Fréttablaðið - 21.01.2017, Page 56

Fréttablaðið - 21.01.2017, Page 56
 BYGG býður þér til starfa Rafvirkjar Framtíðarstarf, öll vinna við nýlagnir Atvinnuhúsnæði og Íbúðabyggingar. Mikil mælingavinna framundan. Upplýsingar veitir Guðmundur Sölvi S: 693-7329 gudmundur@bygg.is Verkamenn Vantar vana verkamenn í vinnu. Framtíðarstarf í boði, upplýsingar veitir Hörður Már S:693-7320, hordur@bygg.is www.bygg.is BYGG byggir á 32 ára reynslu á íslenskum byggingamarkaði. Byggingarfélag Gylfa og Gunnars hf. (BYGG) hefur á undanförnum árum byggt yfir 3.000 glæsilegar íbúðir á almennum markaði. Fyrirtækið hefur einnig byggt íbúðir fyrir Félag eldri borgara og húsnæðisnefndir í Reykjavík og Kópavogi. Hjá fyrirtækinu starfa nú um 200 manns og er meðalstarfsaldur hár. Öll verkefni fyrirtækisins eru á höfuðborgarsvæðinu. Hjá fyrirtækinu er öflugt starfsmannafélag. Traust atvinna í boði. Umsóknarfrestur er til 3. febrúar nk. Skila skal umsóknum á skrifstofu Húnavatnshrepps, Húnavöllum, 541 Blönduós, eða með að senda umsókn í tölvupósti á netfangið einar@hunavatnshreppur.is. Stefnt skal að því að viðkomandi hefji störf frá og með 1. apríl 2017 eða eftir nánara samkomulagi. Nánari upplýsingar: Einar Kristján Jónsson sveitarstjóri í síma 452 4661 og 842 5800. Húnavatnshreppur Húnavatnshreppur er á Norðurlandi vestra og er sveitarfélagið um 3822 km2 að stærð. Á Húnavöllum er starfræktur leikskóli, grunnskóli og sundlaug. Húnavellir eru 18 km frá Blönduósi. Húnavatnshreppur hunavatnshreppur.is Umsjónarmaður eigna Húnavatnshrepps Húnavatnshreppur óskar efir að ráða aðila til að hafa umsjón með eignum sveitarfélagsins. Starfssvið: • Umsjónarmaður eigna Húnavatnshrepps, heyrir undir sveitarstjóra Húnavatnshrepps og hefur starfsstöð á Húnavöllum. Í starfinu felst meðal annars: • Eftirlit, stjórnun og vinna við viðhald allra eigna Húnavatnshrepps og B deilda félaga þess í samræmi við fjárveitingar hverju sinni. • Yfirferð á eignum sveitarfélagsins og B deilda félaga þess við leigjendaskipti. • Yfirumsjón á nýframkvæmdum sveitarfélagsins og úttektir á þeim. • Dagleg stjórnun verklegra framkvæmda á vegum sveitarfélagsins eða B deilda félaga þess. • Áætlunargerð fyrir hverja eign sveitarfélagsins og B deildar félaga þess í samvinnu við sveitarstjóra. • Annað það sem sveitarstjóri felur honum. Menntunar- og hæfniskröfur: • Sveinspróf í löggiltri iðngrein, (Meistarapróf er kostur) eða próf í tæknigreinum, sem nýtist í starfi. • Menntun og/eða reynsla af stjórnun og rekstri er æskileg. • Reynsla af áætlanagerð, s.s. verk-, kostnaðar- og fjárhagsáætlanagerð er æskileg. • Reynsla af verklegum framkvæmdum er nauðsynleg. • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er æskileg. • Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og skipulagshæfni er mikilvæg. • Leiðtogahæfni, jákvæðni, þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum er mikilvæg. Verk- eða tæknifræðing Hafrannsóknastofnun óskar eftir að ráða verk- eða tæknifræðing á umhverfissvið stofnunarinnar. Starfið felst í umsjón og viðhaldi bergmálsmæla til kortlagningar hafsbotnsins svo og vinnu við frumúrvinnslu gagna á sjó og í landi. Nauðsynlegt er að viðkomandi taki þátt teymisvinnu í rannsóknaleiðöngrum þar sem söfnun gagna fer fram. Um er að ræða mjög sérhæfð mælitæki, svo sem fjölgeislamæli (MultiBeam Echo Sounder, MBES), sem notast til kortlagningar hafsbotns, og jarðlagamæli (Sub Bottom Profiler, SBP) sem