Fréttablaðið - 21.01.2017, Page 37
| ATVINNA | LAUGARDAGUR 21. janúar 2017 7
Löggiltur
fasteignasali
Rótgróin fasteignasala sem hefur mikil umsvif í
fasteignasölu auglýsir eftir lögg. fasteignasala til
starfa. Æskilegt er að viðkomandi hafi víðtæka
reynslu af sölu- og leigumiðlun fasteigna, bæði
íbúðar- og atvinnuhúsnæðis. Góð föst laun í boði.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun
og fyrri störf umsækjenda berist á
netfangið box@frett.is fyrir 5. febrúar nk. merkt
Löggiltur 2101
Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.
Ert þú Smjattpatti?
Smjattpatti ehf. sér um rekstur mötuneyta
Tækniskólans, sem eru þrjú talsins.
Við leitum að aðstoðarmanni/konu í 100% starf frá 1.febrúar 2017.
Starfið er fjölbreytt og snýst meðal annars um undirbúning,
útkeyrslu og afgreiðslu á hádegismat, samlokugerð, afgreiðslu
á kassa og frágang. Vinnutími er 8-16 alla virka daga.
• Íslenskukunnátta skilyrði. • Ökuskírteini skilyrði.
• Reynsla af mötuneytisstörfum æskileg.
Ferilskrá sendist til kokkur(hjá)gmail.com.
Upplýsingar í síma 822-8577 (Heimir) eða 895-1605 (Ingunn)
Árvekni
Fagsviðsstjóri
plöntueftirlits
Matvælastofnun óskar eftir að ráða háskólamenntaðann einstakling með fagþekkingu
á plöntum og plöntusjúkdómum í starf fagsviðsstjóra plöntueftirlits á markaðsstofu MAST í
Reykjavík. Um fullt starf er að ræða.
Hæfnikröfur
Umsækjendur skulu hafa háskólamenntun í
plöntusjúkdómum, líffræði, búvísindum eða aðra
menntun sem talin er henta í starfið. Góð fagþekking
á plöntum og plöntusjúkdómum er nauðsynleg.
Þekking á opinberri stjórnsýslu er kostur. Gerð er
krafa um færni til tjáningar í ræðu og riti á íslensku
og ensku ásamt góðri almennri tölvukunnáttu. Góð
framkoma og lipurð í samskiptum, nákvæm og fagleg
vinnubrögð ásamt getu til að starfa sjálfstætt eru
áskilin.
Helstu verkefni og ábyrgð
Hlutverk fagsviðsstjóra er að hafa yfirumsjón
með málum er lúta að skráningu og eftirliti með
inn- og útflutningi plantna og plöntuafurða, eftirlit
með kartöfluútsæði og sáðvöru ásamt eftirliti með
viðarumbúðum vegna útflutnings.
Meðal verkefna er skjala- og vöruskoðun vegna
innflutnings plantna og plöntuafurða, útgáfa vottorða
vegna útflutnings á plöntum, sýnataka og eftirlit
vegna innflutnings á sáðvöru á markaði, einnig eftirlit
með fyrirtækjum vegna framleiðslu á plöntum og
viðarumbúðum, skoðanir og eftirlit með innlendri
ræktun á kartöfluútsæði auk almennrar stjórnsýslu á
þessu sviði.
Nánari upplýsingar um starfið er að finna á vef
Matvælastofnunar og í síma 530-4800. Umsókn þarf að
fylgja prófskírteini, starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem
gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og skýr rökstuðningur
fyrir því hvernig viðkomandi uppfyllir hæfnikröfur fyrir starfið.
Umsóknarfrestur er til og með 30. janúar n.k.
www.mast . is
Framsækni TraustGegnsæi
Matvælastofnun sinnir stjórnsýslu,
eftirliti, fræðslu og þjónustu við
sjávarútveg, landbúnað, fyrirtæki
og neytendur í þeim tilgangi að
stuðla að heilbrigði og velferð
dýra, heilbrigði plantna og öryggi,
heilnæmi og gæðum matvæla. Hjá
stofnuninni starfa 90 starfsmenn.
Norðurál er eitt stærsta iðnfyrirtæki á Íslandi. Hjá fyrirtækinu starfa um 600 manns með
fjölbreytta menntun og bakgrunn. Árleg framleiðsla er um 310.000 tonn af hágæða áli.
HeilindiHagsýni Liðsheild nordural.is
SPENNANDI SUMARSTÖRF HÆFNISKRÖFUR:• 18 ára og eldri
• Öryggisvitund, heiðarleiki og
stundvísi
• Góð samskiptahæfni
• Dugnaður og sjálfstæði
• Bílpróf er skilyrði
• Verkfræðinemar, iðnnemar og
iðnaðarmenn eru sérstaklega hvattir
til að sækja um
Við leitum að metnaðarfullu og skemmtilegu
fólki í fjölbreytt og eftirsótt sumarstörf í
álverinu á Grundartanga. Í boði er dagvinna og
vaktavinna við framleiðslu, raf- og vélvirkjun
og fleira. Öll störfin henta jafnt körlum og
konum.
Norðurál leggur áherslu á heilsusamlegt,
öruggt og ánægjulegt starfsumhverfi og góðan
starfsanda.
Árangurstengd laun sumarfólks við framleiðslu
eru um 525.000 krónur á mánuði fyrir fullt
starf. Starfsfólki bjóðast ferðir frá Akranesi,
Borgarnesi og af höfuðborgarsvæðinu.
Umsóknum skal skilað inn rafrænt á
www.nordural.is fyrir 12. febrúar 2017.
Nánari upplýsingar veitir Helga Björg Hafþórsdóttir
í síma 430 1000. Öllum umsóknum verður svarað
og trúnaði heitið.
www.hagvangur.is
Sterk tengsl í íslensku atvinnulífi
2
1
-0
1
-2
0
1
7
0
4
:4
1
F
B
0
9
6
s
_
P
0
6
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
6
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
C
0
3
-7
9
0
C
1
C
0
3
-7
7
D
0
1
C
0
3
-7
6
9
4
1
C
0
3
-7
5
5
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
9
6
s
_
2
0
_
1
_
2
0
1
7
C
M
Y
K