Fréttablaðið - 21.01.2017, Page 45

Fréttablaðið - 21.01.2017, Page 45
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 5000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur. LANDSPÍTALI ... VILTU KOMA Í LIÐIÐ! Viltu öðlast mikla reynslu og þekkingu á hjartasjúkdómum? Við leitum eftir öflugum hjúkrunarfræðingum sem hafa áhuga á og vilja vinna við bráðahjúkrun, aðallega hjartasjúklinga. Um er að ræða afar áhuga­ verðan og spennandi starfsvettvang með þverfaglegri nálgun á grein ingu, meðferð og umönnun sjúklinga með bráða hjartasjúkdóma. Möguleikar eru á þróun í starfi, ekki síst í formi spennandi fræðslu, námskeiða og ráðstefna. Hjartagátt er sólarhringsdeild sem er opin alla daga vikunnar. Þar starfa um 50 manns sem veita bráðaþjónustu við hjartasjúklinga auk fjölbreyttrar dag­ og göngudeildarþjónustu. Að auki er veitt þjónusta við aðra sjúklingahópa eftir þörfum. HJÚKRUNARFRÆÐINGAR Hjartagátt Lausar eru til umsóknar námsstöður deildarlækna í skurðlækningum við Landspítala. Starfshlutfall er 100% og veitast störfin til tveggja ára eða samkvæmt samkomulagi. Starfsnámið er byggt upp sem grunnnám í skurðlækningum í samræmi við marklýsingu og er góður undir bún ing­ ur fyrir framhaldsnáms erlendis í sérgreinum skurðlækninga. Vinnan fer fram á eftirtöldum deildum skurðlækningasviðs: Almennri skurðdeild, þvagfæraskurðdeild, hjartaskurðdeild, heila­ og tauga­ skurð deild, lýtaskurðdeild og æðaskurðdeild. NÁMSSTÖÐUR Í SKURÐLÆKNINGUM Skurðlækningar Lausar eru til umsóknar tvær stöður sérfræðilækna í svæfinga­ og gjörgæslulækningum á Landspítala. Starfsstöð verður fyrst og fremst í Fossvogi. Þar starfa um 15 sérfræðilæknar í nánu samstarfi við aðrar fagstéttir og sérgreinar spítalans. Í Fossvogi eru 8 skurðstofur þar sem fram fara heila­ og tauga, háls­, nef­ og eyrna, æða­, lýta­ og bæklunarskurðaðgerðir og eru árlega gerðar þar um 5.400 aðgerðir. Á gjörgæsludeildinni eru 7 legupláss og þar er veitt almenn gjörgæslumeðferð og er sérhæfing í samræmi við skiptingu sérgreina á milli húsa. SÉRFRÆÐILÆKNIR Svæfinga- og gjörgæslulækningar Spennandi og lærdómsríkt starf á bráða­ og göngudeild Landspítala í Fossvogi, en þar fer fram móttaka og hjúkrun sjúklinga bæði vegna sjúkdóma og slysa. Á deildinni starfa um 45 manns í þverfaglegu teymi. Góður starfsandi er ríkjandi og tækifæri eru til að vaxa í starfi. Deildin er opin alla daga ársins frá kl. 8:00­23:30. Unnið er á tvískiptum vöktum og er starfs­ hlutfall og vinnufyrirkomulag samkomulagsatriði. HJÚKRUNARFRÆÐINGUR Bráða- og göngudeild Lausar eru til umsóknar tvær stöður sérfræðilækna í kvenlækningateymi kvenna­ og barnasviðs Landspítala. Um er að ræða 100% störf. Í kvenlækningateyminu er lögð áhersla á þverfaglega samvinnu tengt sjúkdómum í kvenlíffærum, en auk þess er náin samvinna með fæðingar­ teymi Landspítala, þar sem samstarf er um læknisþjónustu utan dag vinnu­ tíma með sérfræðilæknum fæðingarteymis. SÉRFRÆÐILÆKNIR Kvenlækningateymi Laust er til umsóknar framtíðarstarf sérfræðilæknis í bæklunar skurð­ lækning um. Starfshlutfall er 100%. Teymi bæklunarskurðlækna telur 14 sérfræðilækna auk deildarlækna sem vinna í nánu þverfaglegu samstarfi við aðra starfsmenn spítalans. Áhersla er lögð á framþróun, umbætur og gott starfsumhverfi. SÉRFRÆÐILÆKNIR Bæklunarskurðlækningar Hjúkrunarfræðingar/ hjúkrunarnemar óskast til starfa á kven­ lækninga deild 21A Landspítala. Um er að ræða tvö störf í vaktavinnu vegna afleysinga og til lengri tíma. Á kvenlækningadeild starfar samhent teymi starfsmanna sem veitir fjölþætta heilbrigðisþjónustu allan sólarhringinn. Deildin, sem er í senn göngu­, dag­ og legudeild, sinnir bráðatilfellum kvensjúkdóma sem og konum með góðkynja og illkynja sjúkdóma í grindarholi og brjóstum. Í boði er spennandi, krefjandi og líflegt starfsumhverfi, góður starfsandi og fjölbreytt tækifæri til faglegrar þróunar. HJÚKRUNARFRÆÐINGUR/ HJÚKRUNARNEMI Kvenlækningadeild NÁNARI UPPLÝSINGAR Á HEIMASÍÐU LANDSPÍTALA; WWW.LANDSPITALI.IS/MANNAUDUR OG STARFATORGI; WWW.STARFATORG.IS 2 1 -0 1 -2 0 1 7 0 4 :4 1 F B 0 9 6 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C 0 3 -8 2 E C 1 C 0 3 -8 1 B 0 1 C 0 3 -8 0 7 4 1 C 0 3 -7 F 3 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 9 6 s _ 2 0 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.