4 A 2 4 1 C 0 3 -4 8 E 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 9 6 s _ 2 0 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.