gefur upplýsingar um jarðlög neðan hafsbotns. Auk þess eru notuð ýmis jaðartæki við mælingarnar. Umsækjandi þarf að tileinka sér notkun sérhæfðs hugbúnaðar við úrvinnslu gagna. Um er að ræða spennandi starf með miklum vaxtarmöguleikum. Umsækjandi þarf að geta unnið sjálfstætt og hafa ríkan vilja til þess að kynna sér þá mælitækni sem um ræðir. Menntunar- og hæfniskröfur Umsækjandi þarf að hafa menntun í verk- eða tæknifræði, hæfni til að vinna sjálfstætt og í teymisvinnu og vera góður í mannlegum samskiptum. Í umsókn skulu vera upplýsingar um menntun (afrit af prófskírteinum) og fyrri störf, ásamt nöfnum tveggja meðmælenda sem leita má til varðandi frekari upplýsingar. Um er að ræða fullt starf og heyrir staðan undir sviðsstjóra umhverfis. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðuneytisins og viðeigandi stéttarfélags. Umsóknarfrestur er til og með 10. febrúar n.k. og æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst, ekki seinna en 1. mars 2017. Umsóknir með ítarlegum upplýsingum um menntun, starfsreynslu og nöfnum tveggja meðmælenda skulu sendar á póstfangið umsokn@hafogvatn.is eða á skrifstofu Hafrannsóknastofnunar, Skúlagötu 4, 101 Reykjavík. Konur, jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Nánari upplýsingar veitir Kristín Helgadóttir, mannauðsstjóri (kristin.helgadottir@hafogvatn.is) og Héðinn Valdimarsson, sviðsstjóri umhverfissviðs (hedinn.valdimarsson@hafogvatn.is). Hafrannsóknastofnun, rannsókna- og ráðgjafarstofnun hafs og vatna er stærsta rannsóknastofnun landsins á sviði haf- og vatnarannsókna og gegnir auk þess ráðgjafarhlutverki varðandi skynsamlega nýtingu og verndun auðlinda hafs og vatna. Mikill hluti starfseminnar tengist alþjóðlegu samstarfi við erlendar hafrannsóknastofnanir og háskóla. Stofnunin rekur auk aðalstöðva í Reykjavík starfsstöðvar vítt og breytt um landið, tilraunaeldisstöð, tvö rannsóknaskip og hefur að jafnaði um 170 starfsmenn í þjónustu sinni. Ísteka óskar eftir fólki í eftirfarandi störf: Rannsóknarstofa Starfssvið: Mælingar, skýrsluskrif, þrif og önnur tilfallandi verkefni. Hæfniskröfur: Reynsla af rannsóknarstofuvinnu æskileg. Góð skrif- / málfærni í íslensku og ensku, samskiptahæfileikar, nákvæmni, sjálfstæð vinnubrögð, sveigjanleiki og reglusemi. Menntunarkröfur: Umsækjandi þarf að hafa menntun á sviði raunvísinda. Umsóknir ásamt ferilskrá óskast sendar á bryndis@isteka.com Framleiðsludeild Starfssvið: Lyfjaframleiðsla, þrif, skýrsluhald. Hæfniskröfur: Góð skrif- / málfærni í íslensku, samskiptahæfileikar, sjálfstæð vinnubrögð, sveigjanleiki og reglusemi. Reynsla af störfum í matvæla- eða lyfjaframleiðslu er kostur Umsóknir ásamt ferilskrá óskast sendar á sigsig@isteka.com Umsóknarfrestur er til 1.febrúar 2017 Hjá Ísteka ehf. er unnið við þróun og framleiðslu á próteinlyfjum (biologics) og mælisettum (diagnostic kits) fyrir erlenda markaði. Starfsemin er GMP vottuð og framleiðsluferlar og starfshættir samþykktir af lyfjastofnunum út um allan heim, m.a. af FDA í USA. Ísteka er á lista Creditinfo um framúrskarandi fyrirtæki. Síðumúla 5 • 108 Reykjavík • 511 1225 • intellecta.is RÁÐNINGAR RÁÐGJÖF RANNSÓKNIR 2 1 -0 1 -2 0 1 7 0 4 :4 1 F B 0 9 6 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C 0 3 -6 A 3 C 1 C 0 3 -6 9 0 0 1 C 0 3 -6 7 C 4 1 C 0 3 -6 6 8 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 9 6 s _ 2 0 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.